Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 9
Tímarit um Boston á Netinu: www.bostonmagazine.com FLUGLEIÐIR fljúga allt að 83 sinn- um í viku til þrettán áfangastaða þegar mest er síðari hluta vetrar og yfir háveturinn allt að 70 sinnum í viku. Guðjón Arngrímsson upplýs- ingafulltrúi Flugleiða segir að mikið framboð á flugi með Flugleiðum á veturna byggist á leiðakerfi flug- félagsins þar sem fluginu til og frá landinu er blandað saman við al- þjóðlega farþegaflutninga milli Evr- ópu og Bandaríkjanna. Helsta nýjungin í vetraráætluninni nú er að við bætast kvöldflug til og frá London á þriðjudögum og mið- vikudögum. „Þessi viðbótarflug koma sér vel fyrir ýmsa sem eru að fara í styttri ferðir til London, ekki síst viðskiptafarþega.“ Þá segir Guðjón að bætt sé við einu flugi á viku til Orlando og verð- ur flogið þangað þrisvar í viku í allan vetur. Flug Flugleiða til Orlando nýt- ur að sögn Guðjóns vaxandi vin- sælda meðal Íslendinga en einnig á Norðurlöndum og í Skotlandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugleiðir fljúga til þrettán áfangastaða í vetur. Flugleiðir bæta við kvöldferðum til London  Undanfarið hefur verið mikill uppgangur hjá lággjaldaflugfélögum sem fljúga frá Kaupmannahöfn. Nýlega bauð Sterling far- þega númer milljón velkominn um borð en á fyrstu níu mánuðum ársins jókst farþega- fjöldi á vegum flugfélagsins um 39%. Rúm- lega 360.000 farþegar hafa bókað með lág- gjaldaflugfélagi SAS, Snowflake, og flugfélagið Easy Jet kynnti nýlega nýjan áfangastað sem boðið verður upp á frá Kaupmannahöfn en það er Newcastle. Nú þegar flýgur flugfélagið þrisvar á dag milli Kaupmannahafnar og London. Frá og með 30 maí á næsta ári mun írska flugfélagið Aer Lingus bjóða á ný flug frá Kaupmannahöfn til Dublin á Írlandi. Flug- félagið hætti með flug til og frá Kaupmanna- höfn árið 2000 en hefur nú ákvaðið að bjóða upp á þær ferðir að nýju. Í mars mun Snowflake hefja flug frá Kaup- mannahöfn til Ankara, Beirút, Skopje, Split og Valetta á Möltu. Flogið er til ótal áfangastaða frá Kastrup-flugvelli. Stöðugt fleiri velja lággjaldaflugfélög  Hótelkeðjan Accor hyggst reisa nýja hótel- keðju undir nafninu Base. Hótelið á að höfða sérstaklega til ferðalanga sem ferðast alla jafna ódýrt og gista á farfuglaheimilum eða álíka gististöðum. Undir rúmum verður komið fyrir skúffum sem hægt er að læsa og eiga að rúma stóran bakpoka. Nettenging verður í hverju herbergi. Fyrstu hótelin verða í Ástralíu og Asíu. Bakpokinn fer í læsta skúffu undir rúmið J ón Jónsson á Kirkjubóli á Ströndum var kjörinn ferðafrömuður ársins í vikunni. Titilinn hlaut hann m.a. fyrir starf sitt við sögu- sýningu um galdra og galdramenn á Ströndum, fyrir að hafa yfirum- sjón með upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík, að stofna Sauðfjársetr- ið á Ströndum og fyrir að hafa þró- að Vestfjarðavefinn. „Nú er fyrsta áfanga þessara verkefna lokið og þá er bara að snúa sér að næsta áfanga,“ segir Jón. Sýning í kotbýli í Bjarnarfirði „Galdrasýningin á Hólmavík hefur verið opin í þrjú ár og nú er- um við að undirbúa opnun annars áfanga sýningarinnar, það er í Bjarnarfirði á Ströndum. Þar reis- um við kotbýli kuklara frá 17. öld þar sem meiningin er að vera með upplifunarsýningu á verndar- göldrum bænda. Þeir snerust mik- ið um að létta bændum lífið eins og að passa að tófa biti ekki lömb eða kýr hættu ekki að mjólka.