Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 3
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 B 3 plata grædd undir húðina við eyrað. Síðan fékk hún tæki sem hún ber á eyr- anu, en þetta tæki er í raun tölva með hljóð- nema. „Síðan tók við stíft þjálfunarferli því heila- stöðvarnar þurfa að „læra“ að heyra á þenn- an nýja hátt. Þetta hef- ur gjörbreytt aðstæð- um hennar og auðveldar henni öll tjáskipti. Við erum á leiðinni með Áslaugu í samskonar aðgerð, vonandi á þessu ári.“ Snædís ruddi brautina fyrir Áslaugu Snædís gekk í gegnum meiri erf- iðleika í upphafi veikinda sinna heldur en Áslaug, því hún missti heyrnina miklu hraðar en foreldrar hennar og læknar áttuðu sig á. „Fyrir vikið lét- um við hana byrja í sex ára bekk í venjulegum skóla, sem var mjög erfitt fyrir hana. Það er mjög algengt að krakkar með heyrnarskerðingu sem ekki hafa verið greindir, séu taldir óþekkir með athyglisbrest eða ofvirk- ir. Eiginlega ruddi Snædís brautina fyrir Áslaugu og var nánast eins og tilraunadýr sem kom sér vel fyrir systur hennar þegar röðin kom að henni. Við fylgdumst miklu betur með heyrn Áslaugar og hún var greind fyrr en Snædís og fékk viðeigandi meðferð frá byrjun. Þá vorum við líka orðin ákveðnari í baráttunni og þekktum leiðirnar og vissum hvað við vildum.“ Bryndís og Hjörtur segja systurn- ar taka fötlun sinni með ótrúlegu jafn- aðargeði og vera mjög duglegar. Þótt þær fari á mis við margt sem heyr- andi börn fá að njóta, þá hafi þær mik- inn félagsskap hvor af annarri. „Við segjum stundum að þær eigi í ástar- haturssambandi enda eru þær há- værar og fyrirferðarmiklar og það gengur stundum mikið á hérna á heimilinu.“ Tæknin kemur að góðum notum Samskipti við önnur börn sem ekki tala táknmál geta verið mjög erfið hjá þeim systrum og Snædís hafnar heyr- andi krökkum að mestu en þó eiga þær eina heyrandi vinkonu í götunni sem er altalandi á táknmál. „Þær geta ekki tekið þátt í mörgum hópleikjum barna, eins og fótbolta eða öðru þar sem stjórnunin fer fram með hljóðum. Snædís er orðin svo sjónskert að það háir henni í hreyfingum, hún hefur skert jafnvægisskyn og er dálítið völt og dettur mikið. Amma hennar er í fullu starfi við að bæta hnén á bux- unum hennar,“ segir Hjörtur og hlær. „En þær þurfa auðvitað útrás og Snædís æfir sund. Hún er líka mjög dugleg að notfæra sér tæknina, spjallar mikið við vini sína með SMS-skilaboðum í síman- um sínum og ræðir málin við ættingjana á MSN- spjalli á tölvunni. Hún er líka dugleg við að lesa fyr- irsagnirnar í blöðunum og horfir stundum á táknmálið og hefur mjög ákveðnar skoðanir á málefnum, hún er til dæmis mjög óánægð með Bush Bandaríkjaforseta. Hún veit alveg hvað hún vill og er ákveðin í að verða læknir.“ Ósýnileg fötlun Þar sem heyrnarleysi og sjónskerðing er dulin fötlun og sést ekki utan á fólki, segja Bryndís og Hjörtur að það valdi stundum mis- skilningi og geti jafnvel verið bráð- fyndið. „Þegar við vorum í Svíþjóð fórum við í rúllustiga á lestarstöð og fín kona sem stóð aftan við Áslaugu gerði athugasemdir við hana um hvernig hún stæði í stiganum og var ítrekað að reyna að leiðbeina henni, en hún heyrði það auðvitað ekki og virti sármóðgaða frúna því ekki við- lits.