Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög Í SUMAR fóru hjónin Þorfinnur Sigurgeirsson og Helene Lauz- on til Kanaríeyja ásamt börn- unum Díu 16 ára og Degi 4 ára. Þau fóru ekki á hefðbundnar Ís- lendingaslóðir sem eru á eyjunni Gran Canaria heldur var það eyjan Tenerife sem varð fyrir valinu. „Þetta sumarið langaði okkur til að fara eitthvert þar sem við gætum bæði slakað á í sólinni og skoðað okkur eitthvað um. Við áttum orðið töluvert af ferðapunktum hjá Flug- leiðum sem við gátum nýtt okkur til London. Þaðan var síðan hægt að fljúga ódýrt til Tenerife enda varð maður var við að Bret- ar eru fjöl- mennustu ferðamenn- irnir á þessum slóðum. Við gistum í tvær nætur í London og flugum þaðan til Tenerife með Monarch-flugfélag- inu. Fyrri vikuna gistum við í litlu þorpi sem heitir Las Galletas og er skammt frá flugvellinum. Seinni vikuna vorum við á aðalferðamanna- staðnum, Playa de las Americas. Fyrri vikuna leigðum við okkur bíl og vorum þá dugleg að skoða okkur um og það fannst mér skemmtilegasti hluti ferðarinnar.“ Þorfinnur segir að þau hafi m.a. far- ið upp á topp hæsta fjalls Spánar sem heitir El Teide og er 3.718 metra hátt. „Við ókum eftir þröng- um og hlykkjóttum vegi upp fjallið en tókum svo kláf síðasta spölinn, en hæsti hluti fjallsins er nú þjóðgarð- ur. Það var tilkomumikið útsýni sem blasti við af toppnum og maður fann líka hvað loftslagið var talsvert þynnra þarna uppi.“ El Teide er gamalt eldfjall og var ekki laust við að bæði lyktin og landslagið minnti hann á Ísland, svartar hraunbreiður niður eftir hlíðunum. „Einn daginn ókum við svo um vesturhluta eyjarinnar og í gegnum marga misáhugaverða smábæi. Sá eftirminnilegasti var smáþorpið Masca. Það sem gerir þetta þorp svo sérstakt er landslagið sem um- lykur það. Þorpið liggur í djúpum og bröttum dal sem er umkringdur þverhníptum klettabeltum. Það voru fáir þarna á ferli þegar okkur bar að garði. Þarna er fallegur veit- ingastaður sem mælt er með í hand- bókum en hann var lokaður þegar við hugðumst gera okkur heima- komin. Það getur tekið á taugarnar fyrir lofthrædda að keyra þarna því veg- irnir eru bæði þröngir og hlykkjóttir utan í bröttum hlíðunum.“ Laugar frá náttúrunnar hendi Á norðurströnd eyjarinnar segir Þorfinnur að sé bær sem heitir Gar- achico en það er strandbær sem er undir háu klettabelti. „Þessi bær er vel þess virði að heimsækja. Hann er ekki undirlagður af nútímahót- elum eins og svo margir strandbæir á eyjunni enda ekki hefðbundin Eyddu sumarfríinu á eyjunni Tenerife Sérkennilegur baðstaður og þjóðlagatónlist Helene, Dagur, Dia og Þorfinnur í fríinu á Tenerife. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Falleg og rómantísk stemmning á bökkum Ammersee-vatns í Diessen. Þ að þekkja allir íbúar í Dies- sen blámálaða húsið sem stendur ofarlega í bænum því þar er sérstök verslun sem er full af alls kyns fallegum munum úr tini af öllum stærðum og gerðum þótt aðaláherslan sé lögð á fíngerða skrautmuni. Inn af versl- uninni er svo lítið kaffihús, Zinn- Café, og þar er meðal annars boðið upp á heimabakaðar kökur og fleira góðgæti. Eigandinn er hálfíslenskur, Gunn- ar Schweizer. Vinnustofa Gunnars er ekki stór en þar býr hann til allt mögulegt skraut úr tini, til dæmis skraut á jólatré og litla karla og kerlingar og alls kyns trúarlegar myndir í gömlum stíl. Það er gaman að sjá hvað Gunnar hefur gert mikið af fallegum hlutum úr tini. Tinið er hitað í sérstökum hitapotti, en nauð- synlegt er að hitastigið sé rétt. Því er síðan hellt í steypumót sem hægt er að nota aftur og aftur. Þegar grip- irnir eru svo teknir úr mótinu tekur málningarvinnan við en það getur verið mikið verk að mála þessa litlu muni sem geta verið alveg ótrúlega fínlegir. Elsta mótið sem Gunnar er með er frá 17. öld, en það er stór spenna sem hefðarmenn notuðu framan á skóna sína og var þetta að- alsöluvaran á þeim tíma. Í dag selst mest af jólaskrautinu og almennt þessum litlu