Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 8
KNATTSPYRNA 8 B MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Heimamenn úr Hafnarfirðinumnáðu forystunni strax á 6. mín- útu er Ómar Karl Sigurðsson skor- aði. Fimm mínútum síðar skoraði HK- ingurinn Haraldur Hinriksson mark sem dæmt var af vegna leikbrots. Hið meinta brot fór framhjá flestum áhorfendum á vell- inum en Garðar Örn Hinriksson dómari sá hins vegar eitthvað at- hugavert. Edilon Hreinsson og Sig- mundur Ástþórsson bættu síðan við tveimur mörkum fyrir lok fyrri hálf- leiks. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði Jón Gunnar Gunnarsson glæsilegt mark fyrir Hauka er hann skallaði boltann í markið eftir fyrirgjöf Edilons Hreinssonar. Maður leiksins: Edilon Hreinsson, Haukum. Heiðurinn að veði Aðeins var um heiðurinn að keppaþegar Stjarnan sótti Breiðablik heim í 1. deildinni í knattspyrnu á laugardag. Gestirn- ir, sem ekki höfðu tapað í tólf leikjum, áttu slakan leik gegn vel spilandi liði Blik- anna sem unnu sannfærandi sigur 3:0 – og hefði munurinn hæglega getað verið meiri. Fyrsta markið kom á 21. mínútu, þá skoraði Ívar Sigurjónsson með föstu skoti úr miðjum markteignum Lítið gerðist það sem eftir lifði hálfleiks en ekki voru liðnar nema fimm mínútur af þeim síðari þegar Gunnar Örn Jóns- son kom stöðunni í 2:0. Eftir góða sendingu inn fyrir vörn gestanna, lék hann á Magnús Pétursson mark- mann og renndi boltanum auðveld- lega í netið. Einstefna var að marki Stjörnunnar undir lok leiksins og tveimur mínútum fyrir leikslok gerði Ívar út um leikinn með öðru marki sínu og sanngjarn heimasigur varð niðurstaðan. Maður leiksins: Ívar Sigurjóns- son, Breiðabliki. Haukar höfðu betur HAUKAR luku keppni í 1.deild karla í knattspyrnu með glæsi- brag er liðið gjörsigraði HK 4:0 að Ásvöllum á laugardag í loka- umferð deildarinnar. Staðan í hálfleik var 3:0. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um 5. sæti deildarinnar. Hjörvar Hafliðason skrifar Andri Karl skrifar  ÓLI Stefán Flóventsson setti í gær nýtt leikjamet fyrir Grindavík í efstu deildinni í knattspyrnu. Hann lék sinn 134. leik þar fyrir félagið en fyrra metið átti Albert Sævarsson, 133 leiki.  STEINGRÍMUR Jóhannesson, sóknarmaður ÍBV, skoraði sitt 75. mark í efstu deild í gær þegar hann innsiglaði sigur Eyjamanna gegn KR. Hann er aðeins áttundi leikmað- urinn frá upphafi sem nær þeirri tölu.  GUNNAR Heiðar Þorvaldsson náði ekki að skora fyrir ÍBV sjötta leikinn í röð þrátt fyrir fjölda góðra færa gegn KR. Hann hefur verið með 9 mörk frá því í 11. umferð deildarinnar en er samt enn þriðji á markalistanum.  EYJAMAÐURINN Sindri Viðars- son lék sinn fyrsta leik í efstu deild í gær þegar hann kom inn á sem vara- maður hjá ÍBV undir lokin í leiknum gegn KR.  BENEDIKT Bóas Hinriksson lék á ný með Val í gær eftir langa fjar- veru. Benedikt var í byrjunarliði Vals í þremur fyrstu leikjum Ís- landsmótsins í vor en hefur verið frá keppni síðan vegna meiðsla, þar til hann kom inná sem varamaður undir lokin gegn Fram.  