Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 B 7 NFÓLK  F RANSKA stórfyrirtæk- ið Vivendi hefur boðið afþreyingarhluta fyrir- tækisins, Vivendi Uni- versal Entertainment (VUE), til sölu. Meðal þeirra sem hugðust bjóða í VUE er annað stór- fyrirtæki í afþreyingarbransanum, Metro-Goldwyn-Meyer (MGM). Langstærsti hluthafi MGM, hinn 86 ára gamli Kirk Kerkorian, hefur dregið tilboðið til baka fyrir hönd MGM því honum þykir Vivendi setja upp allt of hátt verð fyrir VUE. Innan VUE einingarinnar eru skemmtigarðar Vivendi, Uni- versal kvikmyndaverin og fleiri eignir tengdar afþreyingar- og skemmtiiðnaði. MGM bauð 11,5 milljarða Banda- ríkjadala eða um 890 milljarðra ís- lenskra króna í VUE en Vivendi er sagt vilja fá hvorki meira né minna en 14 milljarða dala fyrir eða sem jafngildir tæpum 1.100 milljörðum íslenskra króna, að því er fram kemur í frétt Reuters. Ekki eru allir sannfærðir um að MGM sé með þessu hætt við að kaupa VUE. Helstu markaðs- spekúlantar vestra, sem Reuters og Forbes vitna í, virðast halda að Kerkorian sé að reyna að pressa niður verðið með því að draga til- boðið til baka. Hann muni leggja fram nýtt tilboð í VUE um leið og Vivendi hefur dregið úr kröfum sín- um. Kerkorian er sagður hafa orð á sér sem slyngur samningamaður sem einskis svífst. Byrjaði sem blaðasali Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kerkorian þessi kemst í fréttirnar. Þessi hálfarmenski Kaliforníubúi hefur verið áberandi í viðskiptalíf- inu allt frá því hann stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki árið 1947, þá þrí- tugur að aldri. Kerkorian var sonur armenskra innflytjenda og lærði ekki ensku fyrr en fjölskylda hans fór á götuna í kjölfar kreppunnar miklu á þriðja áratugnum. Frá níu ára aldri þurfti hann að bera björg í bú, byrjaði sem blaðasali en er nú ríkasti maður í Los Angeles, númer 32 yfir ríkustu menn Bandaríkjanna og á topp hundrað yfir ríkustu menn heims, samkvæmt Forbes. Kerkorian var snemma til vand- ræða í skóla og var sendur í sér- stakan heimavistarskóla fyrir vand- ræðaunglinga á sínum tíma. Eftir að skólaskyldunni sleppti vann Kerkorian við ýmis störf en dreymdi um að gerast atvinnuboxari. Þrátt fyrir að ná því takmarki aldrei var hann þó talinn efnilegur og hlaut m.a. tit- ilinn Kyrrahafsmeistari áhuga- manna í hnefaleikum. Flugfélag fjárhættuspilara Eftir að hafa komið einu sinni í flugvél með vinnuveitanda sínum varð Kerkorian gagntekinn af flugi og ákvað að gerast flugmaður. Eftir að hafa lokið flugmannsprófi á met- tíma varð Kerkorian sér úti um starf hjá Royal Air Force í Kanada og flaug í hálft þriðja ár á milli Montreal í Kanada og Skotlands á meðan á heimsstyrjöldinni síðari stóð. Mikil áhætta fólst í að fljúga þessa leið og starfið var vel launað. Kerkorian er sagður hafa lagt mestallt kaupið sitt til hliðar á þessum tíma. Frá þessu segir í Las Vegas Review Journal. Þar segir að venjulega hafi þeir sem flugu á milli Kanada og Skotlands farið flugleið- ina: Montréal-Labrador-Grænland- Ísland-Skotland. Þeir huguðustu, líkt og Kerkorian, kusu hins vegar að fljúga eftir ákveðinni leið yfir Atlantshafið og nýta sér svokallaða „Íslandsbylgju“ (e. Iceland Wave) til að fleyta sér áfram. Eftir að hann hætti hjá Royal Air Force, stofnaði Kerkorian allsér- stætt flugfélag, Los Angeles Air Service, sem flaug með fjárhættu- spilara milli Los Angeles og Las Vegas. Þetta var árið 1947, en á þeim tíma var Kerkorian þekktur í spilavítum Las Vegas. Hann efn- aðist vel á