Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 7
hvert ár og rétt um tveggja mánaða skeið yfir sumartímann. Guðjón segir að þungi stjórnmálabaráttu Ís- lendinga á 19. öld hafi verið í Kaupmannahöfn. „Það má segja að sjálfstæðisbaráttan hafi byrjað í Kaupmannahöfn, með Baldvini Einarssyni, Fjölnismönnum, Jóni Sigurðssyni og öðrum sem þar bjuggu. Ég held að áhugi Íslendinga heima á Íslandi og almenn þátttaka þeirra í stjórnmálum á 19. öld hafi lengst af verið afar lítil. Kosninga- réttur var mjög takmarkaður og andúð á Alþingi ríkti víða meðal bænda. Mönnum þótti það bara kostnaðarauki því kostnaðurinn af þinghaldinu lagðist sem skattur á bændur. Mörgum þótti líka lítill sýnilegur árangur af þinghaldinu. Mér sýnist hins vegar meginárangurinn af því sem Jón Sig- urðsson áorkaði hafa verið að búa til grundvöll fyrir Íslendinga til að standa á, án þess að þeir þyrftu að líta á sig eins og einhverja ölmusuþjóð. Þeir voru mjög fátækir og Danir þurftu að borga árlega af Íslandi, samkvæmt reikningum. Jón bjó hins vegar til kerfi, sem byggði á sögulegum rétti um skuldaskil Íslendinga og Dana og dró fram rök fyrir því allt aftur til Gamla sáttmála 1262. Kóngurinn hafði tekið yfir biskupsstólana og klaustrin og lagt eign sína á allt það jarðagóss sem fylgdi þessu við siðbreytinguna. Einnig reiknaði Jón hið mikla tjón sem Íslendingar höfðu beðið af einokunarversluninni. Jón gerði síðan kröfur til Dana á þessum grundvelli og reiknaði út að þeir skulduðu Íslendingum stórfé og þetta þyrfti að gera upp. Danir viðurkenndu þetta að vísu aldrei, en Jón fékk Íslendinga til að trúa á reikningsaðferð sína og að standa því með höfuðið hátt í stað þess að heimta af Dönum að þeir borguðu með sér. Smám saman vekur hann þannig sjálfstraust og aukið stolt hjá þjóð sinni.“ Guðjón telur að þetta hafi átt drjúgan þátt í að Íslendingar fóru smám saman að taka atvinnu- vegina, svo sem verslunina, í eigin hendur og nú- tímavæða landið. Þegar þarna var komið sögu okkar hafði þjóðin búið við vesæld og mikla fá- tækt um langan aldur. „Ég held að Jón Sigurðs- son hafi átt stærstan þátt í að móta nýja sjálfsvit- und Íslendinga, sem á sinn þátt í að nú standa þeir uppi sem ein ríkasta þjóð í heimi. Það var mikið afrek á þessum tíma, því þetta var svoddan kotungslýður í raun og veru. Fullir minnimátt- arkenndar, staðnaðir í atvinnuháttum, bláfátæk- ir, afskekktir og skítugir.“ Guðjón segir að Jón hafi ekki einungis beitt rökum í áróðri sínum, heldur einnig skapað nokkra persónudýrkun um sjálfan sig. „Hann bjó sér til þessa landsföðurlegu ímynd sem þeir þurftu á að halda á þessum tíma. Þetta urðu eins konar trúarbrögð. Jón var afar flinkur maður og klókur. Margir af stjórnmálaforingjum Íslend- inga á þessum árum voru ærið brokkgengir en Jón hélt alltaf ró sinni og virðingu. Hann hljóp aldrei neitt stórkostlega útundan sér, sleppti sér ekki, var alltaf yfirvegaður í því sem hann tók sér fyrir hendur og enginn öfgamaður sem tíðarand- inn kannski bauð upp á.“ Merkur vísindamaður Guðjón bendir á að Jón hafi ekki einungis verið stjórnmálamaður heldur einnig fremsti fræði- maður og vísindamaður Íslendinga á sínum tíma. „Jón naut mikils álits í Danmörku sem fræðimaður. Þess vegna gat hann lifað þar, þótt hann fengi aldrei fast embætti. Hann var eftirsóttur í sambandi við heimildafræði, handritafræði og útgáfu á fornum textum. Mikill áhugi var á ís- lenskum fræðum í Danmörku á þessum tíma því Danir sjálfir voru að leita að þjóðernisrótum sínum og heimildir um þær var meðal annars að finna í íslenskum handritum. Sennilega hefði Jón Sigurðsson