ÞORBJÖRN Atli Sveinsson kom frá Danmörku, þar sem hann stund- ar nám, til að spila með Fram gegn Val. Hann kom inn á sem varamaður snemma í síðari hálfleiknum. FÓLK ÍA 2:1 Grindavík Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeildin, 17. umferð Akranesvöllur Sunnudaginn 14. sept 2003 Aðstæður: Norðan strekkingur, 10 stiga hiti þurrt en völlur blautur Áhorfendur: 782 Dómari: Gylfi Þór Orrason, Fram, 5 Aðstoðardómarar: Gunnar Gylfason, Svanlaugur Þorsteinsson Skot á mark: 13(8) - 6(2) Hornspyrnur: 6 - 4 Rangstöður: 7 - 0 Leikskipulag: 4-4-2 Þórður Þórðarson Reynir Leósson M Gunnlaugur Jónsson M Andri Lindberg Karvelsson Kristian Gade Jörgensen (Þórður Birgisson 73.) Julian Johnsson (Helgi Pétur Magnússon 81.) Pálmi Haraldsson M Kári Steinn Reynisson M Baldur Aðalsteinsson M (Garðar Gunnlaugsson 62.) Stefán Þór Þórðarson Hjálmur Dór Hjálmsson M Helgi Már Helgason Óðinn Árnason Sinisa Kekic M Ólafur Örn Bjarnason Gestur Gylfason Ray Anthony Jónsson M (Sveinn Þór Steingrímsson 86.) Mathias Jack Paul McShane M (Eysteinn Húni Hauksson 81.) Guðmundur A. Bjarnason Óli Stefán Flóventsson Alfreð Elías Jóhannsson M 1:0 (13.) Helgi Már Helgason markvörður Grindavíkur sparkaði frá marki sínu í samherja sinn, Ólaf Örn Bjarnason. Þá kom að Stefán Þór Þórðarson, hirti af honum boltann og skoraði af öryggi úr vítateignum. 1:1 (21.) Grindvíkingar fengu horn frá hægri. Boltinn kom að stönginni nær og barst síðan inn í miðjan markteig þar sem Alfreð Elías Jóhannsson náði að sparka honum yfir varnarmenn ÍA, sem stóðu á línunni. 2:1 (75.) Garðar Gunnlaugsson fékk sendingu hægra megin á völlinn og rakti boltann upp að vítateig, sendi síðan inn að markteig á Stefán Þór Þórðarson, sem skoraði af stuttu færi. Gul spjöld: Mathias Jack, Grindavík (23.) fyrir hindrun  Óðinn Árnason, Grindavík (41.) fyrir brot.  Ólafur Örn Bjarnason, Grindavík (71.) fyrir brot.  Gunnlaugur Jónsson, ÍA (88.) fyrir að henda burt bolta eftir brot  Andri Lindberg Karvels- son, ÍA (89.) fyrir brot. Rauð spjöld: Mathias Jack, Grindavík (23.) fyrir óíþróttamannslega framkomu. an Grindvíkingurinn Mathias Jack rekinn af velli. Hann fékk gult spjald fyrir að stíga fyrir boltann þegar Skagamenn voru að taka auka- spyrnu og síðan þegar Gylfi Þór Orrason, góður dómari leiksins, reyndi að sýna honum gula spjaldið fyrir það, gekk hann í burt og fékk því strax aftur gult spjald og var sendur í bað. Þyngdist því róðurinn hjá gestunum en Skagamenn virtust of værukærir til að ganga á lagið. Fyrir vikið náðu Grindvíkingar stundum að hrella vörn ÍA. Í upphafi síðari hálfleiks fengu Skagamenn upplagt tækifæri til að ná forystu þegar Hjálmur Dór Hjálmsson gaf fyrir frá hægri á Kristian Gade Jörgensen upp við Aðstæður til knattspyrnuiðkunarvoru ekki góðar á Skipaskaga í gær, norðanrok og eftir miklar rign- ingar var völlurinn blautur og hirti mik- ið af þreki leik- manna. Engu að síð- ur byrjaði leikurinn ágætlega og frekar að gestirnir úr Grindavík væru sókndjarfari fyrstu mínúturnar en vörn ÍA stóðst álagið með prýði. Skagamenn réttu síðan úr kútnum og Stefán Þór Þórðarson skoraði fljótlega en Skagamenn fengu ekki að njóta forystunnar lengi því Alfreð Elías Jóhannsson jafnaði átta mínútum síðar þegar heimamönnum gekk illa að hreinsa frá marki sínu. Á 23. mínútu var síð- markteig en honum brást bogalistin fyrir opnu marki. Nokkuð var farið að draga úr þreki leikmanna, sem sýndi sig í meiri pirringi og barningi en minna af vönduðum sóknum. Skagamenn lögðust loks á árarnar enda heimtuðu