Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFJÁRFESTINGAR S ÍÐASTLIÐIN þrjú ár hafa reynst íslensk- um fagfjár- festum afar erf- ið, þegar kemur að erlendum fjárfestingum, sökum erfiðra markaðs- skilyrða og ófyrirsjáanlegra atburða. Fyrst sprakk internetbólan með af- leiðingum sem flestir þekkja. Haust- ið 2001 virtist bandaríska hagkerfið vera að rétta úr kútnum þar til hryðjuverkaárásirnar voru gerðar þann 11. september sama ár. Í fram- haldinu hélt hryðjuverkaógnin hluta- bréfamörkuðum í gíslingu og til að bæta gráu ofan á svart urðu bók- haldssvik áberandi hjá erlendum stórfyrirtækjum. Aðdragandi stríðs- ins í Írak fyrr á þessu ári var ekki til að bæta ástandið. Horfandi til síðustu ára er eðlilegt að spyrja sig hvernig íslenskir fag- fjárfestar ætli að haga erlendum fjárfestingum sínum svo vel megi vera. Fullyrða má að svarið liggi ekki í því að fjárfesta eingöngu heima fyr- ir, sér í lagi þegar heimamarkaður- inn er smár og fjárfestingarkostir af skornum skammti. Mikilvægt er að dreifa áhættu með því að fjárfesta út fyrir heimamarkað. Draga má þann lærdóm af hremmingum síðastliðinna ára að mikilvægt er að eignadreifing sé víð- ari en raunin hefur verið og samval eigna vel ígrundað. Meginuppistaða eignasafna mun alltaf verða sam- ansett af lausafé, skulda- og hluta- bréfum en fjárfestar ættu einnig að nýta sér kosti óhefðbundinna fjár- festingarkosta (e. alternative invest- ments) eins og marksjóða (e. hedge funds). Marksjóðir, eða vogunar- sjóðir eins og þeir eru einnig kall- aðir, hafa reynst gott skjól fyrir fjár- magn í sveiflukenndum mörkuðum þar sem þeir sveiflast að jafnaði ekki í takt við hlutabréfamarkaði. Þeir eru gjarnan með litla fylgni (e. cor- relation, stöðluð mæling á hlutfalls- legri hreyfingu á milli tveggja stærða t.d. verði mismunandi verð- bréfa) við hefðbundnar fjárfestingar og eru því góður kostur til að bæta inn í hefðbundið eignasafn. Hægt er að segja að sameiginlegt markmið þeirra sé að skila jákvæðri ávöxtun, hvort sem hlutabréfamarkaðir eru að hækka eða lækka. Hér er ekki verið að kynna nýjar eða róttækar aðferðir heldur hafa margir fjár- festar vikið allt of langt frá þessari grundvallaraðferðafræði. Eftir því sem verðbréfamarkaðir verða sveiflukenndari því mikilvægara er að vera með vel dreift eignasafn sem aðlagað er reglulega (t.d. ársfjórð- ungslega) að þeirri langtímastefnu sem ákveðin er í upphafi. Mikil aukning hefur orðið á áhuga fagfjárfesta um allan heim á mark- sjóðum, sér í lagi sl. þrjú ár, þegar erlendir hlutabréfamarkaðir lækk- uðu umtalsvert. Aukninguna má einkum rekja til þess að á þessu sama tímabili hefur marksjóðagrein- in náð að vernda fjármagn hluthafa á einu erfiðasta tímabili í sögu eign- astýringar hjá fagfjárfestum. Ætl- unin er að fjalla stuttlega um slíka sjóði hér á eftir og framlag þeirra til stýringar á eignasöfnum. Almennt um marksjóði Marksjóðir eru fjármálaafurð sem telst til óhefðbundinna fjárfestinga. Þeir geta m.a.:  fjárfest í margskonar eignum auk hluta-, skuldabréfa og lausafjár hvar sem er í heiminum, t.d. gjald- miðlum og hrávörum,  tekið skortstöður (e. short posit- ion) á verðbréf, þ.e. selt hluti sem hafa verið fengnir að láni frá öðr- um fjárfesti í von um að geta keypt hlutina aftur á lægra verði síðar,  tekið langar stöður (e. long posit- ion) á verðbréf, þ.e. átt hluti,  átt viðskipti með afleiður (e. deriv- atives) sem er samheiti yfir samn- inga þar sem verðmyndun ræðst af markaðsverði undirliggjandi eigna, dæmi um afleiður eru val- réttir (e. options) sem eru réttir