Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 6
GLS-gerðin er leðurklædd og með leður- og viðarstýri. FYRR á þessu ári var kynntur Mitsubishi Pajero með dálítilli and- litslyftingu. Þá prófuðum við bílinn með 3,5 lítra, V6-bensínvélinni, en nú er röðin komin að fjögurra strokka dísilvélinni og farkosturinn var GLS-gerðin sem er best búni bíllinn. Það er ekki nema þrjú ár síðan Pajero kom gerbreyttur á markað. Stóra breytingin, fyrir utan útlits- breytinguna, var þá sú að hætt var að smíða bílinn á sjálfstæða grind og þess í stað farið að framleiða hann með sjálfberandi yfirbygg- ingu. Þetta þótti mörgum jeppa- manninum ljóður á ráði Mitsubishi en breytingin er í takt við það sem flestir aðrir framleiðendur hafa gert. Þeir vita að núorðið nota margir jeppaeigendur bíla sína að langmestu leyti á malbikuðum veg- um og leggja því mikið upp úr fólksbílalegum eiginleikum. Andlitslyfting Breytingin fól líka í sér að bíllinn fékk sjálfstæða fjöðrun á hvert hjól. Það var vonum fyrr að hann kæmi með andlitslyftingu síðastliðið vor en breytingin er þó ekki umtals- verð. Hann fékk samt nýtt grill og stuðara, nýjar framlugtir og tals- verðar breytingar að innan. Komin er lýsing í stigbrettin sem kvikna þegar hurðir eru aflæstar með fjar- stýringunni. Svo er hann líka kom- inn á 16 tommu álfelgur en auka- búnaður á prófunarbílnum voru 17 tommu álfelgur. Pajero GLS í dísilgerðinni er með 3,2 lítra, fjögurra strokka dís- ilvél með forþjöppu og millikæli. Bein innsprautun er á eldsneytinu og vélin skilar að hámarki 160 hest- afli og togar 373 Nm við 2.000 snúninga á mínútu. Þetta er sem sagt aflmikil vél sem tengd er við skynvædda, fimm þrepa sjálfskipt- ingu, INVECS-II, með handskipti- vali. En þetta er þung- ur bíll og hann er dálítið hægur upp. Vinnslan er samt vel viðunandi þegar þjóð- vegahraða er náð enda togar vélin mikið. Skiptingin er gædd þeim kostum að hún skynjar aksturslagið og breytir eftir því. Tölvu- búnaður sér um að skipta um gír á réttu andartaki eftir aðstæð- um hverju sinni og eftir því hvernig tölvan hef- ur forritað aksturslag viðkomandi ökumanns. Við hlið gírstangarinnar er svoköll- uð aldrifsstöng sem veitir rafræna skiptingu fyrir aldrifsbúnaðinn. Háþróað drifkerfi Þetta er háþróað drifkerfi sem kallast Super Select 4WD. Alla jafna er bíllinn með drifi á einum öxli en með rafeindastýrðri skipt- istöng er einfalt að skipta yfir fjór- hjóladrif. Í fjórhjóladrifinu fer 67% aflsins til afturhjólanna og 33% til framhjólanna en um leið og skipt er í 4HLc er mismunadrifinu læst þannig að drifkrafturinn fer jafnt til fram- og afturhjóla, sem gerir bíl- inn afar stöðugan við erfiðar að- stæður. Loks er hægt að velja um lága drifið, 4LLc, og er þá mis- munadrifinu líka læst og bíllinn albúinn til að takast á við torfærur. Hægt er að skipta á milli eindrifs og aldrifs í hágír og læsa milli- mismunadrifi á allt að 100 km hraða. Þetta er eitt tæknilega full- komnasta fjórhjóladrifskerfi sem völ er á. Þá er bíllinn bæði með spyrnustýringu og stöðugleikastýr- ingu. Aðalókosturinn við dísilvélina er hve hávær hún er og grófgeng. Þetta er ekki í takt við nýjustu gerðir dísilvéla sem margar hverjar eru orðnar hljóðlátar og þýðgengar með tilkomu common-rail-inn- sprautunarkerfis. Í lausagangi gef- ur vélin frá sér gróft og hávært hljóð sem eykst umtalsvert þegar tekið er af stað. Það er þó minna áberandi þegar þjóðvegahraða er náð. Vel búinn Í GLS-gerðinni er bíllinn afar vel útbúinn. Staðalbúnaður er m.a. leð- ursæti, rafdrifin sóllúga, tölvustýrð miðstöð með loftkælingu fyrir fram- sæti, miðjusæti og þriðju sætaröð, skriðstillir, sex diska geislaspilari og myndar- legur upplýsingaskjár í lit sem gefur upplýsing- ar um útihita, loftþrýst- ing, hæð yfir sjávar- máli, meðalhraða og eyðslu og er auk þess með áttavita og klukku svo eitthvað sé nefnt. Þriðji sætabekkurinn er staðalbúnaður og er honum þægilega komið fyrir aftast í bílnum og er hann felldur ofan í gólfið þegar hann er ekki í notkun og mynd- ar þá slétt rými. Með einfaldri aðgerð er hann reistur upp og hnakkapúðar tengdir við hann. Dísilbíllinn í GLS-gerð kostar 5.250.000 krónur og fyrir það fæst vel búinn jeppi og vandaður að allri gerð. Dísilvélin er hins vegar, eins og fyrr segir, grófgeng. Helsti keppinauturinn er Toyota Land Cruiser 90 VX, sem ennþá er byggður á sjálfstæða grind fyrir þá sem leggja mikið upp úr því. Verðið á honum er 5.290.000 kr. Mitsubishi Pajero með dísilvél Afturhlerinn opnast í einu lagi til hliðar. Þriðja sætaröðin fellur ofan í gólfið og þá myndast slétt og mikið farangursrými. Pajero er stæðilegur jeppi með háu og lágu drifi og með sjálfberandi yfirbyggingu. gugu@mbl.is REYNSLUAKSTUR Mitsubishi Pajero Guðjón Guðmundsson Morgunblaðið/Þorkell Þriðja sætaröðin kemur upp úr sléttu gólfinu og dugar vel fyrir tvo. 6 B MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Vél: 3.200 rúmsentimetr- ar, 4 strokkar, 16 ventlar. Afl: 160 hestöfl við 3.800 snúninga á mínútu. Tog: 373 Nm við 2.000 snúninga á mínútu. Hámarkshraði: 170 km/ klst. Hröðun: 12 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km. Eyðsla: 9,4 lítrar í blönd- uðum akstri. Sjálfskipting: INVECS II, skynræn fimm þrepa sjálf- skipting með handskipti- vali. Drifkerfi: Super Select 4WD, hátt og lágt drif. Hemlar: Loftkældir diskar/ loftkældir skáladiskar. Lengd: 4.830 mm. Breidd: 1.895 mm. Hæð: 1.855 mm. Eigin þyngd: 2.170 kg. Fjöðrun: Fjölliða fjöðrun með gormum. Farangursrými: 215/ 1.700 lítrar. Verð: 5.250.000 kr. Umboð: Hekla hf. Mitsubishi Pajero 3.2 dísil GLS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.