Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar ERNA Gísladóttir tók við starfi forstjóra B&L í ágúst sl. og segir það skipta litlu máli að vera kona í sannkölluðu karlaveldi bílageirans. Enda þekki hún lítið annað þar sem hún hefur starfað við fyrirtækið frá barnsaldri og unnið í öllum deildum, nema verkstæðinu. Síðasti áratug- urinn hefur verið viðburðaríkur hjá fyrirtækinu, nýjar tegundir bíla hafa bæst við og fyrir fjórum árum flutti B&L í nýtt glæsilegt húsnæði á Grjóthálsi 1. Að sögn Ernu hafa því árin eftir að hún lauk hagfræðinámi frá HÍ árið 1991 verið viðburðarík og skemmtileg. „Stuttu eftir að ég kom úr námi fórum við í samningaviðræður við Hyundai og var það eitt mitt fyrsta verkefni að koma því verkefni á koppinn. Síðan höfum við verið að breikka línuna og breytast heilmikið á þessum tíma og ég hef tekið þátt í þeirri þróun. Þá fluttum við hingað á Grjóthálsinn árið 1999. Ég hef einnig verið í stjórn Bílgreinasambandsins lengi og er for- maður þess núna, og að auki er ég í MBA- framhaldsnámi við háskóla í Barcelona, þannig að það er nóg að gera,“ segir Erna. Að sögn Ernu hefur fyrirtækið á þessum tíma farið í gegnum ótal sveiflur, eins og önnur fyr- irtæki í þessari grein, og nú sé að hefjast upp- sveifla á ný eftir krappa en snögga lægð á mark- aðnum. „Þessar sveiflur virðast alltaf koma þótt maður voni í hvert skipti sem uppsveifla verður að það komi ekki dýfa. Nú fer vonandi að komast meira jafnvægi á þetta og þar gæti rekstrarleiga og einkaleiga bíla skipt miklu máli og komið meira jafnvægi á bílamarkaðinn.“ Erna tók við starfi forstjóra í ágúst, en hvern- ig finnst henni að vera kona í þessu karlaveldi? „Bílageirinn er mikið karlaveldi, mjög mikið. Samt hefur það aldrei skipt mig neinu máli. Það var kannski fyrst þegar ég kom á fundi, þá var horft á mig með spurn í augum; hvað er hún að gera þessi? En nú er ég búin að vera það lengi í geiranum og hef orðið það mikla reynslu að menn heyra strax að ég veit hvað ég er að tala um. Á Íslandi erum við nánast engar í þessari stöðu en erlendis fer þeim sífjölgandi. Þetta kemur hægt og rólega.“ Mikil samkeppni í þessari grein Að sögn Ernu er bílaumhverfið mjög skemmtilegt, auk þess sem B&L hefur að mestu leyti verið fjölskyldufyrirtæki í gegnum tíðina. „Þá er búið að vera ákaflega gaman að takast á við ný verkefni. Ef ég hugsa það út frá mér þá var það fyrst að kynna Huyndai-bílinn, síðan tókum við yfir BMW og Renault og ári síð- ar Landrover. Þegar þetta var allt komið í höfn fórum við að byggja hús, þannig að það hafa stöðugt verið ný verkefni að takast á við. Maður þarf alltaf að vera vakandi því það er mjög mikil samkeppni í þessari grein og gaman að taka þátt í þeim slag,“ segir Erna. Hún segist telja framtíð B&L blómlega, enda margar nýjungar á leiðinni og stöðug þróun hjá framleiðendum. „Við erum að fá inn mjög mikið af nýjum módelum. Þróunin hjá framleiðend- unum er mjög ör og það eru skemmtilegir tímar framundan þar sem við verðum að kynna nýjar vörur meira og minna stöðugt. Þegar við bjóð- um fjögur merki er auðvelt að finna einhverjar breytingar hjá hverjum og einum.“ Um síðustu helgi kynnti B&L nýja Megane- línu frá Renault og segir Erna að B&L muni bjóða viðskiptavinum heila Megane-línu á næsta ári, en það hefur ekki verið gert fram að þessu. Þá segir hún að BMW sé sífellt að kynna nýjungar, eins og þekkt er í bílageiranum, og megi þar m.a. nefna að B&L muni brátt fá inn nýja X3-jeppann. Jafnframt verður fljótlega boðið upp á nýjan jeppa frá Huyndai, sem er minni en Santa Fe, og þá verður brátt kynntur nýr Freelander frá Landrover. „Það er mikill upp- gangur hjá þessum framleiðendum og þegar markaðurinn er á uppleið er miklu auðveldara að breikka línuna. Við horfum auðvitað til þess líka,“ segir Erna. Ladan á eftir að koma aftur Að mati Ernu er markaðurinn fyrir notaða bíla í góðu jafnvægi í dag eftir að umboðin nán- ast sprengdu utan af sér birgðahald notaðra bíla fyrir nokkrum misserum. Hún segist ekki búast við slíkum aðstæðum aftur þegar markaðurinn er að taka við sér á ný. „Ég held að við komum vel undir það búin, enda hafa menn lært svolítið af reynslunni og það er ekkert endilega skynsamlegt að selja of marga nýja bíla og sitja uppi með ótal óselda notaða bíla. Þannig að markaðurinn fyrir notaða bíla stendur vel í dag og það eru ekki lengur þessar frægu stórútsölur aðra hverja viku hjá umboðunum til skiptis, eins og var á tímabili.“ Í dag selur B&L hágæða og tæknilega séð mjög þróaða bíla, en á árum áður var hinn rúss- neski, einfaldi og ódýri Ladabíll helsta söluvara fyrirtækisins. Lada er ekki lengur á söluskrá B&L en Erna segir þó framleiðslu Lada vera enn í gangi og fyrirtækið sé enn í sambandi við framleiðendurna. „Tækninýjungar og kröfur varðandi meng- unarstaðla og annað þess háttar hafi gert fram- leiðendum Lada erfitt fyrir. Þá er heimamark- aðurinn orðinn mun erfiðari eftir að opnað var fyrir innflutning eftir að Sovétríkin liðu undir lok. En þeir koma, ég er alveg viss um það, þarna er t.d. heill bær sem gengur út á bílaframleiðslu með þeirri kunnáttu og öðru sem því tilheyrir. Það mun einhver nýta sér það þegar fram líða stundir, líkt og gerst hefur í Tékklandi á síðustu árum.“ Erna Gísladóttir er fyrsta og ennþá eina konan í forstjórastól bifreiðaumboða á Íslandi Viðburðaríkt og skemmtilegt starf Morgunblaðið/Ásdís Erna Gísladóttir settist í stól forstjóra B&L í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.