Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 B 11 NFRÉTTIR 9.980 kr. Kynntu flér nánar kosti og tilbo› ISDN. 800 7000 N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 0 2 9 1 í 800 7000 e›a verslunum Símans. 150 FRÍMÍNÚTUR Í HVERJUM M ÁNU‹I Nú er máli› a› fá sér heimilissíma flví fla› er 50% afsláttur af stofngjaldi. DORO 5035 flrá›laus sími Tilbo› á fleiri heimilissímum í verslunum Símans. Heimilissími • 50% afsláttur af stofngjaldi. • 150 frímínútur í hverjum mánu›i flegar hringt er í heimilissíma hjá Símanum. • fiín hringing frí til áramóta. • Frítt talhólf til áramóta. Sæktu um síma fyrir 25. september á kvöldin og um helgar til áramóta  Ágúst H. Leósson tók við stöðu fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs af Kevin Smith 1. september síðastliðinn. Ágúst H. Leósson er viðskiptafræðingur af endurskoð- unarsviði frá Há- skóla Íslands. Hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs Delta frá árinu 2000. Ágúst starfaði áður hjá Deloitte & Touche endurskoðun og Haraldi Böðvarssyni hf. Hann er í sambúð með Sigrúnu Ellertsdóttir lyfjafræðingi hjá Delta og eiga þau einn son.  Aidan Kavanagh tók við stöðu fram- kvæmdastjóra rekstrarsviðs Pharmaco 1. september síðast- liðinn í stað Jóns Bergssonar. Aidan Kavanagh er verkfræðingur með umfangsmikla reynslu úr lyfjaiðn- aðinum og hefur starfað sem ráðgjafi hjá Pharmaco um nokkurt skeið og komið að ýmsum verkefnum hjá dótturfélögum félagsins í Serbíu og í Búlgaríu. Hann er kvæntur Ter- esu Kavanagh húsmóðir og eiga þau þrjú börn.  Þór Kristjánsson hóf störf hjá Pharma- co 1. júní 2003 og tók þá við stöðu að- stoðarmanns for- stjóra. Þór Kristjánsson er við- skiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur undanfarin 14 ár starfað við fjár- málastjórnun og önnur stjórn- unarstörf og ráðgjöf bæði á Íslandi og er- lendis. Þór hefur víð- tæka reynslu af störfum erlendis og hefur m.a. starfað í Rússlandi, Suður-Afríku og víðar. Hann er kvæntur Birnu Jónu Jó- hannsdóttur kennara og eiga þau þrjú börn. Nýir í fram- kvæmdastjórn Pharmaco  Hörður Þórhallsson er fram- kvæmdastjóri Delta. Hann útskrifaðist með mastersgráðu í hagverkfræði frá há- skólanum í Karls- ruhe árið 1996. Hörður hefur verið framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Delta frá árinu 2000 og jafnframt gegnt stöðu aðstoðarfor- stjóra síðastliðið ár. Hörður starfaði áður sem rekstrarráðgjafi hjá VSÓ ráðgjöf á ár- unum 1996–2000. Hann er kvæntur Írisi Önnu Karlsdóttur, landakortafræðingi, og eiga þau tvo syni. Hörður tekur við stöð- unni af Róberti Wessman sem gegndi henni samhliða starfi sínu sem forstjóri Pharmaco.  Margrét Vilhelmsdóttir er nýr sviðs- stjóri gæðasviðs. Margrét er lyfjafræð- ingur, fædd árið 1969 og hóf störf hjá Delta í maí 1994. Fyrst sem starfs- maður á rannsókn- arstofu og síðar tók hún við starfi deild- arstjóra mælideildar og starfaði við það frá 1996–2003. Margrét er gift Hauki Eiríkssyni, tölvu- og upplýsingatækni- fræðingi, og eiga þau einn son.  