Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 8
   <" "7PJ "U@V!G<W!"X"J<"! :5 "!35<"!  @"JD"F P55UJ  -"   -   -   -  " "-"  " -  ! !-  ! -  "" -""  +7( (4; + '<(/%/' 40%1  /% 6(.1&%,  @'3. @<'<.'<. @3'3.@2'3. D5 @ 5"DJN @'. @<'. @A'. '. 5AJ"UDUJ  -  @'<. "!35<"!  5NY7TR" D( MIKILL munur var áspám um afkomu Flug-leiða um mitt ár ograunverulega afkomu. Greiningardeildir bankanna spáðu að meðaltali 244 milljóna króna tapi á fyrri hluta ársins, en tapið reyndist 903 milljónir króna. Talsverður munur var á hæstu og lægstu spá, eða allt frá 100 millj- óna króna tapi upp í 462 milljóna króna tap. Gengi bréfa Flugleiða lækkaði um 4,6% þegar uppgjörið var birt á þriðjudaginn. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Flugleiðir koma spámönnum bankanna á óvart, þótt frávikið hafi aldrei verið líkt og nú þegar tapið var nær fjórfalt meira en meðalspá gerði ráð fyrir. Á sama tíma í fyrra voru Flugleiðir ekki í Úrvalsvísitölunni og þess vegna voru ekki birtar spár fyrir það með sama hætti og nú. Engu að síður er óhætt að fullyrða að fáir hafi átt von á að félagið skilaði 50 milljóna króna hagnaði á fyrri hluta ársins, enda venjan sú að fé- lagið sé rekið með tapi á því tíma- bili. Í Markaðsyfirliti Landsbank- ans í gær eru gerðar athugasemd- ir við að tölur um farþegafjölda og sætanýtingu fyrir maí hafi ekki birst fyrr en í júlí og þeirri spurn- ingu varpað fram hvort ekki hefði verið rétt af stjórnendum Flug- leiða að gefa út afkomuviðvörun þar sem afkoman sé talsvert undir spám. Hægt er að taka undir að óheppilegt er að farþegatölur skuli koma svo seint, sérstaklega þegar þær þróast með þeim hætti sem raun varð á. Á kynningar- fundi um uppgjörið tóku stjórn- endur Flugleiða jákvætt í athuga- semdir um þetta atriði svo búast má við að tölurnar verði framvegis fyrr á ferðinni. Hinu má ekki gleyma að með birtingu þessara talna veita Flug- leiðir allmiklar upplýsingar miðað við flest önnur skráð fyrirtæki og það er til þess fallið að auðvelda fjárfestum að átta sig á því hvern- ig gengur í rekstrinum. Þetta er sérstaklega mikilvægt þar sem Flugleiðir eru flókið fyrirtæki, eins og forstjóri þess nefndi á kynningarfundinum. Í ljósi þess að fyrirtækið er flókið, er líka ástæða til að velta því upp hvort ekki sé ástæða fyrir fyrirtækið að birta oftar meira sundurliðaðar upplýsingar um reksturinn og reyna með þeim hætti að gera greiningardeildum og öðrum auð- veldara að átta sig á hvert stefnir. En þótt Flugleiðir séu flókið fyrirtæki og stundum hafi gengið illa að spá fyrir um afkomu þeirra, er umhugsunarvert hvort grein- ingardeildir hefðu ekki átt að komast nær niðurstöðunni en raun bar vitni. Nefna má að á heimasíðu helsta keppinautarins, Iceland Express, birtust í fyrri hluta júní tölur um farþegaflutn- inga til og frá landinu og hlutdeild Iceland Express, leiguflugs, og að hluta til Flugleiða í þeim flutning- um. Þær tölur gáfu til kynna að flutningar Iceland Express voru býsna miklir og hlutur félagsins í fjölgun farþega stór, fór jafnvel yfir 100% í maí. Með því að skoða farþegatölur betur og hafa í huga að miðaverð hafði farið lækkandi