Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 4
DAGLEGT LÍF 4 B LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BJARNI Pálsson var fyrsti landlæknir á Íslandi.Hann var skipaður í embættið með konungs-úrskurði hinn 18. mars 1760 og þar með var Landlæknisembættið stofnað. Meðal meginverkefna landlæknis hefur frá öndverðu og allt fram á þennan dag verið það að hafa eftirlit og yfirumsjón með lækn- um landsins og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum og að fylgjast með heilsufari landsmanna. „Mjög fljótlega eftir að læknum fór að fjölga voru þeim lagðar ákveðnar skyldur á herðar varðandi skráningu og upplýsingagjöf til landlæknis,“ segir Sigurður Guðmundsson landlæknir. „Ársskýrslur lækna, sem gerðar voru að beiðni landlæknis og eftir hans forskrift, hefjast á árinu 1804. Í erindisbréfi landlæknis frá 1824 er ætlast til að Landlæknir gefi árlega yfirlitsskýrslu um land allt. Því er ljóst að nán- ast frá upphafi hafa læknar og síðar aðrir heilbrigð- isstarfsmenn upplýst landlækni um starfsemi sína og heilsufar sinna skjólstæðingahópa.“ Á Þjóðskjalasafni eru varðveitt flest gögn frá skjalasafni landlæknisembættisins frá upphafi. Í gögn- unum má finna mikilvægar upplýsingar um heilsufar, t.d. ítarleg yfirlit um dreifingu smitsjúkdóma, enn- fremur um heilbrigðisþjónustu, t.d. fjölda heilbrigð- isstarfsmanna, heilbrigðisstofnanir og forvarn- araðgerðir. Í ársskýrslum héraðslækna eru einnig mikilsverðar upplýsingar um aðbúnað fólks eftir hér- uðum, t.d. um húsakynni og þrifnað, fæði og fatnað, skóla og skólaeftirlit og barnsfarir og meðferð ung- barna. Íslendingum býðst sjaldgæft tækifæri Sigurður kveðst þess full- viss að um sé að ræða nota- drjúgar heimildir um lífið í landinu á löngu tímabili, enda hafi þær verið notaðar til rannsókna af ýmsu tagi og svo verði áfram. „Sem dæmi um rannsóknir byggðar á gögnum úr ársskýrslum héraðslækna má nefna rannsóknir bresku landfræðinganna A. Cliff og P. Haggett á áhrifþáttum í dreifingu smitsjúkdóma og smíði á líkönum til þess að spá fyrir um slíka dreif- ingu,“ segir hann. Hann segir mikið kapp lagt á það hjá embætti land- læknis að halda traustri skráningu áfram og efla hana í anda þess sem hér hefur verið gert frá upphafi. „Rafræn skráning og sjúkraskrárgerð auk eflingar gagnagrunna gefur okkur möguleika, sem forfeður og formæður hefði aldrei órað fyrir,“ segir Sigurður. Sigurður Guðmundsson landlæknir Möguleikar sem forfeð- urna óraði ekki fyrir Sigurður Guðmundsson landlæknir. Brúa aldar starfr Kópa inn u sjötta skipt hend með h ins á grun andi var í eða sj Norræni skjaladagurinn er haldinn með veglegum hætti um öll Norðurlönd í dag, 8. nóvember O FT er talað um inn- antóma upphafningu umbúða og líkams- dýrkun í tengslum við kapphlaup mannsins við óumflýjanlega hrörnun og jafn- vel látið að því liggja að þessi áhersla á ytra atgervi sé ný af nál- inni. Því fer þó fjarri og raunar hefur maðurinn frá öndverðu reynt að stæla sig og styrkja í þágu heilsu og útlits, auk þess sem lík- amlegt afl manna, fimi og snarleiki gat skilið á milli feigs og ófeigs í vígaferlum og veiðiferðum. Þema skjaladagsins spannar af- ar vítt svið í fáum orðum; heilsa manna er samofin sögu pesta- og farsótta, sögu slysa og hörmunga og því viðurværi, aðstæðum og að- búnaði sem hafa áhrif á heilsufar manna til ills eða góðs. Sem sagt; hugtakið heilsa snertir flestar hlið- ar lífs og tilveru. Líkaminn hefur verið nefndur „hulstur“ mannsins og „íverustaður“, birtingarmynd hans og fangelsi, vél af holdi, bein- um og blóði, verkfæri hans og – sem er kannski kjarni málsins – efnisheild lifandi veru. Íþróttir eru ef til vill auðveldari viðureignar þegar að skilgreiningum kemur, þær snúast jú fyrst og fremst um að stunda æfingar og keppni til að efla hreysti líkamans og getu, og meðfylgjandi er vitaskuld vonin um að bæta heilsuna – ef til vill í von um að „fresta“ dauðanum. Fjölskrúðugt íþróttalíf frá upphafi „Allt frá landsnámsöld til loka goðaveldisaldar þreifst mikið og fjölskrúðugt íþróttalíf á Íslandi,“ segir Ingimar Jónsson, doktor í uppeldisfræði og fyrrum dósent við Íþróttakennaraskólann á Laugar- vatni, en hann hefur samið ágrip af íþróttasögu Íslands og kynnt sér ítarlega þau mál. „Þær íþróttir, sem landnámsmenn fluttu með sér til landsins, náðu slíkum vinsæld- um að með fádæmum er. Leikar og íþróttaæfingar töldust ómissandi jafnt á fullorðinsárum sem í æsku, hverjum þeim er vildi vera vel gerður um afl, fimi, áræði og alla karlmennsku. Skalla-Grímur gekk til knattleika á sjötugsaldri og um hann sagt að hann hafi haft mikið gaman af aflraunum og leikjum og þótt gott um það að ræða.“ Í Íslendingasögunum er fjöldi dæma um íþróttir manna og hreysti. Í Njálssögu segir m.a. um Gunnar á Hlíðarenda, eftir lofgjörð um sverð- og bogfimi hans og styrk, að „hann hljóp meira en hæð sína með öllum herklæðum og eigi skemmra aftur en fram fyrir sig. Hann var syndur sem selur, og eigi var sá leikur, að nokkur þyrfti við hann að keppa, og hefur svo verið sagt, að enginn væri hans jafningi.“ Þá segir í Egilssögu að Skalla-Grímur, sem talinn er hafa fæðst 851, hafi einn síns liðs róið áttæringi út til Miðfjarðareyju og þar „steig hann fyrir borð og kaf- aði, og hafði upp með sér stein og færði í skipið.“ Og ekki má gleyma Drangeyjarsundi Grettis. Helstu íþróttir sem iðkaðar voru til forna að sögn Ingimars voru fangbrögð, sund og knattleikur, en einnig hafi menn stundað ýmsar aðrar íþróttir og leiki, svo sem skinndrátt (togast um skinn líkt og í reiptogi), hornaskinnsleik (fjórir menn kasta skinni á milli sín og sá fimmti reynir að ná því), hlaup, stökk, aflraunir ýmiss konar og hestaat. Mesta áherslan hafi hins vegar verið lögð á vopnfimina, skylmingar með sverðum og spjót- um, kastfimi og bogfimi. „Tímarnir voru róstursamir og vígaferli al- geng, ekki síður í lok tímabilsins, þ.e. á Sturlungaöld, en á land- náms- og söguöld.“ Á tímabilinu 1262–1550 virðist íþróttalíf landsmanna hafa verið miklum mun minna en bæði og fyrr og síðar, sökum hörmunga, plágna og hungurs. Þó eru að sögn Ingimars nokkrar heimildir um sundiðkun og glímu. Á 16. öld hafi glíman raunar verið svo hjartfólgin mönnum að til eru dæmi um menn sem ferðuðust um og reyndu sig í glímu við aðra. Mesta líkamsþjálf- unin á þessum tíma var þó fólgin í her- og vopnaæfingum. „Eftir siðaskiptin var fremur fátt til að örva áhuga landsmanna til þess að sinna líkamshreysti og stunda íþróttir. Meira að segja kirkjan lagðist heldur gegn íþróttaiðkunum, leikjum og öðrum skemmtunum fólks,“ segir Ingi- mar. Einnig eru til nokkrar heim- ildir um sundiðkun á síðari helm- ingi 16. aldar og segir Jón Espólín t.d. frá Einari nokkrum, Vestfirð- ingi, sem uppi var um 1570 og keppti í sundi við Englending; „syntu þeir í kringum mörg eing- elsk skip, og kembdu sér á meðan með annarri hendi“. Afar fáar heimildir eru hins vegar til um sundmenn á 17. öld, en Gísli Odds- son biskup í Skálholti segir þó frá því í riti sínu um furður Íslands að hann hafi séð Íslending synda: „Ég hef séð kafara af okkar þjóð, sem var ekki vanur að synda eins og aðrir menn, en hann hreyfði hend- ur og fætur eins og fiskar ugga og sporð alveg viðstöðulaust, svo að hann gat haldist nokkuð niðri í vatninu …“ Fóru niður brekkuna „eins og fugl flygi“ Í heildina séð var íþróttaiðkun þó í lágmarki á umræddu tímabili en þegar þegar ástandið var einna verst á 18. öld hófst sundkennsla á Íslandi og nokkru síðar skíða- kennsla. „Hallgrímur Halldórsson í Skagafirði á heiður af því að hafa fimur og fagur Þema skjaladagsins í ár – líkami, heilsa, íþróttir – endurspeglar hugðarefni margra nútímamanna, sem sveitast blóðinu á skokkbrautum, í líkamsrækt- arstöðvum og á íþróttavöllum þessa heims. Af því tilefni skautar Sindri Freysson yfir sögu íþrótta á Ísland. Hraustur, sterkur, fyrstur manna kennt sund hérlendis svo vit- að sé, á árunum 1730 til 1740 og jafnvel lengur.