Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 B 3 NFRÉTTIR #$   #$                            &   '   '(      '  &   '  )*! )*+ ,* )*! )*+ ,* KAUPÞING-Búnaðarbanki, Burð- arás og Sjóvá-Almennar tryggingar hafa tekið höndum saman um að gera öðrum hluthöfum í Skeljungi yfir- tökutilboð og taka félagið af hluta- bréfaskrá Kauphallar Íslands. Félögin þrjú hafa selt eignarhluti sína í Skeljungi eignarhaldsfélaginu Steinhólum, sem er að hálfu í eigu Kaupþings-Búnaðarbanka en Sjóvá- Almennar og Burðarás eiga sinn fjórðunginn hvort. Félögin munu standa saman að rekstri Skeljungs á næstunni og áforma að selja eignir fyrirtækisins sem ekki tengjast kjarnastarfsemi þess. Söluverð bréfanna í Skeljungi var 15,9 krónur á hlut. Kaupþing-Búnað- arbanki seldi félaginu ríflega 299 milljónir hluta, eða 39,62%, fyrir tæpa 4,8 milljarða króna. Sjóvá-Almennar seldu 189 milljónir hluta, eða 25,02%, fyrir 3 milljarða króna og Burðarás seldi rúmlega 176 milljónir hluta, eða 23,35%, á 2,8 milljarða króna. Fjárfesting Steinhóla í hlutum fé- laganna þriggja nemur því 10,6 millj- örðum króna. Að auki hafa félaginu verið tryggðar tæplega 9 milljónir hluta fyrir rúmar 136 milljónir króna. Heildarfjárfesting Steinhóla í 90,7% eignarhlut sínum í Skeljungi nemur því 10,7 milljörðum króna. Þar af á Kaupþing-Búnaðarbanki helming, sem fyrr segir, en hinir fjórðung hvor. Félögin þrjú hafa gagnkvæman kauprétt hvert í hlutum annars í Steinhólum en Burðarás og Sjóvá Al- mennar eiga jafnframt sölurétt á hlutum sínum gagnvart Kaupþingi- Búnaðarbanka. Það þýðir að Kaup- þing-Búnaðarbanki þarf að kaupa hluti hinna á genginu 15,9 kjósi þeir að selja. Vilja eiga valkosti Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár-Al- mennra, segir að Sjóvá og Burðarás hafi tryggt sér bæði kaup- og sölurétt í Steinhólum til þess eins að hafa val- kostina enda sé staða félaganna sterkari fyrir vikið. „Við höfum ýmsa möguleika í stöð- unni þegar fram í sækir. Menn geta kosið að eiga hlutina áfram, nýtt sér kauprétt eða við nýtt okkur sölurétt- inn. Það er öllum leiðum haldið opn- um.“ Hann neitar því að félögin vilji með þessu eiga kost á að velja endanlegan kaupanda að Skeljungi. Hann neitar einnig að beðið sé eftir niðurstöðum úr athugunum Samkeppnisstofnunar á olíufélögunum. Áhrif þeirra verði engin á þessi viðskipti með Skeljung enda ekki útlit fyrir að niðurstöðu sé að vænta í bráð. Spurður um ásókn Kaupþings- Búnaðarbanka í Skeljungsbréfin á síðustu mánuðum og árum segist Einar bara ánægður með hana enda hafi sú eftirspurn hækkað verðið á Skeljungi og þar með aukið söluhagn- að Sjóvár-Almennra. Ekkert gerist næstu mánuði Sigurður Einarsson, stjórnarformað- ur Kaupþings-Búnaðarbanka, segir bankann jafnsettan hvort sem með- eigendurnir í Steinhólum nýta sér kauprétt sinn eða sölurétt. „Ef þeir nýta sér kaupréttinn þá eignast þeir félagið. Ef þeir nýta sér söluréttinn þá verðum við að finna kaupendur að félaginu,“ segir hann en aftekur að bankinn hafi nú þegar kaupendur að félaginu. Sigurður segir það engu skipta þótt svo fari að bankinn eignist olíu- dreifingarfélag enda verði það selt aftur. „Við höfum oft áður átt fyrir- tæki um skamma hríð.