Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 8
eldil i skalsótt út hreinsa T VÆR villtar kanínur vappa um á hlaðinu fyrir framan húsið. Innan- dyra er önnur, sem hús- ráðendur, þeir Nonni og Heiðar, hafa tekið í fóstur. Hún heit- ir Fína-kanína og hleypur í felur þegar menn nálgast enda segja fóstrar hennar að kanínur séu tákn hræðslunnar. Heiðar fer út til að undirbúa upp- hitun á steinunum, sem nota á við at- höfina, og hann notar tækifærið til að gefa hröfnunum, sem eru flögr- andi þarna álengdar, í leiðinni. „Það er eins gott að hafa þá góða, þeir eru tákn töfranna,“ segir hann. Á meðan skoðar greinarhöfundur listaverk eftir Nonna, sem hanga á veggjum og eru í hillum um allt hús. Húsið er litskrúðugt, bæði að utan og innan, og ekki laust við að gömul fortíð- arþrá geri vart við sig í brjóstinu. Þetta er notaleg tilfinning og engu líkara en að einhvers konar dulmagn hvíli yfir staðnum. Það lofar vissu- lega góðu. Að endurnýja lífskraftinn Fólkið, sem ætlar að taka þátt í athöfninni, er komið á staðinn. Þetta er fólk úr ýmsum áttum og á mis- jöfnum aldri, konur í miklum meiri- hluta. Allir eru þó komnir með sama markmið í huga, að endurfæðast í einskonar skála, sem gerður er úr svörtum dúk, sem strengdur er yfir trégrind. Nonni og Heiðar, sem leiða athöfnina, kalla það svettið og líkja því við móðurkvið. Þar eiga menn að endurfæðast og koma svo út eftir stundar hreinsun, nýir og endur- nærðir menn. Raunar tekur athöfnin öll lengri tíma, hátt í sex klukku- stundir, ef sameiginleg afslöppun á eftir svettið er talin með. Í byrjun safnast allir saman í kringum eldinn þar sem steinarnir eru hitaðir. Þátttakendur gefa upp nafn og númer og út frá því er fundið út hvaða lit hver og einn tilheyrir og útdeilt gleraugum í samsvarandi lit. Menn fá tóbakssalla í vinstri hönd og byrja á því að „tengja sig höf- uðáttunum og móður jörð og föður himni“, og kalla á blessun vættanna, sem fylgja höfuðáttunum fjórum, ásamt himni og jörð og kasta síðan tóbakinu á eldinn. Tóbakið þjónar þeim tilgangi að hreinsa hugann og er fæða fyrir andana. Allt er þetta samkvæmt sérstöku ritúali, sem þeir Nonni og Heiðar lærðu af indíána, Somp Noh Noh, sem kom hingað til lands fyrir nokkrum árum til að út- breiða þessa fornu athöfn, sem indí- ánar hafa varðveitt í gegnum ald- irnar. „Nafn hans merkir „Skýja- maðurinn“ og hann hafði fengið leyfi ættbálks síns til að miðla þekking- unni,“ segja þeir. „Þetta er ævaforn athöfn, sem tíðkaðist í flestum samfélögum fyrir tæpum 4000 árum, en gleymdist svo nema hjá ættbálkum indíána,“ segir Nonni. Heiðar fer með textann sem hafinn er yfir við tengingu áttanna og himins og jarðar og minnir þetta um margt á trúarathöfn, enda segja þeir að þetta sé „helg athöfn“, þótt hún tengist ekki neinum sérstökum trúar- brögðum. Í fornum heilræð- um segir að „með eldi skal sótt út hreinsa“ og sá er ein- mitt tilgangurinn með svettinu. „Ís- lendingar stunduðu þetta til forna og þegar talað var um að menn legðust undir feld þá hefur það líklega verið einskonar svett. Menn notuðu bara dýraskinn í þá daga,“ segja Heiðar og Nonni og bæta svo við að vitna megi í Hávamál til að útskýra út á kvað svettið gengur: ...hvar er þú öl drekkir, kjós þú þér jarðar megin, því jörðin tekur við öldri, en eldur við sóttum, eik við abbindi, ax við fjölkynngi, höll við hýrógi, – heiftum skal mána kveðja, – beiti við vitsóttum, en við bölvi rúnar, fold skal við flóði taka. „En tilgangurinn með athöfninni er að endurnýja lífskraftinn og hreinsa hug og líkama, losa sig við ryðið í líkamanum og huganum. Við erum líka að fara í svettið til að ná sambandi við forfeður okkar, því án verndar forfeðranna getum við ekki verið.