Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 B 3 BÆKUR Grána litla nefnist skáldsaga eftir Þórunni Krist- insdóttur. Í þess- ari fyrstu bók Þór- unnar segir frá fyrstu tveimur ævi- árum Gránu litlu í sveitinni í átta köfl- um. Á bókarskápu segir Guðlaug Pétursdóttir m.a.: „Þetta er hugljúf og falleg saga um litla gráa lambið hana Gránu og segir frá því er hún elst upp með mömm sinni og honum Baldri litla vini sínum og eiganda. Höfundur lýsir á ljúfsáran og skýran hátt samskiptum dýra og manna við náttúruna og umhverfi sitt. Þessi bók er vel fallin til þess að vekja hjá börnum hlýhug og skilning til dýr- anna, sér til gleði og þroska.“ Bókin er ríkulega skreytt vatns- litamyndum eftir Þuríði Unu Péturs- dóttur. Höfundur gefur út. Bókin er 47 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Viðey. Verð: 1.440 kr. Börn Höfuðskepnur Álfheima nefnist fimmta bókin um Benedikt búálf og ævintýri hans. Höfundur er Ólaf- ur Gunnar Guð- laugsson. Á 153. afmæl- isdaginn sinn fær Benedikt búálfur gamla bók að gjöf. Þar er sagt frá hinum ægilegu höfuðskepnum Álfheima – Grjúpi, Ægi, Dæsingi og Surti – og hvernig megi vekja þær upp af löngum og djúpum svefni sínum. Benedikt hef- ur ekkert slíkt í hyggju enda myndi bardagi höfuðskepnanna án efa tor- tíma Álfheimum. En því miður eru til fleiri eintök af gömlu galdrabók- inni og eitt þeirra er í óvinahönd- um. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er ríkulega myndskreytt. Bók- in er 42 síður og prentuð í Dan- mörku. Verð: 2.490 kr. Snarkið í stjörn- unum er eftir Jón Kalman Stef- ánsson. Þetta er örlagarík fjöl- skyldusaga sem lýsir annars veg- ar lífi ungs móð- urlauss drengs í Reykjavík í kring- um 1970 og stormasömu hjóna- bandi langafa hans og langömmu um og eftir aldamótin 1900. Líf ólíkra kynslóða fléttast saman og kallast á þannig að úr verður eft- irminnileg sálumessa. Jón Kalman Stefánsson hefur á undanförnum árum sent frá sér rómuð prósaverk sem gerast á óljósum mörkum skáldskapar og minninga. Hann var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs fyrir bók sína Sumarið bakvið brekkuna. Útgefandi er Bókaútgáfan Bjartur. Bókin er er prentuð í Odda hf., kápugerð annaðist Ásta S. Guð- bjartsdóttir. Verð: kr. 4.280. Skáldsaga DANIR segja gjarnan að því að- eins verði sögu Danmerkur verðugur sómi sýndur að hver kynslóð danskra sagnfræðinga fái tækifæri til að setja saman fjölbindaverk um hana. Mikið vantar á að við Íslendingar getum mælt okkur við frændur okkar í þessu efni en nú má með nokkrum rétti segja að miðað við sömu form- úlu hafi ævi og starfi Jóns Sigurðs- sonar forseta verið verðugur sómi sýndur. Um hann hefur meira verið skrifað en flesta aðra menn íslenska og hafa fulltrúar allra kynslóða ís- lenskra sagnfræðinga frá upphafi 20. aldar um hann fjallað. Þá er yngsta kynslóðin að vísu undanskilin en hún hefur enn tímann fyrir sér. Þegar litið er yfir þau verk í heild, sem samin hafa verið um Jón, er ekki fráleitt að segja að þau endurspegli á margan hátt þær breytingar, sem orðið hafa á viðhorfum, vinnubrögð- um og áherslum sagnfræðinga síð- ustu sjö til átta áratugina. Fimm binda sagan eftir Pál Eggert Ólason, sem út kom á árunum 1929–1933, einkenndist ekki síst af þjóðernis- rómantík og var að vissu leyti áróð- ursrit fyrir íslenskt þjóðerni. Þeir Sverrir Kristjánsson og Lúðvík Kristjánsson, sem einna mest rann- sökuðu sögu Jóns á 6. og 7. áratug 20. aldar, voru jarðbundnari en höfðu þó meiri áhuga á sjálfstæðisbaráttunni