Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  Sjóðsstjórar vilja ýmist brenna bíóið eða troðast inn í salinn. Sumir fjárfestar eru hugaðir og aðrir huglausir, en stundum kom- ast hlutabréfakaup í tísku og bréfin seljast eins og heitar lummur. Gjálífi stjórnenda og skortsala á hlutabréfum ÞAÐ getur liðið langt á milli þess að tækifæri skapist til fjárfestinga í hluta- bréfum sem skila miklum hækkunum á skömmum tíma, og ofaníkaupið hækk- unum sem halda ef svo má að orði kom- ast. Það er, ekki skyndilegar og miklar hækkunaröldur sem geta hnigið jafn- skjótt og þær rísa, t.d. í undanfara yf- irtöku eða samruna fyrirtækja, vegna mikillar fjölmiðlaumfjöllunar um glæstar vonir í tiltekinni grein, húrrahrópa grein- ingaraðila sem leiða til (of) sóknar fjár- festa í hlutabréf tiltekinna fyrirtækja eða sjálffæðandi ferlis hækkana hlutbréfa- verðs svo að dæmi séu tekin af handa- hófi. Með haldbærum hækkunum er m.a. verið að vísa til þeirra kosta sem tækir eru þegar markaðsvindar hafa blásið með þeim hætti að virði sumra fyrir- tækja er orðið svo lágt að fá tilefni eru til annars en að ætla að mönnum reiknist til að það stefni meira eða minna í átt að núlli. Oft má reyndar ætla að reikni- kúnstirnar byggist á einhverjum rökum; fyrirtæki sjá ekki til sólar vegna mikilla skulda eða rata í rekstrarerfiðleika sem virðast óendanlegir, þó að þeir reynist á endanum tímabundnir, og fyrirtæki geta farið halloka samkeppni. Gráu hefur svo verið bætt ofan á svart á undanförnum misserum með siðferði- legu gjálífi einstakra stjórnenda og liðs- sveina meðal sérfræðinga. Einnig má nefna að þegar verulega gefur á bátinn hjá fyrirtækjum og gengi hlutabréfa fer lækkandi og horfur virðast í besta falli dökkar eflast margir sjóðsstjórar vog- unarsjóða sem aldrei fyrr og keppast við að stunda þá iðju sem kemur flestum vammlausum mönnum spánskt fyrir sjónir. Það er, að stunda svokallaða skortsölu þar sem verðbréf sem viðkom- andi sjóður á ekki eru seld í þeirri trú, sem reyndar mætti kalla von, að hægt sé að kaupa þau síðar á lægra verði. Vinningslíkur þessa spils eru með þokkalegasta móti þegar fáir geta tekið til varna fyrir viðkomandi fyrirtæki, þ.e. lítil spurn er eftir hlutabréfum þess, því að ekki skortir framboðið. Sumir myndi kalla athæfið að sparka í liggjandi mann en fáir sjóðsstjórar tækju undir það sjón- armið enda er ekki ætlun þeirra að gera það til eilífðar, heldur þurfa þeir á end- anum að skipa sér í hóp kaupenda. Þessi útgáfa er líklega sjóðsstjórum meiri sáluhjálp heldur en þeim sem ligg- ur. Kaupáhuginn getur glæðst mjög skyndilega og oft liggja skýringar, eða a.m.k. hluti skýringa, á óvenjulega kröft- ugum hækkunum hlutabréfum tiltölulega óvinsælla fyrirtækja í því, að sem hendi sé veifað skipta seljendur um ham og vilja kaupa hlutabréf viðkomandi fyrir- tækja. M.ö.o. sjóðsstjórar sem áður vildu brenna bíóið vilja allt í einu ólmir troðast inn í salinn. Þá er ekki sjálfgefið að margir selj- endur séu eftir, enda má segja að í mörg- um tilvikum séu flestir búnir að selja nema gallharðir fjárfestar sem hafa myndað sér skoðun á rekstri viðkomandi fyrirtækis yfir lengra tímabil, en ekki látið þróun hlutabréfaverðsins stjórna tilfinningum eða aðgerðum sínum, nema e.t.v. til þess að kaupa meira þegar verð var lágt. Sálfræði markaðar getur verið flókið fyrirbæri en eftirfarandi er a.m.k. ein út- gáfa. Byrjum þegar verulega hefur gefið á bátinn í nokkurn tíma og verð hefur nánast lækkað samfellt. Í lækkunarfas- anum hafa kjarkminni fjárfestar selt verulegan hluta af verðbréfaeign sinni. Aðstæður geta stundum verið með þeim hætti að menn leggi alveg árar í bát og selji hver í kapp við annan, m.ö.o. hrein uppgjöf eins og komist er að orði á fjármálamörkuðum og oft er höfð til marks um að þrálátur lækkunarfasi sé nánast á enda. Það kann að vera að ekki séu margir kaupendur á þessu tímabili en þeir finnast skv. eðli máls. Þetta er gósentímabil hinna staðföstu fjárfesta sem eru með þá einkennilegu skoðun að þó að margt eða flest horfi til verri vegar í efnahags- og atvinnulífi þá birti upp um síðir. Það gerist sem betur fer yfirleitt og þá fer hlutabréfaverð að þokast upp á við og enn eru það þeir staðföstu sem eru umfangsmiklir kaupendur. Ef þróun efnahagslegra þátta er já- kvæð hleypir það auknu lífi í hækkanir, eftirspurn fer vaxandi og ágóðavonin er ekki síst í að vonast eftir, eða þykjast vita, að dugmiklar hækkanir á skömmum tíma