Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 B 3 NVIÐSKIPTI G ENGISÞRÓUN bank- anna þriggja, Íslands- banka, Kaupþings Bún- aðarbanka og Landsbanka Íslands, frá því hálfsársuppgjör þeirra voru birt er býsna athyglisverð. Gengi Ís- landsbanka hefur hækkað um tæp- lega 3% og gengi Kaupþings Búnað- arbanka hefur lækkað um 0,3%. Gengi Landsbankans hefur hins veg- ar hækkað um rúm 14%. Við fyrstu sýn að minnsta kosti er ekki augljóst hvers vegna gengisþróunin er með þessum hætti. Hagnaður Íslands- banka var 2.404 milljónir króna og var 12% yfir meðalspá hinna bank- anna tveggja. Hagnaður Kaupþings Búnaðarbanka var 3.065 milljónir króna og var 5% undir meðalspá og hagnaður Landsbankans var 1.221 milljón króna og var 3% undir með- alspá. Það sem kalla má væntingar markaðarins styður því tæplega gengisþróunina. Skýringuna er ekki heldur að finna í þróuninni frá síðasta ári, sem var af- ar hagstæð, aðallega vegna ytri skil- yrða. Aukning hagnaðar Landsbank- ans er minnst, 32%, en aukning hagnaðar Kaupþings Búnaðarbanka er mest, eða 56% frá samanlögðum hagnaði Kaupþings og Búnaðar- banka í fyrra. Íslandsbanki er þarna á milli með 46% aukningu hagnaðar milli ára. Nú er vitaskuld ekki víst að skýr- inguna á mismunandi gengisþróun sé að finna í milliuppgjörinu, en þó má reyna að rýna frekar í uppgjörin og sjá hvort þar leynist eitthvað sem styður þróunina. Óvenjulegar afskriftir Eitt af því sem vakið hefur nokkra at- hygli í uppgjörum bankanna er óvenjuhátt framlag Landsbankans í afskriftareikning útlána. Framlagið ríflega tvöfaldaðist og nam 2,4 millj- örðum króna, en hjá Kaupþingi Bún- aðarbanka jókst það um 28% og nam 1,4 milljörðum króna og hjá Íslands- banka dróst það örlítið saman og nam 1,1 milljarði króna. Stjórnendur Landsbankans hafa sagt að þetta aukna framlag gefi ekki vísbendingu um það sem koma skuli og að þetta sé einsskiptis aðgerð sem stafi af að- komu nýrra stjórnenda og nýjum sjónarmiðum þeirra, sem sýnir um leið hve matskennt framlag í afskrift- areikning útlána er. Ef framlag Landsbankans í af- skriftareikning útlána hefði ekki tvö- faldast heldur aukist um til að mynda 30%, svipað og hjá Kaupþingi Bún- aðarbanka, þá hefði hagnaður fyrir skatta meira en tvöfaldast, en ekki aukist um 30% eins og raun varð á. Þar sem ekki er gert ráð fyrir að framlag í afskriftareikning verði framvegis jafnhátt og nú, gera fjár- festar ef til vill ráð fyrir að hagnaður verði meiri í framtíðinni en nú varð. Mikill gengishagnaður En það er fleira óreglulegt og sveiflu- kennt en framlag í afskriftareikning útlána. Eitt af því sem á síðustu árum hefur valdið hvað mestum sveiflum í afkomu bankanna er gengisþróun verðbréfa, hlutabréfa og skuldabréfa, auk þróunar í gengi krónunnar. Gengishagnaður allra bankanna var umtalsverður á fyrri hluta þessa árs og hafði, ólíkt fyrri hluta ársins í fyrra, mikil áhrif á afkomu þeirra allra. Ástæðan er aðallega hagstæð ytri skilyrði, en Úrvalsvísitalan hækkaði um rúmlega 11% á fyrri hluta ársins og helstu skuldabréfa- flokkar hækkuðu um 9%–13%. Áhrifin eru, líkt og í fyrra, mest á afkomu Kaupþings Búnaðarbanka. Gengishagnaður bankans fór úr 2,7 milljörðum króna í 3,9 milljarða króna. Hjá hinum bönkunum tveimur var gengishagnaðurinn tæpir 1,2 milljarðar króna og hækkaði um 1,1 milljarð króna hjá Íslandsbanka og um 1,0 milljarð króna hjá Lands- banka. Aukningin var því svipuð í krónum talið hjá öllum bönkunum, 1,0–1,2 milljarðar króna. Ef horft er fram hjá þessum geng- ishagnaði lítur afkoma bankanna töluvert öðruvísi út. Íslandsbanki væri með tæplega 1,8 milljarða króna í hagnað fyrir skatta og Landsbank- inn með tæplega