vegna aukinnar samkeppni, hefðu greiningardeildirnar ef til vill get- að komist nær réttri niðurstöðu, þrátt fyrir flókinn rekstur Flug- leiða. Kröfur Ryanair Flugfélög víða um heim hafa verið rekin með miklu tapi undanfarin misseri og afkoma íslenska flug- félagsins Flugleiða um mitt þetta ár er þar engin undantekning. Aftur á móti hafa lággjaldaflug- félög sjaldan skilað jafngóðri af- komu. Til þess að geta boðið upp á jafnlág fargjöld og raun ber vitni er kostnaði haldið í algjöru lág- marki hjá lággjaldaflugfélögun- um. Meðal annars er þjónusta tak- mörkuð um borð, farmiðasala fer að mestu leyti fram á Netinu o.fl. Komið hefur fram að lággjalda- flugfélagið Ryanair hafi velt fyrir sér möguleikanum á því að hefja áætlunarflug til Íslands. Á fyrrnefndum kynningarfundi með fjárfestum kom fram í máli Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flugleiða, að lággjaldaflugfélög eins og Ryanair velji að lenda á flugvöllum þar sem lendingar- gjöld og ýmiss annar kostnaður er mun lægri heldur en á stórum al- þjóðlegum flugvöllum. Í flestum tilvikum er samið við viðkomandi sveitarfélag um niðurfellingu lendingargjalda, styrki til að koma upp aðstöðu og svo mætti lengi telja. Að sögn Sigurðar var því svipað farið þegar Ryanair kannaði markaðinn á Íslandi. Sagði Sigurður að ekki væri nóg með að Ryanair hefði farið fram á mikla lækkun lendingargjalda og aðstöðugjalda í Keflavík heldur einnig að fá ákveðna hlutdeild í hagnaði fríhafnarinnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar auk markaðs- stuðnings. Ljóst er að erfitt er fyrir áætl- unarflugfélög að keppa við lág- gjaldaflugfélögin ef um slíkan stuðning er að ræða. Þá sérstak- lega lítil flugfélög eins og Flug- leiðir sem ekki hafa bolmagn til þess að setja upp kröfur sem þess- ar auk þess sem félagið hefur lagt á það áherslu að miða sína flug- áætlun við tengiflug á stórum flugvöllum víða um Evrópu. En það er ljóst að innkoma lág- gjaldaflugfélaganna á flugmark- aðinn hefur haft mikla þýðingu fyrir neytendur sem nú geta ferðast vítt og breitt um álfuna án mikils tilkostnaðar. Íslendingar hafa ekki farið var- hluta af þessari þróun enda er mun ódýrara að ferðast til og frá landinu en áður. Án efa má rekja lækkun farmiða hjá Flugleiðum að miklu leyti til samkeppni frá Iceland Express sem hefur í sex mánuði flogið daglega til Lundúna og Kaupmannahafnar. Næsta sumar munu Flugleiðir fjölga áfangastöðum sínum um sex. Að vísu hafa þeir flestir verið áfangastaðir Flugleiða áður en voru einhverra hluta vegna lagðir niður á sínum tíma. Umtalsverð fjölgun varð á ferðamönnum til Ís- lands í síðasta mánuði. Með fjölg- un áfangastaða má búast við því að erlendum ferðamönnum fjölgi enn frekar á næsta ári, ef far- gjöldin verða í einhverju sam- ræmi við þau fargjöld sem nú eru í gildi. Spáð í flókinn rekstur Innherji skrifar Innherji@mbl.is HAGNAÐUR af rekstri SÍF hf. nam 3,3 milljónum evra á fyrri árs- helmingi eða sem svarar til 279 milljóna króna á meðalgengi tíma- bilsins. Þar af er hagnaður af sölu á hlut í namibíska útgerðarfyrirtæk- inu Seaflower 1,98 milljónir evra. Til samanburðar var