Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 D 11 Útboð — Hitaveita á Svalbarðsströnd Norðurorka hf. á Akureyri óskar eftir tilboðum í lagningu hitaveitu á Svalbarðsströnd. Nánar tiltekið er um að ræða stofnæð milli Ak- ureyrar og Svalbarðseyrar, lagningu dreifikerf- is hitaveitu í dreifbýli út frá stofnæðinni og ein- nig norðan Svalbarðseyrar, ásamt tilheyrandi jarðvinnu. Stofnlögnin er foreinangruð DN 125 mm stálpípa í 250 mm hlífðarkápu. Auk þess verða lagðar grennri foreinangraðar stálpípur norðan Svalbarðseyrar. Dreifilagnir verða að mestu foreinangraðar plastpípur í hlífðarkápu, sem áætlað er að plægja niður eins og hægt er. Helstu magntölur eru gróflega áætlaðar: Stofnæð DN 125 mm 13 km Aðrar stálpípur 2 km Dreifilagnir - plaströr 6 km Skurðgröftur 16 km Skiladagur verksins er 31. ágúst 2004. Útboðsgögn verða seld á á skrifstofu Norður- orku, Rangárvöllum, 603 Akureyri, frá og með fimmtudeginum 9. október 2003 kl. 10.00 á kr. 5.000. Tilboðum skal skila á skrifstofu Norðurorku hf. á Rangárvöllum, Akureyri, fyrir opnun til- boða, sem fer þar fram í fundarsal á 4. hæð mánudaginn 20. október 2003 kl. 14.00. Upplýsingatækni — Ráðgjafar/ráðgjöf Verkefni nr. 13397 Ríkiskaup óska eftir upplýsingum um ráðgjafa í upplýsingatækni (UT), einstaklinga og fyrirtæki sem hafa hug á að bjóða ríkinu, stofnunum þess og fyrirtækjum þjónustu sína. Markmið verkefnisins er að greiða ríkisstofnun- um og -fyrirtækjum aðgang að upplýsingum um ráðgjafa og ráðgjöf á sviði UT. Fyrirhugað er að safna saman, birta og uppfæra reglulega upp- lýsingar um UT-ráðgjafa vef Ríkiskaupa. Verkefnislýsingu verður að finna á vef Ríkiskaupa frá og með þriðjudeginum 7. október 2003. Kynningarfundur um verkefnið verður haldinn þriðjudaginn 14. október klukkan 15.00 í Borgar- túni 6 (Rúgbrauðsgerðinni). Áhugasamir sendi inn nafn og fjölda þátttakenda á kynningarfund- inn á netfangið utbod@rikiskaup.is merkt: „Ráðgjafar – kynningarfundur“. Umsóknum um þátttöku í verkefninu skal skilað í tölvupósti á netfangið utbod@rikiskaup.is eigi síðar en þriðjudaginn 24. október 2003 fyrir klukk- an 16.00. ÚU T B O Ð Lögreglustöð á Akureyri Útboð 13360 Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Fasteigna rík- issjóðs, óskar eftir tilboðum í endurgerð lögreglu- stöðvarinnar á Akureyri (u.þ.b. 1.000 m² að gólf- fleti). Um er að ræða breytingar á öllum hæðum sem fela í meginatriðum í sér rif á eldri veggjum, uppsetningu nýrra gipsveggja og glerveggja, endurnýjun á gólfefnum, innréttingum og bún- ingsaðstöðu starfsmanna, ásamt endurnýjun rafmagnslagna, tölvulagna og málun. Einnig verður fangagarður lögreglustöðvarinnar, sem er útigarður, endurgerður. Helstu magntölur eru: Glerveggir 40 m² Gipsveggir 200 m² Niðurfelld loft 500 m² Málun 3.000 m² Dúkalögn 800 m² Hurðir 50 stk. Pípulagnir 1.340 m Hreinlætistæki 57 stk. Loftstokkar 123 m Loftræsisamstæða 1 stk. Strengir 2.500 m Strengir CAT 6 4.600 m Lampar 300 stk. Vettvangsskoðun verður haldin 13. októ- ber 2003 kl. 13.00 að viðstöddum fulltrúa verk- kaupa. Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2004. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík. Útboðsgögn verða ennfremur til sýnis á lögreglu- stöðinni á Akureyri, Þórunnarstræti 138. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum 21. október 2003 kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Förgun hjólbarða Ríkiskaup fyrir hönd Úrvinnslusjóðs auglýsa hér með eftir áhugasömum umsækjendum sem hafa hug á að gerast þjónustuaðilar við verkefnið sem lýtur að söfnun og förgun hjólbarða sem til falla á Íslandi á hverjum tíma. Áætlað er að milli 5000—7000 tonn af hjólbörð- um berist til landsins árlega. Úrvinnslusjóður gefur út gjaldskrá sem er að finna í gögnum á vefsíðu sjóðsins. Væntanlegir umsækjendur geta nálgast frekari upplýsinga um verkefnið og þar með talið umsóknareyðublað, á vefslóðinni, www.urvinnslusjodur.is, einnig má nálgast útprentun á upplýsingum á skrifstofu Úrvinnslu- sjóðs, Suðurlandsbraut 24, 108 Rvík, og hjá Rík- iskaupum, Borgartúni 7, 105 Rvík. Kynningarfundur um verkefnið verður haldinn mánudaginn 20. október kl. 13.00 í Borgartúni 6, 4. hæð, 105 Rvík. Skrifstofa Úrvinnslusjóðs tekur á móti umsókn- um og gengur frá samningum við þá sem upp- fylla skilyrði sjóðsins. Upplýsingarnar verða tilbúinar til afgreiðslu á vefsíðunni og útprentaðar í afgreiðslum Ríkis- kaupa og Úrvinnslusjóðs frá og með þriðjudeg- inum 7. október nk. Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í Leikskólinn Vallarsel - áfangi 2 - innri frágangur Útboðsgögn verða til sölu hjá Akraneskaup- stað, tækni- og umhverfissviði, Dalbraut 8, 300 Akranesi, frá og með kl. 11.00 þriðjudaginn 7. október 2003. Verð útboðsgagna er kr. 5.000. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 21. október 2003 kl. 14.00. Tilboð óskast í FERRO ZEPPELIN ZSR30 árg. 1994 byggingakrana, skemmdan eftir óhapp. Kraninn verður til sýnis frá klukkan 08:30 til 16:00 mánudaginn 6. október á athafnasvæði GG Flutninga, Súðavogi 12, Reykjavík. Tilboðum sé skilað í Tjónaskoðunarstöð TM fyrir kl. 08.00 þriðjudag. Einnig má bjóða í á vefnum www.tmhf.is - TM Tjónaskoðunarstöð - Tjónaskoðunarstöð • Hamarshöfða 2 Sími 515 2804 • Símbréf 515 2810 ÚU T B O Ð Eftirfarandi útboð eru til sýnis og sölu á skrif- stofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík. * Nýtt í auglýsingu 13376 Sérfræðiráðgjöf vegna Tónlistar- húss og ráðstefnumiðstöðvar í Reykjavík. Opnun 21. október 2003 kl. 14.00. Verð gagna kr. 6.000. 13387 Sjúkraflug á Vestmannaeyjasvæði. Opnun 5. nóvember 2003 kl. 11.00. Verð gagna kr. 3.500. *13402 Rammasamningsútboð — Ýmis lyf 2. Um er að ræða útboð á lyfjum fyr- ir sjúkrahús í eftirfarandi ATC flokkum: C01DA, C02KX, C08CA, C08DB, C09AA, C10AA, L01XC, L01XX, L02AE, L02BB, L02BG, L03AA, L04AA. Opnun 13. nóv- ember 2003 kl. 14.00. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 frá og með miðvikudeginum 8. október. Forskot í fasteignaleitinni Fasteignavefurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.