Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 12
12 D SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í SUÐUR-AFRÍKU er maðurað nafni Dr. Bill Gallaghermatreiðslumeistari, sem hefurhaft það göfuga markmið í líf-inu að fæða hungruð og mun- aðarlaus börn í Suður-Afríku. Það hefur hann gert með umfangsmikilli fjársöfnun og hefur hann fengið til liðs við sig matreiðslumeistara víðs vegar að úr heiminum. Samskonar herferð var haldin síðast árið 1993 en þá tóku fjórir íslenskir matreiðslu- meistarar þátt í þeirri söfnun. Dagana 16. til 24. ágúst sl. lögðu sex matreiðslumeistarar á vegum Klúbbs Matreiðslumeistara (KM) land undir fót og fóru alla leið til Suð- ur-Afríku til að taka þátt í alþjóðlegri fjáröflunarherferð matreiðslumeist- ara gegn hungri. Matreiðslu- meistararnir voru þeir Gissur Guð- mundsson forseti KM og NKF, Brynjar Eimundsson, Bjarni Þór Ólafsson, Jakob H. Magnússon, Geir Þorsteinsson og Hörður Héðinsson og lögðu þeir mikla vinnu í elda- mennsku og kynningar á íslenskum matarhefðum og matreiðsluaðferð- um. Það er ekkert smámál að fæða milljónir hungraðra barna sem mörg hver eru munaðarlaus að auki. En til þess var blásið til orustu og reynt að skera upp herör gegn hungrinu. Þessa síðsumardaga lögðu hundrað og sextíu matreiðslumenn frá þrjátíu og þremur löndum hönd á plóginn með öflun fjár til að styðja og styrkja fjáröflunarherferðina. Það gerðu þeir með ýmsu móti, svo sem að halda uppi sýnikennslu í matargerð á klukkutíma fresti á mörgum stöðum í einu. Einnig má nefna þátttöku í há- tíðarkvöldverði þar sem yfir þrettán hundruð gestir komu saman og þar fór fram uppboð á ýmsum hlutum sem matreiðslumeistararnir fluttu með sér; kokkajökkum, sem m.a. voru gefnir af fjölda íslenskra kokka, og pönnum , auk ferða sem gefnar voru af ferðaskrifstofum í Jóhannes- arborg, en með þessu móti söfnuðust um sjöhundruð þúsund rand, eða um 9,8 milljónir íslenskra króna. Loks voru ýmsir hlutir og minjagripir til sölu, t.d. kokkajakkar víðs vegar að úr heiminum og hunangsskeiðar sem hannaðar voru sérstaklega fyrir þetta tilefni. Fjáröflunin teygði anga sína víðar en til Jóhannesarborgar og fóru til að mynda fjórir af íslensku kokkunum sex til borgarinnar Durb- an sem liggur við Indlandshaf, en þar fór fram Íslandskynning á Holiday Inn hótelinu sem stóð yfir í fjóra daga og vakti gríðarlega mikla athygli gesta. Einnig tóku þeir þátt í ýmis konar kynningarstörfum, elda- mennsku og öðrum uppákomum sem tengdust verkefninu. Heildarsöfnun- in þessa viku nam nærri 1,5 milljón- um rand, eða um 21 milljón íslenskra króna. Og áður en heim var haldið í lok vikunar afhenti Dr. Bill tveimur líknarfélögum sína hálfa milljón rand hvoru eða um 7 milljónir íslenskra króna. Mikil örbirgð Á sama tíma og fjáröflunin fór fram kom alheimsstjórn matreiðslu- manna saman í Jóhannesarborg til að funda um verkefni samtakanna og framtíðarsýn og má þess geta að for- seti KM, sem einnig er forseti Norð- urlandasamtakanna, tók þátt í þess- um fundi. Þátttaka hans í fundinum og framganga íslensku kokkanna í verkefninu jók mjög hróður íslenskra matreiðslumanna. Í Jóhannesarborg búa um tólf milljónir manna. Þar af eru nálega fimm milljónir í Soweto sem er stytt- ing á „South west township“, sem gæti útlagst „Suð-vesturbærinn“ á ís- lensku. Þar tóku matreiðslumenn til hendinni og aðstoðuðu við að útdeila mat til barna og áttu góðar stundir með þeim. Einnig áttu kokkarnir ánægjulega stund með 1.500 börnum í dýragarði Jóhannesarborgar, þar sem boðið var upp á pylsur, því næst var haft ofan fyrir börnunum með leik, söng og