Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 9
einn vinsælasti sportbíll sögunnar. Af markaðstæknilegum ástæðum nefndi Porsche nýjan, gjörbreyttan og stórmerkilegan sportbíl (996), sem kom á markaðinn í apríl 1998, einnig 911. Porsche 911 hefur því verið fáanlegur í 40 ár. Árið 2000 voru 2⁄3 allra smíðaðra Porsche-bíla frá upphafi enn í notk- un, (auk þess eru heilir bílar í geymslu eða á söfnum), en það segir meira en langt mál um gæði Porsche- bíla yfirleitt. Greinarhöfundur fer ekki leynt með þá skoðun sína, byggða á reynslu, að Porsche 911 sé, að öðrum ólöstuðum, einn best smíð- aði bíll sem völ er á. Dr. Ferdinand Porsche I lést 30. janúar 1951. Sonur hans, Ferry, hafði breytt fyrirtækinu úr hönnun- ar- og þróunarverkstæði í bílafram- leiðanda. Raðsmíði sportbílsins 356 hafði reynst ábatasöm. 1950 hafði fyrirtækið verið flutt frá Austurríki aftur til Stuttgart; til útborgarinnar Zuffenhausen. Þegar arftaki 356, Porsche 911, birtist 1963 var Porsche-fyrirtækið frábrugðið öðrum þýskum bílafram- leiðendunum. Sá munur er enn þann dag í dag: Hjá Porsche eru bílar smíðaðir en ekki framleiddir; – hand- smíði og handverk eru enn áberandi meiri hjá Porsche en í tíðkast í venju- legri bílaframleiðslu. Á hönnunarstiginu nefndist verk- efnið Project 901 og bíllinn nefndist upphaflega 901. En franska Peugeot mótmælti og reyndist eiga skráð einkaleyfi fyrir þriggja tölustafa gerðarheiti með núlli í miðjunni. Heiti bílsins var því breytt í 911 en klúðrið tafði söluna í næstum heilt ár og fyrstu 911-bílarnir voru ekki af- hentir fyrr en í ágúst 1964. Hinn nýi 911 var einstykkishönnun, sjálfber- andi skel með sjálfstæða fjöðrun; McPherson dempara/hjólfestingu að framan með snerilfjöður (stálstaf) í klafanum að innanverðu. Að aftan voru snerilfjaðrandi hjólarmar. Vélin var flöt 6 sílindra loftkæld með of- análiggjandi kambás á hvoru heddi. Slagrýmið var 1991 rsm og hámarks- aflið var 130 hö við 6.100 sn/mín. Með því að hafa flata vél með láréttum stimplum, þremur á hvorri hlið, varð þyngdarpunktur bílsins neðar en í flestum öðrum bílum og sem m.a. skýrir merkilega aksturseiginleika og getu bílsins. Gírkassinn var al- samhæfður með 5 þéttstikaða gíra en 5 gíra kassa höfðu einungis örfáir bílar á þessum tíma, hvað þá mis- munardrifslæsingu sem boðið var upp á. Sama er að segja um diska- bremsurnar sem voru á öllum hjól- um. Lögun bílsins, en eigin þyngd hans var sögð 995 kg, gerði það að verkum að vindviðnám var minna en margra annarra bíla (Cw 0,38). Há- markshraðinn var 208 km/klst. Hröð- un (0–100) var um 8,5 sek. Upphaf- lega var 911 með 165 mm breið dekk. (Afturdekkin á 911 GT2 eru nú 315 mm breið). 