“ Hlaup, stökk og köst voru líkamsæf- ingar, sem efldu mik- ilvæga eiginleika eins og þrótt og þol, auk þess sem hestar voru reyndir og ýmsar æf- ingar gerðar á þeim. Sama má segja um æf- ingar tengdar veiðiskap. Ingimar bendir á að Eggert Ólafsson hafi verið í Skálholtsskóla á árunum 1741–46 og er eftir honum haft að skólasveinar hafi þá tamið sér hringbrot (sérstakur vikivaki eða leikur), stökk, kapphlaup og glímur. Í byrjun 19. aldar hófst sundkennsla að nýju og fyrir henni stóð Jón Þorláksson Kjærnested, en hann hafði æft sund í Dan- mörku og er talinn hafa kennt yfir hundrað piltum sund á örfáum ár- um. Skíðaiðkun var sömuleiðis nokkuð algeng í gegnum aldirnar og gengu menn einnig á þrúgum og eru Þingeyingar gjarnan nefnd- ir í því sambandi. „Á tveimur síðustu áratugum 18. aldar færðist síðan líf í skíðaiðkun Íslendinga, mest fyrir tilstuðlan norsks manns, Nikulás Buch, sem fluttist til Húsavíkur og byrjaði þar að sýna og kenna Íslendingum íþróttina og kenna þeim einnig að smíða skíði,“ segir Ingimar. „Með kennslu hans hófst skíðakennsla á Íslandi. Veturinn 1780 sendi Buch tvo pilta á skíðum frá Húsavík til Akureyrar og segja heimildir að „fólk á bæjum við Eyjafjörð rak upp stór augu, er það sá tvo menn koma af Vaðlaheiði og fara undan brekkunni sem fugl flygi, þótt fannkyngi væri og mesta ófærð.“ Ingimar segir að með vaknandi þjóðernistilfinningu hafi lifnað yfir minningum um forna íþróttafrægð og iðkun íþrótta verið til merkis um vilja til framfara og sjálfstæðis. „Glöggt má greina þessa þróun mála á 19. öld en þá sköpuðust skilyrði fyrir vaxandi íþróttalífi, öflug samtök mynduðust og loks allsherjarsamtök um íþróttir, Íþróttasamband Íslands, árið 1912.“ Í TILEFNI hins norræna skjaladags, semhaldinn er með pompi og prakt á öllumNorðurlöndunum 8. nóvember nk., hefur Þjóðskjalasafn Íslands efnt til dagskrár með lið- sinni Landlæknisembættisins undir kjörorðinu Er heilsu haldið til haga? „Líkaminn, heilsan og íþróttirnar eru þema skjaladagsins að þessu sinni á öllum Norðurlöndum, nema Færeyjum og Finnlandi, sem kjósa að nálgast efnið með eigin hætti,“ segir Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður. Og þrátt fyrir að hin sameiginlega grunnhugmynd sé líkami og heilsa er blæbrigðamunur á útfærslu hvers lands. Þannig má nefna að í umfjöllun Dana um líkamann og heilsuna fær m.a. kynlíf, matur í skólum og heimilisofbeldi sinn sess, Svíar draga m.a. fram teikningu af úlfalda sem konungurinn Karl XII. teiknaði á barnsaldri og Norðmenn minnast þess m.a. að í ár eru fjórar ald- ir liðnar síðan Kristján IV. skipaði danska lækninn Villades Nielsen lækni í Bergen, en það markaði upphaf opinberrar heilsugæslu þar í landi. „Kjörorðin vísa til þess hlutverks samfélagsins að varðveita heimildir um sögu sína og þar á meðal gögn um sögu líkamans, heilsufars og íþrótta. Kjörorð dagsins eiga jafnframt að vekja okkur til umhugsunar um það hvort við, sem einstaklingar og þjóð, varðveitum heilsu okkar. Það er efni sem skiptir alla máli, enda hlýtur heilbrigð sál í hraustum líkama ævinlega að vera markmið manna. Norræni skjaladagurinn er nýr af nálinni en er ætlaður langur líftími, ekki síst til að auðvelda fólki að kynna sér þau mörgu merku gögn um ótal efnisflokka sem í skjalasöfnum Norðurlanda er að finna,“ segir Ólafur. „Sömuleiðis til þess að söfnin geti státað sig af dýrgripum sínum og þjóð- arinnar. Skjalasöfnin geyma svart á hvítu söguna sem hefur mótað líf okk- ar og forfeðra okkar.“ Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður Líkami og heilsa í brennidepli Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður. 4 1 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.