“ Dansað með trukki og dýfu Að lokinni tengingunni við áttirn- ar og jörð og himin er safnast saman inni í húsinu, í stóru herbergi með blikkandi ljósum, sem minnir einna helst á lítið diskótek, sem greinar- höfundur kom stundum á í Lund- únum á ofanverðum sjöunda ára- tugnum. Samlíkingin er heldur ekki út í hött því nú á að fara að dansa. Það er gert til að losa um hömlur og í fyrstu er maður óneitanlega dálítið heftur í dansinum, enda segir gamall lat- neskur máls- háttur, og hafður er eft- ir sjálfum Júlíusi Sesar: Nemo saltat sobrius nisi forte insanit, sem þýðir: Enginn dansar ófullur. Á þriðja lag- inu er þó aðeins farið að losna um hömlurnar og þegar maður sér hvað allir hinir eru óheftir og frjálslegir er ekki um annað að ræða en að hella sér úr í dansinn með trukki og dýfu, og áður en yfir lýkur er manni bara farið að þykja þetta fjári gam- an. Þetta er líka góður og samstilltur hópur og engin ástæða til að vera feiminn. Fólki er reyndar frjálst að taka þátt í dansinum eða ekki, en þeir fé- lagar leggja áherslu á að dansinn sé mikilvægur til að losa sig við höml- urnar og verða um leið móttækilegri fyrir því sem koma skal inni í sjálfu svettinu. Í samband við móður jörð Nú er komið að hápunkti athafn- arinnar, sjálfu svettinu. Liðið heldur í halarófu niður brekkuna og að svitaskálanum, sem getur rúmað allt að tuttugu manns. Í miðju skálans hefur glóandi steinunum verið kom- ið fyrir og orðið býsna heitt þar inni. Menn ganga sólarsinnis, eða rétt- sælis, inn í svettið og aftur út úr því að lokinni athöfninni og þá einnig sólarsinnis í kringum „altari“ þar fyrir framan, sem gert er úr torfi. Svettið sjálft, það er athöfnin, er í fjórum þáttum og opnað út á milli, en ekki er æskilegt að menn fari út á milli. Það getur truflað ferlið og dregið úr áhrifamætti endurfæðing- arinnar. Þeir Heiðar og Nonni útskýra fyr- ir þátttakendum að nú séu menn að fara „inn í móðurkvið jarðar til að endurfæðast“, eins og þeir orða það. „Það sem heillar fólk mest er þetta yndislega samband sem það fær við móður jörð í athöfninni,“ segir Nonni „Ef menn finna til innilokunar- kenndar eiga þeir að beita þolin- mæði og halda áfram til að ná henni úr sér,“ segir Heiðar. „Ekki að rjúka út heldur reyna að yfirstíga innilok- unarkenndina, sé hún fyrir hendi. Maður verður að leyfa þessu gamla að deyja og losa sig við þá orku sem ekki vinnur með manni, “ segir hann ennfremur. „Maður er hérna inni til að finna, ekki leita, og maður á ekki að pæla í því hvort manni líði vel eða illa heldur nota þrjóskuna til góðs og losa sig við allt það óæskilega sem maður vill losna við, bæði úr líkam- anum og sálinni,“ bætir Nonni við. Þegar farið er inn í svettið beygja menn sig í hnjánum til að sýna auð- mýkt og að allir séu jafnir þar inni. Þar inni er kolniðamyrkur, eins og gefur að skilja, nema að steinarnir glóa í miðjum skálanum. Heiðar og Nonni segja reynar að það sé ekki myrkur hérna inni heldur „skortur á ljósi“ og þeir bæta því við að fólk hafi stundum séð liti inni í svettinu og ýmsar sýnir, en það er önnur saga. „Við erum ekki komin hingað inn til að dæma, heldur til að finna. Við segjum ekki að eitthvað sé gott eða vont. Við bara finnum það sem við upplifum og það bara kemur upp það sem á að gerast. Fólk er ekki látið fara í gegnum meira en það getur,“ segja þeir Heiðar og Nonni við upp- haf athafnarinnar. Fyrsta athöfnin er að hreinsa hugann og losa sig við gamlar hugs- anir sem ef til vill hafa verið að bögglast eitthvað fyrir brjóstinu. Í annarri lotu er líkaminn hreinsaður og ef menn eiga við líkamlega kvilla að stríða getur sú umferð verið erfið. Í þriðju umferð er lögð