“ Hann segir þó ljóst að næstu 3–6 mánuði muni ekkert gerast þar sem yfirtakan og afskráning félagsins taki sinn tíma. Ábyrgð gagnvart hluthöfum Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Eimskipafélags Íslands, segir að Burðarás, Sjóvá-Almennar og Kaup- þing-Búnaðarbanki, hafi sem þrír stærstu hluthafar Skeljungs gert með sér samkomulag um að standa saman að rekstri Skeljungs og gefa öðrum hluthöfum kost á að selja sinn eignarhlut á genginu 15,9. „Eftir þau miklu viðskipti, sem ver- ið hafa með hlutabréf í Skeljungi á undanförnum misserum, hefur legið fyrir, að afskrá þyrfti hlutabréf Skelj- ungs úr Kauphöll Íslands. Í mínum huga er það ábyrgðarhluti gagnvart smærri hluthöfum ef stærri eignarað- ilar hefðu ekki náð samkomulagi um framtíðarskipan fyrirtækisins. Þetta er að mínu viti afar góður samningur fyrir hluthafa Skeljungs, stærri sem smærri. Hann styrkir tvímælalaust stöðu Eimskipafélagsins og vonandi Skeljungs einnig, því rekstri Skelj- ungs er ætlunin að haga þannig, að fyrirtækið einskorði sig við olíuversl- un fyrst og fremst, en selji eignir, sem ekki tengjast kjarnastarfsemi þess.“ Ingimundur segir þetta vera meg- inefni samkomulags félaganna þriggja. „Um frekari framvindu málsins liggur ekkert fyrir á þessari stundu og því er það góður kostur fyrir Burðarás að eiga hvort heldur sem er forkaupsrétt eða sölurétt á hlutabréfum í Skeljungi – allt eftir því hvernig mál kunna að þróast.“ Hann segir að Eimskipafélagið hafi lengst af átt um 10% hlut í Skeljungi, þannig að þar hafi ekki verið um mjög stóran eignarhlut að ræða. „Þegar Shell Petroleum sýndi því áhuga að selja sinn eignarhlut fyrir skömmu, var ákveðið að Burðarás keypti aukinn hlut og fór þá eignar- hlutur Burðaráss í 23,3%.“ Kaupþing eykur hlut sinn Kaupþing-Búnaðarbanki hefur í gegnum Steinhóla aukið hlut sinn í Skeljungi úr tæpum 40% í rúmlega 45%. Hlutur Sjóvár-Almennra og Burðaráss hefur minnkað lítillega í gegnum Steinhóla, eða í tæplega 23% hjá hvoru félagi. Félögin lögðu til hlutabréf sín í Skeljungi inn í Steinhóla, sem greiddi fyrir þau í formi hlutafjár í sjálfum sér og hlutabréfum úr eignasafni Skeljungs. Þannig seldi Eimskip fé- laginu Skeljungsbréf fyrir 2,8 millj- arða en fékk greitt með 1.900 millj- ónum í hlutabréfum í Eimskip og 900 milljónum í hlutafé í Steinhólum. Að sama skapi seldi Sjóvá-Almennar Skeljungsbréf fyrir rúma 3 milljarða og fékk greitt með hlutabréfum í Flugleiðum fyrir 500 milljónir og hlutabréfum í sjálfu sér fyrir 1.650 milljónir auk 900 milljóna í hlutafé í Steinhólum. Kaupþing-Búnaðarbanki hefur væntanlega fengið 1.800 milljóna króna hlut í Steinhólum fyrir sinn hlut en eftir standa þá 3 milljarðar af kaupverði Skeljungsbréfanna þeirra og ekki er augljóst hvernig Steinhólar greiða fyrir það. Söluhagnaður 900 milljónir Rekstur Sjóvár-Almennra verður fyrir miklum áhrifum af sölu Skelj- ungsbréfanna til Steinhóla. Sam- kvæmt afkomuviðvörun Sjóvár-Al- mennra sem birt var í Kauphöllinni í gær nemur söluhagnaður félagsins af bréfunum rúmum 900 milljónum króna. „Staða okkar í Skeljungi hefur ver- ið að byggjast upp á þremur árum og þetta er afskaplega góð arðsemi á þeim tíma,“ segir Einar Sveinsson um söluhagnað