Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 B 5 NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  VALUR Oddsteinsson stjórnar- formaður Kaupfélags Árnesinga seg- ir að fjárbinding og fjármagnskostn- aður vegna endurbyggingar Hótels Selfoss vera meginástæðuna fyrir því að kaupfélagið skuldar nú langt um- fram eignir og er í greiðslustöðvun. Hann segir að til lengri tíma litið séu ástæður fyrir því að rekstur félagins hafi oft verið þungur vera að kaup- félagið hafi oft brugðist of seint við nýjum aðstæðum í þjóðfélaginu. Hann segir jafnframt að stjórnir kaupfélagsins hafi ekki verið nógu virkar, bæði hvað varðar samskipti við hinn almenna félagsmann og eft- irlit með þeim er ráku félagið á hverj- um tíma. Valur telur að þó nú sé illa komið fyrir Kaupfélaginu þýði það ekki endilega að samvinnufélagsformið heyri sögunni til. Hann telur að fari svo að mestöll starfsemi kaupfélags- ins leggist niður sé hægt að halda fé- laginu til haga því fólk gæti séð sér hag í því síðar, ef það verður þreytt á þeirri auðsöfnun á fárra hendur sem fylgt hefur hlutafélagaforminu, eins og hann orðar það. Valur, sem tók við stjórnarfor- mennsku í kaupfélaginu sl. vor eftir að hafa setið í stjórn í 13 ár, er nú kominn í kunnuglega stöðu. Kaup- félag Árnesinga leitar nú nauðasamn- inga við lánadrottna sína og á í greiðslustöðvun, en eins var komið fyrir Kaupfélagi Skaftfellinga árið 1990 þegar Valur kom til sögunnar og hjálpaði til við að leiða þau mál til lykta. Kaupfélag Skaftfellinga var síðan í kjölfarið sameinað Kaupfélagi Árnesinga. „Það má segja að ég hafi verið í því að leggja niður kaupfélög á Suðurlandi,“ segir Valur og brosir, en segir um leið að aðstæður í báðum þessum tilfellum hafi verið mikið al- vörumál fyrir alla hlutaðeigandi. „En ég tel að þetta sé liður í að horfast í augu við staðreyndir og vinna það besta úr stöðunni á hverjum tíma.“ Lífæð fólksins „Fyrst þegar ég fór að starfa í þessu umhverfi var kaupfélagið gríðarlega stór þáttur í lífsbaráttu fólksins. Í kringum 1960 tók kaupfélagið að sér að flytja mjólkina frá bændum. Sam- göngum var þá háttað þannig að það var engin aðstoð að vetri til við sam- göngur, vegagerðin kom til dæmis ekkert að því að halda vegum opnum og þetta var því mikið átak hjá kaup- félaginu. Tímunum saman að vetri til voru þetta einu bílarnir sem fóru hér um þegar snjóþungir vetur komu. Þetta varð til þess að fólkið hafði gríð- arlega sterkar taugar til félagsins. Það var þeirra bjargvættur og lífæð. Svo breyttist allt mjög hratt með bættum á samgöngum. Þá fóru menn að geta sótt bæði þungavöru og versl- un lengra í burtu. Áður var sveitin heimur út af fyrir sig sem fólk hrærð- ist í og átti síðan sín viðskipti við kaupfélögin. Með bættum sam- göngum fór fólk að sækja verslun í stórmarkaði í auknum mæli og síðar lágvöruverslanir. Þannig að það þrengdi alltaf smátt og smátt að í þessum kaupfélagsgeira.“ Valur segir að eftir á að hyggja sé það staðreynd að hinn almenni félagi í kaupfélaginu hafi aldrei verið í nógu góðu sambandi við stjórn félagsins á hverjum tíma og menn hafi því ekki gert nógu ríkar kröfur til stjórnar- manna. Aðhald og eftirlit hafi því skort. „Ég á alveg von á að það eigi sinn þátt í því að komið er eins og er. Svo má segja að inn í stjórn hafi valist frekar félagsmálamenn en rekstrar- menn. Krafan á félagið hefur verið að skila félagsmönnum vöru á góðu verði, en þá hefur ekki alltaf verið hugsað um það hvernig á að bera uppi þann kostnað sem í því felst að bjóða góða þjónustu og gott verð.“ Kaupfélag Árnesinga hefur í gegn- um tíðina staðið í margþættri starf- semi eins og tíundað er hér á síðunni. Það vildi geta sinnt öllum þörfum fé- lagsmannsins. „Þessi margþætta starfsemi var misábatasöm og yfirleitt var það þannig að þeir þættir sem voru vel reknir voru látnir bera uppi tapið á þeim sem voru verr reknir. Síðan er þróunin sú að félögin tapa frá sér til annarra aðila ábatasömustu eining- unum, en sitja uppi með dýrustu þjónustuna.