Morgunblaðið - 07.08.2003, Page 2

Morgunblaðið - 07.08.2003, Page 2
2 B FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR                                              !"                           !"   ! " # $             FRANSKA ríkisstjórnin ákvað í gær að grípa til umfangsmikilla að- gerða til að bjarga rekstri stórfyr- irtækisins Alstom. Alstom er eitt stærsta iðnfyrirtæki Evrópu og framleiðir meðal annars TGV-há- hraðalestirnar. Fyrirtækið hefur átt í miklum rekstrarörðugleikum að undanförnu vegna mikillar skuldsetningar. Til stendur að skuldbreyta 2,8 milljörðum evra, eða sem nemur um 250 milljörðum íslenskra króna, meðal annars með því að safna nýju hlutafé upp á 600 milljónir evra. Hefur franska ríkið, sem á 31,5% hlut í fyrirtækinu, nú skuldbundið sig til að taka á sig helming hlutafjáraukningarinnar. Einkavæðingu frestað Franska stjórnin hefur haft það að markmiði að selja hlut sinn í Alstom en þeim áformum hefur nú verið slegið á frest þar til fyr- irtækið hefur rétt úr kútnum. Einnig ætla 30 alþjóðlegir bank- ar að veita fyrirtækinu lán upp á 1,3 milljarða evra og farið verður í skuldabréfaútboð upp á 900 millj- ónir evra, sem kann að verða aukið upp í milljarð evra. Tvær deildir fyrirtækisins verða seldar kjarn- orkufyrirtækinu Areva og er sölu- verðmætið talið geta numið allt að milljarði evra. Loks mun hópur banka veita Alstom yfirdráttar- heimild upp á allt að 3,5 milljarða evra og mun franska ríkið leggja fram tryggingar fyrir allt að 65% af þeirri upphæð. Erfiðleikar Alstom hófust er fyr- irtækið keypti orkudeild sam- keppnisaðilans ABB árið 1999 og varð skaðabótaskylt er rafalar skil- uðu ekki þeirri orku er kaupendum hafði verið heitið. Þá varð gjald- þrot skipafyrirtækisins Renaiss- ance Cruises í kjölfar atburðanna ellefta september árið 2001 fyr- irtækinu þungt í skauti en Alstom hafði byggt farþegaskip fyrir fyr- irtækið og veitt því mikla lánafyr- irgreiðslu. Samdráttur í sölu til orkugeirans hefur jafnframt komið illa við rekstur Alstom og í síðasta mánuði var greint frá því að sala á öðrum ársfjórðungi hefði dregist saman um 18%. Alls starfa um 110 þúsund manns hjá Alstom í 70 ríkjum, þar af 75 þúsund í Evrópu. Árlegar tekjur fyrirtækisins hafa numið 21 milljarði evra. Skuldir Alstom nema nú 4,9 milljörðum evra en heildarskuld- bindingar gætu numið allt að níu milljörðum evra ef lífeyrisskuld- bindingar eru teknar með í reikn- inginn. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur lýst því yfir að hún muni fara vandlega yfir tillögur frönsku ríkisstjórnarinnar og kanna hvort stuðningurinn sam- ræmist reglum um ríkisstuðning. Fjármálasérfræðingar sem franska fréttastofan AFP ræddi við sögðu að ákvörðun frönsku rík- isstjórnarinnar um að auka hlut sinn í Alstom væru til marks um að rekstur fyrirtækisins stæði mun verr en talið hefur verið til þessa. Síðast þegar gripið hefði verið til aðgerða af þessu tagi hefði verið er stáliðnaður Frakklands hefði í raun verið þjóðnýttur af ríkisstjórn Raymonds Barres. Alstom hét áður Gec-Alsthom og var í ríkiseigu. Það var skráð á hlutabréfamarkaði í London, París og New York í júní árið 1998. Haft er eftir ónafngreindum full- trúa er tók þátt í viðræðunum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar að vegna þess hve umsvif Alstom eru víð- feðm gæti gjaldþrot fyrirtækisins haft mjög slæm áhrif á þjóðarhag Frakklands jafnt sem annarra ríkja í Evrópusambandinu. Rekstri Alstom bjargað með stuðningi ríkisins Umfangsmesti ríkisstuðningur við einkafyrirtæki í Frakklandi frá því á áttunda áratugnum Reuters Alstom lýkur á þessu ári við smíði Queen Mary 2, stærsta skemmtiferðaskips í heimi. Hér má sjá er skipið var sjó- sett í skipasmíðastöð Alstom í St. Nazaire í Frakklandi í mars. Stefnt er að því að Queen Mary 2 haldi í sína fyrstu siglingu í janúar á næsta ári. Reuters Patrick Kron, stjórnarformaður