Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 B 5 ESPOLIN-NAFNIÐ er velþekkt í Noregi, en það virð-ist vera að hverfa á Íslandi.Ég kom hingað til lands tilað leita uppi ættingja mína og skoða þá staði sem helst komu við sögu Jóns Espólíns Jónssonar og Gísla Espólíns bróður hans, sem var forfaðir minn. Mér kom mjög á óvart hve lítt Íslendingar hirða um að halda nafni Jóns á lofti. Engar skráðar upp- lýsingar eru um hann á fæðingarstað hans eða dánarstað, en mér þótti vænt um að sjá að hann er meðal þeirra sagnaritara sem nefndir eru á vegg Þjóðmenningarhússins.“ Norðmaðurinn Gisle Espolin John- son er alnafni forföður síns, Gísla Espólíns Jónssonar. Sá var bróðir sagnaritarans Jóns, eins og áður sagði. Gísli fæddist 1758 og lærði í Danmörku, líkt og yngri bróðir hans. Hann kvæntist Charlotte Marthinu Barth frá Ryfylki í Noregi og frá þeim er kominn ættleggurinn Espolin Johnson í Noregi. Gisle hinn norski ferðaðist í tíu daga um Ísland nú í september. Hann ók fyrst til Búða, þar sem Jón Jak- obsson, faðir Jóns og Gísla, bjó. „Ég hélt að þarna væri bær, en fann bara agnarsmáa, svarta kirkju og stórt hótel,“ segir hann undrandi. Þessu næst lá leiðin til Dýrafjarð- ar, þar sem langafi hans, Lauritz Berg, rak hvalstöð á árunum 1890 til 1903. Undir lok ferðarinnar ók Gisle um Austfirði, þar sem hann starfaði sjálf- ur sem íþróttakennari árið 1966. En tilgangur ferðarinnar var fyrst og fremst að leita uppi heimildir um Es- pólína fyrr og nú. „Þeir bræður, Jón Espólín og Gísli Espólín, voru háir og sterkir menn, eins og þeir áttu kyn til. Heimildir segja að þeir hafi, líkt og faðir þeirra, verið um tveggja metra háir, sem var afar óvenjulegt á 18. öld.“ Stoltið fylgir ættinni Jón Jónsson skeytti Espólín við nafn sitt og sótti það í bæjarheitið Espihól í Eyjafirði þar sem hann fæddist. Eldri bróðir hans tók nafnið líka upp, „líklega til að minnast upp- runa síns á Íslandi. Hann hefur verið stoltur af uppruna sínum og það stolt hefur fylgt ætt hans í Noregi alla tíð. Við myndum aldrei hætta að nota nafnið, en því miður virðist það vera að deyja út hér á landi“. Gisle segir að í Noregi sé að finna marga þjóðþekkta einstaklinga af Espolin Johnson-ætt. „Í ættbókum okkar er að finna presta og biskupa, baráttufólk í andspyrnuhreyfingunni á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar, málara og rithöfund. Hjá norska sjón- varpinu starfar líka einn Espolin Johnson. Nafnið er því vel þekkt og Espolin Johnson-ættin í Noregi hefur haldið sagnaritun Jóns Espólíns í heiðri með því að skrá alla afkomend- ur Gísla bróður hans. Mig hefur lengi langað að kanna hvað varð um afkom- endur Jóns Espólíns hér á landi.“ Á Blönduósi fann Gisle íslenska ættingja sína, þar á meðal Jón Espól- ín Kristjánsson, sem er áttræður. „Hann virðist vera sá eini sem ber nafnið núna. Mér til mikillar ánægju höfðu þessir ættingjar mínir mikinn áhuga á að fræðast meira um ættina og ég bíð spenntur eftir að heyra frá þeim aftur.“ Espólín-nafnið hefur skotið upp kollinum víðar við grúsk Gisle. „Árið 1962 lést maður að nafni Jon S. Espholin í Kaupmannahöfn. Hver var hann?“ Stórmenna ekki minnst Gisle segir Íslendinga ekki halda nafni þekktra fræðimanna og annarra merkra manna nógu hátt á lofti. „Á fæðingarstað Jóns, Espihóli í Eyja- firði, er enginn minnisvarði um þenn- an mikla sagnaritara. Sama má segja um Frostastaði í Skagafirði, þar sem hann bjó þegar hann lést, engar upp- lýsingar er þar að hafa. Jón var graf- inn á Flugumýri og þar er legsteinn hans svo veðraður að hann er ólæsi- legur. Ég skora á Íslendinga að lag- færa legsteininn, eða setja nýjan. Svona á ekki að minnast stórmenna í íslensku menningarlífi.