séu framundan. Á þessu tímabili er það biðlundin sem skilar hinum staðföstu ágóða, þ.e. að sitja sem fastast á bréfum sínum og vera þolinmóðir. Ef þróunin í efnahags- og atvinnulífi verður sífellt hagstæðari byrjar ballið fyrst fyrir al- vöru. Hinum kjarkminni fer að bregða aftur fyrir, en nú í hópi kaupenda. Ef réttar forsendur eru fyrir hendi getur fjárfesting í hlutabréfum, sem í eðli sínu gefur ekki tilefni til neinna magnþrung- inna frásagna, breyst í tísku. Kauphallir breytast í Karnabæi. Á þessu tímabili eru hinir staðföstu stignir á fætur og farnir að skila þeim bréfum sem þeir keyptu þegar fáir sáu til sólar heim til föðurhúsa hinna kjarkminni. Þetta tímabil getur varað miklu lengur en má trúa, einkum ef nægt fé er á lausu til fjárfestinga, þ.m.t. lánsfé. Viðfangs- efnið er aftur á móti að reyna að átta sig á hvenær um er að ræða ástand þar sem ofgnótt fjár leitar í fjárfestingar sem verða með tímanum lakari og lakari. Því miður hefur góður áttaviti enn ekki fund- ist. ll HLUTABRÉF Loftur Ólafsson Á báðum áttum loftur@ru.is Sálfræði markaðarins getur verið flókin og fjárfestar eru misjafnlega kjarkmiklir. Biðlundin getur skilað stað- föstum fjárfestum ágóða. F YRIRHUGAÐAR breytingar á hinu opinbera húsnæðis- lánakerfi hér á landi, sem stjórnvöld stefna að því að hrinda í framkvæmd, eru í þveröfuga átt við það sem hefur verið að gerast í þessum efnum víðast annars stað- ar. Með því að hækka lánshlutfallið í hús- bréfakerfinu úr 65–70% upp í 90%, fyrir alla sem þess óska, þó innan ákveðinna marka, og hækka jafnframt hámarkslánin, er ríkið að auka hlut sinn á þessum mark- aði. Þá mun sérstaðan í þessum málaflokki hér á landi aukast enn frekar frá því sem nú er, á sama tíma og sérstaðan á flestum öðr- um sviðum er að minnka og jafnvel hverfa. Ýmislegt er öðruvísi í húsnæðismálunum hér en í nágrannalöndunum. Verðtrygging lána, hærri vextir og veikur leigumarkaður eru meðal þess sem greinir þessi mál hér nokkuð frá því sem annars staðar er. Það sem þó er mest áberandi frábrugðið í sam- anburði við nágrannalöndin er í hvaða átt þróunin varðandi húsnæðislánin hefur ver- ið. Á síðastliðnum rúmum tveimur áratug- um hefur hið opinbera víðast hvar í ná- grannalöndunum verið að færa sig frá því að vera beinn þátttakandi í lánveitingum til íbúðakaupa eða húsbygginga, þar sem slíkt fyrirkomulag var á annað borð til staðar. Fjármálafyrirtæki á almennum markaði hafa að mestu leyti tekið yfir þennan mála- flokk. Þetta hefur gerst í kjölfar opnunar fjármálamarkaða í heiminum og með auk- inni samkeppni, bæði milli landa og innan þeirra. Þessi þróun hefur hins vegar ekki átt sér stað hér á landi. Langstærstur hluti lánveitinga til íbúðarhúsnæðis hér fer í gegnum ríkið. Ekkert af nágrannalöndun- um kemst með tærnar þar sem Íslendingar eru með hælana í þessum efnum. Hvers vegna ætli við séum með þá sér- stöðu sem raun ber vitni Getur verið að aðrar þjó auga á hvernig best er a Ólíklegt er að það sé sk hver sérstök lögmál gild flokk hér, t.d. vegna fá væri, ætti það þá ekki ei eins og t.d. um bílaka dottið í hug að leggja t setji á fót bílalánasjóð kannski verið sú að í sam ar sé heppilegra að rí mæli í ríkisrekstri alme gerist í öðrum löndum málastofnanir á hinum hér á landi kannski ekk um þær lánveitingar sem ismálum? Húsnæðislán frábrugðin öðrum lánum þetta sé skýringin. Ein skýring á mikilli húsnæðislánamarkaði g verið sú að þetta hafi ge og ekki sé ástæða til að b ir hins vegar ekki að að gert þetta vel eða betur þessu líður er þó líklega ingin á mikilli þátttöku markaði sé einfaldlega flokkarnir vilji ekki s málaflokknum. Afskiptin hafa áhrif Afskipti stjórnmálaflokk húsnæðislánum hófust öld, þegar samþykkt vo ismálastjórn, en þau tók Pólitískir fulltrúar st hafa síðan þá úthlutað f kaupa og húsbygginga, hafa haft tök á, og t ákvarðanir er þenna Frá árinu 1999 h fulltrúar st Sérstaða ismálum Ríkið stefnir að því að auka þátt sinn í húsnæðislánum og auk nágrannalöndin. Þar er þáttur ríkisins í útlánum til íbúðakaup Fyrirkomulag húsnæðislána hér á landi hefur ekki fylgt þeim ingum sem orðið hafa í þessum málaflokki í nágrannalöndunu hvar hafa breytingarnar verið miklar. Á sama tíma og hið opin verið að draga sig út úr þessari starfsemi annars staðar hefur isins hér á landi verið að aukast. Grétar Júníus Guðmundsson sér hvað gæti valdið því að húsnæðismálin hafa þessa sérstöðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.