Morgunblaðið - 21.08.2003, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.08.2003, Qupperneq 4
4 B FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  Svíar og Hollendingar eru taldir alþjóðlegri en fólk af öðrum þjóð- ernum. Borgaryfirvöld í Toronto gleðjast nú yfir kvikmynda- stjörnufansi sem ætlar að sækja borgina heim í september. Í Svíþjóð finnast góðir stjórnendur en stjörnurnar fara til Kanada FIMM stærstu bílaumboðin á landinu eru P. Samúelsson, Hekla, Ingvar Helgason/Bílheimar, B&L og Brimborg. Á meðfylgjandi mynd má sjá skiptingu markaðarins á milli umboða á fyrstu 7 mánuðum ársins. Þau fimm stærstu skipta með sér u.þ.b. 83% markaðarins og hefur svo verið á síð- astliðnum árum. Eins og sjá má er veruleg aukning nýrra bíla frá sama tímabili árið 2002, eða sam- tals um 43%, en hafa ber í huga að það ár var sér- lega slakt. Hlutfallslega bæta Fiaro, Suzuki, Brim- borg, B&L og Bernhard mestu við sig. P. Samúelsson P. Samúelsson er stærsta bílaumboðið á mark- aðnum hvort sem tekið er mið af veltu eða fjölda seldra bíla en það flytur inn bíltegundirnar Toyota og Lexus. Félagið var stofnað af Páli Samúelssyni árið 1970 þegar hann tók við umboði fyrir Toyota á Íslandi en bílarnir höfðu þá verið fluttir hingað um nokkurra ára skeið. Páll er stjórnarformaður fé- lagsins en aðrir úr fjölskyldunni eru ekki í stjórn- unarstörfum innan þess eftir að Bogi Pálsson hætti störfum um síðustu áramót og Sjóvá-Almennar tryggingar keyptu hlut hans í móðurfélaginu Stofni. Stofn, sem er í um 70% eigu Páls og hans fjöl- skyldu, og um 30% eigu Sjóvár-Almennra, á um 68% eignarhlut í P. Samúelssyni en hin 32% eru í dreifðri eigu u.þ.b. 10–15 aðila, samkvæmt upplýs- ingum frá fyrirtækinu. Velta P. Samúelssonar á sl. ári nam ríflega 8 milljörðum króna en fyrirtækið seldi alls 2.103 bíla. Markaðshlutdeildin nam 27,24% á árinu. P. Samúelsson selur fólksbíla, jeppa, hóp- og sendi- bíla en ekki vörubíla, ólíkt t.d. Brimborg og Bíl- heimum. Hekla Hekla flytur inn bifreiðar frá Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi. Einnig selur fyrirtækið vinnu- vélar og heimilistæki. Hekla var stofnuð árið 1933 af Sigfúsi Bjarnasyni og fleirum en innflutningur á fólksbílum hófst árið 1952. Félagið var í eigu fjöl- skyldu Sigfúsar þar til í fyrra að Tryggvi Jónsson, þáverandi forstjóri Baugs og fyrrum endurskoðandi Heklu, ásamt hópi fjárfesta keypti 66,7% eign- arhlut fjölskyldunnar. Tryggvi er forstjóri Heklu en bræðurnir Sigfús og Sverrir Sigfússynir starfa enn um sinn hjá fyrirtækinu. Það eru félögin Herðu- breið (57%) og Skarðsheiði (9,7%) sem skipta nú með sér hlutnum sem keyptur var af bræðrunum. Þriðjungur hlutafjár í Heklu er hins vegar og var í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar. Velta Heklu á síðasta ári var rúmlega 7,5 millj- arðar króna. Alls seldi fyrirtækið 1.527 fólksbíla á síðasta ári og var markaðshlutdeildin á þeim mark- aði 22%. Á vinnubílamarkaði var hlutdeild Heklu 26% í fyrra en fyrirtækið seldi 194 vinnubíla. Sam- anlagt voru því seldar 1.721 bifreiðar á árinu 