til að kaupa eða selja ákveðnar eignir og framtíðarsamningar (e. futures contracts) sem eru samningar á opnum markaði um að kaupa eða selja eign á ákveðnum tíma í fram- tíðinni fyrir ákveðið verð,  notað eins mikla gírun (e. lever- age) sem er lántaka í formi afleiða eða bein lántaka upp að því marki sem bankar og aðrir lánveitendur heimila og  eru ekki bundnir af reglum verð- bréfaeftirlits. Þar sem marksjóðir eru að mestu leyti utan reglugerða um verðbréfa- viðskipti eru þeir einungis opnir fyr- ir fagfjárfestum, sem gjarnan eru skilgreindir sem einstaklingar og stofnanir sem eiga eignir sem nema a.m.k. einni milljón dollara. Óhefðbundnar fjárfestingar eru allar fjárfestingarafurðir sem ekki falla undir hefðbundnar fjárfest- ingar. Því er nær að skilgreina hvað fellur undir hefðbundnar fjárfest- ingar en þær ganga út á að kaupa, halda eða selja hlutabréf, skuldabréf og lausafé. Megineinkenni hefðbund- inna fjárfestinga (sjóða) er hversu sjóðstjórar þeirra eru háðir hegðun markaða þar sem þeir eru bundnir ákveðnu viðmiði. Marksjóði er erfitt að skilgreina í stuttu máli þar sem þeir eru til í mjög mörgum útgáfum og hafa víðar heimildir til fjárfestinga. Skil- greindar eru á milli 10-15 ólíkar fjár- festingarstefnur í marksjóðagrein- inni en breytilegt er hvernig mismunandi ráðgjafar- og upplýs- ingafyrirtæki skilgreina og flokka marksjóði. Stefnurnar ná til breiðs úrvals eignaflokka og styðjast við fjölda ólíkra fjárfestingaraðferða eins og skortsölu, gírun og afleiður í von um að auka ávöxtun. Ekki verð- ur farið í hverja stefnu fyrir sig í þessari umfjöllun. Marksjóðir eru að mörgu leyti ólíkir hefðbundnum verðbréfa- sjóðum. Í fyrsta lagi, þegar kemur að því að fjárfesta í hluta- og skulda- bréfum, eiga hefðbundnir verð- bréfasjóðir aðeins um tvo kosti að ræða, þ.e. þeir eiga einstök hluta- eða skuldabréf eða ekki. Marksjóðir eru hins vegar mun sveigjanlegri eins og talið var upp hér að framan. Í öðru lagi þurfa sjóðstjórar hefðbund- inna sjóða að skoða árangur sinn í samanburði við viðmiðunarvísitölur (e. relative performance, árangur metinn út frá vísitölu) og eru þeim gjarnan sett ströng skilyrði frá við- skiptavinum sínum um hversu langt þeir mega víkja frá því viðmiði. Hjá marksjóðum er það heildarárangur (e. absolute performance, þ.e. árang- ur ekki metinn út frá vísitölu) sem skiptir máli. Þannig þurfa mark- sjóðir ekki að fara eftir ákveðnu við- miði heldur miða þeir eingöngu við sjálfa sig. Sameiginlegt markmið flestra marksjóða er að leitast við að af- marka og stýra áhættu á meðan reynt er að varðveita hlutaféð og skila jákvæðri ávöxtun, óháð því hverjar markaðsaðstæður eru. Áhugi á marksjóðum er fyrst og fremst til kominn vegna þess sveigj- anleika sem þeir búa yfir og þeim eiginleika að geta skilað jákvæðri ávöxtun við öll markaðsskilyrði, þ.e. bæði þegar markaðir hækka og lækka. Árangur marksjóða undanfarin ár hefur verið góður þegar horft er til hefðbundinna hluta- og skuldabréfa- vísitalna. Mynd 1 sýnir samanburð á ávöxtun valinna vísitalna sl. 15 ár á ársgrundvelli. Sjóðasjóðir fyrir fagfjárfesta Þar sem marksjóðir eru flókin fjár- festingarafurð, o.