Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR                                                                                                                  !"    #    $ %  &   &         '( )*  + , -.(()/-0(12   3  "  4 !  5! !  6        -.(()/-0(12      77   - &    -.(()/-0(12 * & %    %  +"    &    ● AFSKIPTI bankanna af fyrirtækjum verða til umræðu á hádegisverð- arfundi Félags viðskipta- og hagfræð- inga sem haldinn verður á Grand hót- eli klukkan 12:00–13:30 í dag. Á fundinum verður meðal annars fjallað um hvort bankarnir séu komn- ir út fyrir verksvið sitt, hvort aðskilja þurfi viðskipta- og fjárfestingabanka- starfsemi, hvort setja eigi lög um eignarhald banka í fyrirtækjum, hvort fyrirtæki muni treysta bönkunum fyrir viðkvæmum upplýsingum og hvert hlutabréfamarkaðurinn stefni. Fyrirlesarar eru Erlendur Magnús- son, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Íslandsbanka, Vilhjálmur Bjarnason rekstrarhagfræðingur og Jafet S. Ólafsson, framkvæmdastjóri Verð- bréfastofunnar. Fundur um afskipti bankanna FORRÁÐAMENN fyrirtækja telja aðaðstæður séu góðar í efna- hagslífinu í dag og aðeins 4% telja þær slæmar. Þetta er niðurstaða könnunar sem IMG Gallup gerði fyrir fjármálaráðuneytið og Seðla- bankann um stöðu og framtíðar- horfur 400 stærstu fyrirtækja landsins og mat stjórnenda þeirra á almennum efnahagshorfum. Um 60% þeirra sem svöruðu töldu aðstæður í efnahagslífinu góðar og eru þetta mikil umskipti frá síðustu könnun sem var fram- kvæmd í febrúar en þá töldu um 38% forráðamanna fyrirtækja að efnahagaðstæður væru góðar og 20% töldu þær slæmar. Bjartara eftir 6 mánuði Í vefriti fjármálaráðuneytisins kemur fram að sé litið til sex mán- aða fram í tímann gæti einnig auk- innar bjartsýni frá fyrri könnunum en aðeins 2,7% telja að aðstæður verði verri eftir 6 mánuði en um 10% héldu því fram í febrúarkönn- uninni. „Hins vegar eru forráðamenn fyrirtækjanna ekki eins bjartsýnir á aðstæður í efnahagslífinu þegar litið er eitt ár fram í tímann þar sem tæplega 60% aðspurðra telja að aðstæður í efnahagslífinu verði betri eftir tólf mánuði samanborið við 75% í síðustu könnun. Þessi breyttu viðhorf má ef til vill rekja til þess að þegar febrúarkönnunin var framkvæmd virtust meiri líkur á framkvæmd við stækkun Norð- uráls. Nú virðist sem þær fram- kvæmdir muni frestast um óákveð- inn tíma. Svipaður fjöldi og áður taldi að aðstæður eftir tólf mánuði myndu versna eða 7% og voru það helst sjávarútvegsfyrirtækin er töldu að efnahagsaðstæður yrðu nokkuð verri að ári liðnu,“ að því er segir í vefriti fjármálaráðuneyt- isins. Góðar aðstæður í efnahagslífinu 60% stjórnenda telja aðstæður góðar en 4% slæmar, sem er mikill bati frá því í febrúar ● HLÝTT veður er meðal þeirra skýr- inga sem framkvæmdastjóri Marks & Spencer nefndi á því að sala á fatnaði í sumar og byrjun hausts hefði staðið í stað milli ára. Innri vöxtur sölu var enginn hjá versl- anakeðjunni á öðrum fjórðungi árs- ins eftir ágætan vöxt á fyrsta árs- fjórðungi. Framkvæmdastjórinn segir niðurstöðuna viðunandi í ljósi auk- innar samkeppni og að tekist hafi að halda markaðshlutdeildinni. Að sögn Financial Times er nið- urstaðan við neðri mörk þess sem greinendur á markaði höfðu spáð. Í Lex-dálki blaðsins segir að nið- urstaðan valdi vonbrigðum og að sá bati sem verið hafi í rekstri fyrirtæk- isins sé að engu orðinn. Hlýtt veður hamlar sölu● AFL fjárfestingarfélag hf. hefur selt 33,6 milljónir króna að nafnverði í Hraðfrystihúsinu Gunnvöru. Um er að ræða tæp 5% af heildarhlutafé fyrirtækisins. Eftir viðskiptin á Afl að- eins 0,3% af heildarhlutafé Hrað- frystihússins Gunnvarar. Söluverðið var 6,40 á hverja krónu nafnverðs og er söluverð því um 215 milljónir króna. Eftir viðskiptin eiga aðilar tengdir Þorsteini Vilhelmssyni, stjórnarfor- manni Hraðfrystihússins Gunnvarar og Afls fjárfestingarfélags, rúmar 67,5 milljónir króna að nafnverði í fé- laginu sem er um 10% af heildar- hlutafé fyrirtækisins. Þar