“ Jón segir að stefnt sé að því að opna kotbýlið formlega næsta sumar en það velti þó á fjárhags- legri stöðu Galdrasýningarinnar á Ströndum. Þá segir hann að verið sé að þróa rekstur upplýsingamið- stöðvar á Hólmavík. „Við höfum unnið í að dreifa upplýs- ingum skipulega og útrýma úrelt- um upplýsing- um um Strandirnar. Í haust var ákveðið að hafa upplýsingamið- stöðina opna allan ársins hring en það er mikill áhugi meðal Stranda- manna á að fá ferðamenn hingað utan háannatíma enda mikil nátt- úrufegurð hér á veturna og við höfum margt upp á að bjóða.“ Sauðfjársetri breytt í safn Jón segir að þessa dagana vinni hann að því að breyta Sauðfjár- setrinu í safn og að afla tilskilinna leyfa til þess. „Við opnuðum Sauð- fjársetrið sumrið 2001 og rákum það einnig sl. sumar og þá með svipuðu sniði. Fyrir næsta sumar ætlum við að gera átak í að bæta sýningarnar og auka ýmsar uppákomur í tengslum við sýninguna í Sævangi. Við höfum verið að fikra okkur áfram með fjölskylduvænar uppá- komur, fjörudaga, hrútaskoðunar- daga, dráttarvéladaga og leikja- daga svo dæmi séu tekin og langar til að þétta þessa dagskrá heilmik- ið. Næsta sumar verðum við með furðuleika á dagskrá þar sem þrautir og leikir verða á dagskrá og svo verðum við til dæmis með meistaramót í hrútaþukli.“ Ferðaþjónusta utan háannatíma Jón segir að á næstu vikum taki Vestfjarðavefurinn miklum breyt- ingum. „Við höfum verið að endur- skoða vefinn og munum leggja mun meiri áherslu á ferðaþjónustu utan háannatíma en áður. Það er nefnilega ýmislegt hægt að gera fyrir vestan allan ársins hring og Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa einsett sér að gera átak í að bæta þjónustu við ferðafólk utan há- annatíma, þ.e. hásumarsins. Þessa möguleika í afþreyingu og gistingu munum við kynna á vef Vestfjarða, segir Jón að lokum. Ferðafrömuður ársins, Jón Jónsson á Kirkjubóli, sinnir ýmsum verkefnum Meistaramót í hrútaþukli Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsd. Jón Jónsson  Upplýsingamiðstöðin Kirkjubóli Ströndum Tölvupóstfang: info@holmavik.is Sími: 451-3111 Vestfjarðavefurinn: www.vestfirdir.is Endurbættur Vestfjarða- vefur, opnun kotbýlis undir galdrasýningu og bætt þjón- usta við ferðamenn utan há- annatíma. Þetta er meðal verkefna sem ferðafrömuður ársins, Jón Jónsson, vinnur að um þessar mundir. Næsta sumar verður gestum Sauðfjársetursins á Ströndum boðið upp á ýmsar fjölskylduvænar uppákomur. Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgr. gjöld á flugvöllum). Aðrir litlir og stórir bílar 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið - Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU gisting í Kaupmannahöfn frá DKK 90,- www.gisting.dk sími: 0045 32552044 Þegar þú ferðast ferðastu þá með AVIS Verð pr. dag kr. 2.700 M.v. lágmarksleigu 7 daga Opel Corsa eða sambærilegur Við gerum betur AVIS Sími 591 4000 www.avis.is Frankfurt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.