þ.a.l. áhættusamir í hugum margra fjárfesta, hefur það þótt vera fýsilegur kostur að dreifa áhættu með fjárfestingu í sjóði af marksjóðum (e. fund of hedge funds). Hér á eftir verður fjallað um slíka sjóði sem sjóðasjóði. Litið hefur verið á sjóðasjóði sem skynsamlega leið fyrir fagfjárfesta til að feta sig inn í marksjóðagreinina. Sjóðasjóðir eru sjóðir sem fjár- festa eingöngu í marksjóðum. Fjár- festingum þeirra er dreift niður á nokkra vel valda marksjóði sem fylgja mismunandi fjárfesting- arstefnum. Sjóðasjóði mætti einnig kalla fjölstefnusjóði (e. multi- strategy) þar sem þeir veita fjár- festum aðgang að fjölda marksjóða, með mismunandi fjárfesting- arstefnum, í gegnum einn sjóð. Hægt er að stjórna ávöxtun, áhættu og flökti (e. volatility) með vali á mis- munandi stefnum og sjóðum. Flöktið ræðst af samsetningu og mismun- andi vægi sjóða í safninu. Flökt sjóðasjóða getur verið afar mismun- andi og fer þá eftir því hvaða stefnu undirliggjandi marksjóðir fylgja hverju sinni. Kostur við fjárfestingu í sjóðasjóði er að fjárfestar þurfa einungis að framkvæma áreiðanleikakönnun (e. due diligence) á einum sjóðstjóra og láta þar með ábyrgðina, við val á fjárfestingarstefnum og sjóðstjórum marksjóða, á hans herðar. Einnig þurfa fagfjárfestar einungis að leggja fram eina lágmarksfjárfest- ingu í stað einnar til hvers sjóðstjóra fyrir sig. Eins og áður segir er þessi aðferðafræði áhugaverður kostur fyrir fagfjárfesta og skynsamlegt fyrsta skref inn í marksjóðagreinina. Ljóst er að sjóðasjóðaaðferðafræðin mun halda áfram að draga að sér fagfjárfesta á meðan þeir leita inn á svið óhefðbundinna fjárfestinga. Áhættuþættir marksjóða Það er í raun nokkuð óljóst hvers vegna það hefur tekið svo langan tíma fyrir marksjóði, sem eru óháðir árangursviðmiði, að ná kjölfestu á meðal fagfjárfesta. Nú á tímum virð- ist hins vegar vera almennt viðhorf að einstakur marksjóður sé áhættu- samur inni í varfærnu (e. conserva- tive) eignasafni. Ein af ástæðum þess að marksjóðir teljast áhættu- samir er sú staðreynd að margir fag- fjárfestar setja þá í hóp með áhættu- fjárfestingum (e. venture capital), sem felur í sér talsverða rekstr- aráhættu (e. operational risk). Fjár- festingaráhætta (e. financial risk) er sú áhætta sem felst í vali fjárfestis á fjárfestingarstefnu. Sú áhætta þarf ekki að vera meiri en í hefðbundnum verðbréfasjóðum heldur fer það eftir samvali eignasafnsins. Þó að hægt sé að skilgreina fjárfestingaráhættu sitja fjárfestar áfram eftir með rekstraráhættu. Með öðrum orðum eru flestir marksjóðir áhættuminni, ef tekið er mið af fjárfestingar- áhættu, heldur en hefðbundnir hlutabréfasjóðir (e. long only). Meiri rekstraráhætta er þó í marksjóðum heldur en í hefðbundnum sjóðum sem stýrt er af stórum eignastýring- arfyrirtækjum. Rekstraráhætta er nær alveg ókerfisbundin, sem þýðir að hægt er að útiloka næstum alla rekstraráhættu með vel dreifðu safni eins og sjóðasjóði. Samt sem áður verður að hafa í huga að þó að stjórn- endur sjóðasjóða fjárfesti í mjög mörgum stefnum er samt sem áður svokölluð sjóðstjóraáhætta (e. career risk) enn til staðar, þótt verulega sé dregið úr henni með fjárfestingu í slíkum sjóð. Sjóðstjóraáhætta er sú áhætta sem skapast við val sjóð- stjóra sjóðasjóðs á einstökum mark- sjóðum sem skila lakari árangri en skilgreind viðmið eða fylgja jafnvel stefnum sem mögulega geta leitt til hruns þeirra. Slíkir atburðir draga verulega úr ávöxtun sjóðasjóða, eðli máls samkvæmt, en áhrifin eru minni heldur en ef fjárfest er í ein- stökum marksjóð. Í þessu ljósi hafa fagfjárfestar gjarnan meiri áhuga á fjárfestingu í sjóðasjóði heldur en beinni fjárfestingu í marksjóði. Fjölgun marksjóða Fjölgun marksjóða í heiminum hefur verið mikil og hefur stærð þeirra vaxið umtalsvert á undanförnum ár- um. Mynd 2 sýnir þróun grein- arinnar frá árinu 1988. Þessi fjölgun marksjóða gerir það að verkum að erfiðara er að greina góða sjóði sem styður þ.a.l. enn frekar