2002 og nam markaðshlutdeildin 22,4%, samkvæmt upp- lýsingum frá Heklu. Ingvar Helgason/Bílheimar Ingvar Helgason hf. var stofnað af Ingvari Helga- syni og eiginkonu hans árið 1956 og hóf bílainn- Salan jókst um 43% á fy ÞVÍ ER stundum haldið fram í gamni að í Svíaríki sé til sérstök stærð af fötum sem eigi að geta passað meira og minna allri þjóðinni, stærðin „extra medium“. Þessari gamansemi er ætlað að undirstrika þau menningarein- kenni þar á bæ sem er áherslan á hópinn eða liðsheildina ekki síður en einstaklinginn, svo sumum þykir nóg um. Stigveldi þykir einnig lítið og samskiptamynstur endurspeglar það. Þegar hinn brottræki franski hershöfðingi úr her Napóleons, Jean-Baptiste Bernadette, varð konungur í Svíþjóð á fyrri hluta 18. aldar þurfti hann að ávarpa þingið. Á nokkuð and- franska vísu ákvað hann að reyna að bregða fyrir sig máli sænskra þegna sinna en hló þá þingheimur af svo miklum ákafa að fleiri til- raunir gerði fransmaðurinn ekki. Hinn sænski krókur beinna og undanbragðalausra sam- skipta óháð stöðu eða stétt manna virðist því snemma hafa byrjað að beygjast. Þrátt fyrir að sænska með frönskum framburði hafi ekki verið áheyrileg músík sat hinn franski þó áfram, enda í fullum rétti, og niðjar hans ríkja enn. Og prinsessurnar frekar dökkar á brún og brá. Svíar eru þó á mörgum sviðum langt í frá að vera „extra medium“. Fyrrverandi for- stjóri General Electric-stórfyrirtækisins, Jack Welch, sagði fyrir nokkrum árum þegar talið barst að stjórnendum að fyrirtæki sitt væri stöðugt að leita að alþjóðlegu fólki, eins og hann orðaði það. Jafnframt að sér virtust sum- ar þjóðir vera liðlegri og áhyggjulausari í al- þjóðlegu umhverfi. Hollendingar og Svíar kæmu m.a. í hugann og að öðrum ólöstuðum ætti Svíþjóð líklega fleiri góða stjórnendur en nokkurt annað land. Þetta er auðvitað einungis skoðun eins manns, en það verður ekki með góðu móti tekið frá viðkomandi að hann telst sæmilega dómbær. Mörgum litlum þjóðum, eða fámennum eins og þjóðræknir menn við- komandi landa myndu frekar vilja segja, hefur ekki verið árangurs vant á efnahagslega svið- inu. Frá mörgum þeirra hafa einnig komið og koma margir dugmiklir alþjóðlegir stjórnend- ur. Sviss, Danmörku, Ástralíu, Holland og Sví- þjóð má nefna af handahófi. Mörg landanna státa af fleiri stórum alþjóðlegum fyrirtækjum en höfðatala gefur tilefni til. Í þessum efnum kemur höfðatölusamanburður sem fyrr að gagni til að fámennar þjóðir geti sýnt myndug- leika. Mikilvægur eiginleiki alþjóðlegs stjórn- anda í sókn að árangri er að geta skilið og sýnt skilning á ólíkri menningu og komið hlutum til leiðar við þær aðstæður. Það er áskorun fyrir stjórnanda sem er kominn fjarri heimahögun- um, þar sem allt önnur menningarleg kenni- leiti ber fyrir augu en hann á að venjast, að skila þokkalegu verki. Litlar þjóðir hafa fæstar verið í þeirri stöðu að vera mjög yfirgnæfandi eða ráðandi og að geta skilgreint heiminn al- gerlega út frá eigin forsendum og hugmynda- heimi. Hitt er algengara að þær hafi þurft að læra að lifa við aðstæður sem þeim eru ekki