Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  S AMVINNUFÉLAGIÐ Kaupfélag Ár- nesinga hefur fengið framlengda greiðslustöðvun til 31. október nk. en félagið hefur verið í greiðslustöðvun frá 14. júlí sl. og leitar nú nauðasamninga við lánardrottna sína. Að sögn stjórnarformanns félagsins er leiðarljósið í vinnu þeirra er nú stjórna félaginu að leita að lausn sem kemur sem best út fyrir alla hlutaðeigandi aðila, viðskiptavini, kröfuhafa, innlánseigendur og starfsmenn. Eins og greint er frá í blaðinu í dag hefur búrekstarvörusvið félagsins verið selt til Fóðurblöndunnar og Olíufélagið hefur sagt upp samningi um rekstur fimm söluskála sem tilheyra skála- sviði. Þá er aðeins eitt svið rekstrar eftir, hótelsvið, fari svo sem horfir. Félagið hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum og eru skuldir þess 320 milljónir króna umfram eignir. Rætur fjárhagserfiðleikanna má rekja til þátttöku kaupfélags- ins í endurbyggingu Hótels Selfoss en mikil fjárbinding og fjármagnskostnaður vegna hótelsins hefur reynst fé- laginu ofviða. Í lok júní sl. hættu bæði framkvæmdastjóri félagsins og fjármálastjóri störfum en á greiðslustöðvunartíman- um halda þeir Einar Gautur Steingrímsson hrl., aðstoð- armaður á greiðslustöðvunartíma, og Jón Steingrímsson rekstrarráðgjafi um taumana og leita leiða út úr þeirri stöðu sem kaupfélagið er komið í. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu sjá þeir fyrir sér að veð- og for- gangskröfuhafar fái sínar kröfur greiddar að fullu en kröfur hátt í 300 almennra kröfuhafa, sem samanlagt eiga 755 milljóna króna kröfu í félagið, eru í uppnámi. Fleiri vandræði steðja að félaginu. Skálasvið félagins leggst að óbreyttu niður 1. október nk. eins og fyrr segir en sviðið hefur skilað tæplega milljarði króna í tekjum til kaupfélagsins árlega. Sviðið er jafnframt það svið félags- ins sem var í skástum rekstri, en hin sviðin eru hótelsvið og búrekstrarsvið. Ennfremur eru ýmis dóttur- og hlutdeildarfélög kaup- félagsins í verulegum rekstrarerfiðleikum. Þar má nefna Áburðarsöluna Ísafold en þar liggur gjaldþrotabeiðni fyrir, Áleiningar hf. á Hvolsvelli en starfsemin hefur ver- ið innsigluð, gjaldþrotabeiðni liggur fyrir hjá HK-búvél- um og Vélsmiðja KÁ er í nauðasamningum. Ennfremur liggur fyrir gjaldþrotabeiðni vegna fyrirtækisins X-föt. Einnig eru fyrirtækin Búaðföng, sem KÁ á 50% hlut í, og Hótel Flúðir, sem KÁ á 61% hlut í, í erfiðum rekstri. Hugmyndin verður til Hugmyndin að stofnun Kaupfélags Árnesinga mun hafa komið upp í viðræðum Egils Thorarensens kaupmanns í Sigtúnum og síðar kaupfélagsstjóra, og Helga Ágústs- sonar, frænda Egils, en hann var hreppstjóri og oddviti á Syðra-Seli í Hrunamannahreppi. Egill sagðist ekki vera smeykur við að reka verslun sína áfram en hann sagðist sjá að fyrr en seinna myndu Árnesingar stofna öflugt kaupfélag og alveg eins þó að hann kæmi þar hvergi nærri. Því vildi hann heldur taka þátt í þeirri þróun. Helgi sagði föður sínum, Ágústi Helgasyni í Birtinga- holti, frá viðræðum þeirra Egils, en Ágúst var