Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Störf í grunnskólum Reykjavíkur Ártúnsskóli, símar 567 3500, 691 1990 eða 567 4006 Stuðningsfulltrúi, helst fagmenntaður til að vinna með nemanda einstaklingslega og innan bekkjar. Umsækandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Hlutastarf. Foldaskóli, sími 567 2222 Myndmenntakennsla frá 1. janúar 2004. Grandaskóli, sími 561 1400 Almenn kennsla fyrir 7. bekk frá fyrri hluta des- ember til vors 2004. Safamýrarskóli, sími 568 6262 Stuðningsfulltrúi. Skólinn er sérskóli fyrir alvar- lega fatlaða nemendur. Vinnutími 8—14 eða 8—16. Vegna samsetningar bekkjarins er óskað eftir karlmanni í starfið. Öskjuhlíðarskóli, sími 568 9740 Stuðningsfulltrúi í skóladagvist, hlutastarf eftir hádegi. Upplýsingar veita skólastjórar, aðstoðarskóla- stjórar eða aðrir tilgreindir í viðkomandi skól- um. Umsóknir ber að senda til skóla. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög. Nánari upplýsingar um laus störf, umsóknar- frest og grunnskóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir www.grunnskolar.is. Staða sálfræðings við fjölskylduráðgjöf Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri er laus frá 1. nóvember næstkomandi. Við óskum eftir sálfræðingi með þekkingu og reynslu af sálfræðimeðferð, ráðgjöf og grein- ingu fyrir fjölskyldur, pör og einstaklinga. Heilsugæslustöðin þjónar Akureyri og ná- grannasveitum eða íbúafjölda u.þ.b. 18 þús. manns. Á undanförum árum hefur metnaðar- fullt heilsuverndarstarf verið í þróun á stöðinni í átt að aukinni fjölskylduvernd með áherslu á mikilvægi heilbrigðra tilfinningatengsla fyrir heilsu og þroska. Starfið felur einnig í sér þátttöku í virku sam- ráði í tengslum við aðferðafræði „Nýja barns- ins“ og samvinnu við heimilislækna og ung- lingamóttöku auk fræðslu og hugmyndavinnu með áherslu á fjölskylduforvarnir. Starfið gerir kröfur til þjálfunar og áhuga á þverfaglegu samstarfi og fjölskylduvinnu. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sál- fræðingafélags Íslands og Launanefndar sveit- arfélaga. Upplýsingar um starfið veita Margrét Guð- jónsdóttir framkvæmdastjóri í símum 460 4612 og 897 0203 og A. Karólína Stefánsdóttir yfir- fjölskylduráðgjafi í síma 460 4657. Umsóknum skal skilað á umsóknareyðublöð- um, sem fáanleg eru í upplýsingaanddyri ráð- húss Akureyrarbæjar. Umsóknarfrestur er til 20. október 2003. Svæfinga- og gjörgæslulæknar Lausar eru til umsóknar tvær 50% stöður sérfræðinga í svæfinga- og gjörgæslu- lækningum. Boðið er upp á möguleika á samstarfi við Landspítala - háskólasjúkrahús, m.a. með afleysingum í leyfum og störfum þar tiltekinn hluta ársins, skv. nánara samkomulagi. Stöðurnar verða veittar frá 1. nóvember 2003 eða eftir samkomulagi. Umsækjendur skili gögnum um menntun og starfsferil til Konráðs A. Lúðvíkssonar yfirlæknis, sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 864 4172, netfang: konrad@hss.is. Umsóknarfrestur er til 25. október 2003. Kvensjúkdóma- og fæðingalæknar Lausar eru til umsóknar hlutastöður sérfræðinga í kvensjúkdómum og fæðingar- hjálp. Stöðurnar verða veittar frá 1. nóvember 2003 eða eftir samkomulagi. Umsækjendur skili gögnum um menntun og starfsferil til Konráðs A. Lúðvíkssonar yfirlæknis, sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 864 4172, netfang: konrad@hss.is. Umsóknarfrestur er til 25. október 2003. Hjúkrunarfræðingar Lausar eru til umsóknar stöður hjúkrunar- fræðinga, bæði á sjúkrahúsi og í heilsugæslu. Möguleiki er á samsettum stöðum, þ.e. hlutastarfi á sjúkradeild og hlutastarfi á heilsugæslu. Starfsemin er ört vaxandi og í framtíðarsýn HSS er gert ráð fyrir að auka verulega þjónustu við Suðurnesjabúa í heimabyggð. Fram undan eru spennandi tímar í þróun úrvalshjúkrunar- þjónustu. Því leitum við að áhugasömum og hugmyndaríkum hjúkrunarfræðingum til að taka þátt í þeirri vinnu með okkur. Allar nánari upplýsingar veitir Hildur Helgadóttir hjúkrunarforstjóri í síma 422 0625, netfang: hildurhelga@hss.is. Sérfræðingur óskast Jafnréttisstofa óskar að ráða til sín sérfræðing í fullt starf. Starfið er fjölbreytt og meðal verk- efna er ráðgjöf og fræðsla til fyrirtækja, stofn- ana, sveitarfélaga og skóla um jafnréttisáætl- anir og samþættingu kynja- og jafnréttissjónar- miða. Ennfremur felst meðal annars í starfinu undirbúningur að gerð framkvæmdaáætlunar ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum og þátttaka í samstarfshópum á innlendum og erlendum vettvangi. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi. Reynsla og þekking á jafnréttismálum er æski- leg. Starfið krefst lipurðar í samskiptum og sjálf- stæðra vinnubragða. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Broddadóttir framkvæmdastjóri Jafn- réttisstofu í síma 460 6200 eða í síma 545 8100 í félagsmálaráðuneyti. Upplýsingar er einnig að finna á heimasíða Jafnréttisstofu: www.jafnretti.is. Æskilegt er að umsækjandi geti hafði störf sem fyrst. Laun greiðast samkvæmt samningi fjár- málaráðuneytis við viðkomandi stéttarfélag. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Jafnréttisstofu, Hvanna- völlum 14, 600 Akureyri. Umsóknarfrestur er til 20. október nk. Öllum umsóknum verður svarað. Starfsfólk óskast til framreiðslu- og afgreiðslustarfa á nýtt kaffihús. Dagvinna, heil eða hlutastörf. Svör sendist á kaffihus@hotmail.com „Au pair“ Lúxemborg Leitum eftir stúlku á aldrinum 20 eða eldri til að sinna „au pair“-starfi. Viðkomandi sé sjálf- stæð,reyklaus og reglusöm, góður bílstjóri með létta lund. Elísabet A. Finnbogadóttir, 00 352 26 747 440 / 00 352 021 266 578. Heimilisaðstoð Aðstoð óskast til að annast 7 ára fjölfatlan glað- legan dreng frá kl. 17-20 virka daga í Grafar- vogi. Tilvalið fyrir skólafólk (eða ömmu). Upplýsingar í síma 567 5006 eftir kl. 20.00. Stuðningsfjölskylda óskast Félagsþjónustan í Reykjavík er í samvinnu við marga einstaklinga, sem taka reglubundið börn til dvalar á heimili sín. Reynslan hefur sýnt að stuðningsfjölskyldurnar vinna öflugt forvarnar- starf til að tryggja og viðhalda festu og öryggi í lífi þeirra barna sem til þeirra koma. Við viljum styrkja og styðja enn fleiri reykvísk börn. Til þess þurfum við liðsinni fólks sem getur tekið börn í helgarvistun, t.d. eina helgi í mánuði eða eftir nánara samkomulagi. Æski- leg búseta er Reykjavík og nágrannasveitarfé- lög. Nú óskum við eftir stuðningsfjölskyldu eina helgi í mánuði fyrir bræður 13 og 10 ára. Allar nánari upplýsingar veitir Droplaug Guðnadóttir, forstöðumaður Félags- og þjón- ustumiðstöð Aflagranda 40, sími 562 2571. Net- fang droplaugg@fel.rvk.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.