Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 3
NFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 B 3 VILHJÁLMUR Bjarnason, hlut- hafi í Hf. Eimskipafélaginu, fer fram á það í bréfi til stjórnar Fjár- málaeftirlitsins (FME) að forstjóri þess, Páll Gunnar Pálsson, verði lýstur vanhæfur til að taka þátt í rannsókn á viðskiptum með bréf Eimskipafélagsins. Í bréfi Vilhjálms segir orðrétt: „Þess er farið á leit við stjórn Fjár- málaeftirlitsins, að Páll Gunnar Pálsson, fostrjóri Fjármálaeftirlits- ins, verði leystur undan störfum varðandi alla þætti rannsóknar á máli varðandi samninga um við- skipti með hlutabréf í Hf. Eim- skipafélagi Íslands dags. 18. sept. 2003 sbr. frétt á upplýsingavef Kauphallar Íslands hf. þann 22. sept. Ástæða þessarar beiðni er meint vanhæfi Páls Gunnars, sem hluthafa í Hf. Eimskipafélagi Ís- lands. Eignarhutur Páls Gunnars er að markaðsvirði amk. 15 milljónir kr. Að auki er Hákon Ólafsson, skoðunarmaður reikninga Hf. Eim- skipafélags Íslands, móðurbróðir Páls Gunnars. Beiðni þessi er grundvölluð á vanhæfisreglum stjórnsýslulaga.“ Í frétt sem FME sendi frá sér í kjölfar kröfu Vilhjálms um vanhæfi Páls Gunnars segir orðrétt: „Vegna frétta í fjölmiðlum um hugsanlegt vanhæfi Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, til meðferðar mála er varða viðskipti með hlutabréf í Eimskipafélagi Ís- lands hf. að undanförnu vill Fjár- málaeftirlitið taka fram eftirfarandi: Samkvæmt hæfisreglum sem gilda fyrir starfsmenn og stjórn- endur Fjármálaeftirlitsins taka þeir ekki þátt í meðferð máls er snerta verðbréf sem þeir eiga ef ætla má að niðurstaða málsins hafi veruleg áhrif á fjárhagslega eða persónu- lega hagsmuni viðkomandi eða draga megi óhlutdrægni þeirra í efa með réttu. Jafnframt gilda vanhæf- isreglur stjórnsýslulaga um starf- semi Fjármálaeftirlitsins. Fjármálaeftirlitið hefur viðvar- andi eftirlit með starfsemi við- skiptabanka og þeirra eigenda sem fara með virkan eignarhlut í þeim. Jafnframt hefur Fjármálaeftirlitið afmörkuðum eftirlitsskyldum að gegna er varða önnur félög skráð í kauphöll. Forstjóri Fjármálaeftir- litsins mun lýsa sig vanhæfan til ákvörðunartöku um eftirlit og til meðferðar mála eigi framangreind- ar vanhæfisástæður við. Jafnframt mun stjórn Fjármálaeftirlitsins fjalla um hugsanlegar vanhæfis- ástæður. Komi til þess að forstjóri Fjár- málaeftirlitsins teljist vanhæfur til meðferðar máls mun Stefán Svav- arsson, stjórnarformaður, taka sæti forstjóra í viðkomandi máli.“ Farið fram á vanhæfi PÁLL GUNNAR Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur ekki tíma- bært að taka afstöðu til þess í hvaða tilfellum hann kynni að teljast vanhæfur í málum sem þessu tengjast, enda snúi að- koma Fjármála- eftirlitsins að reglubundnu eftirliti með eft- irlitsskyldum aðilum og eig- endum þeirra. „Vanhæfisástæður kynnu að eiga við í tilteknum málum er varða þessa aðila en öðrum ekki.“ Að sögn Páls Gunnars verður tím- inn að leiða í ljós hvort hann telst vanhæfur í einhverju þeirra mála sem eru til umræðu. „Við höfum tek- ið það mjög alvarlega að meðferð á málum sem þessum sé í sem bestu lagi. Menn þurfa þess vegna ekki að hafa áhyggjur af því að Fjármálaeft- irlitið fylgi ekki eðlilegum sjón- armiðum. Stjórnin hefur það hlut- verk að fylgjast með starfsemi eftirlitsins og mun ræða þetta reglu- lega og á þeim tíma sem þykir ástæða til,“ segir Páll Gunnar. Inntur eftir því hvort hann telji ekki óeðlilegt að forstjóri eftirlits- stofnunar eigi hlut í félagi eins og Eimskipafélaginu segist hann ekki telja svo vera. „Nei, það er ekki óeðlilegt svo fremi sem reglum er fylgt. Það eru mjög fastar reglur um viðskipti þeirra sem hér starfa. Í fyrsta lagi eru takmarkanir á því í hvaða félögum starfsmenn geta átt hlut. Í öðru lagi eru strangar reglur um hvernig viðskipti starfsmanna með verðbréf eiga að fara fram, meðal annars til þess að tryggja að viðkomandi starfsmaður búi ekki yfir trúnaðarupplýsingum þegar hann á viðskipti. Í þriðja lagi eru fastmót- aðar vanhæfisreglur í þeim tilvikum þegar viðkomandi hefur einhverra hagsmuna að gæta. Hvort ég telst vanhæfur í þessu máli eða ekki mun koma til skoðunar. Stjórn Fjármála- eftirlitsins tekur á hugsanlegum vanhæfisástæðum eftir fyrirfram ákveðnu ferli,“ segir Páll Gunnar. Ekki tímabært að taka afstöðu Páll Gunnar Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.