Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 3
armenn og útgefendur sem hann hafi talað við ytra hafi hissað sig á að svona skyldi fara, það tíðkist ekki að tónlistarmenn þurfi beinlínis að kaupa sig lausa þegar ljóst sé að ekki sé unnt að halda samstarfi áfram. „Ég nennti ekki að standa í einhverjum málaferlum og fífla- gangi, vildi bara borga og vera laus.“ Mikil vinna skilar sér Ekki er bara að Barði hafi keypt sig lausan af útgáfusamningnum við Skífuna heldur fjármagnaði hann upptökur á nýju plötunni sjálfur og á því allan útgáfurétt. Aðspurður segir hann einfalt svar við því hvernig hann hafi getað staðið straum af þessum útgjöldum: „Ég bara vinn mikið og mikil vinna skil- ar sér. Síðan ég gerði síðustu plötu hef ég gert þrjá sjónvarpsþætti, stýrt upptökum á fullt af tónlist, gert tónlist fyrir kvikmyndir, sjón- varpsþætti og -auglýsingar, átti lag í Citroën-auglýsingu í vetur, var með daglegan útvarpsþátt í eitt ár undir nafninu Ólafur og helgarþátt í ár; ég vann einfaldlega dag og nótt, en svo fékk ég líka fyrirfram- greiðslu fyrir plötuna.“ Til viðbótar við þessa vinnu sá Barði líka að mestu um alla samn- inga við útgáfuna í Frakklandi sem hann segir að hafi verið mjög anna- samt og snúið, en Tómas Þorvalds- son var honum innan handar. „Menn voru nú búnir að segja mér að það þýddi ekkert að standa í þessu sjálfur, útgefendur myndu ekki tala við mig úti, en það var bara bull eins og annað. Þetta er vissu- lega annasamt en ég lét mig bara hafa það því ég treysti engum eftir reynslu mína hér heima. Mér var al- mennt vel tekið úti og margir vildu leggja mér lið, en þetta er óneit- anlega þreytandi að standa í þessu og vera líka að semja og taka upp. Það er þó lærdómsríkt, nú kann ég allt sem viðkemur útgáfu, þekki öll smáatriði. Ef ég á nógan pening fæ ég væntanlega einhvern annan til að gera þetta næst, en get líka gert það aftur ef þarf.“ Þrjár plötur og bók Síðasta sumar var venju fremur erilssamt hjá Barða, því segja má að hann hafi verið í hljóðverum í fjór- um löndum frá vori fram á haust, lokaður inni í að mestu frá því í byrjun apríl fram í ágúst. Þannig vann hann nýja Bang Gang-skífu, tók upp plötu með frönsk, indónes- ísku, ísraelsku, hollensku söngkon- unni Keren Ann Zeidel og kom að auki við sögu á sólóskífu hennar. Barði segist hafa hitt Keren Ann á bar í París árið 2000 þegar hann var að kynna plötuna You úti. „Við áttum sameiginlegan vin sem kynnti okkur og í framhaldi af því sendi ég henni gömlu plötuna mína og hún mér sína. Við ákváðum svo að prófa að vinna saman sem við gerðum í sumar og erum bestu vinir á eftir,“ segir Barði. Hann eyddi alls þremur vikum í hljóðveri með Ker- en Ann í Brussel að taka upp plötu sem þau kalla Lady & Bird, en síðan var hann henni til halds og trausts þegar hún tók upp sína plötu, Not Going Anywhere, sem kom út um daginn, en Barði syngur meðal ann- ars í einu lagi á þeirri plötu. Sam- hliða upptökunum á Lady & Bird skrifuðu þau Barði og Keren Ann eins konar dagbók sem gallerí í Par- ís gaf út í 500 eintökum, fyrir stuttu. „Sú bók er víst uppseld, en við vild- um ekki leyfa þeim að gefa meira út. Það kemur þó til greina að við skrif- um aðra bók sem gefin yrði út í stærra upplagi, en við höfum verið beðin um það. Förum kannski í það í haust.“ Langar að búa á Íslandi Barði er búinn að vera með aðra löppina í París lungann úr árinu og þá yfirleitt búið hjá vinum eða á hót- elum. Nú segist hann þó ætla að leigja sér íbúð til að geta látið fara almennilega um sig, enda eigi hann eftir að eyða talsverðum tíma út á næstu mánuðum. „Mig langar þó ekki búa í Frakklandi, mig langar að búa á Íslandi, það er allt svo miklu einfaldara hér heima.“ Barði vill annars lítið tala um einkalíf sitt. „Það er erfitt að eiga sér einkalíf þegar maður er að vinna í tónlist, vinnudagurinn er langur og vill teygjast úr, það er ekki hægt að hætta í miðju kafi þegar verið er að mixa lag sem verður ekki mixað aft- ur. Svo bætast við sífelld ferðalög, tónleikaferðir og kynningarferðalög og fundir vegna útgáfunnar þannig að ég er ekki mikið heima. Ef ég væri í hljómsveit gætum við skipt viðtölum með okkur en þar sem ég er einn þarf ég alltaf að mæta. Þeir hafa miklar áhyggjur af mér úti, finnst að ég sofi ekki nóg,“ segir Barði og kímir. Það er ekki ofsagt að margar sér- kennilegar sögur hafa farið á kreik um Barða og hann segir að það hafi meðal annars skilað sér í því að síð- ast þegar hann kom hingað til lands frá Frakklandi hafi hann verið tek- inn rækilega í gegn af toll- og fíkni- efnavörðum með fíkniefnahundum og tilheyrandi. „Ég er kannski svo skuggalegur útlits,“ segir hann. Ekki á hann þó einhlíta skýringu á því hvers vegna mörgum finnst hann skrýtinn. „Það er kannski vegna þess að ég er ekkert fyrir „small talk“ og er ekki mikið fyrir að fylgja óskráðum samskipta- reglum. Þessar sögur eru sumar þannig til orðnar að ég bý þær til sjálfur, ég var orðinn svo þreyttur að heyra fólk segja mér hvernig ég væri að ég fór að taka undir sög- urnar og bæta verulega við. Fólk trúir því sem það vill trúa. Ágætt dæmi um það er þegar ég var eitt sinn að vinna mjög mikið og var því lítið innan um fólk, fór í sund á hverjum degi og reglulega í líkams- rækt og síðan í stúdíóið að vinna fram á kvöld. Þegar ég var síðan bú- inn með verkefnið og mætti í sam- kvæmi höfðu menn orð á því hvað ég liti illa út eins og ég hefði verið á stanslausu fylliríi allan tímann.“ arnim@mbl.is Hljómsveitin Öpp Jors: Barði og Lárus Magnússon. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 B 3 S T E I N   Ó #8 SPRENGISANDUR ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.