flugþjónustunni, hverrar nafni hann breytti raunar í Trans International Airlines, en seldi fé- lagið 1965. Kerkorian hætti öllu fjárhættuspili uppúr 1950, þótt hann eigi stærstu spilavíti Las Vegas-borgar í dag. Stærsta hótel í heimi Flestir töldu Kerkorian óðan þegar hann opnaði risahótelið Inter- national í Las Vegas árið 1967. Hótelið var það langstærsta í heimi á þeim tíma, 30 hæða með yfir 1.500 herbergi. Gestirnir þurftu ekki að láta sér leiðast því Kerkor- ian réði kónginn sjálfan, Elvis Presley, til að hafa ofan af fyrir þeim. Þá voru Barbra Streisand og hjónin Ike og Tina Turner meðal skemmtikrafta á hótelinu. Engum hafði áður dottið í hug að leggja svo mikið undir í byggingu og umgjörð hótels. Ekki brást Kerkorian boga- listin þarna því fjórum árum síðar seldi hann sinn hlut í hótelinu til Hilton-keðjunnar fyrir tæpar 600 milljónir Bandaríkjadala. Bölsýnis- menn höfðu hins vegar spáð því að hótelið myndi ekki geta staðið und- ir sér, til þess væri það of stórt og of langt fyrir utan miðbæinn. Við upphaf áttunda áratugarins var Kerkorian farinn að sýna kvik- mynda- og skemmtibransanum auk- inn áhuga. Fjárfestingarfélag í hans eigu, Tracinda Corp., keypti Metro- Goldwyn-Meyer fyrst árið 1970 en þá hafði félagið átt í basli árum saman. Kerkorian, eða Tracinda, hefur samtals keypt MGM þrisvar sinnum. Nú síðast eignaðist hann félagið árið 1996. Kerkorian er þekktur fyrir að sjá fjárfestingar- tækifæri á undan öðrum. Aðferðin sem hann notar er einföld. Hann kaupir fyrirtæki, hreinsar til í rekstrinum og eykur með því verð- mæti fyrirtækisins áður en hann selur aftur. Síðast keypti hann MGM árið 1996 og er nú stærsti hluthafinn með 67% hlut. Stuttu eftir að Kerkorian tilkynnti að hann hygðist hætta við tilboðið í VUE bauðst hann til að kaupa 6% hlut til viðbótar í MGM á 16 dali hvern hlut sem er 25% yfirverð miðað við lokagengi degi fyrir tilkynninguna, 29.júlí síðastliðinn. Kerkorian sjálf- ur auk fjárfestingarfélagsins Trac- inda eiga því 179 milljónir hluta í MGM eða 73% hlutafjárins. Miðað við gengið 16 dalir á hlut sem Kerkorian greiðir fyrir þessa 15 milljón hluti má ætla að virði heild- arhlutar hans í MGM nemi um 2,9 milljörðum dala eða ríflega 220 milljörðum íslenskra króna. Skildu 28 dögum síðar Fjárfestingarfélagið Tracinda er nefnt eftir dætrum Kerkorians frá öðru hjónabandi hans, Tracy og Lindu. Hinn 86 ára gamli Kerkor- ian er þrígiftur en hann skildi við fyrrum atvinnutennisspilarann Lisu Bonder, 37 ára, í fyrra. Lisa eign- aðist dótturina Kiru meðan þau voru gift en Kerkorian segist ekki vera faðir Kiru. Bonder og Kerkor- ian hafa þekkst frá árinu 1986 en það var ekki fyrr en árið 1997, eftir að Kerkorian komst að því að kona hans var barnshafandi, sem hann ákvað að biðja hennar. Hjónabandið entist þó ekki lengi, aðeins í 28 daga. Skilnaður þeirra Bonder og Kerkorian gekk í gegn á síðasta ári eftir langt þref. Bonder krafði Kerkorian um meðlagsgreiðslur sem jafnvel í Los Angeles eru tald- ar allt of háar. Taldi Bonder ekki duga minna en sem nemur 25 millj- ónum króna á mánuði til að fram- fleyta dóttur sinni. Í rökstuðningi fyrrum eiginkonu Kerkorians fyrir upphæðinni segir að um 460 þúsund íslenskar eigi að fara í blóma- skreytingar, 11,5 milljónir króna þurfi í einkaþotur undir barnið á mánuði, um ein milljón króna í mat handa Kiru litlur og sama upphæð í fatnað. Dómari var þó sammála Kirk um að þetta væri ríflega áætl- að fyrir fjögurra ára barn og dæmdi hann til að greiða um einn sjötta