Morgunblaðið - 27.09.2003, Side 6

Morgunblaðið - 27.09.2003, Side 6
DAGLEGT LÍF 6 B LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ AÐ ÞVÍ er virðist sakleys-islegt, en strákslegt ogkarlrembulegt tiltækinokkurra breskra íhalds- þingmanna á Evrópuþinginu verður hugsanlega sett í allsherjarrann- sókn, eftir að upp um kauða komst. Á leiðinlegum nefndarfundum gerðu þeir sér það nefnilega til dundurs að senda á milli sín myndir, sem ekki samræmast pólitískri rétt- hugsun því þær þykja misbjóða kon- um. Sín á milli efndu þeir síðan til nokkurs konar grínkeppni undir yf- irskriftinni Maður ársins og var framlag hvers og eins metið í stig- um með tilliti til þess hversu karl- rembulegar myndirnar væru. Þótt mörgum, konum sem körlum, finn- ist myndirnar eflaust hlægilegar vegna þess að þær geri grín að karl- rembunni sem slíkri, en ekki kon- unum, eru ekki allir sama sinnis. Ein myndin sýnir karl og konu á göngu og ber konan heljarstóran eldiviðarvöndul á bakinu á meðan karlinn reykir vindling í rólegheit- um. Önnur er af tveimur konum í járnbúri, sem dregið er áfram af traktor með karli við stýrið. Sú þriðja, sem varð hlutskörpust hjá íhaldsþingmönnunum, er af karli með netta bjórkippu í annarri hendi, og konu, sem gengur á eftir með lungann af innkaupunum. Til vansæmdar Pat Cox, írska forsetanum á Evr- ópuþinginu, fannst þetta hreint ekk- ert fyndið og íhugaði í vikunni sem leið að láta hefja rannsókn. Og ekki var nokkrum þingmönnum breska verkamannaflokksins á Evrópu- þinginu heldur skemmt, því þeir sendu formlega kvörtun til Theresa May, formanns íhaldsflokksins. Mary Honeyball, þingmaður á Evrópuþinginu og í forsvari kvennanefndar breska verka- mannaflokksins, kvað upp úr með að myndirnar lýstu barnalegum MAÐUR ÁRSINS? Umdeilt GRÍN GUÐRÚN Hannesdóttirvarpar fram þeirri spurn-ingu í nýrri meistarapróf-sritgerð sinni, hvað teljist orðið eðlilegt fjölskyldulíf og segir þá spurningu koma upp í hugann hvort gamla fyrirkomulagið þar sem börnin vörðu virkum dögum í heima- vistarskóla en komu heim um helgar myndi henta nútímafjölskyldunni. Heimavistarskólaspurningin er sett fram meira í gamni en alvöru og að- spurð segir Guðrún að hún telji for- eldra alveg örugglega ekki vilja þetta í alvöru. „Nei, það er alveg klárt að það væri ekki mjög góð leið,“ segir hún brosandi. En samkvæmt niðurstöðum Guð- rúnar virðast foreldrar ekki vilja styttri vinnudag og þeir virðast af- slappaðri í vinnunni en á heimilinu þar sem tímahrakið stjórnar öllu, allt á að gerast hratt og heimilisstörf eru t.d. unnin af aðkeyptu vinnuafli. Þetta kallar Guðrún tímasnöruna sem þrengir að nútímafjölskyldunni. Þar leggur Guðrún til grundvallar bók bandaríska félagsfræðingsins Arlie Russell Hochschild, The Time Bind, sem fjallar um rannsókn á þessu efni sem gerð var í Bandaríkj- unum. Guðrún lauk BA-prófi í frönsku fyrir tíu árum og fór svo út á vinnu- markaðinn. Henni fannst merkilegt hversu lítið var rætt um vinnuálag foreldra og hvað fjölskyldumeðlimir væru mikið fjarvistum hver við ann- an. Henni fannst ekki rétt að hugsa alltaf með sér að svona væri þetta hjá öllum og vildi kynna sér þessi mál nánar. Árið 2000 byrjaði hún í diploma-námi í félagsvísindadeild Háskólans og lauk svo meistaranámi í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á fræðslustarf og stjórnun síðastliðið vor. „Það sem maður þekkir sjálfur grípur mann frekar. Ef ekki er skoð- að undir yfirborðið, þá gerist nátt- úrulega ekki neitt,“ segir ritgerðar- höfundur ákveðinn. Guðrún kynnti sér verkefnið Hið gullna jafnvægi (HGJ) um sveigjan- leika í fyrirtækjum og samhæfingu starfs og einkalífs, þar sem Reykja- víkurborg og 35 fyrirtæki tóku þátt á árunum 2000–2001. Tilgangur verkefnisins var m.a. að reyna að jafna stöðu kynjanna á vinnumark- aðnum með því að taka aukið tillit til einkalífs bæði hjá konum og körlum. Í ritgerðarvinnunni beitti Guðrún svokallaðri eigindlegri rannsóknar- aðferð sem byggist á opnum viðtöl- um þar sem spyrjandinn má ekki vera leiðandi. Guðrún talaði við fjóra starfsmannastjóra og níu foreldra sem allir störfuðu hjá fyrirtækjum sem tóku þátt í HGJ. Hún segir eig- indlega rannsóknaraðferð hafa þá annmarka að þátttakendur eru fáir og hópurinn geti verið einsleitur. „En þetta er bara til að gefa sýn og maður alhæfir alls ekki út frá þess- um niðurstöðum en þær gefa ákveðnar hugmyndir,“ segir Guð- rún. „Hvað á ég að gera heima?