Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 B 7 NFJÁRFESTINGAR sjóður) en eignastýringarteymi hans hefur nýlega lagt til að sjóðurinn auki hlutfall marksjóða í 2-4% af hlutabréfasafninu eða á milli 2,75-5,5 milljarða dollara. CalPERS er nú þegar með um 1% af hlutabréfasafn- inu í marksjóðum. Frá fyrstu fjár- festingu þeirra í marksjóð í apríl 2002 til ársloka sama árs hafði sú fjárfesting skilað 2,4% ávöxtun sam- anborið við neikvæða ávöxtun upp á 21,4% á innlenda hlutabréfasafninu. Þó að hlutur marksjóða hafi ekki verið stór hluti af eignasafninu þá hefur svo mikil umframávöxtun já- kvæð áhrif á safnið í heild. Framfall fjárfestinga Fyrrgreindur niðursveiflutími í sögu hlutabréfamarkaða er ein af ástæð- um þess að fagfjárfestar eru farnir í auknum mæli að huga að áhættu- þættinum í eignasöfnum sínum. Marksjóðir eru gagnlegur kostur til að ná fram meiri fjölbreytni o.þ.a.l. áhættudreifingu í eignasöfnum. Framfall fjárfestinga (e. efficient frontier) skýrir mögulega aukningu ávöxtunar og áhættu þegar mark- sjóð er bætt við hefðbundið eigna- safn. Hefðbundin hluta- og skulda- bréfasöfn hafa verulegan hag af því að bæta marksjóðum í söfnin, sér- staklega hvað varðar hlutfallið á milli ávöxtunar og áhættu. Á Mynd 3 má sjá framfall fjárfestinga sem sýnir áhrif þess að bæta bandarísku VAN marksjóðavísitölunni við hefðbundið safn sem samanstendur af 60% S&P 500 vísitölunni og 40% Lehman Brot- hers skuldabréfavísitölunni. Fallið byggist á gögnum frá ársbyrjun 1988 til ársloka 2002. Eftir því sem vægi marksjóða er aukið, upp að ákveðnu marki, eykst ávöxtun og áhætta (staðalfrávik) minnkar. Ef hins veg- ar farið er upp fyrir ákveðið mark eykst ávöxtunin en að sama skapi eykst áhættan um leið. Aukin krafa um gegnsæi Sumir fagfjárfestar eru neikvæðir gagnvart fjárfestingum í mark- sjóðum vegna skorts á gegnsæi (e. transparency, þ.e. aðgengi fjárfestis til að sjá hvernig sjóðstjóri tiltekins sjóðs stýrir fjármagni hans) í grein- inni og að slíkar fjárfestingar henti ekki varfærum fjárfestingarstefnum þeirra. Mikill þrýstingur hefur verið á sjóðstjóra marksjóða að auka gegnsæi en lítið hefur þokast í þeim efnum. Krafan um aukið gegnsæi liggur nokkuð ljós fyrir þar sem erf- itt getur verið að réttlæta fjárfest- ingu í sjóði sem er með óþekkt áhættustig og óvarða stöðu. Sjóð- stjórar marksjóða verða að efla þró- un á fjárfestingarferlum og innviðum til að mæta þessum kröfum frá fag- fjárfestum. Eftir því sem þekking eykst er hugsanlegt að fagfjárfestar séu tilbúnir að sætta sig við áhættu gegnsæis, þ.e. ef þeir fá nægar upp- lýsingar til að mæla áhættu í stað þess að fá algjört gegnsæi á allar stöðutökur sjóðsins. Hvað sjóðstjóra marksjóða varðar þá er hugsanlegt að þeir séu tilbúnir að laga sig að auknum gegnsæiskröfum til að laða að meira fjármagn frá fagfjárfestum. Stærsti ókostur sem sjóðstjórar marksjóða standa frammi fyrir með auknu gegnsæi er að eignir sjóðsins verði afhjúpaðar. Sjóðstjóri mark- sjóðs vill síður að aðrir markaðs- aðilar viti um viðskipti hans og stöðutökur þannig að þeir geti not- fært sér sömu högnunarmöguleika sem gerir það að verkum að væntur hagnaður þynnist út. Slíkt getur hæglega orðið raunin hjá sjóðstjóra sem hefur tekið stóra og illseljanlega stöðu. Auk þess er með auðveldum hætti hægt að vinna markvisst gegn stöðutökum sjóðstjóra, t.d. með því að mynda eftirspurn eftir hlutabréfi sem sjóðstjórinn hefur tekið skort- stöðu í. Val á marksjóðum Lykilárangursþáttur til að mark- sjóðir passi inn í hefðbundið safn er að vanda val á fjárfestingarstefnu og sjóðstjóra. Þegar verið er að huga að fjárfestingu í einhverri af þeim fjölda stefna sem skilgreindar eru í mark- sjóðagreininni, er mjög mikilvægt að skilja þau gagnkvæmu áhrif eða það samband sem er á milli tiltekinna stefna marksjóða og jafnvægis í eignasafninu. Áhrif marksjóða veltur á vali á ákveðnum stefnum og sam- setningu safnsins í heild. Einnig þarf að taka sérstaklega til íhugunar valið á sjóðstjórum þar sem ferlið og við- miðin geta verið önnur en við val á hefðbundnum sjóðstjórum. Við val á fjárfestingarstefnu marksjóða er mikilvægt að markmið fjárfestisins og sjóðsins fari saman o.