Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 7
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 B 7 Sólhattur FRÁ Fyrir heilsuna H á g æ ð a fra m le ið sla Nr. 1 í Ameríku húmor. „En burtséð frá skólastráks- legri karlrembu eru þær öllu Evr- ópuþinginu til vansæmdar og til þess eins fallnar að láta fólk halda að við höfum ekkert að gera hérna.“ Iðrast einskis Tveir syndaselanna, Martin Call- anan og Chris Heaton-Harris, sýndu þó engin merki iðrunar. Sá síð- arnefndi gerðist jafnvel svo djarfur að leggja til að keppnin yrði end- urtekin og vinur eða sambýlismaður Mary Honeyballs tilnefndur sem vinningshafi. Sumir þingmenn Verkamanna- flokksins á Evrópuþinginu voru þó ekki vitund hneykslaðir. „Mynd- irnar eru kjánalegar, en íhaldsmenn ættu að hafa meira pólitískt vit en svo að sýna þær á stað eins og Evr- ópuþinginu þar sem pólitískur rétt- trúnaður er í hávegum hafður,“ sagði einn þeirra, sem hló dátt þeg- ar Callanan sýndi honum mynd- irnar. börnin verði sjálfstæðari af mikilli fjarveru foreldra, segja að ástandið batni þegar börnin verða stærri o.s.frv. Hún varð vör við að fólki hætti til að stressa sig einn daginn til að reyna að græða eða spara tíma þann næsta, en það leiðir ekki til meiri tíma seinna, þannig að álagið er ekki tímabundið heldur viðvar- andi. Guðrún segir að það hafi ekki komið henni á óvart að foreldrar segist ekki þjást af samviskubiti, heldur bendi á að börnin verði sjálf- stæðari við fjarvistir foreldra. „Ég skildi hvað verið var að meina. Markmið allra foreldra er að gera börnin sín sjálfstæð og það gerist með því að breikka bilið smátt og smátt. En ég velti því fyrir mér hvort þetta væri meira í orði en á borði. Fólk verður hreinlega að sætta sig við ástandið vegna vinn- unnar. Þetta er ein af leiðunum til að fá frið til að vinna. Svo liggur okkur líka svo á að krakkarnir verði full- orðnir og sjálfstæðir, því það léttir á okkur,“ segir Guðrún. Karlkyns 38 ára viðskiptafræðing- ur lýsir þessu svo: „Auðvitað er mað- ur sjálfsagt ekki nógu mikið með börnunum sínum. Allir hafa nóg að gera. Ég í vinnunni og konan í vinnunni og oft er maður þreyttur þegar maður kemur heim og svo eru þau [börnin] í skólanum og svo eru þau í íþróttum og ýmsu og svo vilja þau auðvitað vera með sínum vinum. Ég meina er þetta ekki bara svona …?“ Í ritgerðinni kemur einnig fram að foreldrar hugsa þetta mest út frá sjálfum sér en minna út frá börn- unum. „Það minnir aftur á sam- viskubitið. Við skipuleggjum tímann út frá okkur og viljum auðvitað að barninu sé sinnt og það sé öruggt. En við finnum bara okkar leið til að þetta passi allt við vinnuna.“ Viðmælendur Guðrúnar höfðu líka tilhneigingu til að halda að allt myndi lagast eftir nokkur ár og það er ein af þessum leiðum sem fólk fer til að halda sér gangandi, að mati Guðrúnar. „Auðvitað lagast þetta einhvern tímann þegar börnin verða fullorðin en það getur verið svolítið langt í það. Það getur verið í lagi í einhvern tíma en það er ekki nógu gott að hafa öll uppvaxtarár barna sinna í þessum farvegi. Ég er ekki sammála því þegar fólk ypptir öxl- um, er aðframkomið í lok dags og segir að þetta sé svona hjá öllum. Það er ekki þar með sagt að sá hinn sami eigi að fara að gera eitthvað aleinn en mér finnst sjálfsagt að fólk staldri við og endurskoði hlutina, láti í sér heyra og velti upp hugmyndum. En það má ekki líta svo á að fyr- irtækin séu svo vond eða foreldrar svo slæmir. Þetta er bara hraðinn, breytingarnar og kröfurnar í þjóð- félaginu. En það má bara ekki bíða þangað til barnið flytur að heiman, maður sjálfur dauðuppgefinn og horfir á eftir öllum árunum sem maður hefur varla hitt börnin sín. Það eiga líklega margir eftir að upp- lifa að líta til baka og óska þess að hlutirnir hefðu verið í meira jafn- vægi,“ segir Guðrún hugsi. Stytting vinnuvikunnar „Auk viðhorfsbreytingar er það niðurstaða höfundar að ein leið til að losa foreldra úr tímasnörunni væri stytting vinnuvikunnar. Þá gæfist meiri tími með fjölskyldunni, útgjöld heimila vegna aðkeyptrar þjónustu myndu minnka og útkoman gæti verið enn betri starfskraftur,“ segir í ritgerðinni. Guðrún segir að hið gullna jafn- vægi á milli starfs og einkalífs sé vissulega vandfundið en grunnurinn að öllu saman sé fjárhagslegt öryggi. „En það er áhyggjuefni þegar minna er um störf, fólk situr fastar og starfsöryggið er minna,“ segir hún. „Ég fann það greinilega hjá starfsmannastjórunum sem ég talaði við að það er mikil krafa