911 var ekki gallalaus fremur en aðrir bílar en kostir hans voru þó slíkir að 1964 átti hann varla nokkurn hættulegan keppinaut. Þyngdarhlut- fall (40/60) á milli fram- og afturhjóla gaf afturhjólunum gott veggrip og spyrnu. Veggrip framhjólanna var lakara. Fyrir bragðið var bíllinn yf- irstýrður við ákveðnar aðstæður en þá gat afturendinn skrikað út úr beygju sem gat reynst viðvaningum hættulegt. En í höndum kunnáttu- manna er þessi sérkennilegi agnúi, sem fylgt hefur 911, einmitt það sem gerir bílinn skemmtilegan. Porsche gerði ýmislegt til að draga úr yfir- stýringu, m.a. var 11 kg blýlóðum laumað innan í sitthvort horn fram- stuðarans. Þau voru svo fjarlægð þegar efri festingum framdempar- anna var breytt þannig að stilla mátti hjólhalla (chamber) og afturhalla hjólvalarins (caster) til að auka veg- grip í beygjum. Önnur og virkari lag- færing kom í árgerð 1969 en þá var hjólhafið aukið um 58 mm með því að færa afturhjólin aftar og nota breiðari felgur/dekk. Fyrstu 911-bíl- arnir með styttra hjólhafið nefnast A-bílar. Heimildir: 1 ,,New Complete Book of Collectible Cars“ 1930– 1980. Richard M. Langworth og Graham Robson. Útg. Beekman House, New York 1987. 2 ,,Hreyfing sem hrífur“. (bls. 18) Bók útgefin af dr. Ing. H.c. F. Porsche AG, Stuttgart 2000. Íslensk þýðing: Leó M. Jónsson. Dreifing: Bílabúð Benna Rvk. 3 ,,Carrera RS. Leichtere Karosserienbau“. Bók. Höf. Dr. Thomas Grüber og Dr. Georg Konrads- heim. Útg. TAG Verlag GmbH. Vínarborg 1993. 4 ,,The World Guide to Automobiles. The Makers and their Marques“. Bók. Höf. Nick Baldwin, G.N. Georgano, Michael Sedgwick og Brian Laban. Útg. Macdonald Orbis. London 1987. Ferdinand Porsche I. Ferdinand „Butzi“ Porsche III. Vagnhöfða 6 - 110 Reykjavík Sími 577 6090 - Fax 577 6095 Eigum til vatnskassa/bensíntanka og miðstöðvar, ásamt aukamiðstöðvum ætluðum bifreiðum/bátum og vinnuvélum. Einnig intercoolera í vörubíla og vinnuvélar. Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík höggdeyfar eru orginal hlutir frá USA og E.E.S. Aisin kúplings- sett eru orginal hlutir frá Japan varahlutir í miklu úrvali BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR Eldvarnar- hurðir Öryggis- hurðirÁrmúla 42 - sími 553 4236 netfang: glofaxi@simnet.is Hurðir til á lager Smíðað eftir máli SMÁRÉTTINGAR NÝTT Á ÍSLANDI ! EINFÖLD OG FLJÓTLEG RÉTTINGAÞJÓNUSTA Er bíllinn dældaður? Fjarlægjum dældir - lagfærum á staðnum Þú hringir - við komum 898 4644 - 895 4544 • Lægri viðgerðarkostnaður • Engin fylliefni • Engin lökkun • Gerum föst verðtilboð Bílskúrs og Iðnaðarhurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir í öllum stærðum og gerðum. Fjölbreytt litaúrval. Stuttur afgreiðslufrestur Gluggasmiðjan hf Viðarhöfða 3 Sími 577-5050 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 B 9 bílar ENDURBÆTUR og breytingar hafa fylgt Porsche 911 alla tíð. Þró- un bílsins, sem byggðist að miklu leyti á árangri í kappakstri, var mismunandi þróttmikil eftir tíma- bilum vegna utanaðkomandi áhrifa svo sem sveiflna á bílamarkaðnum, ekki síst á þeim bandaríska. Hér verður stiklað á stóru í þró- unarsögu 911: 1965 var ódýrari gerðin 912 boðin en sá bíll var með 4ra sílindra VW-vélina úr 356. 912 leysti 356C af hólmi en kaupendur sýndu hon- um lítinn áhuga. Þrátt fyrir það var aftur reynt að bjóða þessa ódýrari gerð 1975, þá sem 912E, en aftur án teljandi árangurs. Ef undan er skilin 911 SC - ,,niðurskurðar- gerð“, sem boðin var 1978 þegar sérstaklega illa áraði eftir sam- dráttinn í Bandaríkjunum, hefur Porsche ekki boðið upp á mismun- andi dýrar gerðir af 911 (skýrt bet- ur síðar í greininni). 