þ.a.l. mark- mið um ávöxtun og áhættu. Við slíkt val þarf að fylgja löngu og ströngu ferli, ef vel á að vera, en ekki verður farið nánar út í það hér. Ekkert lát á vextinum Spennandi verður að fylgjast með þróun marksjóðagreinarinnar í framtíðinni þar sem ekkert lát virð- ist vera á vextinum og eins og áður segir eru fagfjárfestar í auknum mæli farnir að fjárfesta umtals- verðum fjárhæðum í greininni. Ör tækniþróun og lærdómsáhrif, sem hlotist hafa af hrakförum einstakra sjóða, hafa kallað á vandaðri vinnu- brögð og gert það að verkum að greinin hefur þróast til betri vegar. Eftir 10 ár er líklegt að fjárfestar eigi eftir að líta til baka með bros á vör, því mest af fjármagni þeirra var bundið í sjóðum sem voru eingöngu með langar stöður þar sem sjóðstjór- arnir voru í raun með aðra höndina bundna fyrir aftan bak, ef svo má að orði komast. Sjóðstjórum hefðbund- inna sjóða er ekki kleift að nýta tæki- færin sem skapast með skortstöðum og geta margir sjóðir hvorki notað gírun né afleiður til að verja sig. Það má því færa rök fyrir því að þeir sjóðir, sem þurfa að elta viðmið, muni til langs tíma skila lakari ár- angri en vel stýrðir marksjóðir þar sem óumflýjanlegt er að markaðir sveiflist niður á við. Þar sem hefð- bundnir sjóðir geta ekki varið sig gegn niðursveiflunni munu þeir falla með markaðnum. Í þessu ljósi má segja að það er einn af kostum mark- sjóða að þeir binda sig ekki við vísi- töluviðmið heldur treysta á eigin getu til að stýra fjárfestingarstefnu sem felur í sér trúverðugt viðhorf á hlutabréfamörkuðum og á fjármála- og efnahagsumhverfi heimsins. Höfundur studdist við lokaritgerð sína úr Við- skiptafræðideild Háskóla Íslands (Mark- sjóðir, maí 2002) við gerð þessarar greinar. Aðrar heimildir: Investment & Pension Europe. (Maí 2003). Do funds of hedge funds add value? Value 7. Number 5. Bls. 52. London. Pension & Investments. (Júlí 2003). Inst- itutions pump billions into hedge funds. Issue 15. Bls 1. Chicago. VAN Hedge Fund Advisor International Inc. (2003). Effect of Adding to Traditional Portfolios. http://www.vanhedge.com. Bandaríkin. VAN Hedge Fund Advisor International Inc. (2003). Global Hedge Fund Net Re- turns. http://www.vanhedge.com. Banda- ríkin. VAN Hedge Fund Advisor International Inc. (2003). Size of the Hedge Fund Universe. http://www.vanhedge.com. Bandaríkin. gfjárfesta 7"! ;,># R $ ,># %& '  5I@2%& '  D# '  -#    ' $S- ,># D5  %& '    <$' $    $S- %& '  7 ? "% $ '(891 B'* -$*' 67  .  . ! " ! . 6 7  % 89:;,2  23<< 2# Höfundur er sjóðstjóri og starfar í eignastýringu fagfjárfesta hjá Kaupþingi Búnaðarbanka.  0 / 2      80% 8$, ;+  0 / 2                   = = = = = = = =2 =/ =0 = = = = = 7 ? "% $ '(891 B'* -$*' 67 = % # (/ # # #  1  1/ 1 1 1 110 1 1 1 012 01 /12 /1 212 21 12 1 12 1 12 1 12 1 12 67 7 ? "% $ '(891 B'* -$*(*$ -,('(*$ -,( T%6' 8.9 T M'' 8 ' # -$*%9 6 > # (/ # ?  / / % /   59( 8$, ( 5: +,&1 ,+ 59( 8$, ( !5: +,& + 59( 8$,1( 5: +,& + ● Á ÞRIÐJA hundrað starfsmenn Samskipa tóku á þriðjudag fyrstu skóflustunguna að nýrri vörumiðstöð félagsins sem rís við Kjalarvog í Reykjavík. Þar verða í framtíðinni undir einu þaki höfuðstöðvar Sam- skipa og öll meginstarfsemi félags- ins innanlands. Vörumiðstöð Sam- skipa verður sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi og öll nýjasta tækni í vöruhúsaþjónustu verður nýtt þar til hins ýtrasta, að því er segir í tilkynningu. Húsið, sem er stálgrind- arhús, verður alls 25 þúsund fer- metrar að stærð og 240 metra langt, sem er þreföld lengd núverandi hús- næðis Samskipa við Holtabakka. Ís- tak annast byggingarframkvæmdir og á verkinu að vera lokið í lok sept- ember á næsta ári. Kostnaður við verkið er áætlaður rúmlega 2,1 millj- arður króna. Áætlað er að ný vörumiðstöð Samskipa verði tekin í notkun í lok september á næsta ári en í gær var tekin fyrsta skóflustungan að byggingunni. Morgunblaðið/Arnaldur Fyrsta skóflustungan að nýrri vörumiðstöð Samskipa ll STUTT ● MICROSOFT býður nú upp á þá þjónustu í Evrópu að hlaða niður tón- list af Netinu, en sams konar þjón- usta keppinautarins Apple hefur átt vinsældum að fagna í Bandaríkj- unum. Tónlistarklúbbur MSN hjá Micro- soft hefur gert meðlimum klúbbsins í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi kleift að kaupa stök lög frá u.þ.b. 90 krónum. Er hér um að ræða fyrstu evrópsku tónlistarbúðina á Netinu í þessum dúr en í boði eru um 200 þúsund lög. Sambærileg þjónusta Apple, sem heitir iTunes, sló í gegn þegar hún var kynnt til sögunnar í maí sl. Meðal efnis sem í boði verður hjá Microsoft eru spáný lög sem fást um leið og þau eru send útvarps- stöðvum en það er allt að 6 vikum áður en geisladiskarnir eru fáanlegir í verslunum. Slíkt lag kostar um 150 krónur hjá Microsoft. Þá munu geisladiskar í heild sinni kosta á bilinu 1.000 til 1.600 krónur, að því er segir á fréttavef BBC. Microsoft selur tónlist í Evrópu ● FJÖLMIÐLASAMSTEYPAN News Corporation, sem á meðal annars bresku fréttablöðin Sun og Times hagnaðist um 370 milljónir dollara, eða sem svarar til tæplega 30 millj- arða íslenskra króna, á öðrum árs- fjórðungi. Á sama tímabili í fyrra tap- aði fyrirtækið 1,74 milljarði dollara, eða tæpum 140 milljörðum króna. Þá voru reyndar færðar út úr bókum fyrirtækisins slæmar fjárfestingar þess. Afkoman nú er talsvert umfram væntingar á markaði og hækkaði verð hlutabréf samsteypunnar við þessar fregnir. Ástæða góðrar af- komu er fyrst og fremst rakin til ár- angurs Fox News-fréttastöðvarinnar í fréttaflutningi af stríðinu í Írak sem hefur notið mikilla vinsælda. Fyr- irtækið segir að auknar auglýsinga- tekjur hafi farið vel umfram aukinn kostnað af stríðsumfjölluninni. Sú rekstrareining sem Fox News tilheyrir uppskar 19% veltuaukningu og hagnaður einingarinnar jókst úr 34 í 96 milljónir dollara. Fjöldi áhorf- enda fréttastöðvarinnar tvöfaldaðist og þegar átökin í Írak stóðu hvað hæst mældist aukningin 300% eða 3,3 milljónir áhorfenda á dag að meðaltali. Fox News hagnast á Íraksstríðinu ● ATORKA hf. var rekin með ríflega 43 milljóna króna hagnaði eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins. Í fréttatilkynningu frá fjárfesting- arfélaginu segir: „Félagið var rekið með tapi á síðasta ári uppá 137,6 m.kr. og er því um mikinn viðsnúning að ræða.“ Hlutafé Atorku var 2.048 milljónir í lok tímabilsins. Eigið fé var samtals 3.396 m.kr., samanborið við 2.461 milljón í lok árs 2002. Skuldir félags- ins voru 632 milljónir króna og eignir námu 4.027 m.kr. Eiginfjárhlutfall fé- lagsins 30. júní var 84,3%. Í tilkynningunni segir að útlit efna- hagsmála hér á landi sé gott um þessar mundir, vextir séu lágir í sögulegu samhengi, svo og verð- bólga. Þetta ætti að hafa jákvæð áhrif á eignasafn félagsins. 43 milljóna hagnaður hjá Atorku Fæst í apótekum og lyfjaverslunum ER NEFIÐ STÍFLAÐ? STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. UX-P400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.