“ Gisle tekur fram að nafn Jóns sé letrað á vegg Þjóðmenningarhússins ásamt nöfnum átta annarra sagnarit- ara, allt frá Ara fróða. „En betur má ef duga skal. Reyndar virðist þetta vera landlægur siður hér. Hver er þessi víkingur sem stendur uppi á hól í miðbænum? Hvað afrekaði þessi maður sem styttan stendur af á Aust- urvelli? Og hver var þessi nafnlausi prestur sem er á háum stólpa við Dómkirkjuna? Kannski vita allir Ís- lendingar þetta, en þið verðið að hugsa um yngstu kynslóðina og alla gestina sem koma til landsins. Ég rak mig á þetta sama sinnuleysi þegar ég ætlaði að kynna mér íslenska mynd- list, hvergi gat ég séð yfirlitssýningu sem varpaði ljósi á myndlist hér á landi. Þið eigið Listasafn, en þar er ekki slík sýning að staðaldri, jafn sér- kennilegt og það nú er.“ Þótt Gisle hafi engar upplýsingar fundið við minnisvarða Ingólfs Arn- arsonar, Jóns Sigurðssonar og séra Bjarna Jónssonar er hann ánægður með Íslandsheimsóknina. „Mér fannst til dæmis mjög gaman að koma á Espihól. Þegar ég talaði við heim- ilisfólkið þar kom í ljós að ég var sjö- undi Norðmaðurinn sem kom þar í hlað til að leita róta Espolin Johnson- ættarinnar. Ábúendur eru farnir að venjast þessum Norðmönnum sem sniglast í kringum húsið og manna sig svo upp í að banka. Ég hef lengi ætlað mér að koma hingað og leita uppi ætt- ingja mína. Þökk sé Jóni Espólín að við eigum áreiðanlega lengstu sam- felldu ættartölu í heimi. Jón rakti ætt- ir sínar allt aftur til Fornljóts, sem var fylkishöfðingi í Finnlandi 120 ár- um fyrir Krist. Vissulega er hægt að finna ýmsa hnökra á ættartölunni, en þetta er samt skemmtilegt. Ættar- taflan er nokkuð áreiðanleg allt aftur til Ingólfs Arnarsonar, svo ég veit að ég er 31. ættliður frá honum.“ Hvalfangarar og hestar Fjölskylda Gisle kom líka við sögu í Dýrafirði, eins og áður var nefnt. „Langafi minn var með hvalstöð þar í þrettán ár og var svo þrjú ár í Mjóa- firði. Í Dýrafirði stendur enn litla kirkjan, sem var vígð með brúðkaupi Soffíu dóttur hans og Jónatans afa míns. Lífið í Dýrafirði hefur greini- lega verið hið menningarlegasta, eins og Mims, systir ömmu, skráði í bernskuminningum sínum frá Ís- landi. Hún nefnir meðal annars að þangað hafi stundum komið rann- sóknarskip með norskum, dönskum og frönskum vísindamönnum. Karl prins, sem síðar varð Hákon konung- ur VII., kom eitt sumarið og annað kom vísindamaðurinn og pólfarinn Fridtjof Nansen. Langafi minn gaf honum og Evu konu hans tvo íslenska hesta, sem vöktu mikla athygli þegar þeir drógu lítinn hestvagn þeirra hjóna um götur Óslóar.“ Gisle Espolin Johnson hefur starf- að sem stjórnunarráðgjafi undan- farna áratugi, en er nú að mestu sest- ur í helgan stein og hefur því rýmri tíma en áður til að huga að ættartöl- um. Hann hefur sent frá sér bók um stjórnun og er með aðra í smíðum. Kannski eru bókaskrif í blóðinu. Jón Espólín Jónsson var einn afkastamesti sagnaritari sem Íslendingar hafa átt. Hann fæddist árið 1769, sonur Jóns sýslumanns Jakobssonar sýslumanns að Espihóli og konu hans, Sigríðar Stefánsdóttur. Jón fór tví- tugur til náms við Kaupmannahafnarháskóla og lauk lögfræðiprófi þremur árum síðar. Hann varð fyrst sýslumaður í Snæfellsnessýslu, þá Borgarfjarð- arsýslu og loks Skagafjarðarsýslu. Hann kvæntist Rannveigu Jónsdóttur að Vatnshorni í Haukadal, Egilssonar. Sonur þeirra var séra Hákon á Kolfreyju- stað. Líklega eru þekktustu rit Jóns Espólíns Árbækur Íslands, en eftir hann liggur fjöldi annarra rita, m.a. Ættartölubók, auk þýðinga. Hann ritaði sjálfur Sögu Jóns Espólíns hins fróða á dönsku, en hún kom út í Kaupmannahöfn rúmum 60 árum eftir dauða hans, í þýðingu Gísla Konráðssonar. Jón Espólín andaðist snögglega á ferð nálægt Flugumýri í Skagafirði 1. ágúst 1836. Jón Espólín Norskur Espólín í leit að upprunanum Norðmaðurinn Gisle Espol- in Johnson er alnafni for- föður síns, Gísla Espólíns Jónssonar, bróður Jóns Espólíns hins fróða. Hann sagði Ragnhildi Sverr- isdóttur frá ferð sinni á heimaslóðir Espólína. Morgunblaðið/Jim Smart Gisle Espolin Johnson er ánægður með Íslandsferð á slóðir Espólína. rsv@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.