Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐEFNI HREFNA verður veidd við Ísland síðar í þessum mánuði en hrefnuveiðar hafa ekki verið stundaðar frá árinu 1986. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur kynnt áætlun sem felur í sér að veiddar verði 38 hrefnur í vísindaskyni í ágúst og september. Sjávarútvegsráðherra segir að þótt ekki sé um stórtækar veiðar að ræða sé engu að síður verið að brjóta blað með ákvörðuninni. Almennur stuðningur sé við það hér á landi að hefja veið- arnar, það hafi komið fram í skoðanakönnunum. Bandarísk stjórnvöld hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með ákvörðunina um að hefja veiðar. „Allt frá því Íslendingar tilkynntu fyrr á þessu ári að þeir hygðust byrja dráp á hvölum hafa Bandaríkjamenn hvatt Íslendinga til að láta ekki verða af þeim fyrirætlunum,“ sagði blaðafulltrúi banda- ríska utanríkisráðuneytisins. Hvalveiðar hafnar á ný Morgunblaðið/Jim Smart MARGIR voru á ferðinni um verslunarmannahelgina, en stærstu hátíðirnar voru á Akureyri, í Vestmannaeyjum og í Galtalæk. Talið er að um tólf þúsund manns hafi verið á Akureyri, átta þúsund voru í Eyjum og um sjö þúsund í Galtalæk. Hátíðarhöld fóru víðast hvar vel fram, lítið var um alvarleg slys í ár og veðrið var víðast hvar gott. Verslunarmannahelgin Morgunblaðið/Kristinn Um sjö þúsund manns voru á bindindismóti í Galtalæk um verslunarmannahelgina. ÁSTHILDUR Helgadóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og leikmaður KR, gengur til liðs við sænska liðið Malmö FF 30. ágúst. Ásthildur fer til Svíþjóðar í framhaldsnám. Ásthildur sagði að hún yrði að öllum líkindum ekki með KR í Evrópukeppninni upp úr miðjum ágúst í leikjum í Danmörku, þar sem Malmö FF tekur einnig þátt í keppninni. Ljóst er að KR mun fara með vængbrotið lið til leiks í Evrópukeppnina, þar sem þær Þóra B. Helgadóttir markvörður og Edda Garðarsdóttir varnarmaður verða farnar til náms í Bandaríkjunum. Stúlkurnar þrjár héldu með íslenska landsliðinu til Rússlands í gær, en kvennalandsliðið leikur Evrópuleik gegn Rússum í Moskvu á morgun. Ísland, Rússland, Frakkland, Ungverjaland og Pólland leika í sama riðli og hafa fjórir leikir farið fram: Pólland - Ungverjaland........0:2 Rússland - Pólland..............6:0 Ungverjaland - Frakkland ...0:4 Ísland - Ungverjaland..........4:1 Ásthildur hefur leikið 52 landsleiki, verið fyrirliði í sautján leikjum og skorað 15 mörk. Ásthildur til liðs við Malmö FF Ásthildur Helgadóttir í landsleik gegn Ungverjum. Morgunblaðið/Golli RÚTA með 28 tékkneskum farþegum valt við Geldingadraga á laugardag. Margir farþeganna slösuðust og 20 þeirra voru fluttir á slysadeild. Þrír þeirra fóru á gjörgæslu og var einn þeirra, tékknesk kona, alvarlega slasaður og var í öndunarvél þangað til í gær. Slysið varð þannig að rútan mætti gráum jeppa á veginum og fór svo utarlega að bílstjóri rútunnar missti stjórn á henni. Grái jeppinn sem mætti rútunni hefur ekki enn fundist. Þegar rútan kom aftur upp á veginn ákvað bílstjórinn að láta rútuna velta frekar en að láta hana fara niður bratta brekku sem var framundan. Talið er að með þessu hafi bílstjórinn bjargað mannslífum. Alvarlegt rútuslys MIKILL hiti hefur verið í Evrópu síðustu daga. Hefur hitinn valdið skógareldum, neyðarástandi í landbúnaði og hættulega miklu ósonmagni í lofti. Í Portúgal hefur verið lýst yfir neyðarástandi vegna skógarelda, sem eru þeir mestu þar í landi í mjög langan tíma. Eldarnir hafa kostað níu manns lífið. Samtals hefur hitabylgjan í Evrópu dregið 38 manns til dauða. Nokkrir hafa látist úr hjartaáfalli vegna hitans. Hitinn fór víða yfir 40 gráður í Frakklandi og Þýskalandi. Í Frakklandi er farið að skammta vatn. Í Frakklandi og víðar sjá bænd- ur fram á uppskerubrest. Í Bretlandi er búist við því að hitinn muni ná sögulegu hámarki um helgina og slá hitamet frá árinu 1990. Þá náði hitinn 37,1 gráðu. Í dýragörðum í evrópskum borgum gripu starfsmenn til ýmissa ráða til að reyna að vernda dýrin í kæfandi sumarhitanum. Mörgæsir í dýragarðinum í London fengu fiskfrostpinna, ljón og tígrisdýr rósmarín- og blóðrósmarínfrostpinna. Birnir og apar fengu ávaxtaís. Deilt er um hvort hitinn tengist langvarandi loftslagsbreytingum vegna svokallaðra gróðurhúsaáhrifa, en sumir telja að svo sé. Hitabylgja í Evrópu Reuters Slökkviliðsmenn reyna að slökkva skógareld nálægt bænum Serta í Mið-Portúgal. Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.