Alstom, greinir blaðamönnum frá stöðu mála í París í gær. ● FRANSKI bankinn Société Génér- ale skilaði nærri tvöfalt meiri hagn- aði fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi en á sama tímabili í fyrra. Ástæður aukningarinnar eru fyrst og fremst að tekjur tímabilsins eru þær mestu í sögu bankans og harðar aðgerðir til lækkunar á kostnaði hafa skilað sér. Þá nam hagnaður af sölu eign- arhlutar í keppinautnum Credit Lyonnais 193 milljónum evra (18 milljörðum króna). Hagnaður fyrir skatta nam 695 milljónum evra (um 87 milljörðum ís- lenskra króna) á öðrum ársfjórðungi en var 376 milljónir evra (47 millj- arðar króna) á sama tíma í fyrra. Var þessi niðurstaða nokkuð í takt við spár markaðarins. SocGen nær tvöfaldar hagnað ● HAGNAÐUR Walt Disney jókst frá fyrra ári um 10% á síðasta ársfjórð- ungi vegna mikillar aðsóknar á kvik- myndir félagsins í bíóhúsum, auk- innar myndbandasölu og hærri auglýsingartekna ABC-sjónvarps- stöðva félagsins. Gestum í skemmtigörðum Disney hefur hins vegar fækkað m.a. vegna ótta meðal almennings við hryðju- verk og líklegt þykir að þeim muni enn fækka. Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta nam 400 milljónum dollara (rúmum 31 milljarði króna) á síðasta ársfjórð- ungi en var 364 milljónir dollara (rúmir 28 milljarðar króna) á sama tímabili í fyrra. Þessar niðurstöður eru nokkuð umfram væntingar mark- aðarins. Tekjur félagsins jukust um 6% á millli ára og áætlanir Disney gera ráð fyrir að þær muni hækka meira á þessu ári en aukast svo enn meira á árinu 2004. Teiknimyndin „Finding Nemo“ er ein þeirra Disney-mynda sem fékk mikla aðsókn. Minni aðsókn að skemmtigörðum Disney BANDARÍSK stjórnvöld hafa útilokað fjar- skiptafyrirtækið Worldcom, sem nú kallast MCI, frá þátttöku í útboðum á vegum hins op- inbera en fyrirtækið viðurkenndi á síðasta ári um 850 milljarða króna bókhaldssvik. Ástæðan er sögð vera sú að hinn flekkaða fjarskiptarisa skorti fullnægjandi siðferðilega stjórnun. Þeim opinberu samningum sem þegar hafa verið gerðir við fyrirtækið verður ekki rift en þeir eru metnir á um 1 milljarð dollara eða sem svarar til um 78 milljarða íslenskra króna á ári. Ákvörðunin er mikið áfall fyrir MCI þar sem verið er að reyna að endurreisa fyrirtækið úr rústum bókhaldshneykslisins í fyrra. Fyr- irtækið sagðist þó sættast á ákvörðun stjórn- valda. MCI hefur sætt mikilli gagnrýni, ekki aðeins vegna bókhaldsbrellnanna, heldur einnig vegna ásakana um siðlausa viðskiptahætti. Fyrirtækið vísar því á bug og segir keppinauta þess vilja tryggja að MCI nái sér ekki aftur á strik. WorldCom fær ekki opin- bera samninga Fjarskiptafyrirtækið WorldCom heitir nú MCI. STAÐA á þýskum vinnumarkaði hefur versnað að undanförnu. Einn af hverjum tíu eru í atvinnuleit sam- kvæmt frétt BBC. Atvinnuleysi í Þýskalandi í júnímánuði var 10,2% en óx milli mánaða og var 10,4% í júlí síðastliðnum. Samkvæmt tölum frá atvinnumálastofnun landsins voru 4,35 milljónir manna án atvinnu í júlímánuði, eða um 94.500 fleiri en í júní. Loforð ríkisstjórnarinnar um að lækka hlutfall atvinnulausra í land- inu hefur brugðist og segir í fréttinni að stöðnun í hagkerfinu sé um að kenna. Kanslari Þýskalands, Ger- hard Schröder er sagður hvetja til frekari umbóta á vinnumarkaði til að bæta ástandið. Meðal hugmynda kanslarans er að hraða skattalækkunum til að blása lífi í hagkerfið. Talið er að skatta- lækkanirnar nemi um 15,5 milljörð- um evra eða sem jafngildir ríflega 1.330 milljörðum íslenskra króna. Haft er eftir yfirmanni atvinnu- málastofnunar að veikt hagkerfi muni halda áfram að hafa slæm áhrif á vinnumarkaðinn. Segir hann að lausn vandans sé enn ekki í sjónmáli þótt endurbætur sem þegar hafa verið gerðar hjálpi vissulega til. Atvinnuástand versnar í Þýskalandi Gerhard Schröder kanslari vill flýta skattalækkunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.