hagnaður á sama tímabili í fyrra 250 þúsundir evra og nemur hækkun hagnaðar því rúmri milljón evra á milli ára ef söluhagnaður er undanskilinn. Hagnaður samstæðunnar fyrir af- skriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 8,9 milljónum evra eða 751 milljón króna á tímabilinu en var 7,4 milljónir evra á sama tímabili árið árið. Aukningin á milli ára nemur 21% Veltufé frá rekstri dróst saman um 20%, nam 3,4 milljónum evra, þ.e. 285 milljónum króna, en var 4,2 milljónir evra árið áður. SÍF gerir upp í evrum og er ekki tekið tillit til áhrifa verðlagsbreyt- inga í uppgjörinu. Framlegð hækkar í 10,2% Rekstrartekjur samstæðunnar námu 324 milljónum evra á fyrstu sex mánuðum ársins en 333 millj- ónum evra árið áður. Í tilkynningu segir að sölutekjur SÍF samstæð- unnar hafi hækkað á fyrstu sex mánuðum ársins 2003, en lækki þó lítillega í evrum talið frá fyrra ári. Skýrist það að mestu af því að rúm 28% af veltu samstæðunnar myndist í dollurum en meðalgengi dollars gagnvart evru hafi lækkað um 23% milli umræddra tímabila. Framlegð félagsins hækkar frá fyrra ári og er nú 10,2% eða 1,2% hærri en á sama tímabili í fyrra. Í Markaðsyfirliti Landsbankans í gær segir að þessi framlegðarbati orsak- ist að miklu leyti af betri rekstri SÍF í Frakklandi og á Spáni en unnið hafi verið markvisst í því að hag- ræða í rekstri þar. Lítil aukning á framlegðarhlutfalli sé mjög jákvæð fyrir rekstur félagsins enda sé velt- an mikil og hvert prósentustig hafi því mikið að segja í bættri afkomu. Rekstrargjöld og afskriftir námu alls tæpum 319 milljónum evra mið- að við rúmar 330 milljónir árið áður. Eignir og skuldir lækkuðu um 2% frá áramótum fram til júlíloka. Eigið fé var í lok júní 45,3 milljónir evra og arðsemi eigin fjár er 14,7% en það var áður 1,1%. Eiginfjárhlutfall var 16,3% Rekstur SÍF í Bandaríkjunum gengur vel og er í samræmi við áætlanir, að því er segir í tilkynn- ingu. Þá batnaði rekstur SIF France og SIF Spain bæði á fyrsta og öðrum ársfjórðungi samanborið við sömu tímabil í fyrra. Rekstur Lyons Seafoods, sem SÍF tók yfir í júlí, hefur ekki áhrif á milliuppgjör samstæðunnar nú. Gert er ráð fyrir taprekstri SÍF- samstæðunnar á þriðja og fjórða ársfjórðungi en hitabylgja og efna- hagslægð hafa dregið nokkuð úr eft- irspurn eftir sjávarafurðum í Evr- ópu. Stóraukinn hagnaður SÍF        ( ) 0    0              -    - (   %           -( 1         $##$ "#"   ! $& !""& ".&  !& !" # %       $..  $"#   2  %      '3 %     (    -   " !"$&$ ".4 / "$4/ "#" "  !$$&# !. "#  !""$ !". "   $     $#" !"$" ".4/ "4"/     ! " !         # $ %&''  !   REKSTUR Þorbjarnar Fiskaness hf. skilaði 314 milljóna króna hagn- aði á fyrstu sex mánuðum ársins. Það er 60% samdráttur frá sama tímabili í fyrra en þá nam hagnaður- inn 809 milljónum. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármunaliði var 512 milljónir, sem er 24,3% af tekjum, og dróst saman um 34% frá fyrra ári. Rekstrartekjur fyrirtækisins lækkuðu á milli ára um 20% og námu 2,1 milljarði króna. Lækkunin nem- ur 540 milljónum. Rekstrargjöld án afskrifta lækkuðu líka og námu 1,6 milljörðum og nam lækkunin 15% frá fyrra ári. Veltufé frá rekstri var 358 milljónir eða 17 % af tekjum, og er það 30% lækkun frá sama tímabili árið áður. Eigið fé í lok júní var 6% hærra en um áramót og nam 3 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall hefur hækk- að í 33% og var arðsemi eiginfjár á tímabilinu 21,73%. Viðunandi árangur Rekstrarárangur tímabilsins er í til- kynningu sagður viðunandi miðað við verulegan samdrátt í tekjum. Á fyrri hluta árs var hrint í fram- kvæmd aðgerðum í rekstri félagsins, í þeim tilgangi að samhæfa betur út- gerð og landvinnslu. Meðal annars var útgerð ísfisktogara hætt, en út- gerð línuskipa efld. Rekstur ársins 2003 í heild er sagður lílegur til að verða í meðal- lagi. „Sterk staða íslensku krónunn- ar hefur þýtt lækkandi tekjur fyrir alla útflutningsstarfsemi, en auk þess hefur verð á sjávarafurðum gef- ið aðeins eftir á erlendum mörkuð- um, og kemur það fram í þessu upp- gjöri. Kostnaður við reksturinn hefur ekki lækkað að sama skapi,“ segir í tilkynningunni. Hagnaður Þor- björns Fiskaness dróst saman um 60% $    *$+ ')%'& 0    0       "        -               """ "&&  ! # . "" # ! # %      # .. % 2  %      '%     (   &$ 4/ ." " # ! # $  !"$ %"   & . .   # #& &4/       ! "   "#.  # $ %&''    MINERVA, breskt fasteigna- félag, er sagt eiga í viðræðum við japanska bankann Nomura, um að bankinn fjármagni hugsanlegt til- boð Minerva í bresku verslanakeðj- una House of Fraser, HoF. Baugur er stærsti hluthafinn í House of Fraser með 8,2% hlut. Frá þessu segir í Times Online í gær. Vitað er, samkvæmt Times On- line, að Minerva hefur verið að leita að hentugu félagi til að renna sam- an við Allders verslanakeðjuna, en Minerva keypti Allders fyrr á þessu ári. Rekstur Allders hefur ekki gengið sem skyldi síðustu misseri. Minerva keypti Allders með fjár- hagslegum stuðningi fjárfestingar- bankans Lehman Brothers og Terry Green, fyrrverandi forstjóra Debenhams. Heimildir Times herma að Lehman, sem var stærsti lánveit- andi í Allders yfirtökunni, hafi ekki mikinn áhuga á stuðningi við HoF þar sem hann er talinn vera að und- irbúa fjármögnun fyrir hugsanlegt tilboð CVC Capital Partners og Texas Pacific Group í Debenhams. Fjármálaskýrendur segja að bjóða þurfi að minnsta kosti 105 pens á hlut eða 350 milljónir punda fyrir HoF til að stjórn félagsins gefi tilboðsaðila heimild til að skoða bækur félagsins og fram- kvæma áreiðanleikakönnun. Sú ályktun er dregin vegna þess að stjórn HoF hafnaði 85 pensa tilboði Toms Hunter í desember í fyrra. Þeir sem þekkja til verslanageir- ans í Bretlandi segja að bankar séu ófúsir að fjármagna hátt tilboð, eins og tilboðið í HoF þyrfti að vera, vegna óvissu um þróun al- mennrar neyslu í Bretlandi. Lík- lega þyrfti að bíða framyfir hina þýðingarmiklu jólavertíð til að bankarnir geti tekið ákvörðun. Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu í gær er talið að Minerva ásamt fjárfestingarsjóðnum Scar- lett hafi átt óformlegar viðræður við bæði Tom Hunter og Baug um HoF, án þess að neitt hafi komið út úr þeim viðræðum. Minerva leitar til Nomura vegna HoF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.