brautryðj- andi um stofnun rjómabúanna og Sláturfélags Suður- lands 1907. Ágúst fór fram í Flóa og hitti Guðmund Þorvarðarson í Litlu-Sandvík og fleiri félaga úr kaup- félaginu Heklu. Þeir ákveða að stofna kaupfélag á Sel- fossi. Föstudaginn 31. október 1930 var fundur haldinn á heimili Egils að Sigtúnum og stofnun félagsins undirbú- in. Daginn eftir komu 27 menn saman í Pósthúsinu og stofnuðu Kaupfélag Árnesinga. Í fyrstu stjórn voru kosnir Gísli Jónsson á Stóru- Reykjum, Ágúst Helgason í Birtingaholti og Þorvaldur Ólafsson í Arnarbæli. Ágúst var kosinn formaður stjórn- ar og gegndi því embætti til dánardægurs 1948. Vara- maður í stjórn var kosinn Guðmundur í Sandvík, sem tók sæti Þorvaldar í stjórn á fyrsta aðalfundi í mars 1932. Á stjórnarfundi 2. nóvember 1930 var Egill Thoraren- sen ráðinn kaupfélagsstjóri. Laun hans voru ákveðin sjö þúsund krónur á ári auk 20% nettóágóða. Þeim var breytt að þremur árum liðnum í 12 þúsund króna árs- laun. Egill afsalaði síðan til Kaupfélags Árnesinga fasteign- um sínum á Selfossi. Verðið var 85.000 krónur, þar af voru bankaskuldir 62.000 krónur. Þessar eignir voru: félagsstjóra þótti ekkert eðlile og aðrir gæti selt fólki lyf. Kjörbúð opnaði KÁ á Selfos og í Hveragerði 1957. Árið 195 gagnadeild. Kaupfélagið gerðist hlutha smiðju í Þorlákshöfn árið 1965 Eftir 1960 var oft rekstrarv söfnuðust upp miklar skuldir. rekstrinum og endurskipulag reisti kaupfélagið árið 1940 en var lagt af 1948. Kjötbúð var opnuð árið 1948 með al- hliða kjötvinnslu og mjólk- urbúð hóf kaupfélagið að reka árið 1950. Var hún starfrækt þar til farið var að selja mjólk í Tetra pak-um- búðum sem allir þekkja og var sala mjólkur þá flutt í venjulegar búðir. Í mjólkur- búðinni hafði hún verið af- greidd úr mjólkurbrúsum með dælum. Vorið 1948 keypti kaup- félagið bakarí, en það var lagt niður eftir eldsvoða 1991. Kaupfélagið opnaði útibú á Eyrarbakka í maí árið 1942 en rekstur þess var seldur árið 1989. Á Stokkseyri var einnig opnað útibú árið 1942 og í Hveragerði var opnað útibú 1944, í Þorlákshöfn 1951 og á Laugarvatni 1963. Á árunum 1949–1951 byggði sláturfélagið í samvinnu við kaupfélagið og mjólkurbúið stórt hraðfrystihús. Kaupfélagið hvarf úr þeim rekstri 1968. Sumarið 1944 hóf kaupfélagið að gera hitaveitu og boraði eftir heitu vatni. Var vatni hleypt á 35 hús árið 1948. Þetta var þriðja hitaveitan á landinu. Kaupfélagið seldi Selfosshreppi hitaveituna árið 1968 fyrir 14 millj- ónir króna, en rekstur hennar hjá kaupfélaginu gekk brösuglega framan af. Kaupfélagið hóf rekstur þvottahúss vorið 1953 en það var selt síðla árs 1994. Apótek hóf kaupfélagið að starfrækja 1. nóvember 1950 eftir mikil mótmæli lyfjafræðinga, en nær óþekkt var að aðrir en lyfjafræðingar rækju apótek. Agli kaup- 34.500 fermetrar lands, ræktað og girt, Sigtún, 87 fer- metrar við Sigtúnahlað, 21 metra langt og 156 fermetra að stærð, skúrbygging sunnan við það, 55 fermetrar að stærð og lítið þvottahús. Sunnan við hlaðið var heyhlaða og fjós. Þá fylgdi rafstöð til ljósa í öllum húsunum og til húsa í