1967 kom fyrsti Targa-bíllinn (með þakhlíf sem taka mátti af). Sama ár voru 3 mismunandi gerðir í boði; 130 ha, 160 ha (S) ásamt Targa (T). 1968 var byrjað að bjóða 3ja gíra hálfsjálfskiptingu (Sportomatic). 1970 var slagrými vélarinnar aukið í 2,2 lítra (180 hö í 911S) og bein innsprautun boðin í fyrsta sinn (911E). 1972 var slagrýmið enn aukið í 2,4 lítra en án aflaukningar til að mæta auknum kröfum um meng- unarvarnir. 1973 kom 911 Carrera RS (Carrera er heiti sem Porsche tók upp eftir góðan árangur 356- og 550-bílsins í Carrera Panameric- ana upp úr 1953 – rallakstri sem hefst í Mexikó og lýkur í Guate- mala en RS stendur fyrir þýska Rennsport = kappakstur). Carr- era RS af árgerð 1973 er ein merkilegasta gerðin af 911. Sá var sérstaklega hannaður til að stand- ast skráningarkröfur GT-kapp- aksturs, fyrst í flokki 4 (500 eintök) og svo í flokki 3 þegar 1.000 höfðu verið smíðaðir. Eftirspurnin reyndist þó slík að 1.580 bílar voru smíðaðir af þessari gerð. Carrera RS er með 2,7 lítra 210 ha vél auk þess að vera sérstaklega létt- byggður, skelin er úr þynnra stáli, húddið úr plasti, þynnra gler í rúð- um, stuðarar úr trefjaplasti, óklædd innrétting o.s.frv. Þessi bíll sem vegur 970 kg í keppnisút- færslu er enn þann dag í dag með öflugustu keppnisbílum í sínum flokki; aksturseiginleikar eru með hreinum ólíkindum og hlutfallið þyngd/afl er 4,3 kg/ha. Með Carr- era RS 1973 kom vindskeiðin í fyrsta sinn (kollustélið) en með henni jókst stöðugleikinn og veg- gripið. 1974 var þessi 2,7 lítra vél í 911. Vélin í 1974 árgerðinni af Carrera RS var hins vegar með 3ja lítra slagrými sem jók hámarks- togið um 8% (í 284 Nm við 5.100 sn/ mín) og dró úr mengun í útblæstri þótt hestöflin væru áfram 210 við 6.300 sn/mín. Árið 1973 smíðaði Porsche 15.415 bíla og 75% af þeim voru fluttir út. Einhver hefur líklega velt því fyrir sér hvernig hafi verið hægt að auka slagrými 911-vélarinnar úr 1.991 rsm í 3.600 rsm (964 Carrera 4 árgerð 1989), þ.e. um rúm 80% án grundvallarbreytinga á blokkinni. Skýringin, og um leið ástæða þess að hér er ekki notað hugtakið út- borun er fólgin í því að sílindrarnir eru sjálfstæð stykki sem sitja í stýringu í blokkinni og utan á þeim er kápa með kælirifflur. Með því að hafa rifflurnar grynnri en virkari og með öflugri kæliblæstri hefur verið hægt að auka innra þvermál sílindranna á kostnað ytra þver- máls kælikápunnar. Þetta skýrir hvers vegna Porsche hélt svo lengi áfram með loftkældu vélina, þ.e. þar til slagrýmið varð ekki aukið meira með óbreyttri blokk. Svo mikil stækkun sílindra er ekki möguleg þegar vatnskæld vél á í hlut. Af þessum ástæðum er und- irritaður og fleiri gallharðir á því að smíði hins raunverulega 911 hafi lokið með síðasta 993 árið 1998 þegar sá vatnskældi 996 tók við. Stöðug þróun Ferdinand Porsche II. Ferdinand Piëch.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.