Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR           ( ) $  &*%                  ( ) +    $# ,                    ( ) &'  $ % !  &              ( ) -'  $ % !  &                                   !      !  " #   !      $  $  %  "% & "  ()       !* % + )   ! ,--.   "      /   %    &  !     !0 &   1    &    0    MEDCARE Flaga hefur opnað útibú í Þýskalandi. Þýski mark- aðurinn er sá næststærsti í sölu á vörum á heilbrigðissviði í heim- inum og þar með lausnum til svefn- rannsókna, eins og þeim sem Med- care Flaga þróar, framleiðir og selur, að því er segir í tilkynningu. Hjá Medcare Flögu starfa nú ell- efu manns í Þýskalandi. Starfsem- inni er stýrt frá München en félagið er með sölumenn í nokkrum helstu borgum landsins. Félagið seldi áður vörur sínar í gegnum dreifing- arfyrirtæki í Þýskalandi, en selur nú án milliliða. Síðastliðið ár hefur Medcare Flaga rekið eigin sölu og markaðsstarf í Bandaríkjunum, og hefur samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu náð verulegri sölu- aukningu þar í landi. Starfsfólkið í Þýskalandi kemur að mestu frá þeim aðilum sem áður sáu um dreif- ingu á vörum Medcare Flögu í Þýskalandi. Með opnun starfsstöðv- arinnar í Þýskalandi rekur félagið nú starfsemi í fjórum löndum: Ís- landi, Bandaríkjunum, Hollandi og Þýskalandi. Alls starfa um 130 manns hjá félaginu og þar af um helmingur utan Íslands. Medcare Flaga þróar, framleiðir og selur lausnir á sviði svefnrannsókna. Læknar, rannsóknarstofur og sjúkrahús nota lausnir frá félaginu til greininga á svefntruflunum, en algengastar þeirra eru svefnleysi og kæfisvefn. Svefntruflanir eru eitt alvarlegasta heilbrigðisvanda- mál nútímans en talið er að þær hrjái allt að einn af hverjum fimm einstaklingum. Medcare Flaga opnar skrifstofu í Þýskalandi Emblettu er hægt að tengja við lófa- tölvu, en slíkt getur flýtt fyrir greiningu á kæfisvefni. ÁBYRGÐ stjórnenda og endur- skoðenda fyrirtækja og afleiðingar af vanrækslu, mistökum og lög- brotum verða umfjöllunarefni há- degisverðarfundar Félags við- skipta- og hagfræðinga og Deloitte & Touche, sem haldinn verður í dag. Stefán Svavarsson, löggiltur endurskoðandi og dósent við Há- skóla Íslands, og Árni Harðarson, lögfræðingur hjá Deloitte & Touche, munu flytja erindi á fund- inum er varða þetta efni. Stefán mun fjalla um hlutverk og skyldur endurskoðenda og í annan stað um hræringar hér á landi og erlendis hvað varðar ábyrgð stjórnenda og hvar úrbóta er þörf. Árni mun hins vegar ræða um lög- bundið og ólögbundið hlutverk stjórnarmanna og framkvæmda- stjóra hlutafélaga og hvenær reyn- ir á ábyrgð stjórnarmanna, stjórn- enda eða undirmanna þeirra. Vinna fyrir hluthafa en ekki stjórn Stefán segir að það hafi sýnt sig að sumir stjórnarmenn hlutafélaga hér á landi haldi að endurskoðend- ur eigi fyrst og fremst að vinna fyr- ir stjórnirnar. Svo sé alls ekki, því með áritun endurskoðenda á árs- reikninga fyrirtækja séu þeir framar öllu að vinna fyrir hluthafa og fjármagnseigendur. Á þessu sé verulegur munur sem allir átti sig ekki á og það sé bagalegt. Umræða um þessi mál sé því þörf. „Víða erlendis er talað um vænt- ingabil, sem á ensku nefnist ex- pectation gap, þ.e. það bil sem er á milli þess sem endurskoðendur telja sig vera að gera og þess sem markaðurinn heldur að þeir séu að gera. Það er auðvitað bagalegt að skilningur manna á þessu sé mismunandi.“ Að sögn Stefáns mun hann í erindi sínu ræða nokkuð um þann misskilning að halda að í áritun endurskoðenda á ársreikning fyrirtæk- isins felist einhver um- sögn um skilvirkni eða markvirkni fram- kvæmdastjórnarinnar. Hann segir að í áritun endurskoðenda felist alls ekkert slíkt mat. Endurskoðendur geti verið þeirrar skoðunar að fyrirtæki sé í sjálfu sé ekki vel rekið án þess að það komi með nokkrum hætti fram í áritun þeirra. „Endurskoðandi er einungis um- sagnaraðili um þann kostnað sem raunverulega var stofnað til en hann trjáir sig ekki um það hvort hægt hefði verið að reka fyrirtækið á annan og skynsamlegri hátt. Endurskoðandinn er stundum ekki einu sinni dómbær á þessa þætti.