nágrenni. Egilstímabilið Um kaupfélagsstjórann Egil segir í bókinni Sögu Selfoss að hann hafi verið skapmaður mikill, ráðríkur og fór sínu fram um framkvæmdir sem hann hafði trú á. Hann var mannblendinn, gestrisinn og höfðingi heim að sækja. Hann hafði yndi af bókmenntum og listum. Þegar Egill lést 15. janúar 1961 skrifaði Björn Sig- urbjarnason í dagbók sína að nú væri hniginn í hadd jarðar mesti héraðshöfðingi Sunnlendinga síðan á öld Sturlunga. Egill náði því að stjórna Kaupfélagi Árnesinga í náinni samvinnu við Mjólkurbú Flóamanna, þar sem hann var stjórnarformaður, í rétt 30 ár. Það er samkvæmt því sem fram kemur í Sögu Selfoss mesti uppgangstími sem nokkru sinni hefur gengið yfir sveitir Suðurlands og því stundum kallað Egilstímabilið. Kaupfélagið hóf verslun 2. janúar 1931 í Sigtúnum með fimm starfsmenn. Óx félagið og dafnaði jafnt og þétt og umfang og fjölbreytni starfseminnar sömuleiðis sem miðaði að því m.a. að kaupfélagið og félagsmenn væru sjálfum sér nógir um nánast allt er þyrfti til daglegs lífs. Árið 1949 keypti kaupfélagið þrjá hópferðabíla af Guð- mundi Jónassyni og hóf rekstur ferðaskrifstofu og var hún rekin til ársins 1968. Félagið hóf útgerð frá Þorláks- höfn árið 1940 og búskap í Laugardælum 1937 og var að fáum árum liðnum orðinn stærsti mjólkurframleiðandi á Suðurlandi. Þeim búskap lauk 1952. Saumastofu opnaði kaupfélagið 24. september 1940, en hún var lögð niður í árslok 1953 vegna tilkomu samkeppni frá hraðsauma- stofum í Reykjavík sem fjöldaframleiddu fatnað. Íshús Kaupfélag í krö Sögu Kaupfélags Árnesinga gæti lokið á 73 ára afmælisdegi félags- ins hinn 1. nóvember nk. takist ekki að greiða úr fjárhagsvanda félagsins fyrir þann tíma. Þór- oddur Bjarnason og Árni Sæberg ljósmyndari fóru um Suðurland og kynntu sér sögu kaupfélagsins og ræddu við tengda aðila. Stærsta eign Kaupfélags Árnesinga, verslunar- og skrifstofuhúsnæðið á Austurvegi 3–5 á Selfossi. Í SÖGU Kaupfélags Árn Brynjólfsson, Baráttunni tímamót hafi orðið árið 19 aði húsgagnaverslun, því félaginu fengjust allar þæ menn hefðu not fyrir og þ huga að gera nú húsgagn staðar. „Sannaðist þar hið sinn var haft eftir gömlum ekki til staðar í Kaupfélag hana ekki,“ segir í bókinn „Óhætt er að segja að á félag Árnesinga staðið á h ugu árum hafði félaginu t á öllum sviðum svo nú gat varningi af öllu tagi. Fólk hafði byggt úr efni frá kau voru hituð með hinu misg Kjötið kom frá kaupfélagi úr Þorlákshöfn. Rúmin m gagnadeildinni og trésmið að gera herbergin heimili innréttingum og fataskáp bakaríi félagsins. Smjörið mjólkurbúinu. Bensínið á í hann fengust hjá kaupfé varð veikur fengust meðö ið fékk vinnu og peninga f félaginu og föt og fataefn varan fékkst ekki í kaupfé panta hana þar. Kaupféla gat til að fólkinu liði vel.“ bls. 202.) Ef varan ekki til v mig han Morgunblaðið/Árni Sæberg Hótel Selfoss er eftir stækkun ríflega 10.000 fermetrar að stærð og 100 herbergja. Uppbyggingin varð kaupfélaginu ofviða. Egill Gr. Thorarensen var fyrsti kaupfélagsstjóri KÁ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.