Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 C 7 Mælingamaður Verktakafyrirtækið Háfell óskar eftir að ráða mælingamann til starfa Umsóknir berist á netfang: hafell@hafell.is . Nánari upplýsingar í síma 587 2300. Spennandi sölustarf Öflugur sölumaður óskast til starfa hjá ungu og ört vaxandi fyrirtæki á sviði upplýsinga- tækni. Starfið felst í sölu á bæði auglýsingum og þeir- ri þjónustu sem fyrirtækið veitir á sviði markaðsrannsókna. Þú býrð yfir mikilli hæfni í mannlegum sam- skiptum og ríkri þjónustulund. Ábyrgð hræðir þig ekki og þú átt auðvelt með að vinna sjálf- stætt. Þú hefur reynslu og hæfileika í samn- ingagerð og gott markaðsvit. Þú kemur auga á sóknarfærin í tæka tíð og hikar ekki við að leggja til atlögu við þau. Reynsla af auglýsinga- sölu og góð þekking á tölvu- og internetheim- um æskileg. Góðir tekjumöguleikar fyrir réttan einstakling. Sendu umsókn ásamt ferilsskrá fyrir 29. septem- ber til augldeildar Mbl., merkta: „P — 14224“. Atvinna óskast Óska eftir 80-100% vinnu, t.d. við fasteignaeftir- lit eða umönnunarstörf. Margt kemur til greina. Er rúmlega 60 ára trésmiður, vanur verkstjórn og margvíslegum störfum. Upplýsingar í síma 897 8204. ⓦ á Aragötu í Reykjavík Upplýsingar í síma 569 1116. Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar aug- lýsir eftirfarandi stöðu lausa til umsóknar: Staða fræðslufulltrúa Hlutverk fræðslufulltrúa er að vera tengiliður á milli framkvæmdastjóra fræðslusviðs og þeirra málaflokka sem undir það heyra. Hann hefur umsjón með fræðslumiðstöð bæjarins og mun starfa náið með menningarfulltrúa og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Hann verður verkefnisstjóri í væntanlegri endurskoðun á starfsemi og skipulagi leik- og grunnskóla bæj- arins. Menntunarkröfur: Háskólaprófs er krafist og haldgóðrar reynslu af skólamálum og stjórnun. Launakjör í samræmi við kjarasamn- ing launanefndar sveitarfélaga og Starfs- mannafélags Vestmannaeyjabæjar. Umsóknarfrestur er framlengdur til 26. sept. og ráðning er frá 1. okt. 2003 eða eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu-og menningarsviðs, í síma 488 2000. Umsóknum skal skila til: Framkvæmdastjóra Fræðslu- og menningarsviðs, Ráðhúsinu, 902 Vestmannaeyjar. Ferðaráðgjafi í Osló Fred Olsens gate 3B, 0152 Oslo, Norge Islandsferder AS er leiðandi fyrirtæki í Noregi í skipulagningu og sölu á ferðum til Íslands. Í dag erum við hress 9 manna hópur með skrifstofu í hjarta Oslóborgar. Við aukum við starfsemina og óskum eftir að ráða duglegan ferðaráðgjafa í dönsku söludeildina okkar með: • Reynslu eða menntun í ferðamálum • Söluhæfileika og þjónustulund • Reynslu af notkun AMADEUS og PC • Sjálfstæð og skipuleg vinnubrögð • Mjög góða munnlega og skriflega dönsku Í boði er lifandi og krefjandi framtíðarstarf. Góð laun í boði fyrir réttan starfsmann.Allar fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Upplýsingar veitir Sveinn Ingi Garðarsson eða Harpa Ósk Einarsdóttir í síma 0047-22 40 30 00. Vinsamlegast sendið skriflega umsókn til okkar sem allra fyrst. „Au pair" - Svíþjóð Óskum eftir barngóðri manneskju í vetur á sænskt-íslenskt heimili. Upplýsingar í síma 553 7671. Menntaskólinn Hraðbraut Kennarar og námsráðgjafi óskast til starfa MENNTASKÓLINN HRAÐBRAUT óskar að ráða kennara og námsráðgjafa til starfa. Um er að ræða hlutastörf við kennslu í fjölmörgum námsgreinum. Starf námsráðgjafa er einnig hlutastarf. Frekari upplýsingar eru á heimasíðu skólans, www.hradbraut.is . Áhugasamir sendi upplýsingar um menntun og starfsferil á netfangið: ohj@hradbraut.is . Með allar upplýsingar verður farið sem trúnað- armál og öllum umsóknum verður svarað. Raf- og iðnrekstrar- fræðingur leitar eftir framtíðarstarfi. Reynsla í raf- og lýsing- arhönnun, Autocad 2004, eftirliti, stjórnun, rekstri. Get unnið með stórum hópum og undir miklu álagi. Skoða allt. Get byrjað strax eða eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 896 4464. Hjólbarðadeild Heklu óskar eftir vönum mönnum, helst ekki yngri en 20 ára, til starfa á hjólbarðaverkstæði við Klettagarða 8—10. Um er að ræða framtíðar- og tímabundin störf. Upplýsingar veitir Hinrik Laxdal á staðnum, en ekki í síma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.