þrjú hundruð millj- óna króna hagnað, en Kaupþing Bún- aðarbanki væri með nálægt 200 milljóna króna tap af rekstrinum. Hér er þó ástæða til að setja þann fyrirvara að niðurstaðan yrði ekki ná- kvæmlega þessi ef bankarnir ættu ekki þær eignir sem valda gengis- hagnaðinum, þótt þetta gefi hug- mynd um hve mikið afkoman getur sveiflast vegna gengishagnaðar eða -taps. Skýringin er sú að þessir út- reikningar byggjast á því að annað væri óbreytt, sem það yrði ekki því ýmsir liðir myndu breytast, svo sem launaliður vegna afkomutengingar. Þá hafa bankarnir vaxtakostnað af verðbréfaeign sinni og hann vegur á móti gengishagnaðinum í afkomutöl- unum. Vaxtakostnaður Kaupþings Búnaðarbanka vegna eigin viðskipta er til að mynda nálægt sex hundruð milljónum króna, þannig að þegar af þeirri ástæðu væri afkoma bankans ekki neikvæð. Hinir bankarnir sund- urliða ekki þennan kostnað, sem þó væri æskilegt, en gera má ráð fyrir að hann sé nokkru lægri hjá þeim vegna minni umsvifa. Ólíkt kostnaðarhlutfall Kostnaðarhlutfall bankanna, hlutfall gjalda og tekna, er eitt af því sem not- að er til að meta hagkvæmni rekstr- arins og þeim mun lægra sem hlut- fallið er, því hagkvæmari er reksturinn á þennan mælikvarða. Ís- landsbanki kemur best út í þeim sam- anburði með kostnaðarhlutfallið 51,4% og bætir sig um 21⁄2 prósentu- stig milli ára. Næstur kemur Lands- bankinn sem bætir sig mikið og er nú með 55%. Hann var níu prósentustig- um hærri fyrir ári og hefur á síðustu árum að minnsta kosti verið með mun hærra hlutfall en nú. Kaupþing Bún- aðarbanki er með 64% kostnaðarhlut- fall, sem er 1⁄2 prósentustigi lakara en á sama tímabili í fyrra. Gengishagnaður bankanna hefur áhrif á kostnaðarhlutfallið líkt og á af- komuna. Ef litið er fram hjá geng- ishagnaðinum, með sömu fyrirvörum og hér að framan, er kostnaðarhlut- fallið áfram lægst hjá Íslandsbanka, 59,8%, og Landsbankinn er með 63,6%. Kostnaðarhlutfall Kaupþings Búnaðarbanka fer hins vegar upp í 88,3%, sem gefur vísbendingu um hve miklu háðari sá banki er afkomu af verðbréfaeign sinni en hinir bankarn- ir tveir. Auknar þóknunartekjur Þóknunartekjur eru liður sem vaxið hefur mikið hjá bönkunum á síðustu árum, en hann er sveiflukenndur og einstök stór verkefni geta haft áhrif á afkomuna, sérstaklega þegar horft er á einstaka fjórðunga. Þóknunartekj- urnar voru lægstar hjá Íslandsbanka, námu tæpum 2,2 milljörðum króna, og hækkuðu líka minnst eða um 3%. Þóknunartekjur Landsbankans hækkuðu um 28% milli ára og námu tæpum 3 milljörðum króna og þókn- unartekjur Kaupþings Búnaðar- banka hækkuðu um 45% og námu 4,8 milljörðum króna. Hækkunina hjá Kaupþingi Búnaðarbanka má rekja til stórra verkefna á sviði fyrirtækja og aukinnar miðlunar, að hluta til í Svíþjóð. Þóknunartekjurnar hækkuðu um 8% milli fyrsta og annars fjórðungs hjá Íslandsbanka, um 11% hjá Kaup- þingi Búnaðarbanka, en um 75% hjá Landsbankanum. Munurinn milli fjórðunga hjá Landsbankanum felst aðallega í rúmlega 700 milljóna króna aukningu tekna af verðbréfaviðskipt- um. Landsbankinn sá um nokkur stór verkefni fyrir fyrirtæki, svo sem aukningu hlutafjár hjá Fjárfestingar- félaginu Straumi og afskráningu Ís- lenskra aðalverktaka og Olíuverzlun- ar Íslands úr Kauphöllinni. 