áhersla á bænina, að tengjast forfeðrum og formæðrum og biðja fyrir ástvinum. Í fjórðu umferð er farið í gegnum allt aftur og með því er athöfnin bundin saman. Á meðan á þessu öllu stendur eru kyrjaðir söngvar á tor- kennilegu tungumáli, sem er víst úr mállýsku indíána. Þótt maður hafi aldrei heyrt söngvana og skilji ekki textana er maður tiltölulega fljótur að læra þá, og allir viðstaddir kyrja hástöfum með. Þetta er vissulega af- slappandi og gefur athöfninni aukið gildi. Það er viss þolraun að sitja svona lengi í hita og svita og stundum þurfti greinarhöfundur að leggjast í jörðina til að ná andanum. Þetta er víst algengt hjá nýliðum, en hinir sem lengra eru komnir láta hitann leika um sig og líður greinilega vel. Sá ég ljósið? Þegar athöfninni er lokið gengur mannskapurinn sólarsinnis út úr svettinu og framhjá altarinu. Tvö plastker, annað með köldu vatni og hitt með heitu, bíða komu þáttak- enda og fyrst skellir maður sér í kalda baðið, með hausinn og allan líkamann á kaf. Þetta er afskaplega hressandi eftir allt svitabaðið og sér- stök vellíðan sem fylgir því að fara í heita pottinn á eftir ísköldu baðinu. Svo er farið aftur upp í hús og slappað af yfir kertaljósi í þægilegu andrúmslofti, með góðum tebolla. Svo fara menn inn í setustofu og Nonni spáir fyrir mannskapnum með teningum. Þá gerist undrið: Greinarhöfund- ur, sem hafði starað í kertaljósið um hríð, um leið og hann var að jafna sig eftir átökin í svettinu, fer að „sjá ljósið í öðru ljósi“, ef svo má að orði komast. Í kringum kveikinn á kert- inu myndast stór ljóshjúpur og utan um hann rauður hringur og því næst blár hringur. Þetta er í raun stórt og litskrúðugt ljós, miklu stærra en venjulegt kertaljós. Er það þetta sem fólk á við þegar það telur sig hafa „séð ljósið“, og þá í nýju ljósi, og frelsast með einum eða öðrum hætti? Þeir Nonni og Heiðar segja að þessi sjón sé ekki óalgeng hjá nýlið- um. Í svettinu hefur maður losnað við óhreinindi úr augunum og sjónin skerpist. „Auk þess má kannski segja að þú hafi öðlast nýja sýn á líf- ið og tilveruna,“ bæta þeir við. Þegar heim er komið steinsofnar maður og sefur vært, en þungt, og vill helst ekki vakna aftur morgun- inn eftir. Maður þarf að beita sig hörðu til að hafa sig í vinnuna. En þessum þyngslum fylgir ákveðin vel- líðunartilfinning, þótt maður sé ekki til mikilla átaka þann daginn. Smám saman jafnar maður sig og nær end- urnýjuðum styrk. Tíminn á svo eftir að leiða í ljós hvort hér var um þá andlegu og líkamlegu endurfæðingu að ræða sem að var stefnt með þessu tilstandi. Hitt er víst að svettið, og allt sem því fylgir, er afskaplega skemmtilegt uppátæki og vel þess virði að eyða í það heilli kvöldstund. Morgunblaðið/Jim Smart Svitaskálinn: Svokallað svett lætur ekki mikið yfir sér að utan, en þarna geta rúmast hátt í tuttugu manns. Ýmsir siðir eru í heiðri hafðir, til dæmis byrja menn á að tengja sig höfuðáttunum og móður jörð, steinar eru hitaðir og þátttakendur bera gleraugu í tilheyrandi lit. Eftir svitabaðið er farið í kalt og heitt bað og síðan slappað af við kertaljós. Morgunblaðið/Sveinn Guðjóns Morgunblaðið/Sveinn Guðjóns Með Á fallegum stað á höf- uðborgarsvæðinu fer reglulega fram athöfn sem miðar að endurfæð- ingu í móðurkviði jarð- ar. Sveinn Guðjónsson lagðist undir svartan dúk og fékk þá Nonna og Heiðar til að útskýra fyrir sér í hverju „svett- ið“ svokallaða er fólgið. Morgunblaðið/Jim Smart Nonni og Heiðar undir merki friðarins á húsveggnum. Morgunblaðið/Jim Smart Fína-kanína er hrædd við menn enda eru kanínur tákn óttans. svg@mbl.is Endurfæðing í móðurkviði jarðar DAGLEGT LÍF 8 B LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.