Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 1
SÉRRIT MORGUNBLAÐSINS UM BÆKUR þriðjudagur 11.nóvember 2003 BÆ UR Lygasaga um sannleikann Linda Vil- hjálmsdóttir segir frá nýrri skáldsögu sinni Lyga- sögu. Í DAG kemur út hjá JPV útgáfu ný skáld- saga eftir Vigdísi Grímsdóttir, Þegar stjarna hrapar. Bókin kemur út á 20 ára rit- höfundarafmæli Vigdís- ar en hún kvaddi sér hljóðs þennan dag með fyrstu bók sinni. „Ung- um manni skolaði á land um nótt í nóv- ember. Það bar enginn kennsl á beinin svona fyrst í stað og það sváfu allir fuglar.“ Með þessum upphafsorðum bókarinnar er dul- arfullri atburðarás hrint af stað, þar sem enginn veit hver kann að leynast í dulargervi og tefla lífi föru- nauta sinna í tvísýnu. Enn á ný er fólkið úr fyrri sögum Vig- dísar Grímsdóttur, Frá ljósi til ljóss og Hjarta, tungl og bláir fuglar, að glíma við tilveru sína, heitar tilfinningar, erf- iða fortíð og gráglettin örlög – og nú með óvæntari og afdrifaríkari hætti en nokkru sinni fyrr. Langt er seilst í leit- inni að sannleikanum og fyrr en varir er enginn óhultur í þeirri hringekju drauma og veruleika sem lætur ekki staðar num- ið fyrr en öll kurl eru komin til grafar. Með þessari bók segir Vigdís Gríms- dóttir skilið við Rósu, Lenna, Lúnu og allt hitt fólkið sem hún með hugmynda- flugi, innsæi og einstakri frásagnarlist hefur kynnt til sögunnar og fylgt af trú- festu hvert sem leið þeirra hefur legið í lífsins ólgusjó. Vigdís hefur hlotið margvíslegar við- urkenningar fyrir ritstörf sín og bækur hennar hafa verið þýddar á önnur mál. Leikgerðir við tvær skáldsagna hennar hafa verið settar upp á Íslandi og í Sví- þjóð. Innan skamms verður frumsýnd kvikmynd gerð eftir sögu hennar Kalda- ljósi. Þegar stjarna hrapar er 218 bls., prentuð í Odda. Jón Ásgeir Hreinsson gerði kápu og María Guðmundsdóttir tók ljósmynd af höfundi. Verð: 4.280 kr. Þegar stjarna hrapar Vigdís Grímsdóttir Bókaforlagið Salka hefur náð fótfestu áhvikulum bókamarkaði eftir þriggjaára baráttu við að skapa sér sess ogmóta sérstöðu. „Sérstaða okkar frá upphafi hefur reyndar verið sú að við erum kvennaforlag sem legg- ur megináherslu á útgáfu bóka fyrir konur, eftir konur og um konur, þótt við hugum að þörfum allra,“ segir Hildur Hermóðsdóttir, útgáfustjóri og eigandi Sölku. Hún bætir því strax við að skilgreining þeirra á hugtakinu „kvennaforlag“ sé mjög opin. Konur lesa meira „Við erum auðvitað opnar fyrir bókum eft- ir karla og og auðvitað lesa þeir líka bæk- urnar sem við gefum út. En það er engu að síður staðreynd að konur kaupa meira af bókum en karlar og eru einnig duglegri les- endur. Það er því einfaldlega skynsamlegt að einbeita sér að þeim, auk þess sem það er afar gefandi, því konur eru þakklátur les- endahópur.“ Hún nefnir enn eina ástæðu sem er henni greinilega mjög hugleikin. „Það er mikilvægt að í íslenskri bókaút- gáfu séu líka forlög sem er stýrt af konum. Í nær öllum hinum forlögunum eru stærstu og endanlegustu ákvarðanirnar teknar af körl- um. Það hefur sín áhrif á útgáfuna. Við Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, sem stofn- uðum Sölku fyrir þremur árum, höfðum báð- ar unnið hjá Máli og menningu árum saman. Þar voru karlar í öllum æðstu stöðum. Okk- ur langaði til að hafa meiri áhrif og sáum að eina leiðin til þess var að stofna okkar eigið fyrirtæki.“ Þóra Sigríður hefur síðan dregið sig út úr Sölku og Hildur er því ein eigandi með einn starfsmann, Kristínu Birgisdóttur. Upp- haflega var Salka stofnuð í samvinnu við bókaútgáfuna Bjart og forlögin tvö voru rekin saman um nokkurt skeið. „Það kom svo í ljós að hugmyndir okkar um áherslur í útgáfu voru býsna ólíkar og báðum aðilum hentaði betur að slíta sam- starfinu. Þetta reyndist okkur Þóru hins vegar mikilvægur stökkpallur þar sem okk- ur óx í augum að hoppa beint út í djúpu laugina og stofna sjálfstætt forlag. Við eig- um reyndar ágætt samstarf við Bjart, JPV og Háskólaútgáfuna um dreifingu bók- anna.“ Bækur allt árið Þegar spurt er um áherslur í útgáfu þá nefnir Hildur fyrst handbækurnar sem eiga líka sinn farveg í bókaklúbbi Sölku, Hugur, líkami og sál, sem er sjálfsræktarklúbbur sem sendir út bækur sem lúta að andlegri og líkamlegri uppbyggingu. „Fólk er sífellt að leita að góðum vönd- uðum bókum um hvernig eigi að lifa lífinu sem best. Þetta á kannski fremur við um konur en karla og við höfum sniðið val okk- ar við það. Breiddin er töluverð, heilsubæk- ur, sjálfsrækt, feng shui og ekki má gleyma skemmtibókum eins og Kúnstinni að kyssa sem rann út hjá okkur í fyrra og verður fylgt eftir með Gildi nærklæðanna núna. Þetta er flokkur sem ber tegundarheitið Nærbækur, því hvað stendur manni nær en kossinn og sá klæðnaður sem næstur er kroppnum. Þá hefur uppeldishandbókin Töfrar 1-2-3 orðið mjög vinsæl, en við erum að fá hana úr 4. prentun rétt í þessu. Við erum núna að leggja lokahönd á mikla bók eftir Huldu Jensdóttur ljósmóður um með- göngu og fæðingu og kemur hún vænt- anlega út í lok nóvember.“ Fyrir nokkrum vikum kom út bók Hlín- ar Agnarsdóttur sem hefur vakið mikla „Mikilvægt að í bókaútgáfu séu líka forlög sem er stýrt af konum,“ segir Hildur Hermóðsdóttir. Fyrir konur, um konur, eftir konur Morgunblaðið/Ásdís 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.