sjálfskapaðar og fylgjast með og taka tillit til annarra stærri þjóða. Sterk teygja er á milli efnahagslífs í Danmörku og í Þýskalandi, þó að þeir síðarnefndu hafi teygt sig of langt í eitt skiptið, Sviss og Holland eru umkringd mis- munandi tungumálasvæðum og stórfyrirtæki í Finnlandi og Svíþjóð hafa eðli málsins sam- kvæmt ekki getað orðið stór nema með því að selja vörur sínar eða þjónustu til annarra landa eða heimsálfa. Í sumum minni löndum Evrópu er sjónvarpsefni af engilsaxneskum uppruna textað en hljóðsett í stærri löndum. Aðlögun að aðstæðum er framar þörfinni fyrir að heyra Charlton Heston mæla á dönsku eða Sean Connory á finnsku. Þegar Bandaríkin hnerra er jafnvel sagt að Kanada fái kvef, sem er e.t.v frekar ósanngjarnt, en Kanadabúar hafa þurft að læra að þrífast við hlið öflugs granna. Mörg fámenn lönd hafa þróað hæfileika til að geta verið margt fyrir marga, hæfileika sem hafa m.a. byggst upp með því að fást við mismun- andi menningu ólíkra landa. Þetta leggur af mörkum við að árangursríkir alþjóðlegir stjórnendur komi frá löndunum. Eins og gefur að skilja þarf fleira að vera til staðar og hægur vandi að skeggræða æskilegt innihald lífselex- írs farsæla stjórnandans. Í langan tíma virtist Percy Barnevik, fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður sænsk-svissneska stórfyrir- tækisins ABB, teyga rétta blöndu af stút. Þeg- ar hann lét af störfum hjá fyrirtækinu voru það hluthafarnir sem var teygað frá. Reyndar hafði lítið breyst frá því að Jean-Baptiste reyndi fyrir sér í sænska þinginu og starfs- lokin ekki hávaðalaus í hluthafahópnum, og reyndar víðar. Þó minna hlegið en hjá þing- mönnunum. ll STJÓRNENDUR ll Loftur Ólafsson Miðjumoð Hjá Svíum er áherslan á hópinn eða liðsheildina ekki minni en á einstaklinginn, svo sumum þykir nóg um loftur@ru.is B ÍLAUMBOÐIN sem í dag eru starfandi á Íslandi hafa flest verið fjölskyldufyrirtæki um áratugaskeið. Frumkvöðlar í innflutningi á bílum hafa stýrt fyrirtækjunum lengst af og gjarnan með ættingjana sér við hlið. Hjá elstu umboð- unum hefur önnur kynslóðin, þ.e. börn frum- kvöðlanna, tekið við stjórninni og jafnvel eru dæmi um þriðju kynslóðina við stjórnvölinn. Fjölskyldumeðlimir frumkvöðlanna gegna enn helstu stjórnunarstöðum í þremur af fimm stærstu bílaumboðunum, miðað við sölu nýrra bíla í fyrra. Þetta eru Brimborg, Ingvar Helgason og B&L. Forstjóri B&L, sem var ótengdur fjöl- skyldu frumkvöðulsins Guðmundar Gísla- sonar, hætti reyndar nýverið hjá umboðinu eftir að hafa stýrt því í rúmt ár og hefur fjölskyldan tekið aftur við stjórnartaumun- um. Ekki hafa fengist skýringar á brott- hvarfi forstjórans en heimildir herma að eig- endum B&L hafi borist tilboð í fyrirtækið frá ónefndum aðilum um svipað leyti. Óvíst er hvort forstjórinn hafi staðið að baki þessu tilboði. Tengdir fjárfestar Á síðustu árum hefur einmitt færst í aukana að fjárfestar gefi sig að bílaumboðum. Að- Frá fjölsk Áhættan af rekstri bílaumboða er mikil enda gríðarlegar svei Breytingar hafa orðið á eignarhaldi nokkurra stærstu bílaumboða á landinu. Fjárfestar