Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 2 . Á G Ú S T 2 0 0 3 B L A Ð B I NTERCOIFFURE, alheims- samtök hárgreiðslufólks hafa lagt línur í haust- og vetrartísku hárs fyrir kom- andi ár. Guðbjörn Sævar, sem flestir kannast við undir nafn- inu Dúddi, er forseti Intercoiffure á Íslandi en hann veit allt um hvernig hár á höfði fólks skal líta út í haust og vetur. „Núna er horft til tísku sjöunda og áttunda áratugarins. En útfærslurnar og smáatriðin eru alltaf ný. Þó hártískan í haust og vetur sé mjög hippaleg þá er hún í leiðinni stílhrein. Það er heilmikil vídd í nýju línunni sem á rætur í gamla tímanum en er um leið dálít- ið pönkuð og samt sem áður „eleg- ant“. Slétt og þungt hár víkur fyrir léttu og loftkenndu. Hárið á að vera úfið og ögrandi þrátt fyrir mýktina. Og þó svo að styttur séu klipptar í hárið þá eiga útlínurnar ekki að vera tjásulegar eins og þær hafa verið undanfarið. Hárið er á vissan hátt heilla þó að í því sé óreiða. Og það á að vera stíll yfir heildinni.“ Dúddi segir herralínuna áfram vera frekar síða og svolítið í Bítla- stílnum þar sem þungir toppar og niðursleikt hár ráða ríkjum. Hann getur þess til gamans að hár ís- lenskra karlmanna hafi síkkað gríðarlega á síðastliðnu ári og það sé vissulega einkennandi fyrir land- ann að taka allt með stæl. „Nú sjáum við fjölmarga stráka með hár niður á axlir hér á landi þó að tísk- an úti í heimi sé kannski ekki svo ýkt. Við sáum þessar ýkjur líka þeg- ar stutta hárið var í tísku, þá létu margir hérlendis allt hárið fjúka. “ Dúddi segir að litir hársins í haust skulu fyrst og fremst renna saman hver við annan, en ekki vera í sterkum andstæðum. „Litirnir eiga að vera nokkrir saman og renna hver inn í annan án þess að mikið beri á því og tóna saman. Dökk rót og mjög ljóst hár yfir er því á undanhaldi.“ Dúddi segir að breytingar í hár- línum frá einni árstíð til annarrar séu kannski ekki mjög sýnilegar fyrir hinn almenna borgara en hún sé mikil fyrir fagfólkið. „Við hár- greiðslufólk þurfum að tileinka okkur nýja tækni sem fylgir nýjum línum og einmitt þess vegna er ég ásamt nokkrum öðrum Íslend- ingum á leið til Parísar til að kynna mér handbragðið. Fimmtán stofur hérlendis eiga aðild að Intercoiff- ure og ég veit ekki betur en að fulltrúar frá þeim öllum fari til Par- ísar núna í september. Elsa Har- aldsdóttir er prímus mótor í þessu hér og heldur utan um allan pakk- ann,“ segir Dúddi sem er einnig meðlimur í öðrum stórum alheims- samtökum sem kallast HCF. „Við Elsa og Hanna Kristín erum einu Ís- lendingarnir í HCF-samtökunum en þau leggja sínar línur á svipuðum tíma og Intercoiffure. Við kynnum okkur auðvitað einnig það sem þeir boða sem og aðferðir.“ Dúddi hefur farið út á hverju einasta ári síðan 1976 til að kynna sér nýjar línur í hártískunni og ætlar ekkert að hætta því í bráð. „Enda full ástæða til að bæta við sig þekkingu og fylgjast með,“ segir Dúddi að lok- um. Mýkt ögrun HÁR 2003/2004 Villt og frjálslegt yfirbragð með litum sem renna hver inn í annan. og óreiða  ÓMVAGGAN HANS EYJÓLFS/2  ANNAÐ HEIMILI BARNA/4  HREIN- AR LÍNUR/6  MYNDABLOGG OG MAGADANSARAR/7  AUÐLESIÐ/8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.