ekki notið sín hér heima við þessi störf. Íslensk skjöl, fornbréf og handritin voru að mestum hluta í Kaupmannahöfn. Margt af því var síðar flutt heim í sambandi við upp- gjör Dana við Íslendinga. Það var hans líf og yndi að vinna að þessu. Hann hefði sennilega tæplega getað hugsað sér að fara heim. Nema þá að fá eitthvert verulega gott embætti, sem hann reyndar sóttist stundum eftir, en þó með hálfum huga að því er virð- ist. Einu sinni hafnaði hann rektorsembætti við Lærða skólann sem hann var búinn að fá vilyrði fyrir. Hann taldi að það gæti orðið vopn í höndum and- stæðinga hans; þeir myndu halda því fram að hann hefði verið keyptur til að þegja. Þetta var á viðkvæmum tíma í stjórnmálabaráttunni og örugglega líka tilgangur stjórnvalda í Danmörku að múlbinda hann með því að veita honum emb- ætti. Hins vegar hefði Jón ver- ið manna best fallinn til að stjórna Lærða skólanum. Það var ekki völ á betra manni, því hann hafði slíkan myndugleika og var auðvitað af- ar vel menntaður þótt hann hafi aldrei lokið há- skólaprófi.“ Ísland í skiptum fyrir Slésvík Guðjón stundaði rannsóknir bæði á Íslandi og í Danmörku vegna ritunar ævisögu Jóns Sigurðs- sonar. Hann segir að sér hafi komið mest á óvart að finna heimildir um að Danir hafi verið reiðu- búnir að skipta á Íslandi og hinum danska hluta Slésvíkur í samningum við Prússa og Austurrík- ismenn sumarið og haustið 1864. „Fundagerðir ríkisráðs Dana frá þessum árum sýna að miklar umræður urðu um það að tefla Ís- landi fram sem skiptimynt eftir að Danir höfðu tapað stríði fyrir Prússum og Austurríkismönn- um og tapað Slésvík og Holtsetalandi. Saga Dana á 19. öld er í rauninni samfelld hörmungarsaga, því ríki þeirra var stöðugt að skreppa saman. Það má betur skilja samskiptasögu Danmerkur og Ís- lands í tengslum við þá þróun alla. Danir höfðu misst Noreg 1814 til Svía, sem var mikið áfall, en þeir voru vitlausu megin í Napóleonsstríðunum. Svo hernema Prússar Slésvík og Holtsetaland 1864. Þar bjó ein milljón af tveimur og hálfri milljón íbúa í öllu Danaveldi. Að auki voru þetta einhver ríkustu landsvæði ríkisins. Þarna var meiri iðnaður og verslun og borgamyndun komin lengra en annars staðar í Danmörku. Það var því gríðarlegt áfall fyrir Dani að missa þetta svæði. Á sama tíma voru ekki nema 60–70 þúsund íbúar á Íslandi. Danir töldu að þeir þyrftu að borga með Íslandi. Ísland var Dönum því ekkert mikilvægt, þannig séð. Hins vegar var það ef til vill kappsmál fyrir þá, ímyndarlega séð, að halda saman leif- unum af ríkinu. Það verður að skilja Dani út frá því. Meirihluti hertogadæmanna Slésvíkur-Holt- setalands var þýskumælandi en töluverður hluti af Slésvík var þó byggður dönskumælandi fólki. Í friðarviðræðunum í Vínarborg, í kjölfar ósigurs Dana fyrir Bismarck, kemur upp sú hugmynd að bjóða fram Ísland sem skiptimynt gegn því að Danir fengju haldið hinum danska hluta Slésvík- ur.“ Guðjón segir að þetta tilboð Dana hafi verið mjög viðkvæmt mál á sínum tíma og farið með það eins og mannsmorð. Um það urðu heitar um- ræður í ríkisráði Dana og ákveðið að taka Ísland út úr leiðbeiningum sem samningamenn Dana fóru með til Vínarborgar. Hins vegar var þeim fengið sérstakt trúnaðarbréf þar sem þeim var gefin heimild til að bjóða fram Ísland. „Þetta var gert til að Íslendingar fréttu þetta ekki. Það var vitað að ef þetta fréttist þá yrðu Íslendingar arfa- vitlausir. Þetta var örvæntingarútspil Dana, síð- asta tilraun þeirra í gjörtapaðri stöðu en Prússar litu ekki við tilboðinu. Niðurstaðan varð sú að Prússar héldu því sem þeir höfðu tekið og Danir sátu eftir með sárt ennið – og Ísland!