félagsins af bréfun- um. Upplýsingar um söluhagnað Burð- aráss og Kaupþings-Búnaðarbanka lágu ekki fyrir í gær en ljóst er að vegna ólíkra uppgjörsaðferða í bók- haldi félaganna verður söluhagnaður hinna félaganna ekki eins mikill á yf- irstandandi ársfjórðungi heldur dreifist á lengra tímabil. Þau hlutabréf sem Sjóvá-Almenn- ar keyptu út úr Skeljungi voru, sem fyrr segir, eigin hlutabréf fyrir tæpa 1,7 milljarða króna og hlutabréf í Flugleiðum fyrir rúman hálfan millj- arð króna. Flugleiðabréfin voru keypt á verð- inu 4,15 (lokaverð á þriðjudag var 4,2) en um var að ræða 5,31% eignarhlut Skeljungs í Flugleiðum. Sjóvá-Al- mennar áttu fyrir 6,22% í Flugleiðum en eiga eftir þessi viðskipti 11,53% eða nærri tvöfalt meira. Hlutabréfin í Sjóvá-Almennum voru keypt á 27,3 (lokaverð á þriðju- dag var 27,0) og var þar um 10,36% hlut Skeljungs að ræða. Fyrir áttu Sjóvá-Almennar 1,75% eigin hluta- fjár en eiga nú 12,11%. Í tilkynningu frá félaginu segir að þessi viðskipti með eigin bréf séu gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar, sem boðað verði til eins fljótt og unnt er. Jafnframt verð- ur á þeim fundi lögð fram tillaga um að lækka hlutafé félagsins um 60 milljónir króna, sem svarar nánast til hins keypta hlutar. Með þessu verður tryggt að félagið uppfylli skilyrði laga um hlutafélög en þar er kveðið á um að heimildir hlutafélaga til kaupa og eignar á eigin bréfum takmarkist við 10% eignarhlut. Hlutafélagi er hins vegar heimilt að eignast stærri hluti í því skyni að lækka hlutafé félagsins, eins og Sjóvá-Almennar leggja til að verði gert. Jafnframt segir í tilkynningu að Fjármálaeftirlitinu hafi verið sent er- indi vegna þessara viðskipta og eru þau gerð með fyrirvara um heimild Fjármálaeftirlitsins. Hlutabréfin sem Eimskipafélagið keypti í sjálfu sér voru keypt á geng- inu 6,2 sem var lokaverð þriðjudags. Fyrir átti félagið 0,57% í sjálfu sér en á nú 6,65%. Yfirtökutilboð á næstunni Steinhólar munu á næstunni gera til- boð í þau hlutabréf í Skeljungi sem eftir standa á sama genginu 15,9. Kaupverð Skeljungs í heild sinni verður því 11,8 milljarðar króna. Björgvin Ingi Ólafsson hjá grein- ingardeild Íslandsbanka segist telja verð hlutabréfa Skeljungs hátt. „Eins og greiningardeild Íslandsbanka hef- ur áður fjallað um er vandséð hvernig núverandi rekstur á að skila því sjóð- streymi sem þarf til að standa undir kaupverði félagsins. Kaupverðið virð- ist því annars vegar litast af vænt- ingum kaupenda um dulin verðmæti í eignasafni, fasteignum eða lóðum og hins vegar væntingum um aukna arð- semi í kjarnastarfsemi,“ segir Björg- vin. Hann telur að minni hluthafar í Skeljungi geti unað sáttir við vænt- anlegt yfirtökutilboð og ávöxtun síð- ustu missera enda hafi gengi bréfa í Skeljungi hækkað um liðlega 80% frá upphafi síðasta árs. Sameinast um rekstur Skeljungs Sjóvá-Almennar og Burðarás vilja halda öllum leiðum opnum með kaup- og sölurétti   %  &   ' (       !" $%)* # #"  # $#%#& #"' ("#   )-./0+1!! 2 ,1$3 $+ 4$56,$!   % "()   "*##&+  "#  # $#%#& #"' ("#  $+ 4$56,$!  )-./0+1!!        $%)* ##" +#  ,  -  # 2 ,1$3 $+ 4$56,$! ,  )-./0+1!!     , 2 ,1$3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.