“ Eftirlitsskylda stjórnar Stefán segir að samkvæmt lögum hafi stjórnir fyrirtækja ákveðna eftirlitsskyldu með þeim. Stjórnir sem telji að þær geti haldið því fram að þær hafi framfylgt þeim skyldum með því að fá endurskoð- endur til starfa fari villur vegar. Eftirlitsskyldur stjórna séu um- fram það sem endurskoðendum er ætlað að inna af hendi, enda eigi þær að vera í reglulegum sam- skiptum við fyrirtæk- in allt árið. Endur- skoðendur séu það ekki. „Við erum að sjá það gerast hér á landi, sem er eitt um- kvörtunarefnið í Bandaríkjunum um þessar mundir, að sami maðurinn er samtímis fram- kvæmdastjóri og stjórnarformaður fyrirtækis. Í fram- haldi af þeim uppá- komum sem þar hafa verið á undanförnum mánuðum eru menn að finna að þessu og vilja að stjórnin sé ekki inni í fyrirtækinu sjálfu. Þá höfum við einnig verið að sjá það hér á landi sem kallað er starfandi stjórnarformaður. Hann er þá nán- ast kominn hinum megin við borð- ið. Þegar stjórnarmenn eru komnir inn í fyrirtækin til starfa þar, og taka þátt í daglegum ákvörðunum, geta þeir illa skilið sig frá fram- kvæmdastjórninni og um leið verið eftirlitsaðilar, sem ætlað er að gæta hagsmuna hluthafanna.“ Stefán segir að hlutföllin á milli framkvæmdastjóra, stjórna og hluthafa fyrirtækja hafi verið að raskast og framkvæmdastjórnir hafi oft á tíðum orðið allt of ráð- andi. Í Bandaríkjunum sé verið að reyna að efla stjórnir fyrirtækja og samskipti þeirra við hluthafana. „Það hefur sýnt sig að umræða um þessi mál þar í landi er þörf og það á ekki síður við hér á landi,“ segir Stefán Svavarsson. Mismunandi hlut- verk stjórnenda og endurskoðenda Stefán Svavarsson dósent og Árni Harðarson lögfræðingur ræða um ábyrgð stjórnenda og endurskoðenda fyrirtækja á hádegisverð- arfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga og Deloitte & Touche Stefán Svavarsson SAMTÖK álkaupenda í Evrópu (FACE) þrýsta á um að 6 prósenta tollur sem ESB leggur á ál sem er flutt inn á Evrópska efnahagssvæðið (EES) verði felldur niður. Frakkar og fleiri þjóðir innan ESB hafa hins vegar staðið á móti niðurfellingu tollanna, að því er segir í frétt Reut- ers. Ísland er innan EES og fellur því innan tollveggjanna, þ.e. íslensk ál- ver þurfa ekki að greiða þennan toll af áli sem flutt er til annarra Evr- ópulanda. Verði tollarnir hins vegar felldir niður eru álver á Íslandi og annars staðar í heiminum í sömu stöðu gagnvart kaupendum á áli í Evrópu. Samkeppnisstaða álvera á Íslandi gagnvart álverum utan EES myndi þannig versna. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun innan ESB hvort tollurinn verður felldur niður eða honum haldið. Nú stendur fyrir dyrum samruni tveggja stórra álfyr- irtækja, hins franska Pechiney og bandaríska risans Alcan. Sá samruni er í frétt Reuters sagður skipta máli fyrir tollamálin þar sem hagsmuna- hópar, líkt og FACE, muni auka enn þrýsting á að fella niður tollinn ef þessi tvö fyrirtæki sitt hvorum meg- in Atlantshafsins renna saman í eitt. Að sögn Garðars Ingvarssonar hjá Fjárfestingarstofu iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar skýrist það ekki hvort tollinum verður hald- ið fyrr en ESB tekur ákvörðun um hvort athugasemdir verða gerðar við samrunann. Spurður um áhrif niðurfellingar á tollinum fyrir ís- lenskan áliðnað segir Garðar að auð- vitað myndi hún hafa einhver áhrif en hversu mikil sé ekki ljóst. Hann segir það þó vissulega koma sér vel að vera innan þessara tollaveggja. Að sögn Ragnars Guðmundssonar fjármálastjóra Norðuráls munu tekjur íslenskra og annarra evr- ópskra álvera minnka verði tollurinn felldur niður þar sem álverð muni lækka. Að öðru jöfnu geti það haft þau áhrif að erfiðara verði að fá fjár- festa hingað til lands til að festa fé í áliðnaði. Deilt um áltoll inn til Evrópu AFKOMA bresku fataverslana- keðjunnar Next á fyrri helmingi árs- ins var góð og í afkomutilkynningu samstæðunnar er sérstaklega vikið að góðu gengi íslensku verslunar- innar. Hagnaður eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins jókst um 12% frá sama tíma síðasta árs, nam ríflega 58 milljónum punda eða um 7,4 milljörðum íslenskra króna. Velta samstæðunnar var sem nemur um 140 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu sem er tæpum 19% meira en á fyrri helmingi ársins 2002. Í afkomutilkynningu Next fyrir fyrstu sex mánuðina er sérstaklega talað um íslensku verslunina, sem er staðsett í Kringlunni, sem dæmi um þær sem vel hafa gengið á erlendri grundu. „Sala jókst á öllum svæð- um. Samstarfsaðilar okkar í Japan opnuðu 10 verslanir með barnafatn- að og verslunin á Íslandi hefur farið mjög vel af stað,“ segir í tilkynning- unni. Next-verslunum fjölgaði um 20 milli ára. Í júlí í fyrra voru þær 332 en eru nú 352 talsins. Í tilkynningu Next segir að verslanirnar utan Bretlands hafi aukið sína veltu um 32% milli tímabila, sem er meira en veltuaukning samstæðunnar. Next fer vel af stað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.