er um að ræða hluta Granda hf. í Hraðfrysti- húsinu Gunnvöru en Þorsteinn Vil- helmsson situr í stjórn Granda. Afl selur í Gunnvöru ÞRÍR hópar fjárfesta skoða nú fjölmiðlafyr- irtækið Norðurljós með kaup í huga. Heimildir Morgunblaðsins herma að um sé að ræða fjár- sterka breska aðila í öllum tilfellum, þar á með- al menn sem áður hafa komið nálægt fjölmiðla- rekstri í Bretlandi. Sá aðili sem kominn er næst því að gera til- boð er maður að nafni Marcus Evans en sam- kvæmt heimasíðu fyrirtækis hans sem ber sama nafn og hann, www.marcusevans.com, sér félagið um ráðstefnuhald fyrir fyrirtæki og skipulagningu ýmissa viðburða á sviði við- skipta. Á heimasíðunni segir jafnframt að fyrirtækið sé 20 ára gamalt og að starfsmenn séu 2000 talsins í 41 landi. Þá kemur einnig fram á síð- unni að tekjur félagsins séu meira en 350 millj- ónir Bandaríkjadala á ári eða ríflega 26,5 millj- arðar íslenskra króna. Fjárfestarnir þrír sem áhuga hafa á Norður- ljósum hafa allir komið hingað til lands til að skoða félagið. Heimildir Morgunblaðsins herma að tveir þessara hópa fjárfesta hafi þegar lokið gerð áreiðanleikakönnunar en þriðji aðilinn sé skemur á veg kominn og óvíst hvort eða þá hvenær hann muni taka frekari skref í átt að kaupum á félaginu. Marcus Evans hefur þegar ráðið sér lögfræð- ing hér á landi, en það er Þórarinn V. Þór- arinsson, fyrrverandi forstjóri Símans. Þrír á eftir Norðurljósum SAMSKIP munu annast alla vöru- flutninga fyrir Fosskraft sf. vegna byggingar stöðvarhúss Kárahnjúka- virkjunar. Samningur milli fyrir- tækjanna þar að lútandi var undirrit- aður á dögunum. Í tilkynningu frá Samskipum segir að samningurinn feli í sér að Sam- skip annist alla flutninga á þeim vörum sem Fosskraft flytji til lands- ins vegna þessa verkefnis, uppskip- un á Reyðarfirði og tollafgreiðslu. Einnig sé gert ráð fyrir að Samskip sjái um stærstan hluta af akstri á þessum varningi frá Reyðarfirði að athafnasvæði Fosskrafts innst í Fljótsdal, þar sem stöðvarhúsið muni rísa. Samningstíminn er til fjögurra ára, eða til loka ársins 2007. Sam- kvæmt tilkynningunni liggja ekki fyrir nákvæmar upplýsingar um heildarmagn flutninganna en áætl- anir geri ráð fyrir að um a.m.k. 10 þúsund flutningseiningar verði að ræða. Fyrsta vörusendingin með Sam- skipum fyrir Fosskraft kom til landsins 3. október síðastliðinn, þeg- ar leiguskipið Scharhörn losaði á Reyðarfirði. Annað leiguskip, West- erland, lestaði í Rotterdam í síðustu viku og er væntanlegt á Reyðarfjörð nú í vikunni. Í þessum tveim fyrstu ferðum koma ýmsar vélar og tæki s.s. steypubílar, jarðýta, malarflutninga- vagnar, kranar og borvagn. Fosskraft sf. er í eigu fjögurra fyr- irtækja: E. Phil & Sön í Danmörku, Hochtief í Þýskalandi, Íslenskra að- alverktaka hf. og Ístaks hf. Samskip flytja allar vörur fyrir Fosskraft Flutningar vegna byggingar stöðvarhúss Kárahnjúkavirkjunar GREININGARDEILD norræna fjármálafyrirtækisins Nordea Sec- urities telur að samningur sem danska lyfjafyrirtækið Lundbeck gerði við lyfjafyrirtækið Lagap/ Sandoz í Bretlandi sem dreifir samheitalyfi þunglyndislyfsins Cipramil þar í landi og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, muni kosta Lundbeck að minnsta kosti 200 milljónir danskra króna eða um 2.400 milljónir íslenskra króna. Frá þessu er sagt í danska blaðinu Jyllands-Posten. Lundbeck fram- leiðir frumgerð Cipramil en Pharmaco framleiðir samheitalyfið sem Lagap/Sandoz dreifir. Segir blaðið að tekjumissir Lundbeck muni einkum stafa af því að Sandoz getur nú hafið dreif- ingu á Cipramil samheitalyfinu í Bretlandi, Þýskalandi, Noregi, Sviss, Austurríki og í Benelux löndunum. Allt eru þetta markaðir sem aðrir samheitalyfjaframleið- endur eru búnir að koma sér fyrir á og veita þar Lundbeck harða samkeppni. Tekjutap Lundbeck svarar til 16% af hagnaði fyrirtækisins eftir skatta á síðasta ári, samkvæmt Jyllands-Posten. Lundbeck sagt stórtapa á samningi ◆

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.