Morgunblaðið - 26.10.2003, Side 11

Morgunblaðið - 26.10.2003, Side 11
strönd í þessum bæ. Garachico er vinalegur bær og landslagið í kring tilkomumikið. Í fjöruborðinu er búið að útbúa mjög skemmtilegan bað- stað í kletti sem gengur út í sjó. Sjórinn hefur með tímanum sorfið klettinn og þar geta bæjarbúar nú baðað sig í litlum náttúrulaugum. Í miðbænum er fallegt markaðs- torg. Þar var líf og fjör þennan dag sem við vorum á ferðinni. Fólkið úr nálægum sveitum var að selja afurð- ir sínar, einkum matvörur eins og vín, heimabakað brauð og sultur. Þarna lék einnig skemmtilega sam- sett hljómsveit þjóðlega tónlist sem unun var að hlusta á. Litlar stelpur í þjóðbúningum sungu og fullorðnar konur og karlar léku undir á gítara og önnur strengjahljóðfæri.“ Innfluttur sandur á ströndinni Þorfinnur mælir einnig með heimsókn til höfuðborgar eyjarinnar sem er Santa Cruz. „Þennan part úr degi sem við dvöldum þarna upplifðum við þetta sem nokkuð vinalega borg. Við sáum ekki mikið af henni nema hvað við gengum upp eina helstu versl- unargötu borgrinnar sem er bæði falleg og með ágætum verslunum fyrir þá sem hafa gaman af því að skoða í búðir. Spölkorn norður af borginni er svo stór og falleg sandströnd sem fólk hefur gaman af að heimsækja. Flestar strendurnar á Tenerife eru með svörtum sandi en þessi er sem- sagt með ljósum sandi sem var flutt- ur inn frá Sahara.“ Úlfaldasafarí og kúrekagarður Þegar hann er spurður hvort nóg sé af afþreyingarmöguleikum fyrir fjölskyldufólk kemur í ljós að það eru einna helst dýragarðar og vatnsrennibrautagarðar. „Þarna eru tveir mjög fallegir og passlega stórir dýragarðar. Annar er Loropark, sem var upprunalega páfagaukagarður. Þar hafa hins vegar bæst við ýmsar fleiri dýrateg- undir. Hinn dýragarðurinn heitir Las Aguilas og er tiltölulega stutt frá Playa de las Americas. Þar eru til dæmis órangútanar, hvít ljón og tígrisdýr og skallaernir. Gróður er mikill í báðum görðum, risavaxnir kaktusar og léttilega hægt að eyða heilum degi í báðum þessum görðum. Þá er hægt að spóka sig í vatnsrennibrautagarði ef fólk vill hvíla sig á sandinum á ströndinni. Á eyjunni er einnig hægt að bregða sér í úlfaldasafarí eða heim- sækja kúrekagarð svo dæmi séu tekin. Þorfinnur segir að sér hafi fundist tvær vikur passlega langur tími til að dvelja á Tenerife. „Sá tími dugar til að skoða það helsta sem eyjan hefur upp á að bjóða og nægur tími gefst einnig til að njóta sólarinnar og strandlífsins.“ Ljósmynd/Þorfinnur Sigurgeirsson Í bænum Garachico er skemmtilegur baðstaður í klettinum sem gengur út í sjó. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gunnar Schweizer fyrir utan húsið sitt í Diessen. og eru íslenskir ferðamenn sérstak- lega velkomnir. Á hjólabát milli þorpa Einnig er skemmtilegt að fara nið- ur að vatninu sem bærinn stendur við. Þar er einstaklega fallegt um að litast og á sumrin fer fólk gjarnan í sólbað og skemmtir sér við alls kyns vatnaíþróttir. Hægt er að sigla um vatnið með stórum hjólabátum til annarra þorpa en þeir koma á reglulegum tímum nokkrum sinnum yfir daginn. Um borð er hægt að fá sér ljúffengar veitingar meðan dáðst er að fallegu landslaginu en það tekur um klukku- tíma að sigla yfir vatnið endilangt.  Tinverslunin og kaffihúsið Herrenstrasse 17 Diessen am Ammersee Bæjaralandi Þýskalandi Síminn er 0049 8807350. Flestar strendurnar á Tenerife eru með svörtum sandi. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 B 11 ferðalög

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.