þeirrar upphæðar sem fyrr- um eiginkonan bað um, alls um 50 þúsund dali eða tæpar fjórar millj- ónir á mánuði í greiðslur með barninu á mánuði. Lisa Bonder hef- ur áfrýjað dómnum. Rótað í ruslatunnu Bings Kerkorian hefur ávallt neitað að eiga barnið á þeim grundvelli að hann sé ófrjór, þótt hann kveðist fús til að greiða meðlagsgreiðslur. Eftir að upp komst að móðirin „svindlaði“ á DNA-prófi með því að nota lífssýni úr dóttur Kerkorians frá fyrra hjónabandi komust sögu- sagnir á kreik um að Hollywood- framleiðandinn Stephen Bing, barnsfaðir Elizabeth Hurley, væri hinn raunverulegi faðir Kiru. Kerkorian varð æfur í kjölfarið og samkvæmt fréttum BBC frá því í júlí í fyrra þegar málið komst í há- mæli gekk hann svo langt að senda menn að húsi Bings til að róta í ruslatunnu hans í þeirri von að finna tannþráð eða annað sem gæti útvegað lífssýni úr Bing. Vildi Kerkorian fá úr því skorið hvort Bing væri faðirinn. Bing stefndi Kerkorian og krafði hann um einn milljarð dala eða nærri 80 milljarða króna fyrir að ryðjast inn í hans einkalíf með þessum hætti. Niður- staðan varð þó sú að Bing lét málið niður falla og náði sáttum við Kerkorian, án þess að málið færi nokkurn tímann fyrir dómstóla. 350 milljarða króna virði Eignir Kerkorians eru metnar á 4,5 milljarða dala eða sem nemur tæp- um 350 milljörðum íslenskra króna. Ásamt því að eiga tvo þriðju hluta í MGM á Kerkorian 4% hlut í Daiml- erChrysler-bílaframleiðandanum auk þess sem hann situr í stjórn fyrirtækisins. Hann er þó ekki sér- lega duglegur við að mæta á stjórn- arfundi, en Kerkorian er sagður lít- ið fyrir að hafa sig í frammi. MGM Grand hótel í Las Vegas er stærsta hótel heims en það er að mestu leyti í eigu Kerkorians. Sjálfur býr Kerkorian í Las Vegas og nýtur lífsins í ljósaborginni, þótt hann segist ekki mikið fyrir að kynnast nýju fólki. Hann kýs heldur kvöld- verð með góðum vinum en skemmt- anir með þotuliðinu. Kerkorian er sagður rólegur keppnismaður. Hann er sagður þögull og algjört „póker feis“, en fáir standi honum framar í samn- ingum. Þar gefi hann ekkert eftir. Nokkur fyrirtæki hafa sýnt Vivendi Universal Entertainment áhuga en Kerkorian er talinn ætla að sitja hjá í fyrstu umferð og bíða átekta áður en hann ákveður hvort hann lætur til skarar skríða. Líklega er það þessi aðferðafræði þessa arm- enska milljarðamærings og fyrrum blaðasala, sem hefur skilað honum fúlgum fjár ásamt nafngiftinni Þögla ljónið sem virðist hafa fest við hann í gegnum árin. Þögla ljónið í Las Vegas Reuters, BBC, Forbes. Milljarðamæringurinn Kirk Kerkorian er merkilegur gaur, byrjaði sem blaðasali í Los Angeles en á nú stærsta hótel í Las Vegas auk kvikmyndafyrirtækisins Metro-Goldwyn- Meyer. Eyrún Magnúsdóttir kynnti sér feril þessa 86 ára gamla manns sem í fyrra deildi við Steve Bing um faðerni dótturinnar Kiru. Kirk Kerkorian greiðir 50 þúsund dali, eða tæpar fjórar milljónir króna, á mánuði í meðlag með fjögurra ára gamalli dóttur sinni, sem hann segir þó vera rangfeðraða. Móðirin stefndi Kerkorian í fyrra og krafðist 25 milljóna króna í meðlag. eyrun@mbl.is Það voru engir aukvisar sem léku listir sínar fyrir gesti International-hótelsins í Las Vegas á sjöunda áratugnum. Kirk Kerkorian og Elvis Presley rita undir samning sumarið 1969. Reuters Steve Bing á barn með Elizabeth Hurley sem og fyrrverandi konu Kerkorians, Lisu Bonder. Bing hætti við að kæra Kerkorian fyrir innrás í einkalíf hans á síðasta ári. UX-P400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.