“ Guðjón segir ljóst að ef Prússar hefðu gengist inn á þetta þá hefði Íslandssagan orðið allt önnur. Líklega hefði Ísland þá verið þýsk nýlenda í styrjöldum 20. ald- arinnar. Það hefði breytt miklu um stríðsrekstur Þjóðverja á Atlantshafinu. Guðjón segir að þótt þetta hafi ekki frést meðal Íslendinga al- mennt sé þó hugsanlegt að Grímur Thomsen, skrifstofustjóri í danska utanríkisráðuneytinu, og Oddgeir Stephensen, forstöðumaður íslensku stjórnardeildarinnar, hafi vitað þetta. „Hins vegar voru Íslendingar mikið að velta því fyrir sér um þessar mundir í sendibréfum sín á milli að Danaveldi væri að líða undir lok. Því yrði skipt upp sem herfangi milli stórveld- anna. Svo aumt var það orðið. Og hvað yrði þá um Ísland. Þeir eru að velta því fyrir sér hvort það komi í hlut Frakka, Breta, Þjóðverja eða jafnvel Svía.“ Virtur foringi og fræðimaður Við ævilok Jóns Sigurðs- sonar í desember 1879 kom berlega í ljós hve mikils álits hann naut í Danmörku og víðar. Greint var frá láti hans, ævi og vísindastörfum í löngum greinum á forsíðum helstu dagblaða. Þar kemur glöggt í ljós að hann var virtur vís- indamaður en umdeildur sem stjórnmálamaður. Minning- arathöfn um Jón var haldin í Garnisonskirkju við Pláss Heilagrar Önnu laugardag- inn 13. desember. Þann dag voru felldir niður þingfundir í danska þinginu og margir framá- menn voru við athöfnina. Þar má nefna forseta beggja þingdeilda danska þingsins, fulltrúa kon- ungs, ráðherra og marga af helstu fræðimönnum Dana. „Það hafði oft verið ráðist harkalega á Jón í dönskum dagblöðum en þarna sér maður hvers álits hann hefur notið í raun og veru,“ segir Guð- jón. „Íslendingar held ég að hafi almennt verið sammála um að hann hafi verið mikilmenni. Steingrímur Thorsteinsson skrifar, þegar hann fréttir andlát Jóns, að það sé ekki nema á nokk- urra alda fresti sem þjóðum fæðist mikilmenni. Hann telji sig heppinn að hafa verið uppi á þeim tíma sem eitt slíkt fæddist og hafa náð að kynnast því. Það var Jón Sigurðsson. Þó var Steingrímur ekki alltaf sammála Jóni meðan báðir lifðu.“ Undanförnum árum hefur Guðjón varið til ævi- sagnaritunar. Fyrst ævisögu Jónasar frá Hriflu, síðan ævisögu Einars Benediktssonar og nú lýk- ur ritun sögu Jóns Sigurðssonar. En hvað tekur nú við? Guðjón segir ýmislegt í farvatninu, en of snemmt að upplýsa hvaða stórverkefni hann ræðst í næst. Hann segist þurfa að ljúka ýmsum smáverkefnum sem setið hafa á hakanum. „Ég hef eingöngu unnið að sögu Jóns undanfarin þrjú ár og var þar af heilan vetur í Kaupmannahöfn. Það var eiginlega þrennt sem dró mig þangað. Að komast í rétta stemmningu, að leita heimilda í dönskum söfnum og í þriðja lagi til að kynna mér danska sögu frá þessu tímabili. Jón er hluti af dönsku umhverfi og danskri stjórnmálsögu. Allar hugmyndir hans eru sprottnar úr þeirri hug- myndagerjun sem var í Danmörku og Evrópu á þessum tíma. Íslenska sjálfstæðisbaráttan er því angi af evrópsku fyrirbæri, því sem var að gerast í samtímanum. Jón hefði ef til vill aldrei orðið það sem hann varð hefði hann ekki verið þarna í deiglunni miðri – í Kaupmannahöfn.“ ðimaður Úr hornstofu Jóns og Ingibjargar. Á heimili þeirra var mjög gestkvæmt og oft glatt á hjalla. Danakonungur sæmdi Jón Sigurðs- son þessum riddarakrossi Danne- brogsorðunnar á nýársdag 1859. Var það til merkis um stefnubreytingu stjórnarinnar gagnvart Jóni. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 B 7 „UNGUR stúdent, Björn M. Ólsen, kemur til Kaupmannahafnar sumarið 1872. Hann hefur undanfarin ár búið á heimili Þórðar Jónassens assessors í Reykjavík, eins hinna konungkjörnu þingmanna. Þórði finnst ástæða til að vara unga manninn við að lenda í slæmum félagsskap í Kaupmannahöfn og segir meðal annars: „Við Jón Sigurðsson skaltu vera blátt áfram en að öðru leyti ekki við hann eiga …“ En Björn M. Ólsen gerir einmitt þveröfugt. Hann snýr sér beint til Jóns Sigurðssonar um leið og hann kemur til Hafnar og áður en varir er hann kominn í miðjan hóp hinna róttæku Geir- unga. Björn segir í endurminningum um Jón: „Jón Sigurðsson var enn í fullu fjöri um þess- ar mundir og bar ægishjálm yfir alla Íslendinga í Kaupmannahöfn. Við hinir ungu menn trúðum beinlínis á hann og flykktumst undir merki hans með eldmóði æskunnar. Af því leiddi auðvitað að við lögðum fæð á þá menn sem höfðu barist á móti honum, t.d. Gísla Brynjúlfsson. Jón sýndi okkur líka einstaka góðvild og hjálpfýsi, ef á lá, og gestrisni hans við Íslendinga var framúrskar- andi. Hann hafði opið hús, að mig minnir einu sinni í viku … og var þá oftast fjölmennt hjá hon- um af Íslendingum, einkum þó af hinum yngri mönnum. Við komum oftast um klukkan sjö því að við vissum að Jón tók sér venjulega hvíld um það leyti dags frá störfum sínum og vann sjald- an eftir þann tíma. Bæði voru þau hjón samvalin í því að fagna gestum. Jón sat oftast við skrif- borð sitt, þegar við komum, og var að starfa, lesa eða skrifa, klæddur í langan slopp ystan klæða, með vestið flakandi frá sér, en innan und- ir vestinu skein í snjóhvíta ermaskyrtu. Hann stóð upp, jafnskjótt sem gestirnir komu, fagnaði þeim og bauð þeim til sætis í legubekk sem stóð við einn vegg stofunnar og á stólum kringum ávalt borð, sem stóð fyrir framan legubekkinn, en sjálfur flutti hann skrifborðsstól sinn að öðr- um borðsendanum og settist í hann. Var þá skrafað og skeggrætt þangað til húsfreyja kom inn og bauð mönnum til borðs. Á borðum var alltaf íslenskur matur alls konar og geta Íslend- ingar, sem í Höfn hafa verið, getið nærri, hvílíkt sælgæti það þótti, einkum þar sem maturinn var kryddaður með skemmtilegum samræðum og ljúfu viðmóti húsbændanna. Eftir mat gengu menn aftur inn í skrifstofu Jóns og settust eins og áður kringum borðið. Þá voru boðnir vindlar, langir og mjóir, fremur léttir en bragðgóðir, sér- stök tegund sem Jón alltaf reykti. Síðan var framreitt púns, blandað í könnu, ljúffengt en fremur veikt, að því er sumum þótti. Tókust þá fjörugar samræður en hrókur alls fagnaðar var húsbóndinn, hvort sem hann talaði „eins og sá sem vald hafði“ um íslensk stjórnmál eða miðl- aði okkur hinum yngri mönnum af hinum óþrot- legu fjársjóðum þekkingar sinnar í sögu Íslands, bókmenntum þess og málfræði eða hann kryddaði samtalið með græskulausu gamni.“ Og Björn M. Ólsen heldur áfram: „Mér stendur hann enn í dag lifandi fyrir hug- skotssjónum þar sem hann sat fyrir borðsend- anum, hallaði sér aftur í skrifborðsstólinn og teygði frá sér fæturna inn undir borðið, með flakandi vesti, í ljómandi hvítri ermaskyrtu og með sloppinn hangandi niður beggja megin við stólinn með vindil í annarri hendi en hina hönd- ina oftast í buxnavasanum með bros á vör og í hýru skapi.“ Jón Sigurðsson hefur mikið yndi af kveðskap og raular stundum fyrir munni sér vísur eða við- lög við forn danskvæði, svo sem Ása gekk um stræti, er hann situr við vinnu sína. Honum er líka tamt að hafa slíkan kveðskap yfir í sam- tölum eða skrifa út á spássíur. Oft er kveðskap- urinn af léttara taginu, glettinn eða tvíræður.“ Úr síðara bindi ævisögu Jóns Sigurðssonar eftir Guðjón Friðriksson. Útgefandi er Mál og menning. Í Jónshúsi gudni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.