Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 B 9 bílar VÉLASVIÐ Heklu hf. flutti á dög- unum starfsemi sína í nýja þjónustu- miðstöð við Klettagarða í Reykjavík. Þar eru til húsa söludeildir fyrir Scania-vörubíla og rútur, Caterpillar- vinnuvélar, lyftara, skipavélar og raf- stöðvar ásamt tengdum fylgibúnaði. Húsnæðið rúmar stærsta þjón- ustuverkstæði landsins fyrir atvinnu- tæki ásamt fullkomnu hjólbarðaverk- stæði en Hekla hefur verið umboðsaðili fyrir Goodyear-hjólbarða í áratugi. Framkvæmdastjóri véla- sviðs er Ásmundur Jónsson og for- stöðumaður þjónustudeilda Ólafur B. Jónsson. Bjarni Arnarson, sölustjóri fyrir Scania, og Karl Geirsson, sölustjóri sjóvéla og rafstöðva, segja nýja húsið vera byltingu. Byggingin er 4.350 fermetrar að stærð og hluti hennar er á tveimur hæðum þar sem eru skrif- stofur. Þeir segja allar deildir fá mjög aukið pláss frá því sem var við Laugaveginn og ekki síst sé mik- ilvægt hversu góð aðkoma er að hús- inu, lóðin stór og gott að athafna sig með stóra bíla þar. Á verkstæðinu er pláss fyrir 14–15 stóra bíla í senn og 30 m langar gryfj- ur eru á tveimur brautum og hægt að annast þar smurþjónustu og annað slíkt. Þá er séraðstaða fyrir vinnu- vélar ásamt smiðju og vélaverkstæði. Góð staðsetning Þeir Bjarni og Karl segja staðsetn- inguna við Klettagarða góða í nábýli við flutningafyrirtækið ET, Flytjanda og Landflutninga. Allir þessir aðilar séu með marga bíla frá Heklu í notk- un og líka sé þægilegt að hafa flutn- ingsaðila á næstu lóð til að geta sent og fengið tæki vegna viðhalds. Starfsmenn vélasviðsins eru í dag um 50 og segja þeir félagar að þeim muni líklega fjölga í um 70 hægt og rólega. Mikil umsvif hafi verið að und- anförnu í sölu á margs konar atvinnu- tækjum, m.a. vegna framkvæmda á Austurlandi. Í því skyni hefur vélasvið Heklu komið sér upp fimm manna útibúi á virkjunarsvæðinu við Kára- hnjúka og þjóna þeir vélum og tækj- um sem þar eru notuð. Einnig er véla- svið Heklu með umboðsverkstæði á Reyðarfirði og Akureyri. Morgunblaðið/Sverrir Byggingin er alls rúmir fjögur þúsund fermetrar. Morgunblaðið/Sverrir Bjarni Arnarson, lengst til hægri, Karl Geirsson og Vilhelm Theodórsson starfa allir hjá vélasviði Heklu. Morgunblaðið/Sverrir Í nýju þjónustumiðstöðinni við Klettagarða er gott athafnarými innan dyra sem utan. Auk verkstæða er þar einnig að finna söludeildir og hjólbarðaþjónustu. Vélasvið Heklu á nýjum stað 37“ loksins komin til landsins Vi›arhöf›a 6 • 110 Reykjavík Sími 577 4444 • www.fjallasport.is 37x13,5x15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.