munum, sem aðallega eru fluttir út til Bandaríkjanna. Tinsmíðar í meira en 200 ár Gunnar er sonur hjónanna Þor- bjargar Jónsdóttur hjúkrunarkonu og dr. Brunos Schweizer málfræð- ings. Þau gengu í hjónaband á Ís- landi árið 1938, en fluttust skömmu seinna til Þýskalands og settust fyrst að í Dortmund í Westfalen, en síðan í Diessen í Bæjaralandi. Gunnar Schweizer lærði tinsmíðar og tók við fjölskyldufyrirtækinu Ba- bette Schweizer, sem starfrækt hef- ur verið frá árinu 1798. Í bænum býr einnig bróðir hans, dr. Helgi Jón Schweizer, sem er prófessor í sál- arfræði við háskólann í Innsbruck í Austurríki. Diessen er smábær syðst við vatn- ið Ammersee rétt sunnan við München. Fyrr á tímum bjuggu þar aðallega listamenn og fiskimenn, en í dag er þetta rólegur og fallegur bær. Það er vel þess virði að gefa sér tíma til þess að koma við hjá honum Hér heldur Gunnar á elsta mótinu sem er frá 17. öld, en það er stór spenna sem hefðarmenn notuðu framan á skóna sína. Íslenskar rætur á tinsmíðaverkstæði í Bæjaralandi Fagnar íslenskum ferðamönnum Jólakúla úr tini sem hægt er að hengja á jólatréð. Í Diessen í Bæjaralandi situr Gunnar Schweizer við að búa til skraut úr tini. Brynjar Gauti Sveinsson heim- sótti Gunnar, sem á ættir að rekja til Íslands. Haustfagnaður Göngu-Hrólfs GÖNGU-HRÓLFUR og Úrval-Útsýn hafa staðið fyrir gönguferðum erlendis undanfarin ár. Í ár tóku hátt á þriðja hundrað manns þátt í ferðunum og að vanda ætla Göngu-Hrólfar ársins að halda ærlegan haustfagnað. Fagnaðurinn verður haldinn laug- ardaginn 1. nóvember í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2 og hefst hann kl. 19.30. Ferðir fyrir unglingalið íþróttafélaga ÍT-FERÐIR í Laugardal bjóða upp á ferðir fyrir unglingalið íþróttafélaga, ekki síst í knattspyrnu, handknattleik og körfuknattleik. Sumarið 2003 ferðuðust um 6–700 ungmenni með ÍT-ferðum á alþjóðleg mót, í knattspyrnuskóla eða í æf- ingaferðir til ýmissa staða í Evrópu og Bandaríkjunum. Framboðið fyrir næsta ár liggur nú fyr- ir og í fréttatilkynningu frá ÍT-ferðum kemur fram að fyrir handboltalið er lögð áhersla á Coppa Interamnia í Ter- amo á Ítalíu og Granollers Cup á Spáni. Þá er boðið upp á mót í Þýska- landi um hvítasunnuna en það er hald- ið í borginni Neuss, við Düsseldorf. Fyrir körfuboltaliðin er sem fyrr boðið upp á ferðir á Gautaborgar Basketball Festival sem haldið er í kringum upps- tigningardag, en einnig á mót í Lloret de Mar á Spáni. Þá standa ein- staklingum, hópum og liðum til boða ferðir á körfuboltaskóla, „camps“, í Englandi, í samstarfi við Pétur Guð- mundsson og væntanlega einnig í Bandaríkjunum. Fjölbreyttasta framboðið er fyrir knattspyrnulið, en þar ber hæst knatt- spyrnuskóla Bobby Charlton í Eng- landi, Tivoli Cup í Danmörku, Liver- pool-mótið, USA Cup og tvö mót á Spáni, auk ferða til þeirra Moyes- feðga, David og Kenny í Skotlandi. Þá er einnig á dagskrá VISA REY CUP í Reykjavík. Sælkeraferð til Frakklands FLUGLEIÐIR bjóða upp á sælkeraferð til Frakklands dagana 7.–10. nóvember næstkom- andi. Innifalið í verðinu er flug, gisting í þrjár nætur, rútuferðir, fararstjórn Halldórs E. Laxness, skoð- unarferðir, morg- unverðir, kvöldverðir og skattar. Verðið er 74.970 krónur á mann. Lágmarks- þátttaka er 20 manns.  Frekari upplýsingar um vín- smökkunarferðina er hægt að nálgast hjá hópadeild Flugleiða. Sími 5050406.  Upplýsingar um haustfagnað Göngu-Hrólfs fást í síma 696 6617 eða með því að senda tölvupóst á netfangið magnjon- @simnet.is.  Nánari upplýsingar hjá ÍT- ferðum í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, sími 588 9900, póstfang itferdir@itferdir.is, vef- síða www.itferdir.is Margir smábæir, hæsta fjall Spánar, fallegir dýragarðar og þjóðleg tónlist var meðal þess sem Þorfinnur Sigurgeirsson sá og upplifði þegar hann fór ásamt fjölskyldu sinni til Ten- erife, stærstu eyjarinnar í eyjaklasanum sem kallaður er Kanarí- eyjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.