“ En ósýnileiki fötlunarinnar getur líka verið stelpunum hættulegur, þær heyra til dæmis hvorki í bílvélum né flautum og það er ekki hægt að kalla til þeirra og vara þær við ef hætta steðjar að. Þær eru því í meiri hættu en aðrir úti í umferðinni. „Við leyfum þeim samt að labba einum til vina sinna hér í götunni, þær verða að læra að passa sig sjálfar og venjast um- hverfinu. Reyndar er fólk svo ófor- skammað að bakka stundum hratt hér inn einstefnugötuna og leggja þannig líf og limi gangandi vegfar- enda í hættu, sérstaklega heyrnar- lausra, sem eru fleiri en dætur okkar hér í hverfinu,“ segir Bryndís og bæt- ir við að einu sinni hafi verið keyrt á Snædísi þegar hún skokkaði rétt á undan mömmu sinni á rölti um hverf- ið. „Þá var bíl bakkað úr stæði og bíl- stjórinn sá hana ekki og hún heyrði hvorki í bílnum né hróp mín. En sem betur fer slasaðist hún ekki.“ Stóri bróðir stendur sig vel Hjörtur og Bryndís eiga líka son- inn Jón Halldór, 12 ára, sem er heil- brigður. Þau segja það hafa reynt mikið á hann að eiga systur sem eru svona mikið fatlaðar og fái augljós- lega meirihlutann af athygli og tíma fjölskyldunnar. „En sem betur fer er hann mjög duglegur og stendur sig eins og hetja þótt hann missi auðvitað stundum þolinmæðina. Hann hefur farið í Systkinasmiðjuna þar sem er tómstundastarfsemi sem miðast við hvernig á að takast á við það að eiga fatlað systkini. Hann er orðinn miklu færari í táknmálinu heldur en við for- eldrarnir,“ segja þau Bryndís og Hjörtur sem eru enn að bæta við sig í fingramálinu en stundum skamma stelpurnar þau fyrir að kunna ekki nóg. Óskaferð í vor Þau segjast vissulega finna fyrir til- hneigingu til að ofvernda stelpurnar, en þau séu meðvituð um að þeim sé fyrir bestu að vera sem sjálfstæðast- ar. „Við getum ekki alltaf verið til staðar til að halda í höndina á þeim og þær þurfa að læra á umhverfi sitt. Við erum ekki að færa til húsgögn hér á heimilinu til að forða þeim frá falli, þær verða að reka sig á og læra þetta sjálfar, þótt það sé oft erfitt og sárt. Við höldum okkar ramma og reglum og erum óhrædd við að skamma þær þegar nauðsyn krefur, því þær þurfa auðvitað aga eins og önnur börn. Okk- ar markmið er að koma þeim til manns á sem bestan hátt þannig að þær hljóti góða menntun og gera þær sem færastar til að takast á við lífið og framtíðina.“ Hjörtur og Bryndís játa fúslega að þau langi til að ferðast með þær sem víðast og sýna þeim sem mest af heiminum áður en þær verða svo sjónskertar að þær geti ekki notið þess. „En við verðum líka að vera raunsæ og sætta okkur við takmörk okkar. En nú er mikil gleði hér á heimilinu því við fengum nýlega út- hlutað ferð sem við sóttum um í sjóð á vegum Flugleiða sem heitir Vildar- börn og er ætlaður til að uppfylla ferðaóskir fatlaðra barna. Snædís og Áslaug eru ákveðnar í að fara til Flór- ída í Disneyland og við ætlum að reyna að fara á vordögum.“ Fjölskyldan í Mávahlíðinni er hress og kát þrátt fyrir erfiðleikana enda segja þau harmakvein engum til góðs. „Við höfum ekkert val. Við getum ekki leyft okkur að sökkva niður í þunglyndi eða sjálfsvorkunn. Við verðum að takast á við þetta og ger- um það með glöðu geði, eins og allt sem við þurfum að gera fyrir börnin okkar.“ Heyrnartækið eða tölvan sem tengd er við ígrædda kuð- unginn í höfði Snædísar og gerir henni kleift að nema hljóð. Kóngulóarvef kalla þær til dæmis kóngulóarklifur- grind og hjá þeim eru sígarettur reykjupinnar og stígur er línuspor. khk@mbl.is Fjölskyldan saman: Snædís í fangi Hjartar, Jón Halldór á milli foreldra sinna og Áslaug í fangi Bryndísar. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Seltjarnarnesi, sími 561 1680 Kringlunni, sími 588 1680. iðunn tískuverslun Úlpudagar 6.-9. nóv 20% afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.