“ Ekki spilað rétt úr tækifærum Hótel Selfoss er helsta ástæðan fyrir slæmri stöðu kaupfélagsins. Eftir kostnaðarsamar endurbætur sem kostuðu nærri einn milljarð króna eru samanlagt 100 herbergi í hótel- inu, fundarsalir, veitingasalir, kvik- myndasalir og heilsulind og fleira sem prýðir nútímahótel. Alls er hót- elbyggingin ríflega 10.000 fermetrar að flatarmáli. Enn á eftir að ljúka nærri 100 milljóna króna fram- kvæmdum við hótelið. Var samstaða um það í stjórninni að leggja jafn mikið fé í eignarhalds- félagið Brú og raunin varð? „Það var mikil breyting hjá kaup- félaginu þegar verslunarreksturinn var látinn inn í Kaupás og hluturinn í Kaupási síðan seldur nokkru síðar. Það var auðvitað mikið umhugsunar- efni á sínum tíma að slíta tengsl við verslunarreksturinn. Þar var stjórnin að bregðast við aðstæðum sem voru fyrir hendi. Verslunin var að færast á færri hendur. Þessu var þjappað saman til að ná meiri hagræðingu og lægra verði til neytandans. Þar var líka kannski að hluta til verið að bregðast við harðri samkeppni frá Bónus. Þetta orsakaði gífurlega breytingu á starfsemi KÁ. Úr þeim tækifærum sem þá sköpuðust má kannski segja að ekki hafi verið spilað rétt. En það var enginn ágreiningur um þátttöku í eignarhaldsfélaginu Brú og þótti eðlilegt að taka þátt í því samstarfi. Stjórnin samþykkti ákveðna upphæð sem hlutafé í félag- inu Brú sem síðan var gert ráð fyrir að sæi um sín mál og yrði fjárhags- og stjórnunarlega algjörlega óháð kaup- félaginu. Það kom þó á seinni stigum langtum meira við fjárhag kaup- félagsins en reiknað var með og eign- arhaldsfélagið varð ekki eins sjálf- stætt og ætlast var til að það yrði. Það sama á við um fleiri hlutdeildar- og dótturfélög kaupfélagsins sem ekki hafa getað staðið á eigin fótum og blandast meira inn í fjárhag kaup- félagsins en stjórnin hafði gert ráð fyrir og verið félaginu þungur baggi.“ Valur segir að fjármagnið sem fékkst út úr sölu á hlutnum í Kaupási árið 2000 hafi verið notað til að greiða niður skuldir, en félagið var mjög skuldsett á þeim tíma. Afgangurinn hafi verið minni en margir héldu. „Ég á alveg von á því að menn innan fé- lagsins hafi ofmetið fjárhagsstöðu kaupfélagsins eftir þessa sölu, þó að það hafi eignalega séð verið mjög sterkt.“ Um framhaldið vill Valur lítið segja að svo stöddu. Hann segir þó að félag- ið gæti í versta falli orðið umgjörð um þær eignir sem það á, og hætt öllum venjubundnum rekstri. „Þetta eru miklir umbrotatímar,“ segir Valur. Hefði verið hægt að grípa fyrr inn í til að bjarga kaupfélaginu? „Jú, það er ekki hægt að neita því, og ég get ekki firrt mig sem stjórn- armaður ábyrgð í þeim efnum. Maður hefur kannski verið of værukær og það hefur á öllum tímum verið visst vandamál að stjórnir kaupfélagsins hafa ekki verið nógu virkar. Stjórnin hefði mátt hafa meira samband við framkvæmdastjóra og fylgjast með því sem gerist á því sviði.“ Leggur niður félög Morgunblaðið/Árni Sæberg Valur Oddsteinsson, stjórnarformaður Kaupfélags Árnesinga. þáverandi kaupfélagsstjóri reksturinn frá grunni. Byggð voru meðal annars ný verkstæði og nýtt verslunarhús sem hvort tveggja var megingrunnurinn að starfsemi fé- lagsins. Auk þess voru óhagkvæmir rekstrarliðir skornir niður svo um munaði og viðskiptamönnum kaupfélagsins þótti nóg um, að því er fram kemur í Baráttunni við fjall- ið. 215 starfsmenn 1950 Árið 1950 nam vörusala kaupfélagsins 19,6 milljónum króna. Starfsmenn voru 215 í nóvember og félagsmenn 1.500. Heildarvelta félagsins árið 1960 nam 117 milljónum króna. Fastráðnir starfsmenn voru 350 og félagsmenn 1.750. Stofnsjóðsinnistæður félagsmanna námu þá 11 milljónum króna og varasjóður félagsins var 4 milljónir króna. Á sextugsafmæli félagsins árið 1990 voru eignir og at- vinnurekstur félagsins í Árnessýslu þessar: brauðgerð og kjötvinnsla, bifreiða- og trésmiðja, vöruhús á Selfossi og húsið Sigtún sem enn var bústaður kaupfélagsstjór- ans. Auk þess rak félagið olíuafgreiðslu, byggingavöru- deild, þvottahús og lyfjabúð. Á Eyrarbakka átti félagið verslunarhús og vörugeymslu. Í Hveragerði var versl- unarhús og iðnaðarhús