Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 5
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 B 5 góðu samfélagi með Guði og gegn- umgangandi í hans tónlist er vissa hans um að Guð og ástin séu eitt og hið sama.“ Ekki fullkominn Þó Kjartan gæti haldið endalaust áfram að dásama Prince, þá er ekki þar með sagt að hann gleypi gagn- rýnislaust við öllu sem frá honum kemur. „Hann er auðvitað mistækur eins og aðrir og til dæmis finnst mér platan hans Chaos and disorder ein sú lélegasta sem hann hefur sent frá sér. Hún er sundurleit og að flestu leyti frekar vond. Reyndar má leita skýringa á þessum döpru gæðum í þeirri staðreynd að Prince gaf hana út af illri nauðsyn, hann þurfti að uppfylla samning hjá Warner Brot- hers og hann virðist hafa tínt eitt- hvað til af handahófi og mokað inn á þessa plötu fyrir skyldusakir.“ Prinsinn hefur losað sig við hroka Eins og áður segir hefur Kjartan ósjaldan farið á tónleika til að sjá og heyra Prince flytja tónlist sína og hann segir það alltaf vera mikla upp- lifun. „Á tónleikum er líka svo gaman að sjá hversu aðdáendur hans eru breiður hópur fólks. Þar er fólk á öll- um aldri og af öllum stéttum þjóð- félagsins.“ Kjartan hefur líka farið í nokkur „eftirpartý“ þar sem kóng- urinn sjálfur blandar geði við gesti og spilar fyrir aðdáendur sína ef svo ber undir. „Þetta eru meiriháttar samkomur og Prince hefur breyst svo mikið í seinni tíð gagnvart aðdáendum sín- um. Áður fyrr vildi hann ekkert af þeim vita, var hrokafullur og ósnert- anlegur uppi á frægðarstallinum og bullaði einhverja vitleysu í viðtölum. En nú hefur hann fært sig nær fólk- inu og er orðin manneskjulegri.“ Spjölluðu kumpánlega saman Kjartan varð þeirrar ánægju að- njótandi fyrir tæpu ári að lenda á persónulegu spjalli við Prince á tón- leikum. „Við Þorsteinn Bender vinur minn fórum saman á tónleika hjá honum í október 2002 í London og sátum á fremsta bekk því við erum í aðdáendaklúbbnum sem fær aðgang að þeim sætum. Áður en tónleikarnir hófust gerði Prince sér lítið fyrir og kom niður af sviðinu og tyllti sér við hliðina á mér. Hann var að leggja sitt af mörkum við að leysa úr einhverju vandamáli sem hafði komið upp vegna sætaskipunar og svo fórum við bara að spjalla um daginn og veg- inn,“ segir Kjartan sem gerðist ekki svo kræfur að nota tækifærið og orða það við Prince hvort hann vildi koma til Íslands og halda tónleika, en á ár- um áður hafði hann gert tilraun til þess að fá goðið hingað til lands. „Þá var hann með svo rosalega fjölmennt lið með sér við tónleikahald að kostn- aðurinn var meiri en svo að við réð- um við það. En núna er allt smærra í sniðum hjá honum og ég hef heyrt að hann sækist einmitt eftir því að spila á „öðruvísi“ og minni stöðum, svo nú er kannski lag að fá hann til landsins. En það kostar auðvitað mikla vinnu og peninga og því miður hef ég ekki tök á því að ganga í slíkar reddingar en ég yrði mjög glaður ef einhver tæki það sér. Það væri óneitanlega skondið ef ég færi frá Bretlandi til að sjá Prince á Íslandi því iðulega hefur því verið öfugt farið,“ segir Kjartan að lokum sem nú er búsettur í Lond- an um stundar sakir.  GUÐMUNDUR Þór Guðmunds- son var eitt sinn í hópi heitra aðdá- enda Prince og fékk sér á þeim tíma húðflúr með hinu fræga „Love sign“. Þetta tákn er eitt aðal- einkenni tónlistarmannsins og hann notaði það reyndar um tíma í stað nafnsins Prince. „Ég brá mér á húð- flúrstofu hjá Jóni Páli og lét gera þetta tákn á hendina á mér, enda hlustaði ég nánast ekki á neina aðra tónlist en þá sem Prince gerði á þeim árum og ég keypti allt efni frá honum sem ég komst yfir. Ég var aldrei skráður meðlimur í Prince-klúbbunum en kíkti stund- um á samkomur hjá þeim með vini mínum og það var mjög gaman. En aðdáun mín hefur dalað undanfarið og sú tónlist sem Prince hefur verið að gera undanfarið höfðar ekki til mín. En ég verð merktur honum til eilífðar og er alveg sáttur við það.“ Morgunblaðið/Jim Smart ÞEIR félagar Sig-urður Sveinsson,Þorsteinn FreyrBender og Helgi Már Bjarnason hafa allir vel- þóknun á Prince þó í mismikl- um mæli sé. Þeir standa með honum gegnum þykkt og þunnt en aðdáunarákafinn hefur eitthvað dofnað með ár- unum. „Við erum ekki lengur sjóðheitir eins og Kjartan og nennum ekki að eltast við allar sjóræningjaút- gáfurnar eins og áður fyrr,“ segja þessir gömlu Prince-hundar og rifja upp fyrstu kynni sín af fönk-kóngin- um. „Þegar ég bjó í Bandaríkjunum ár- ið 1985 náði Prince fyrst eyrum mín- um en þá var hann nýútsprungin stór- stjarna og varpaði meira að segja skugga á Bruce Springsteen,“ segir Þorsteinn en Sigurður sá Prince aftur á móti fyrst í myndbandi í tónlistar- þættinum Skonroki árið 1983. „Ég heyrði strax og sá að þessi maður var að gera eitthvað virkilega öðruvísi og flott. Þegar ég sá síðan myndina hans Purple Rain í bíó hér í Reykjavík þá var það meiri háttar upplifun, fólkið í salnum stóð upp og dansaði. Þá fyrst varð ég alvöru aðdáandi.