Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 1
KVENLEIKI hátískunnar var allsráð- andi á 55. Emmy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í upphafi vikunnar. Lang- flestar leikkvenna völdu tignarlega síð- kjóla og stórir eða síðir eyrnalokkar voru mjög áberandi. Ljósir litir voru afgerandi valkostur og margar sætar í daufbleiku, ferskju- litu og kampavínshvítu. Sarah Jessica Parker, aðalleikkona Beðmála í borg- inni, var til að mynda í ljósbleikum og freyðandi Chanel samkvæmiskjól og Marg Helgenberger (CSI) í borðalögð- um Donnu Karan satínkjól með bleikum tóni. Mildir litir og kvenlegar útlínur voru í fyrirrúmi, en með undantekningum þó. Allison Janney (Vesturálman) var glæsileg í hindberjableiku, sem spáð er að verði mikill tískulitur innan tíðar. Hin þokkafulla Helen Mirren valdi mynstraðan kjól frá Badgley Mischka með málmáferð og Debra Messing úr Will og Grace kaus koparlitan kjól frá Elie Saab sem undirstrikaði hárið. Rauðbrúnar, götóttar, bláar Beðmálsdömurnar Cynthia Nixon og Kim Cattrall sneiddu hjá draumkennda stílnum, völdu þess í stað þokkafyllri flíkur. Leðurkjóll Nixon var með rauð- brúnu, hlýralausu korseletti og samlitu belti frá Halston. En Cattrall, sem mun hafa viðurkennt að vera í megrun alla daga ársins, klæddist Armani síðkjól alsettum kristöllum og með götum á hliðunum. Vinirnir Jennifer Aniston og Courtney Cox voru glæsilegar í bláu, Aniston í dökkbláum stuttum hanastélskjól frá Halston og Cox í ljósbláum Carolina Herrera síðkjól með svörtum borðum. Naumhyggja er ekki lykilorðið þegar kemur að djásnum hinna ríku og frægu (bleikur trúlofunarhringur Jennifer Lopez mun til að mynda hafa kostað hálf- an milljarð króna), en magn demanta, eðalsteina og góðmálma í eyrnalokkum leikkvenna þykir samt sem áður hafa náð nýju hámarki á þessari Emmy- verðlaunahátíð. Kristen Davis, Charlotte í Beðmálum, var til að mynda í berjalitum sam- kvæmiskjól frá Ralph Lauren og með stóra eyrnalokka í stíl. Annað og enn betra dæmi er Jane Kaczmarek („mamma“ Malcolms „í miðjunni“) var í lát- lausum, svörtum, hlýralausum kjól en með eyrnalokka á stærð við kristals- ljósakrónur. Annað nýnæmi í skarti var stórir hanastélshringir á hægri hendi, sem voru áberandi á sýningarpöllum á síðustu tískuviku í New York. Margföld armbönd, bæði á úlnliðum og ökklum, gerðu líka sitt til þess að ýta undir mikilfengleikann. Nokkur vesti og húfa Svo nokkur dæmi séu tekin af herratískunni leyfði Matthew Broderick, eig- inmaður Söruh Jessicu Parker, konunni að eiga sviðsljósið en valdi bindi í sama lit og kjóllinn hennar. Grínistinn Jon Stewart var með glysmeira glit- bindi í svörtu og Kiefer Sutherland (24) og George Lopez í samnefndum þætti voru báðir í vestum undir jökkunum. Helsti brautryðjandi í karltískunni var hins vegar Joe Pantoliano, sem var í vesti eins og hinir en líka með húfu og vann verðlaun, þótt ekki væri fyrir klæðaburð. Stjörnublær Að lokum. Þeir sem vilja setja á sig örlítinn stjörnublæ fyrir kvöldið mega hafa eftirfarandi í huga: Litaval Veljið liti sem hæfa litarhafti, hvort sem þeir eru ljósir og látlausir eða æpandi skærir. Fellingar og sjöl yfir brjóstið, í mittið eða jafnvel yfir pilsið ljá kjólnum gyðjulegt yfirbragð. Eðlilegt hár Sleppið stífri uppgreiðslu, veljið í staðinn mjúka liði eða lauslega uppsett hár. Axlasíðir lokkar fara vel með einföldum kjól en passa langbest við hlýra- lausan. Debra Messing var í hlýralausum kjól með málmáferð, sem og Helen Mirren sem hefur engu gleymt. Marg Helgenberger var í fisléttum kjól með bleikum tóni og borðum. Jane Kaczmarek var með eyrnalokka á stærð við ljósakrónur og Patricia Heaton var ekki með miklu minni lokka. Fulltrúi karla, Joe Pantoliano, var í vesti eins og margir herrar og mætti líka með húfu. „Njósnaramamman“ Lena Olin og Jennifer Garner gætu allt eins verið á leið upp að altarinu. Jennifer Aniston ákvað að vera í Halston-hanastélskjól frá fyrri tíð. Kristin Davis mætti í hlýralausum Ralph Lauren-kjól og bar stóra og síða eyrnalokka í sama lit. Mildar og kvenlegar með stóra lokka Allison Janney kaus að vera í síð- kjól í hindberjaskærbleiku sem veðjað er á sem næsta tískulit. Nixon í hlýralausum leðurkjól. Sarah Jessica Parker þótti ein best klædda kon- an á Emmy- hátíðinni.  TÍ S K A LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 AP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.