skemmtunum af ýmsum toga. Áður en haldið var heim á leið fengu börnin hádegisverðarbakka og nestispoka með sér. Þessi börn höfðu fæst fengið tækifæri áður til að fara í dýragarð og var þeim ekið frá fátækt- arhverfum í nágrenni borgarinnar til þessa fagnaðar, enda mátti sjá ánægjuna skína úr andlitum þeirra. Þegar ekið er um götur miðborg- arinnar er ekki sama hvar maður ferðast né heldur á hvaða tíma sólar- hringsins eins og eftirfarandi saga sýnir. Tvo af kokkunum frá Malasíu langaði mikið til að sjá meira af borg- inni en hið indæla og verndaða svæði þar sem við bjuggum og samkoman var haldin á. Þeir lögðu því upp í ferð til miðborgar Jóhannesarborgar. Þrátt fyrir viðvörun gestgjafa lögðu þeir leið sína í mjög varasamt hverfi, hið svokallaða Kínahverfi, og það hefðu þeir betur látið ógert. Úr reis- unni komu þeir rúnir fé og á nærföt- unum einum saman … en fengu þó að halda vegabréfum sínum og lífi fyrir mikla mildi. En svona er nú þessi in- dæla borg, í raun ein mesta glæpa- borg veraldar að því að er tölur sýna. Við félagarnir fengum einkabíl- stjórann okkar til að aka með okkur um stórborgina að degi til, meðal annars um eitt af hættulegustu svæð- unum í miðborginni. Þar sá maður ör- birgðina og hve mikið af fólki er nán- ast eða alfarið á götunni. Ekkert mál er að koma sér fyrir í allskyns köss- um og hjöllum eða yfirgefnum bygg- ingum sem víða eru. Eitt af því sem sló mann fyrst við komuna til Jóhann- esarborgar er að alls staðar eru víg- girðingar í kringum lóðir, allir gluggar sem eru á fyrstu hæð eru með rimla til að varna innkomu óboð- inna gesta. Heimili Nelsons Mandela sem við ókum framhjá er búið nýj- ustu og fullkomnustu eftirlitsmynda- vélum og öryggisgæslu. Borg andstæðna Stórar verslunarmiðstöðvar voru víðs vegar þarna í kring, flestar á stærð við fimm Smáralindir og þá eru ekki talin með öll glæsihótelin og ráð- stefnusalirnir sem þeim tengjast, þar á meðal ein sú stærsta sunnan Alpa- fjalla. Þar sem hátíðarkvöldverðurinn mikli var haldinn var ráðstefnuhöllin upp á einar fimm hæðir og hver hæð á við eina knattspyrnuhöll, eins og til dæmis Fífuna ef við höldum áfram samlíkingum við Kópavog. Á þessu svæði, sem heitir Sandton, eru flest mikilvægustu banka- og viðskiptafyr- irtæki borgarinnar til húsa, en þar fer enginn inn án þess að ganga í gegnum fullkomið öryggiseftirlit og vopnaleit. Peter Gruber, kokkur í einum af stærstu bönkum borgarinn- ar, tjáði mér að vopnaeign lands- manna væri mjög mikil og flestir ættu að minnsta kosti eitt vopn; riffil eða skammbyssu. Þrátt fyrir alla eymdina og hörmungarnar sem þarna er að finna og alla glæpina sem eiga sér stað er þetta hin snyrtileg- asta borg og heimamenn vingjarnleg- ir, samstarfsfúsir og greiðviknir. Í ferðalok stendur upp úr hvað allt gekk vel og mikið safnaðist til mál- efnis sem allir ættu að láta sig varða. Í heildina var þetta ógleymanleg ferð sem suður-afrískir matreiðslumenn höfðu skipulagt af fádæma dugnaði og með góðri samvinnu. Undrun sætti hjá okkur Íslendingum hve glaðværðin og þakklætið skein úr hverju andliti þrátt fyrir augljósa misskiptingu lífsgæða í þessu landi. Meistarataktar íslenskra kokka í eld- húsinu fyrir matarkynningu á Fount- ain Square í Sandton City. Lokahóf og kveðjusamsæti. Systir Rejoice Nkutha, Matargjöf afrískra barna, dr. Bill Gallagher og Sydney Mabuza, „Heartbeat“-samtökum munaðarlausra. Fyr- ir aftan: Heinz Brunner, forseti KM í S-Afríku, og Martin Kobald varaforseti. Þegar hungrið sverfur að Sveltandi börn eru málefni sem allir ættu að láta sig varða. Kokkar gegn hungri, eða World’s