áhorfendur mark þar sem þeir voru einum fleiri. Fimmtán mínútum fyrir leikslok skoraði Stef- án Þór sigurmarkið en Grindvíking- ar voru ekki búnir að syngja sitt síð- asta og á 85. mínútu munaði minnstu að Guðmundur Andri Bjarnason jafnaði metin þegar góður skalli hans fór rétt framhjá. Og þar við sat. Skagamenn virkuðu þungir en seigluðust samt í gegnum leikinn. Vörninni, með Gunnlaug Jónsson og Reyni Leósson í broddi fylkingar, tókst vel að halda aftur af sóknar- mönnum mótherjanna. Grindvíking- ar voru ekki eins góðir, vörnin átti oft í basli en Sinisa Kekic stóð vel fyrir sínu. Þeim gekk illa að ná upp skipulagi í sóknina þrátt fyrir að Paul McShane reyndi að öskra á þá. Morgunblaðið/Jim Smart Kristian Gade Jörgensen í baráttu við Grindvíkinginn Guðmund Andra Bjarnason. Skagamenn knúðu fram sigur einum fleiri EINUM fleiri í sjötíu mínútur tókst Skagamönnum að knýja fram 2:1- sigur á Grindavík á Akranesi í gær en þeir verða að skerpa duglega á baráttunni fyrir bikarleikinn gegn KA á miðvikudaginn. Stigin þrjú duga samt Skagamönnum til góðrar stöðu í öðru sæti deildarinnar og þar af leiðandi sæti í Evrópukeppni ef þeir halda því en veröld Grindvíkinga er ekki eins björt – þeirra bíður barátta við fall. Stefán Stefánsson skrifar „VÖLLURINN var gríð- arlega þungur og erfiðar að- stæður en þetta var ágætis leikur og mér fannst liðin leika þokkalega þrátt fyrir erfiðar aðstæður,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur, eftir leikinn á Akranesi. „Við vorum að spila vel lungann úr leiknum og að mínu mati með yfir- höndina í stöðunni 1:1 þegar leikmaður okkar rekinn af velli. Það var áfall en mér fannst samt liðið spila ágæt- lega eftir það þótt við höfum átt á brattann að sækja. Við hleyptum þeim varla í færi og vorum mjög nálægt því að halda fengnum hlut. Það var dýrkeypt að missa mann útaf. Hann hefði ekki átt að elta uppi rauða spjaldið, heldur þiggja það gula og einbeita sér að leiknum,“ bætti Bjarni við og gerir sig kláran fyrir mikilvægan leik um næstu helgi. „Önnur úrslit í dag voru á versta veg fyrir okkur svo að við verðum bara að gjöra svo vel að reima skóna aðeins betur á okkur fyrir lokaumferðina næsta laug- ardag.“ Verðum að reima skóna betur „VIÐ tókum stigin sem við ætluðum okk-ur, það er það eina sem er talið en þetta var einfaldlega slakur leikur,“ sagði Ólaf- ur Þórðarson, þjálfari Skagamanna, eftir sigurinn á Grindavík. „Menn voru þungir og völlurinn erfiður eftir miklar rign- ingar, algerlega ein mýri. Svo höfum við verið í löngu hléi og það hefur líka mikið að segja, það hafa verið fáir leikir svo það vantaði aðeins upp á hraðann hjá leik- mönnum.“ Þegar ein umferð er eftir eru Akurnes- ingar í ágætum málum í deildinni en þeirra bíður erfiður bikarleikur í undan- úrslitum gegn KA á miðvikudaginn. „Við erum í öðru sæti eins og er með tveimur stigum meira en næsta lið. Það er ágætt, það er ein umferð eftir og við verðum að hafa það af því við erum auðvitað á spá í að ná sæti í Evrópukeppninni. Við eigum KA á miðvikudaginn og verðum að fara undirbúa okkur fyrir þann leik strax í kvöld. Það verður erfiður leikur og ég ætla rétt að vona að við verðum betri en við vorum í dag,“ bætti Ólafur við. Stigin eru talin Ólafur Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.