Morgunblaðið - 09.11.2003, Side 6

Morgunblaðið - 09.11.2003, Side 6
6 C SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vaktstjórar Vel þekkt veitingahús á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða eftirtalið Starfsfólk: Vaktstjóra (Veitingastjóra) til umsjónar með veitingasal o.fl. Matreiðslumann sem vaktstjóra í eldhúsi. Skilyrði eru að umsækjendur séu eldri en 23. ára, og hafi að minnsta kosti þriggja ára reynslu í sambærilegum störfum. Umsóknum skal skilað inn á auglýsingadeild Morgunblaðsins fyrir föstudaginn 15. nóvem- ber 2003, merkt: „Stormur 5349“. Laugar health & spa centre sem verður opnað í janúar 2004 óskar eftir að ráða til sín gott, jákvætt og traust fólk í eftirtalin störf í veitingadeild nýju heilsu- og líkams- ræktarmiðstöðvarinnar sem nú er verið að reisa í Laugardal:  Matreiðslumenn.  Aðstoð í eldhús (reynsla æskileg).  Þjóna í sal og í afgreiðslu veitinga- og kaffihússins. Við leitum að góðu, traustu og ábyrgðar- fullu fólki sem hefur gaman af og áhuga á að vinna saman í góðu teymi og skemmti- legu umhverfi. Góð enskukunnátta er skil- yrði. Skilyrði er að umsóknum fylgi ítarleg feril- skrá og er reynsla af fyrrgreindum störfum sem í boði eru æskileg. Lágmarksaldur er 18 ár. Umsóknarfrestur er til 17. nóv. 2003 og skulu umsóknir berast augldeild Mbl., eða á box@mbl.is merktar: „104 Laugar Café“. Rauði kross Íslands Reykjavíkurdeild Vinalínan R-RKÍ óskar eftir starfsmanni í 75% starf hjá Vinalínunni. Starfið felst í almennum skrifstofu- störfum, stjórnun, stuðningi við sjálfboðaliða, kynningar og námskeið. Umsóknir ásamt náms- og starfsferilsskrá óskast sendar til: Rauði kross Íslands, Reykja- víkurdeild, b.t. framkvæmdastjóra, Fákafeni 11, 108 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 14. nóvember 2003. Lækna- og móttökuritarar Heilsugæslan Salahverfi — Kópavogi Salus ehf. óskar eftir að ráða læknaritara og móttökuritara til starfa í Heilsugæslunni Sala- hverfi í Kópavogi. Heilsugæslan verður staðsett á Salavegi 2, Kópavogi, og er fyrst og fremst ætlað að þjóna íbúum Linda-, Sala- og Vatnsendahverfa í Kópavogi skv. samningi Salus ehf. við Heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Stöðin tekur til starfa um mánaðamótin janúar—febrú- ar nk. Á stöðinni verður öll almenn heilsu- gæsla; læknisþjónusta, hjúkrun, meðgöngu- og ungbarnaeftirlit og rannsóknarstofa. Æski- legt er að viðkomandi hafi reynslu af heilsu- gæslu og vinnu við Sögukerfið. Umsóknir með upplýsingum um náms- og starfsferil skulu berast fyrir 21. nóvember nk. til Guðjóns Magnússonar, Salus ehf., Flatahra- uni 5a, 220 Hafnarfirði, en hann veitir einnig frekari upplýsingar um starfið í síma 540 6380 eða á netfangið gudjon@nysir.is . Staða tæknimanns við eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans er laus til umsóknar Starfið felst í sýnagerð vegna rannsókna í eð- lisfræði hálfleiðara og skyldra efna, meðal ann- ars ræktun kristalla með sameindaúðun (e. molecular beam epitaxy),húðun málmsam- skeyta á hálfleiðandi sýni auk rafmælinga eða ljósmælinga efir atvikum til að greina eigin- leika sýnanna. Tæknimanninum er einnig ætlað að hafa umsjón með rekstri og viðhaldi rann- sóknatækja stofunnar. Starfið hentar eð- lisfræðingi, efnafræðingi eða verkfræðingi með reynslu af sýnagerð og rannsóknum í eð- lisfræði þéttefnis. Umsækjandi þarf að vera reiðubúinn til að mennta sig á þessum sviðum. Ráðningartími er þrjú ár frá 1. janúar 2004. Nánari upplýsingar gefur Hafliði Pétur Gísla- son, forstöðumaður eðlisfræðistofu, í tölvu- fangi haflidi@hi.is eða í síma 525 4800. Laun greiðast samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisins. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til framkvæmdastjóra Raun- vísindastofnunar Háskólans fyrir 20. nóvember nk. Raunvísindastofnun Háskólans. „Au pair“ í Svíþjóð Íslensk læknafjölskylda í Suður-Svíþjóð (milli Lundar og Malmö), óskar eftir reyklausri „au pair“-stúlku á aldrinum 18—25 ára til að að- stoða við barnapössun á börnunum okkar tveimur, 8 og 4ra ára. Þarf að byrja í janúar ´04 og dvelja hjá okkur í a.m.k. 6 mán. Áhugasam- ar hafi samband í síma 0046-40-463244 eða með tölvupósti til annabjorn@telia.com. Embætti héraðsdómara Dómsmálaráðherra, samkvæmt tillögu dóm- stólaráðs, auglýsir laust til umsóknar embætti héraðsdómara. Embættið er veitt frá og með 1. febrúar 2004. Mun dómarinn, fyrst um sinn, ekki eiga fast sæti við tiltekinn héraðsdómstól, sbr. heimild í 1. mgr. 15. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998. Fyrsta starfsstöð dómarans verður Héraðsdómur Reykjavíkur en auk starfa þar verða honum einnig falin verkefni meðal ann- ars við Héraðsdóm Suðurlands og Héraðsdóm Vesturlands. Umsóknir berist dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, Skuggasundi, eigi síðar en 1. desem- ber 2003. Dóms-og kirkjumálaráðuneytinu, 6. nóvember 2003. Sú regla gildir hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess að hafa skal í heiðri jafnrétti kynjanna við stöðuveitingar. Umsóknir þar sem umsækjandi óskar nafnleyndar verða ekki teknar gildar. DVALARHEIMILIÐ HÖFÐI 300 AKRANES SÍMI 431 2500 Hjúkrunarforstjóri Á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, er laus staða hjúkrunarforstjóra. Um er að ræða 100% stöðu sem laus er frá 1. janúar 2004. Hjúkrunarfræðingar Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður hjúkr- unarfræðinga: 90% staða deildarstjóra á hjúkrunardeild. 80% staða deildarstjóra á almennri vistdeild. 60% staða hjúkrunarfræðings á vöktum. Stöðurnar eru lausar frá 1. janúar 2004. Dvalarheimilið Höfði er blandað hjúkrunar- og dvalarheimili með 78 íbúum. Nánari upplýsingar veitir Sólveig Kristinsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 431 2500. Heilbrigðisstofnunin Patreksfirði Lausar tvær stöður lækna Staða yfirlæknis: Starfið skiptist til helminga á heilsugæslusviði og á sjúkradeild. Staða læknis: Starfið er til helminga á heilsugæslusviði og á sjúkrasviði. Æskileg sérgrein heimilislækningar en þó ekki skilyrði. Stöðurnar veitast frá og með 1. janúar 2004. Umsóknarfrestur er til 15. desember 2003. Starfssvæðið er Vestur- Barðastrandarsýsla þ.e. Patreksfjörður, Tálknafjörður, Bíldudalur og aðliggjandi sveitir. Öll aðstaða við stofnun- ina er til fyrirmyndar. Mannlíf er gott á svæðinu sem og öll þjónusta. Nánari upplýsingar um störfin gefur Jón B.G. Jónsson, yfirlæknir, í síma 450 2000. Umsóknir skulu sendast Úlfari B. Thoroddsen, framkvæmdastjóra, Stekkum 1, 450 Patreks- fjörður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.