1.200 milljarða eignir Heildareignir bankanna jukust mikið á tímabilinu og námu samtals rúmum 1.200 milljörðum króna í lok júní. Aukningin var mest hjá Íslands- banka, 21%, og námu eignir hans 379 milljörðum króna í lok júní. Eignir Landsbankans jukust um 18% og námu 329 milljörðum króna, sem ger- ir hann að minnsta bankanum, því eignir Kaupþings Búnaðarbanka námu 493 milljörðum króna og jukust um 14%. Eignir á bak við stöðugildi banka er eitt af því sem getur gefið til kynna hversu hagkvæmur reksturinn er. Hjá Íslandsbanka eru mestar eignir á hvert stöðugildi, eða 407 milljónir króna, sem þýðir að sá banki er hag- kvæmastur á þennan mælikvarða. Kaupþing Búnaðarbanki er í öðru sæti með 384 milljónir króna á stöðu- gildi og Landsbankinn er með 335 milljónir króna á stöðugildi. Lækkandi eiginfjárhlutfall Aukning eigna bankanna er þó ekki alveg áreynslulaus, því skulda- og eiginfjárhlið efnahagsreikningsins stækkar um leið og það getur reynt á eiginfjárhlutfallið. Landsbankinn fann fyrir þessu á fyrri helmingi ársins og eiginfjárhlut- fall hans á CAD-grunni lækkaði úr 10,6% í 9,1%, en lögbundið lágmark er 8%. Reiknað samkvæmt eiginfjár- þætti A hefur hlutfall Landsbankans lækkað úr 7,7% í 6,5%, sem er tals- vert lægra en það hefur verið í árs- uppgjörum síðustu ára. Bankinn hef- ur að markmiði að CAD-hlutfallið sé 10,5% og A-þáttur þess 8,5%. Hálf- fimm fréttir greiningardeildar Kaup- þings Búnaðarbanka fjölluðu á dög- unum um lækkað eiginfjárhlutfall Landsbankans. Þar kom fram að greiningardeildin telur hlutfallið lágt og að líklegt sé að bankinn hugi að hlutafjárútboði innan skamms til að styrkja eiginfjárstöðu sína. Eiginfjárhlutfall Íslandsbanka á CAD-grunni lækkaði úr 12,7% í 10,8% á tímabilinu og A-þáttur þess var 8,5%. Hvort tveggja er í samræmi við þau markmið sem bankinn setur sér, sem eru að vera yfir 10% í heild- ina og um 8% fyrir A-þáttinn. CAD-hlutfall Kaupþings Búnaðar- banka var 11,6% í lok júní og mark- mið bankans er 11%. Hlutfallið var 14,7% hjá Kaupþingi og 10,9% hjá Búnaðarbanka í lok síðasta árs. Eig- infjárþáttur A var um mitt ár 9% hjá sameinuðum banka. Landsbankinn dýrastur Verð skráðra félaga er oft metið út frá því hvert markaðsverð þeirra er í hlutfalli við hagnað, svokallað V/H- hlutfall. Markaðsverð Kaupþings Búnaðar- banka er mun hærra en hinna bank- anna tveggja, eða yfir 68 milljarðar króna. Markaðsverð Íslandsbanka er nú rúmir 47 milljarðar króna og Landsbankans rúmur 31 milljarður króna. Þetta segir þó lítið um það hvaða banki er dýrastur á mæli- kvarða V/H-hlutfalls, því Landsbank- inn er dýrasti bankinn þó að mark- aðsverð hans sé lægst. Ef hagnaður um mitt ár er tvöfaldaður og V/H- hlutfallið reiknað út miðað við það, kemur í ljós að á þennan mælikvarða er Landsbankinn með V/H-hlutfallið 13,2. Íslandsbanki er ódýrastur, með V/H-hlutfallið 9,9, og Kaupþing Bún- aðarbanki er með V/H-hlutfallið 11. Munurinn er út af fyrir sig ekki mjög mikill miðað við það sem stundum hefur verið, en hann hefur farið held- ur vaxandi að undanförnu vegna mik- illar hækkunar gengis Landsbank- ans. Um mitt ár var V/H-hlutfall Landsbankans 11,3 miðað við þessa aðferð. Ef marka má V/H-hlutfallið gera fjárfestar ráð fyrir að hagnaður Landsbankans um mitt ár vanmeti hagnaðarmöguleika hans í framtíð- inni miðað við hina bankana. Hagstæð ytri skilyrði í rekstri bankanna Gengi hlutabréfa Landsbankans hefur hækkað mikið frá birtingu uppgjörs, gengi Íslandsbanka hefur hækkað mun minna og gengi Kaupþings Búnaðar- banka hefur lækkað lítillega. Þetta gerist þrátt fyrir að við fyrstu sýn hefði mátt ætla að uppgjörum síðarnefndu bank- anna yrði betur tekið. Haraldur Johann- essen rýnir í uppgjörin og veltir því fyrir sér hvað kunni að skýra gengisþróunina. $ $% 6' ', $ $ $$ '$ $', $   # $'&     * 7 6'  $  ' # $  '-  -,*$  '- 8"39 "$#  -,*$ 5'#   ($(  ($(  ($(  ($(  ($(   !   ""  "  !  ".  !.  .  :   ;  <+ # $   "  "     "  ! !   . " .  .  ".  ! "  !     ! ! !   !.  .  . ! # /   #  $$  0  haraldurj@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.