með íbúð. Á Laugarvatni var verslunar- og íbúðarhús en á Stokkseyri aðeins versl- unarhús útibúsins. Í Þorlákshöfn átti félagið tvö versl- unarhús þar sem annað var ónotað, svo og íbúðarhús. Auk þess átti félagið enn eignir í Laugardælum og lóðir á Selfossi. Þá átti félagið eignarhluti í Landflutningum, Meitlinum, Þróunarfélagi Íslands, Prentsmiðju Suður- lands, Olíufélaginu, Samkortum, Innkaupasambandi bóksala, Nýju teiknistofunni, Bifreiðaskoðun Íslands, Samvinnuferðum, Eimskipafélagi Íslands, Hraðfrysti- húsi Stokkseyrar og Herjólfi. Þá rak félagið húsgagna- verslunina 3K í Reykjavík í samvinnu við Kaupfélag Rangæinga og Kaupfélag Skaftfellinga. Sókn á matvörumarkaði Árið 1994 hóf kaupfélagið mikla sókn á matvörumarkaði og upp frá því fór verslunum þess að fjölga. Velta versl- unarsviðs félagsins á árinu 1994 var um einn milljarður króna en hún var komin upp í um 2,7 milljarða á árinu 1998. Með þátttöku Kaupfélags Árnesinga í Kaupási hf. 1. maí árið 1999 hætti kaupfélagið síðan sjálft verslunar- rekstri. Verslanir KÁ og 11-11 voru lagðar inn í Kaupás ásamt verslunum Nóatúns. Árið 2000 keypti Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. síðan hlut kaupfélagsins í Kaupási. Kaupverðið var ekki gefið upp en var talið nema um 1.500 milljónum króna. Velta félagsins á síðasta ári nam 2,1 milljarði króna og tap af rekstrinum nam rúmum 255 milljónum króna. (Heimildir: Baráttan við fjallið eftir Erling Brynjólfsson og Saga Selfoss eftir Guðmund Kristinsson.) gra en að kaupfélagið eins ssi hinn 7. nóvember 1955 50 opnaði kaupfélagið hús- afi í nýrri fiskimjölsverk- . vandi hjá kaupfélaginu og Eftir 1970 fór að rofa til í gði Oddur Sigurbergsson öggum Morgunblaðið/Árni Sæberg GUÐMUNDUR Elíasson for- stöðumaður skálasviðs Kaupfélags Árnesinga segir að sviðið hafi gengið þokkalega síðustu ár. Tölu- verð breyting hafi orðið á rekstr- inum til batnaðar eftir hagræðing- araðgerðir þar sem miðað var að því að lækka rekstrarkostnað yfir veturinn. Miklar sveiflur eru í rekstri skálanna milli veturs og sumars að hans sögn, að Fossnesti á Selfossi undanskildu en þar er meira jafnvægi í rekstrinum allt árið. Aðspurður segir Guðmundur að ekki hafi enn verið rætt um að hann eða félag í hans eigu yfirtaki reksturinn 1. október. „Það hefur ekki verið rætt. Það er ekki kom- ið að þeim tíma- punkti að ræða slíka hluti. Ef þetta yrði boðið út þá vona ég að ég hefði ekki minni möguleika en aðrir. En ég undirstrika að ég er starfsmaður kaupfélagsins og það er ekki komið að vangavelt- um um annað.“ Sérstök tilfinning Guðmundur stundaði búskap áður en hann gekk til liðs við kaup- félagið árið 1988 og er því fé- lagsmaður og fyrrverandi við- skiptamaður kaupfélagsins til margra ára. Guðmundur segir að það sé óneitanlega sérstök tilfinn- ing eftir öll þessi ár að útlit sé fyr- ir að kaupfélagið geti lagst af í nú- verandi mynd. Spurður hvort kaupfélagsformið tilheyri fortíð- inni segir Guðmundur að svo virð- ist sem hlutafélagaformið sé núna vaxandi. „Það er nokkuð ljóst að kaupfélögin voru börn síns tíma. Þau gegndu ákveðnu hlutverki, sérstaklega úti á landsbyggðinni. Hlutafélagaformið er vaxandi frek- ar en hitt en auðvitað á þetta sam- vinnufélagsform að geta gengið.“ Þokkalegt gengi Guðmundur Elíasson nesinga eftir Erling við fjallið, segir að 950 þegar félagið opn- þá mátti segja að hjá ær vörur sem félags- því ættu félagar að at- akaup sín ekki annars ð fornkveðna sem eitt m bónda: Ef varan er ginu þá vantar mig ni. árið 1950 hafi Kaup- hátindi sínum. Á tutt- tekst að vaxa og eflast t það séð fólki fyrir kið bjó í húsum sem það upfélaginu og þau góða kaupfélagsvatni. inu og fiskurinn kom átti kaupa í hús- ðjan sá um að hægt var isleg með eldhús- pum. Brauðin fengust í ð og ostarnir komu úr bílinn og varahlutirnir élaginu. Ef einhver öl í kaupfélaginu. Fólk- fyrir þessu öllu í kaup- ni í kaupfélaginu. Og ef élaginu var hægt að agið gerði allt sem það (Baráttan við fjallið, n er vantar a ekki tobj@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.