Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 B 9 bílar framþróun kvað svo á um. Með vitund og vilja stóðust framleiðendurnir þessar raddir og gerðu hreinlega í því að gera grín að sér í aug- lýsingaherferðum. Þetta hafði auðvitað þau áhrif að vinsældir Bjöllunnar jukust. Það var enn fremur gríðarlega vinsælt að læra á Bjölluna, að aka fyrstu metrana við stýri bifreiðar í Bjöllu. VW gerði könnun árið 1967 og varpaði í kjölfarið fram þeirri spurningunni: Hvers vegna vilja þúsundir læra á Bjöllu um- fram aðrar bifreiðar á ári hverju? Svarið var: Það er svo auðvelt að aka þeim! Ekki flóknara en það. Lyktin og fleira Annað var lyktin, sem var algerlega einstök. Inni í Bjöllunni dró fólk andann og fann þá fyrir heitri vélinni og upphituðum teppum. Þetta var hluti af Bjöllunni frá fyrstu tíð. Samkeppnisað- ilar reyndu að mæta þessu með því að lofa kaupendum lyktarlausri kyndingu, en áttuðu sig ekki á því að VW hafði þarna forskot sem staf- aði af því að lyktin virkaði einnig sem kynding og þótt hér hafi aðeins verið um volgt streymi að ræða, þá voru samkeppnisaðilarnir í upphafi ekki með neina kyndingu. Bjallan hafði því það orð á sér að vera hlý. Það mætti halda lengi áfram, eldsneytis- eyðslan þótti lítil, bíllinn var snaggaralegur í þrengslum og fleira og fleira. Og nú er Bjallan öll þótt enn sjáist hún á göt- um úti. Framleiðslunni hefur verið hætt og menn rifja upp að þegar sú síðasta kláraðist á færibandinu í Emden í Þýskalandi árið 1978, sögðu framleiðendurnir hreyknir frá því að þeir hefðu haldið Bjöllunni óbreyttri til endalokanna og að 21 milljón Bjöllu-kaupenda hefðu verið með á nótunum. FRAMLEIÐSLU Volkswagen-bjöllunnar hefur verið hætt og er þar að margra mati skarð fyrir skildi. Bjallan á sess í sögu bifreiðaframleiðslu sem ekki verður hnikað. Þetta voru öðru vísi bílar og augljóslega bílar sem stóðust tímans tönn. Mikið hefur verið skrifað um Bjölluna í tilefni af þessum tímamótum, m.a. hafa framleiðend- urnir sjálfir verið duglegir að birta efni sem flest er í anda ljúfsárra minninga. Eftirfarandi tilvitn- anir eru í grein sem Volkswagen-verksmiðjurnar sendu frá sér. Hljóðið leynir sér ekki Allt frá fimmta áratugnum og fram á þann ní- unda, var eitt það hljóð á þýskum strætum og víðar sem aldrei breyttist og vakti alltaf fólk til vitundar. Fékk það til að skima í kringum sig, því ef það heyrðist í Bjöllu, leit fólk upp til að koma auga á hana. Þeir sem teljast til Bjöllu- kynslóðarinnar eiga það meira að segja til að setja upp fjarrænan svip, eins og þeir séu að muna eftir einhverju gömlu og notalegu, ein- hverju sem heyrir minningunni til. Enda er hljóð Bjöllunnar einstakt. Ekkert annað ökutæki nær að blanda því saman að suða og skyrpa við und- irleik loftviftu, en eitt af mörgum séreinkennum Bjöllunnar var einmitt loftkæling vélarinnar. Í þessum efnum er það haft er fyrir satt, að aug- lýsingafyrirtæki sem sinnti Volkswagen í lok sjöunda áratugarins dró upp lista yfir það „sem fólk elskar og er þýskt“ eins og það var orðað. Könnunin leiddi í ljós að það var ýmislegt sem heyrði undir það, m.a. Heidelberg, Goethe, gauksklukkur frá Bæjaralandi, Loreleiblómið svo eitthvað sé nefnt og svo auðvitað Bjallan. Gengið er svo langt að kalla Bjölluna sendi- herra Þýskalands um heim allan. Áratugum saman var Bjallan mest innflutti erlendi bíllinn í Bandaríkjunum og á Suður-Kyrrahafseyjunni Naru náði Bjallan 200 prósenta söluaukningu eitt árið, er Bjöllum fjölgaði úr einni í þrjár! Að breyta