Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 12
12 B MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Vélhjólaíþróttaklúbburinn (VÍK) er áhugamannafélag um torfæru- hjólaakstur, æfingar og keppnir í mótorkrossi, þolakstri og sam- bærilegum greinum. VÍK hefur lengi barist fyrir framtíðarsvæði fyrir iðkendur íþróttarinnar, en hingað til hefur VÍK haft tíma- bundna aðstöðu á um 30 svæðum síðustu ár með tilheyrandi kostn- aði við uppbyggingu brautar á hverjum stað og óþægindum við sífellda flutninga. VÍK gerðist aðili að Íþrótta- bandalagi Reykjavíkur og ÍSÍ 2001 og síðan þá hafa VÍK og borgaryfirvöld unnið náið saman að farsælli framtíðarlausn fyrir íþróttina. Stórt svæði á Álfsnesi var valið sem ákjósanlegur kostur og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, skrifaði undir viljayfirlýsingu um úthlutun svæðisins til VÍK í apríl 2002. Í ár komst svæðið á deiliskipulag, hef- ur verið formlega úthlutað og VÍK hefur fengið öll leyfi til æf- inga- og keppnishalds á svæðinu. VÍK hefur nú þegar byggt þar upp 2 keppnisbrautir í mótor- krossi með aðstoð sænskra sér- fræðinga, annars vegar fyrir börn og unglinga og hins vegar fyrir fullorðna. Næstkomandi laugardag kl. 14 verður svæðið formlega opnað og ræst til fyrstu keppni í mótor- krossi. Gífurlegur uppgangur hef- ur verið í þessari íþrótt síðustu ár, enda verða keppendur mótsins allt að 100 í barnaflokki, unglinga- flokki, byrjendaflokki og meist- aradeild. Nánari upplýsingar um mótið má finna á www.motocross.- is. Morgunblaðið verður að sjálf- sögðu á svæðinu og mun gera keppninni skil í næstu viku. Mótorkrossbraut VÍK á Álfsnesi opnuð um helgina Ljósmynd/Rúnar Ingi Hákon Melstað Jónsson í tilþrifamikilli dýfu með smekklegu framhelj- arstökki í síðustu Mót- orkross-torfærukeppni.                                        3/456(7(1881(9367//!%%        ! " #  $%  & !! ''% (# )" * + #'* ,-! * ,-!%#* & %#* & . -* /-0 "''*                   $'' #% 1*  2-%1# 3 # -!* 4 1 3 # *  !"   567+89:;4;6,  ! " #         #  $ % &' () "  *+ , "+-  + - +   !"  #$%&'(  "") $$ *+ & ", - + ,"  - % ,, !) VEÐRIÐ lék við kvartmílumenn í síðustu keppni 17. ágúst sl. Góður ár- angur náðist líka í ýmsum flokkum. Grétar Franksson í opnum flokki á Chevy Vega náði þeim áfanga að vera fyrsti hurðabíllinn, (DoorSlammer), til að brjóta níu sekúndna múrinn, fór á 8,92 sekúndum og Þórður Tómas- son ók síðan sínum Camaro á 8,55 sekúndum síðar um daginn að keppni lokinni. Gísli Sveinsson varð sigur- vegari í SE flokki og bætti sinn per- sónulega árangur með 10,76. Þá fór Rúdólf Jóhannsson í sama flokki á 10,66. Smári Helgason í MC flokki setti nýtt Íslandsmet og ók á 12,141. Viðar Finnsson fór hraðast mótor- hjólamanna og ók á 8,63 sekúndum en náði ekki að bæta sitt eigið Íslands- met sem er 8,62 sekúndur. Steingrím- ur Ólafsson sigraði í GT flokki á tím- anum 12,02 sekúndum sem er nýtt Íslandsmet. Ýmsir keppendur urðu fyrir einhverjum í bilunum eða skakkaföllum í keppninni. Sigurður Jakobsson sem hafði ekið sínum Gremlin á 12,28 sekúndum varð frá að hverfa vegna vatnsleka með frost- tappa. Gera má ráð fyrir því að flestir ef ekki allir kapparnir verði tilbúnir í næstu keppni. Úrslit: Hjól að 1000cc 1. Sigurður Axelsson Suzuki GSXR 1000. 2. Páll Halldórsson Kawazaki 900. Ofurhjólaflokkur 1. Viðar Finnsson Grind sérsmíðuð. 2. Steingrímur Ásgrímsson Grind sérsmíðuð. Hjól að 1300cc 1. Davíð Ólafsson Suzuki Hyabusa. 2. Viðar Finnsson Suzuki Hyabusa. Rallysportflokkur 1. Guðlaugur Halldórsson. 2. Eyjólfur Magnússon. 3.-4. Jón Gunnar Kristinsson. Mc-flokkur 1. Smári Helgason Mustang 12,141 sek. Ísl.met. 2. Harry Herlufsen Camaro. 3.-4. Þröstur Guðnason Chevelle. 5.-8. Gunnlaugur Emilsson Charger. 5.-8. Páll Sigurjónsson Javelin. 5.-8. Ragnar Ragnarsson Mustang. 9.-16. Sigurður Jakobsson Gremlin. 9.-16. Þorkell Árnason Firebird. 9.-16. Kristófer Árnason Nova. 9.-16. Ísleifur Ástþórsson Mustang. 9.-16. Magnús Guðmundsson Challanger. GT flokkur 1. Steingrímur Ólafsson Corvette Ísl.met 12,029. 2. Halldór Theodórsson Camaro. 3.-4. Daníel Hlíðberg Datsun. 5.-8. Helgi Runólfsson MMC GT3000. 5.-8. Ómar Þór Kristinsson Trans Am. 5.-8. Jón Þór Þórarinsson MMC Starion Turbo. SE flokkur 1. Gísli Sveinsson Challanger. 2. Rúdólf Jóhannsson Tempest. 3.-4. Ómar Norðdal Camaro. GF flokkur 1. Benedikt Eiríksson Vega. 2. Jens Herlufsen Monsa. 3.-4. Ari Jóhannsson Camaro. Opinn flokkur 1. Þórður Tómasson Camaro. 2. Grétar Franksson Vega. Það kom ekki að sök þótt lítið loft væri í afturhjóli Viðars Finnssonar í of- urflokknum. Hann sigraði á 8,63 en setti Íslandsmet í þarsíðustu keppni á 8,62. Hann var á um 243 km hraða við endamarkið og hjólið var 1,257 sek- úndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða. Hugað að olíu og nítrókerfi fyrir keppni. Morgunblaðið/Sverrir Gísli Sveinsson vann í flokki götubíla á Challanger. Íslandsmet í kvartmílunni Það voru blúss- andi átök í götu- hjólaflokki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.