um árang- ursríkt starf,“ segir Guðrún. Starfs- menn þurfa ekki endilega að vera í vinnunni á ákveðnu tímabili, heldur er það undir þeim sjálfum komið að sýna árangur. „Þetta getur orðið meira álag á ein- staklinginn og aukin krafa um að standa sig. Það er ekki svo auðvelt að ákveða að hætta að taka þátt í þessu. Sumir geta það en aðrir ekki. Það þyrfti einhverja vitund- arvakningu og meðvitund um þessi mál inni í fyrirtækjunum, því maður gerir ekkert einn,“ seg- ir Guðrún sem komst sem sagt að þeirri niðurstöðu að fólk svarar spurningunni um hvort það vilji stytta vinnudag- inn neitandi þegar það hugsar út frá sjálfu sér en það myndi svara öðru- vísi ef þetta væri viðurkennd stefna. Framleiðni jókst við minni vinnu Í bókinni The Time Bind leggur Arlie Russel Hochschild til að fólk verði sér meðvitandi um ástandið og safnist saman í það sem hún vonast til að verði tímahreyfing, á sama hátt og umhverfisverndarhreyfingar eða kvennahreyfingar hafa myndast. „Við viljum tíma okkar aftur,“ sagði Hochschild í viðtali. Hún benti á að forstjóri bandarísks fyrirtækis hefði staðið frammi fyrir því að þurfa að segja upp 10% starfsmanna. Hann bar undir starfsfólkið hvort það vildi frekar að allir slepptu því að vinna eftir hádegi á föstudögum og lækk- uðu í launum sem því næmi og starfsfólkið játaði því. Í ljós kom að framleiðni jókst og þegar starfsfólk- inu var aftur boðin vinna og kaup á föstudagseftirmiðdögum, hafnaði það því. Guðrún er sammála því að rannsóknir af þessu tagi þurfi að kynna fyrir íslenskum fyrirtækjum. Eftirsóknarvert að vera í vinnunni Rannsókn Guðrúnar leiddi í ljós að fólki fannst vinnustaðurinn oft eftirsóknarverðari en heimilið. „Það eru meiri persónuleg átök inni á heimilinu og þau hljóta að vera erf- iðari en það sem gerist í vinnunni. Það getur verið meira slítandi að eiga við börnin og sinna leiðinlegum heimilisstörfum en að vera í skap- andi umhverfi vinnunnar,“ segir Guðrún. „Einn starfsmannastjóranna tal- aði um að álagið væri svo mikið að fólk þyrfti að fá útrás í vinnunni fyr- ir persónulega vanlíðan sína sem skapaðist af togstreitu heima fyrir.“ Fólk virðist vanta tilfinningalegan stuðning heima fyrir þar sem allt gengur út á að spara tíma. Þessu bjóst Guðrún ekki við, en raunin er sú að margir starfsmannastjórar eru komnir í hlutverk sálusorgara. „Mér fannst athyglisvert að fyr- irtæki eru í vaxandi mæli farin að huga að því að hlúa að heilsu starfs- fólksins. Stjórnendur fyrirtækja hugsa um þetta og hafa örugglega áhyggjur af þessu,“ segir Guðrún. Nám með vinnu vel markaðssett Skilin á milli heimilis og vinnu hafa orðið æ ógreinilegri vegna þess að starfsmenn fá tölvutengingu heim til sín og hafa sveigjanlegan vinnu- tíma. Guðrún er þeirrar skoðunar að fólki líði betur í vinnunni ef það hafi þennan sveigjanlega vinnutíma og stefna fyrirtækisins er fjölskyldu- væn. „Fólk kann að meta sveigjan- leikann þó það noti hann kannski ekki endilega á hverjum degi. Ég tók líka eftir því að það eru sumir sem treysta sér ekki til að fá heima- tengingu því það krefst aga og getur orðið hrein viðbót við vinnuna. Fólki finnst það líka skyldugt til að nota tölvuna heima, ef fyrirtækið hefur kostað einhverju til vegna heima- tengingar, en slekkur síður á tölv- unni og spjallar við krakkana í stað- inn.“ Einn starfsmannastjórinn telur nám með vinnu afar álagsvaldandi og finnst skólunum hafa tekist ætl- unarverk sitt með mikilli markaðs- setningu. Fólk virðist hugsa sem svo: „Ef allir eru að gera þetta, hlýt ég að geta það líka.“ Þessi ummæli eiga ekki bara við um nám með starfi, heldur er þarna kannski kom- in útskýring á tímasnörunni í hnot- skurn. Teikning/Andrés Nú á dögum. Nútímafjölskyldan reynir að spara tíma en er alltaf í tímahraki. Afleiðingin er viðvarandi álag og togstreita sem fólk fær útrás fyrir hjá starfsmannastjóranum í vinnunni en ekki heima. Morgunblaðið/Ásdís Guðrún Hannesdóttir: „Það eiga líklega margir eftir að upplifa að líta til baka og óska þess að hlutirnir hefðu verið í meira jafnvægi.“ TENGLAR ..................................................... www.hgj.is steingerdur@mbl.is  Fimm daga vikunnar er stress og álag og helst allt viðhaldsfrítt og að- keypt. Um helgarnar á meira að gerast, það á að elda góðan mat og gera alla hluti.  Það getur verið meira slítandi að eiga við börnin og sinna leiðinlegum heimilisstörfum en að vera í skapandi umhverfi vinnunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.