Bjöllu? Framleiðendurnir segja að allt aftur til ársins 1948 hafi suðað í eyrum raddir sem vildu endi- lega breyta Bjöllunni, enda var bent á eitt og annað sem var að detta úr tísku, eða að Sterk fortíðarþrá er tengd minningum um Bjölluna í hugum margra. Í minningu VW-bjöllunnar TOYOTA AVENSIS Óska eftir að kaupa Toyotu Avensis, árg. '99—'01. Einungis beinsk., lítið ekinn og góður bíll kemur til greina. Staðgr. fyrir réttan bíl. Uppl. í s. 897 3568 og 554 3568. FORD F 250 4X4 V10 Upplýsingar www.kalli.us og í síma 661 1517. PEUGEOT 206 S16 2.0 L, árg. 2002. Ekinn 14.500 km. Einn með öllu. Aðeins 2 á landinu. Áhvílandi 1.200 þús. Verð 1.680 þús. Uppl. í síma 848 2691. DODGE CARAVAN, ÁRGERÐ 1996 Verð 1.090 þús. Tilboð 850 þús. staðgreitt. 7 manna. Sjálfskiptur. 2,4 l. Myndir á www.finnbill.is. Sími 897 9227. GRAND CHEROKEE LAREDO 1993 4,0L. Tilboð 850 þ. staðgreitt. Ekinn 150.000 km. Dráttarkúla, kastarar o.fl. Myndir á www.finnbill.is. S. 897 9227. GRAND CHEROKEE LAREDO, 2000 Tilboð 2.990 þ. staðgreitt. Ekinn 42 þús. Samlitur. Cd. Góður bíll. Sími 897 9227. Sjá myndir á www.finnbill.is GRAND CHEROKEE LIMITED, árg. 2000, 2001, 2002 V8 4,7l. Eknir frá 5000. Með öllu. Myndir á www.finnbill.is. Sími 897 9227. CHEV. SUBURBAN '83, 6.2 DIESEL Upptekin vél ek. 10 þús, bíll ek. 219 þús. Beinsk. 35" dekk. Nýskoðaður. Hörku- trukkur. Verð 490 þús. Ath. sk. á ód. eða góður stgrafsl. Uppl. í síma 895 2243HILUX DOUBLE CAP, ÁRG. 1993 4,3 vortec, sjálfskiptur aukamillikassi, 35" dekk og 39" dekk. Loftlæsing og gorm- ar að aftan. Ekinn 70 þús. km. Upplýsingar í síma 893 6492. TOYOTA DOUBLE CAP DÍSEL ÁRG. '91 38" breyttur, er á 35" álfelgum. Ek. 200 þús., turbo, intercooler, stórt púst, lengd- ur, læstur fr. og aft., skriðgír, 5/29 hlutföll, loftdæla, aukatankur, kastaragrind, fjarst. saml., þjófavörn, cd. Verð 1200 þús. Uppl. í s. 693 9120. VW CADDY ÁRGERÐ 1998 Ekinn 53 þ. mjög vel með farinn, nýjar bremsur, smurbók frá byrjun. Sumar- og vetrardekk fylgja. Skoðaður 04. Áhvílandi 180.000 þ. hjá Glitni. Greiðslub. 18 þ. á mán. Skipti möguleg á jeppa. Tilboð 590.000 þ. áður 680.000 þ. Uppl. í síma 533 3070 og 699 3332. TIL SÖLU BENZ VARIO, ÁRGERÐ 1998 Ekinn 150,000 km, ásamt 33 rúmetra trailer-vagni og 7 m opnum trailer-palli. Bíll sem gefur mikla möguleika fyrir verktaka o.fl. Léttflutiningar, sími 89 50900. TOYOTA SAUMAVÉLAR FRÁ KR. 19.250 Nýjar vélar — Notaðar vélar. Viðgerðir á flestum tegundum saumavéla. saumavelar.is — sími 892 3567.  TIL SÖLU HONDA CBR 600 HURRICANE Árg. '89. Topp eintak. Verð 195 þús. Uppl. í s. 557 3343 eða 821 6625. SUZUKI RM 250CC TIL SÖLU Lítur vel út og er í góðu standi. Nýtt tannhjól, keðja og heddpakkning. Selst staðgr. á 250 þús. Uppl. í síma 869 4474. TIL SÖLU ER ÞESSI SILFURGRÁA YAMAHA VESPA, ÁRGERÐ 2000 Verðhugmynd 180 þús. Upplýsingar í s. 690 5742 og 868 0899. EASY CAMP COMPACT, ÁRG. '00 Frá Evró. Góður 4-6 manna með 2-3 svefnherbergjum og stóru fortjaldi. Kostar nýr 599 þ. Verð 450 þ. S. 896 9399. PALAMINO YEARLING ÁRG. 2000 220 w ísskápur. Upphækkaður. Mjög gott hús. Verð 770 þús. kr. Eigum fleiri fellihýsi á staðnum. Höfðabílar ehf., Fosshálsi 27, símar 577 1085 og 894 5899. FORD RANGER ÁRG. '91 með Camper, árg. '94, til sölu. Mjög gott ástand. Tilbúinn á hálendið og í gæsina. Engin skipti, verð 800 þús. Upplýsingar í síma 897 3360. Kerrur JEPPA- EÐA FÓLKSBÍLAKERRA óskast. Burðargeta 400—750 kg. Upplýsingar í síma 847 0470.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.