Cooks Tour For Hunger er fjársöfnun sem haldin var ný- lega til hjálpar hungruðum og munaðarlausum börnum í Suður-Afríku. Meðal þátttakenda voru kokkar á vegum Klúbbs matreiðslumeistara. Jón Svavarsson slóst í för með íslensku kokkunum. Kokkarnir áttu ánægjulegar stundir við að útdeila mat til barna. Höfundur er ljósmyndari. S M Á A U G L Ý S I N G A RI DULSPEKI Teiknimiðillinn vinsæli Ragnheiður Ólafsdóttir verður með einkatíma í versluninni Betra Lífi í Kringlunni, 8. og 9. október nk. Pantanir í síma 581 1380. TILKYNNINGAR Heilsudagar á Hótel Geysi: Vertu velkomin/n í heilsudvöl á Hótel Geysi dagana 3.—5. nóv- ember eða 14.—16. nóvember. Heilsudvölin innifelur í greiningu á ástandi líkama með lithimnu- lestri, bak- og svæðanudd, heilsufæði, fræðslu um varnir gegn ýmsum sjúkdómum, mikil- vægi góðrar meltingar ásamt fræðslu um mannleg samskipti og vellíðan. Gist er í vel búnum herbergjum, og eru kvöldvökur á kvöldin ásamt fullu heilsufæði. Nánari upplýsingar og bókanir í síma 486 8915. Leiðbeinandi Heiðar Ragnarsson. Verð kr. 25.000 fyrir manninn (5.000 kr. aukagjald fyrir eins manns herbergi) Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Ingibjörg Þeng- ilsdóttir, Erla Alexanders- dóttir, Katrín Sveinbjörns- dóttir, Matthildur Sveins- dóttir, tarrot-lesari og Garðar Björgvinsson, michael-miðill, starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, starf- semi þess, einkatíma og tíma- pantanir eru alla virka daga árs- ins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja ef- tir skilaboð á símsvara félagsins. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, sími 551 8130, Garðastræti 8, Reykjavík Huglæknarnir Hafsteinn Guð- björnsson, Ólafur Ólafsson, Krist- ín Karlsdóttir, miðlarnir Birgitta Hreiðarsdóttir, Guðrún Hjörleifs- dóttir, Laufey Héðinsdóttir, María Sigurðardóttir, Oddbjörg Sigfús- dóttir, Rósa Ólafsdóttir, Skúli Lór- enzson og Þórunn Maggý Guð- mundsdóttir starfa hjá félaginu og bjóða upp á einkatíma. Upplýsingar og bókanir eru í síma 551 8130. Opið mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 10—14.30, föstudaga frá kl. 10—14. Ath! breyttan opnunartíma. Heimasíða: www.salarrannsoknarfelagid.is . Netfang: srfi@salarrannsoknarfelagid.is . SRFÍ. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 3  1841068  Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Samkomur kl. 11.00 og 20.00 falla niður vegna árlegs móts kirkjunnar í Vatnaskógi. Brauðsbrotning kl. 11:00. Ræðum. Vörður L. Traustason. Almenn samkoma kl. 16:30. Ræðum. Mike Fitzgerald. Gospelkór Fíladelfíu sér um lof- gjörðina. Allir hjartanlega velkomnir. filadelfia@gospel.is www.gospel.is Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Fjölskyldusamkoma kl. 11.00 trúðar, brúður og fjör, allir sam- an og létt máltíð á vægu verði á eftir samkomunni. Bænastund kl. 19:30. Samkoma kl. 20:00, Michael og Gloria Cotten þjóna, lofgjörð, fyrirbænir og samfélag. Allir hjartanlega velkomnir. www.vegurinn.is Dagur heimilasambandsins: Kl. 17.00 Samkoma fyrir heim- ilasambandssystur í Garðastræti 38. Kl. 19.30 Bænastund. Kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma í Herkastalanum. Pálína Imsland stjórnar. Herskólanemi Marit Velve Byre talar. Mánudag 6. okt. kl. 15.00 Heimilasamband. Eirný Ásgeirs- dóttir talar. Allar konur hjartan- lega velkomnar. Samkoma í dag kl. 16.30. Curtis Silcox predikar. Þriðjud. Samkoma kl. 20.00. Miðvikud. Bænastund kl. 20.00. Fimmtud. Unglingarnir kl. 20.00. Laugard. Samkoma kl. 20.30. www.krossinn.is ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.