“ Helgi segir stóru systur sína hafa séð um að kynna hann fyrir undrabarninu Prince eins og hann orðar það sjálfur. „Þetta var um 1988 og þá hlustaði ég mikið á gömlu diskó Prince-plöturn- ar.“ Uppi á lofti á Hard-Rock Á rishæstu árum Prince í lok ní- unda áratugarins komst Sigurður að því að til var alþjóðlegur aðdáenda- klúbbur sem bar heitið Controversy eftir fjórðu plötu Prince. Sigurður hafði samband við breska konu sem stóð að baki þessu fyrirtæki og í fram- haldi af því stofnaði hann útibú klúbbsins hérlendis. „Við sem vorum í klúbbnum feng- um Controversy-tímaritið sent frá Bretlandi en það kom út einu sinni í mánuði og í því var hægt að lesa um hvaðeina sem tengdist Prince. Við stóðum fyrir Prince-kvöldi í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti og við héldum líka nokkrar samkomur á efri hæðinni á Hard-Rock. Þar kynntum við væntanlega tónlist og komum saman til að skiptast á efni með Prince, aðallega því sem ekki var hægt að kaupa úti í búð og þetta voru mest kassettur og myndbandsspólur. Þetta snerist fyrst og fremst um að hlusta og njóta, frekar en að dá hann sem einhverja stjörnu. Í þessum klúbbi voru nokkrir tugir manns þeg- ar best lét og af báðum kynjum. Fólk kom ofan af Skaga og Suðurnesjum til að að vera með á uppákomum og þetta var mjög gaman,“ segir Sigurð- ur og tekur fram að fjölmargir hafi aðstoðað hann við kynningu og starf- semi klúbbsins. Hann var í bréfasam- bandi við Prince aðdáendur frá öllum heimshornum og hann á í fórum sín- um hátt á annað hundrað gamlar vín- ylplötur með Prince. Þorsteinn var í Head-klúbbnum fyrir Prince-fíklana ásamt Kjartani og þeir voru með fjögurra tíma út- varpsþátt um Prince á Ex-inu einu sinni í viku í tvo vetur og urðu aldrei uppiskroppa með efni. Ögrandi og virkur í grasrótinni Mikið vatn er runnið til sjávar síðan þetta var og klúbbarnir góðu fyrir löngu lagðir af hérlendis. Sigurður segir að sér hafi hlýnaði um hjarta- rætur þegar hann nýlega rakst á gömul upprúlluð plaköt með myndum af Prince sem forðum þöktu veggi hý- býla hans. En þremenningarnir fylgj- ast enn þokkalega vel með því hvað Prince er að gera og hafa að sjálf- sögðu allir séð drenginn á sviði og ætla sér að gera það oftar í framtíð- inni. Tónlist hans heillar mest en þeir hafa líka gaman að því hvað hann er mikill grasrótargaur og ögrandi. „Það verður lengi í minnum haft þegar hann spilaði fyrst á tónleikum í Bret- landi 1980 og kom fram á aðskornum nærbuxum einum klæða neðan mitt- is.“ Að lokum segist Þorsteinn nokkuð viss um að Prince hlusti á íslenska tónlist því hann hafi heyrt sjóræn- ingjadisk þar sem Prince spilaði brot úr laginu Garden party með hinni ís- lensku hljómsveit Mezzoforte. Helgi grípur þetta á lofti og segist ætla að ganga í það að fá Prince til að halda tónleika á Íslandi. „Tilvalið að vígja nýtt tónlistarhús með Prinsinum.“ Morgunblaðið/Þorkell Sigurður, Helgi Már og Þorsteinn rifja upp gömul kynni. Hann er þekktur fyrir að vinna sín- ar plötur sjálfur að öllu leyti, hann semur, útsetur, stýrir upptökum og flyt- ur. Auk þess hefur hann gert þrjár kvikmyndir og hann hefur samið heil- mikið af tónlist fyrir aðra og má þar nefna Celine Dion, Sheenu Easton, Kenny Rogers, Joe Cocker o.fl. fylgir ákveðinn hópur hverfa um leið og frægð- ært, aðrir halda istinsdóttir gróf upp aðdáendur. sinni sari Prinsari khk@mbl.is Þ r e m e n n i n g a r n i r t r ú i r , e n v e l þ ó k n u n i n m i s m i k i l Gegnum þykkt og þunnt Prince lætur sig ekki muna um að hafa bleikan kádilják með sér á sviði ef honum hentar. hreinsiklútar fjarlægja andlits- og augnfarða á augabragði Í hreinsiklútunum er andlitsvatn og kamilla, sem hefur róandi og nærandi áhrif á húðina og viðheldur réttu rakastigi hennar. Fást í apótekum og stórmörkuðum. Dr. Fisher hreinsiklútarnir eru ofnæmisprófaðir og henta öllum húðgerðum. Hvítlaukur Extra sterkur FRÁ Nr. 1 í Ameríku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.