Harpa Leifsdóttir er nýr sviðsstjóri markaðssviðs. Harpa er lyfjafræðingur, fædd árið 1970 og hefur starfað hjá Delta frá ársbyrjun 2001, nú síðast sem deildarstjóri markaðsdeildar. Á árunum 1996 til 1999 starfaði hún í apóteki Landspít- alans Háskóla- sjúkrahúss. Harpa er gift Hrafni Hauks- syni viðskiptafræðingi og eiga þau tvær dætur.  Helga Guðlaugsdóttir er nýr sviðsstjóri innkaupasviðs. Helga er viðskiptafræð- ingur ásamt því að hafa lokið MA prófi í alþjóðaviðskiptum. Hún er fædd árið 1966 og hóf störf hjá Delta árið 1993, fyrst sem fjár- málastjóri fyrirtæk- isins til loka ársins 1999 en hefur frá árinu 2000 gengt stöðu deildarstjóra innkaupadeildar. Helga er gift Guðmundi Ásmundssyni, iðn- aðar- og kerfisverkfræðingi og eiga þau eina dóttur.  Jón Áki Leifsson er nýr sviðsstjóri áætl- anasviðs. Jón Áki hefur meistarapróf í efnaverkfræði frá Háskólanum í Karls- ruhe og er fæddur 1966. Hann hefur starfað hjá Delta frá árinu 2000, fyrst sem verksmiðju- stjóri í Borgartúni 6 og frá árinu 2001 sem deildarstjóri framleiðslustýr- ingar. Jón Áki starfaði áður hjá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins á árunum 1995–1997 og hjá VSÓ Ráðgjöf 1997– 2000. Jón Áki er í sambúð með Sigríði Ingu Sigurðardóttur blaðamanni og eiga þau eina dóttur.  Tryggvi Þorvaldsson er nýr sviðsstjóri framleiðslusviðs. Hann er lyfjafræð- ingur, fæddur árið 1969. Tryggvi hóf störf hjá Omega Farma árið 1996, fyrst við framleiðslu og þróun lyfja en síð- ar sem framleiðslu- stjóri. Undanfarið ár hefur hann gegnt stöðu framleiðslu- stjóra hjá Delta. Tryggvi er kvæntur Unni Gylfadóttur, uppeldisfræðingi, og eiga þau 3 börn.  Sigríður Björnsdóttir sem verið hefur deildarstjóri starfsþróunar- deildar undanfarin tvö ár mun taka sæti í fram- kvæmdastjórn. Um leið verður breyting á skipulagi þannig að starfsmannasvið verður sjálfstæð ein- ing sem heyrir beint undir fram- kvæmdastjóra. Sigríður er lyfjafræðingur að mennt og stundaði síðan mastersnám í stjórnun og stefnumótun við Háskóla Íslands á ár- unum 1999–2001. Hún starfaði áður í Lyfjaverslun Íslands og var gæðastjóri Omega Farma á árunum 1991–1998. Sig- ríður er gift Val Ragnarssyni aðstoð- arframkvæmdarstjóra Medis ehf. og eiga þau tvær dætur.  Ingunn Svala Leifsdóttir er nýr sviðsstjóri fjár- málasviðs. Ingunn Svala er fædd árið 1976. Hún lagði stund á við- skiptafræði við Há- skóla Íslands og út- skrifaðist með BSc-gráðu árið 1999 og Cand Oecon-gráðu af endurskoðunarsviði árið 2001. Hún hóf störf hjá Delta árið 2001 sem aðstoðarmaður fjármálastjóra og tók við starfi deildarstjóra hagdeildar og fjár- reiða haustið 2001. Ingunn Svala er í sambúð með Einari Gunnari Sigurðssyni framkvæmdastjóra og eiga þau einn son saman og fyrir á Einar einn son.  Björn Aðal- steinsson tekur við nýrri stöðu svæð- isstjóra markaðs- sviðs fyrir Norður- Evrópu. Björn er fæddur 1963 og er hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann hefur und- anfarin 3 ár gegnt stöðu markaðs- stjóra Delta auk starfa tengdum viðskiptaþróun hjá Pharmaco. Björn gegndi starfi markaðs- stjóra hjá Novartis á Íslandi áður en hann hóf störf hjá Delta. Björn er kvæntur Björk Hreinsdóttur og eiga þau 3 börn. Breytingar hjá Delta og Pharmaco Tískuvöruverslun Laugavegi 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.