“ „Til að mæta tímasnörunni sem foreldrar upplifa sig í og þörfum heimilisins, kaupa þeir sem mesta þjónustu inn á heimilið, enda eru heimilisstörf litin afar neikvæðum augum,“ segir í ritgerð Guðrúnar og einnig: „Í ljós kom að foreldrar sem rætt var við vildu ekki minnka við sig vinnu til að geta verið meira heima.“ Hún segir að þetta hafi komið sér verulega á óvart. „Ég vissi þetta með heimilisstörfin, það var bara staðfesting. Fólk vill helst ekkert sinna þeim og aðkeypt þjónusta er í miklum vexti hjá þessum þjóðfélags- hópi. Þá fór ég líka að velta fyrir mér hvað væri orðið venjulegt fjöl- skyldulíf í dag, hvernig það hefði breyst. Það er eins og fólk aðgreini það þannig að fimm daga vikunnar sé stress og álag og helst allt við- haldsfrítt og aðkeypt. Um helgarnar á meira að gerast, það á að elda góð- an mat og gera alla hluti og slíkt minnir á fyrirkomulag heimavistar- skólans.“ Guðrún fékk svör eins og: „Hvað á ég að gera heima?“ „Það er eins og það gæti ákveðins eirðarleysis hjá fólki. Ég held að þetta sé vegna þess að fólki finnst það vera að missa af einhverju í vinnunni ef það reynir að fara fyrr heim. Þetta er líka metn- aður og áhugi. Almennt voru þeir sem ég talaði við mjög áhugasamir og samviskusamir í sínu starfi og voru ekkert til í að slá af því, sem er skiljanlegt þar sem fólk hefur menntað sig til starfsins.“ Guðrún leggur áherslu á að starfs- umhverfi er mismunandi eftir stétt- um og starfsgreinum. Talað var við sérhæft skrifstofufólk, sem t.d. hef- ur efni á því að ráða til sín heim- ilishjálp. „Ég var að skoða hvernig foreldr- ar upplifa sig og hvernig þeir bregð- ast við. Og það var áberandi að vera í kapphlaupi við tímann, vinna fram í tímann og græða eða spara tíma og svo er keypt upp í götin. Maður spyr sig hvernig þeir sem hafa miklu lægri laun en þessi hópur bregðist við, hvort þeir séu ekki undir miklu álagi,“ segir Guðrún. Fólk leitar leiða til að bjarga sér „Þó vinnustaðir krefjist ekki yf- irvinnu er mikil áhersla lögð á ár- angursríkt starf. Því reyna foreldrar að vinna fram í tímann heima til að standa sig í starfi,“ segir einnig í rit- gerðinni. Í ritgerðinni birtir Guðrún útdrætti úr svörum viðmælenda. Samkvæmt rannsóknaraðferðinni skal skrifa svörin nákvæmlega orð- rétt og 40 ára karlkyns ráðgjafi er staddur í vinnunni og lýsir álaginu og muninum á milli heimilis og vinnu svo: „ … en auðvitað springur blaðr- an og allt liðið er öskrandi hvað á annað út af einhverri síþreytu. Ef einn slakar á þá finnst hinum hann vera að svíkjast undan … á kvöldin er oft sem maður er að vinna sko tékka á póstinum og kannski svara einhverju og þá getur maður komið hérna og þá hefur maður tíma til að fá sér kaffibolla með vinnufélögun- um á morgnana og þá er maður ekki að stressa sig … en heima sko mað- ur þarf náttúrlega alltaf að hafa eitt- hvað fyrir stafni – ég í sjálfu sér slaka ekkert minna á við að vera að dunda mér eitthvað í tölvunni ef maður er heima …“ Guðrún segist hafa tekið eftir því að fólk leitar allra leiða til að halda sér gangandi og réttlæta ástandið. T.d. að vinna fram í tímann, telja að Tímasnaran Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Áður fyrr. Í gamla daga var lífið að mörgu leyti einfaldara með skýrri verkaskiptingu, þótt fólk vilji ekki hverfa til hennar aftur. Heimilið var griðastaðurinn en nú slappar fólk frekar af í vinnunni. Tímasnaran þrengir að nútímafjölskyldunni þegar vinnan hefur bet- ur í samkeppninni við heimilið. Helstu nið- urstöður meistaraprófs- ritgerðar Guðrúnar Hannesdóttur benda til að foreldrar kæri sig ekki um að vinna minna og telja m.a. að fjarvera þeirra frá heimilinu geri börnin fyrr sjálfstæð. Steingerður Ólafsdóttir las ritgerðina og fékk nánari útskýringar hjá höfundinum. E r v i n n u s t a ð u r i n n e f t i r s ó k n a r v e r ð a r i e n h e i m i l i ð ?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.