hafa smám saman verið að þoka sér inn í hin rótgrónu fjölskyldufyrir- tæki sem einkennt hafa þennan bransa. Soffíu Haralds- dóttur virðist sem fjárfestarnir tengist allir starfsemi viðkomandi fyrirtækis á einn eða annan hátt. Á SÍÐASTLIÐNUM 30 árum hafa verið fluttar ríf- lega 300 þúsund bifreiðar til landsins og þar af eru tæplega 278 þúsund nýjar bifreiðar. Meðaltal innflutnings nýrra bifreiða síðustu 30 ára er því tæplega 9.300 bifreiðar. Meðaltal síð- ustu 20 ára er hins vegar rúmlega 10.100 bifreið- ar og meðaltal síðustu 10 ára er ríflega 10.300 bifreiðar. Athyglisvert er að aukning innflutnings á milli tímabilanna 1973–82 og 1983–92 nemur 32% en aðeins er um 4,4% aukningu að ræða á milli tíma- bilanna 1983–92 og 1993–2002. Eins og sjá má af meðfylgjandi mynd hafa verið mjög skarpar sveiflur í innflutningi nýrra bifreiða og má þar sjá sterka fylgni við almennt efnahags- ástand í landinu. Ekki er óalgengt að breytingar á milli ára hlaupi á nokkrum tugum prósenta. Spá 39,5% aukningu Spá Bílgreinasambandsins um þróun næstu ára sést einnig á myndinni en samkvæmt henni var botni síðustu niðusveiflu náð í fyrra. Sala yf- irstandandi árs gefur aukningu til kynna en á fyrstu 7 mánuðum ársins jukust nýskráningar um 43% samanborið við sama tímabil árið áður. Bíl- =0 =0/ =0 = = = =/ =   /     /    ;+ ( & $  !     1 #  #234 > -$# & $' ' -> & '0(?$* -  - ''$ > -$# & $ '-$*''   **$ <&$   Innflutning- ur nýrra bíla sl. 30 ár RÁÐAMENN og íbúar Toronto-borgar í Kanada geta nú litið bjartari daga eftir efna- hagsáföll að undanförnu. Í september er haldin stór kvikmyndahátíð í borginni sem jafnan skaffar drjúgar tekjur. Að þessu sinni hafa óvenju margar „stórar“ kvikmynda- stjörnur boðað komu sína á hátíðina, sem er að verða einn af stærri viðburðum í kvik- myndaheiminum ár hvert. Á hátíðinni, Toronto Film Festival, verða 64 kvikmyndir frumsýndar og alls sýndar 336 myndir. (Samanlagður sýningartími er 28.340 mínútur.) Meðal stjarna sem þegar eru búnar að panta flug til Kanada eru Nic- ole Kidman, Nicolas Cage og Denzel Wash- ington. Þá er talið líklegt að Francis Ford Coppola, Meg Ryan og Anthony Hopkins láti sjá sig. Toronto fór illa út úr HABL-faraldrinum sem gekk yfir fyrr á þessu ári auk þess sem efnahagur borgarinnar skaddaðist verulega í nýyfirstöðnu rafmagnsleysi. Kvikmyndahá- tíðin sjálf hefur heldur ekki alltaf gengið áfallalaust því hún stóð yfir hinn 11. sept- ember árið 2001 þegar hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á Bandaríkin, að því er segir í frétt BBC. Hátíðin hefst hinn 4. september næstkom- andi og stendur í tíu daga. Í fyrra styrkti há- tíðin efnahag borgarinnar um 50 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur yfir fjórum milljörðum íslenskra króna. Í þetta sinn von- ast skipuleggjendur eftir því að tekjur Tor- onto vegna hátíðarinnar verði enn meiri en á síðustu árum, þökk sé Kidman og hinum „stóru“ stjörnunum. ll KVIKMYNDIR Eyrún Magnúsdóttir Stjörnum prýddur efnahagur eyrun@mbl.is ◆

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.