við þá stað- reynd að skynsamlegra er fyrir fag- fjárfesta að fjárfesta í sjóðasjóðum. Auk þess má segja að sjóðasjóðir hafi samkeppnisforskot á fagfjár- festa við val á einstökum mark- sjóðum þar sem algengt er að þeir séu með um 10-20 sérfræðinga í fullu starfi, sem hver er með margra ára reynslu og hafa úr að spila miklu fjármagni til að framkvæma reglu- legar áreiðanleikakannanir og rann- sóknir á heimsvísu. Aukið innstreymi Umtalsvert innstreymi hefur verið inn í marksjóðagreinina frá fagfjár- festum á síðustu árum sem end- urspeglar aukinn áhuga í garð grein- arinnar eins og fram hefur komið hér að framan. Þó eru margir enn tor- tryggnir gagnvart sjóðstjórum sem þurfa ekki að lúta reglugerðum fjár- málaeftirlits auk þess sem þóknanir þeirrar eru háar. Þeir gera sér þó einnig grein fyrir því að þörf er á að auka ávöxtunina og dreifa eignasafn- inu. Með það að leiðarljósi eru fleiri fagfjárfestar farnir að þreifa fyrir sér með slíkar fjárfestingar, þá oft- ast með vali á sjóðasjóði sem upp- hafsfjárfestingu enda hafa þeir ein- faldlega ekki tíma, bolmagn né þekkingu til að velja einstaka sjóði. Samkvæmt óformlegri könnun, sem tímaritið Pension & Invest- ments (P&I) framkvæmdi í júl- ímánuði, kom í ljós að lífeyrissjóðir, stofnanir og styrktarsjóðir settu um 1 milljarð dollara í marksjóði á fyrstu 6 mánuðum þessa árs. Einnig kom í ljós að áætlanir eru um 1,4 – 3 milljarða dollara aukningu í mark- sjóði það sem eftir er ársins. Beinar fjárfestingar lífeyrissjóða taka til um 7% af heildareignum marksjóða samkvæmt ráðgjafar- og upplýs- ingafyrirtækinu Hennessee Group en fyrirtækið metur heildareignir marksjóða á um 600 milljarða dollara í lok ársins 2002. Stofnanir og styrkt- arsjóðir taka til annarra 7% af heild- areignum marksjóða. Könnun P&I leiddi einnig í ljós að ástæður sem nefndar voru fyrir auknum fjárfestingum í marksjóðum eru aukin dreifing fjárfestinga og minni áhætta. Greining á eignasöfn- um fagfjárfesta leiðir oft í ljós að vöntun er á ráðstöfun í óhefð- bundnar fjárfestingar eða að auka þurfi hlutfall þeirra. Til dæmis lét Sterling Heights (Mich.) lífeyrissjóð- urinn Merrill Lynch ráðgjafarfyr- irtækið meta eignasafnið hjá sér og leiddi sú rannsókn í ljós að a.m.k. 5% af heildareignasafninu ætti að vera ráðstafað í marksjóði. Þannig næði sjóðurinn hagkvæmasta hlutfalli áhættu og ávöxtunar. Sjóðurinn hef- ur tekið ákvörðun um að setja 4 milljónir dollara (4,7% af heildar- eignum sjóðsins) í sjóð af mark- sjóðum. Könnun P&I leiddi einnig í ljós að margir sjóðir eru að huga að fjárfestingum í marksjóðum, aðrir eru að ráðstafa fjármagni í mark- sjóði í fyrsta skipti og enn aðrir eru að auka hlutfallið í eignasöfnum sín- um. Til að mynda jók Virginia lífeyr- issjóðurinn fjárfestingar í mark- sjóðum um 300 milljónir dollara á fyrri hluta þessa árs en það eru um 0,9% af heildareignum sjóðsins. Ann- að dæmi um talsvert aukna fjárfest- ingu í marksjóðum er California Public Employees lífeyrissjóðurinn (CalPERS, 131 milljarða dollara Marksjóðir fyrir fa Ef horft er til síðustu ára er eðlilegt að spyrja sig hvernig íslenskir fag- fjárfestar ætli að haga erlendum fjárfestingum sínum svo vel megi vera, skrifar Guðlaug Björk Karlsdóttir. Fullyrða má að svarið liggi ekki í því að fjárfesta eingöngu heima fyrir, sér í lagi þegar heimamarkaðurinn er smár og fjárfestingarkostir af skornum skammti. Mikilvægt er að dreifa áhættu með því að fjárfesta út fyrir heimamarkað. Morgunblaðið/Kristinn Guðlaug Björk Karlsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.