og viðfangsefnum Jóns á þeim vett- vangi en á honum sjálfum. Guðjón Friðriksson hefur aðrar áherslur. Hann kappkostar að nálgast og skilja mann- inn Jón Sigurðsson, sýna lesandanum hann í sem sönnustu ljósi og hjálpa okkur þannig til að skilja hann og sjá viðfangsefni hans með hans eigin augum. Af þessu leiðir að í þessu verki er Jón ávallt í for- grunni en viðfangsefni hans, hvort sem eru stjórnmála- eða fræða- störf, lenda í bakgrunni þótt frásögn af þeim sé engan veginn vanrækt. Að þessu leyti hefur Guðjóni tekist vel það ætlunarverk sitt að færa Jón Sigurðsson nær Ís- lendingum nútímans. Þar skiptir frá- sagnaraðferðin miklu máli en höf- undur reynir að setja sig sem mest í spor söguhetjunnar og lýsa nánasta umhverfi hans og samferðamönnum sem gleggst. Þetta tekst vel og stundum eru staðarlýsingar svo ná- kvæmar, einkum í Kaupmannahöfn, að vel má nota þessa bók sem leið- sögurit. Þetta bindi hefst þar sem hið fyrra endaði, við lok þjóðfundarins sumar- ið 1851. Úrslit fundarins urðu Íslend- ingum áfall og við lá að sá hluti þjóð- arinnar sem mestar vonir hafði gert sér um þjóðfundinn yrði þunglyndur haustið 1851. Brátt birti þó til, versl- unin var gefin frjáls árið 1855 og í kjölfarið hófst ný sókn í sjálfstæð- ismálum sem lauk um hríð með setn- ingu stjórnarskrárinnar árið 1874. Þar átti Jón Sigurðsson, að því er virðist, allnokkurn hlut að máli en Ís- lendingar urðu sér til ævarandi skammar með því að bjóða honum ekki á þjóðhátíðina um sumarið. Hér er þess enginn kostur að rekja efni þessarar bókar í einstökum at- riðum, enda vart til þess ætlast. Hún segir sögu Jóns Sigurðssonar frá hausti 1851 til dauðadags árið 1879. Jón var ákaflega athafnasamur mað- ur, lifði viðburðaríku lífi og umgekkst mikinn fjölda fólks, Dani jafnt sem Íslendinga. Þau kynni sem hann þannig stofnaði til komu honum oft að góðum notum í stjórnmálabarátt- unni, og ekki síður í fræðaheiminum. Þeir höfundar sem áður hafa fjallað um ævi Jóns Sigurðssonar hafa sumir hyllst til að skoða sjálf- stæðisbaráttu Íslendinga um of frá íslenskum sjónarhóli og hafa þá van- metið áhrif utanaðkomandi þátta og atburða á gang mála. Ekki verður kvartað undan slíku í þessari bók. Hér eru átök Íslendinga við dönsk stjórnvöld sett í stærra samhengi og skýrir það margt, ekki síst í fram- göngu og hegðun Jóns Sigurðssonar. En hvers konar maður var Jón? Sú mynd sem dregin er upp af honum í þessu verki segir undirrituðum að hann hafi verið skarpgreindur, vel lesinn og margfróður, einkar hæfur fræðimaður og snjall stjórnmála- maður, ekki laus við undirferli þegar hann taldi það henta hagsmunum sínum og gat verið eilítið barnalegur á köflum. Mesti styrkleiki hans sem stjórnmálamanns var yfirgripsmikil þekking og óbilandi baráttuþrek, ráðríki sem er öllum foringjum nauð- synlegt og hann virðist hafa búið yfir sterkum persónutöfrum sem oft komu honum vel. Hann var hins veg- ar umdeildur og átti sér löngum harða andstæðinga í hópi Íslendinga, hér heima sem í Kaupmannahöfn. Jón var mikill heimsmaður, hélt sig vel og lifði löngum um efni fram. Af þeim sökum hætti honum stundum til að taka að sér verkefni, sem hann fékk borgað fyrir, stundum mikla peninga, en lauk aldrei við. Var það ljóður á ráði hans. Öll er þessi bók afbragðsvel skrif- uð og skemmtileg aflestrar. Hún hef- ur mikinn fróðleik að geyma og er minni hyggju öllu veigameiri fræði- lega en fyrra bindið fyrir þá sök að miklu minna hefur verið fjallað um tímabilið 1850–1880 en um „róman- tíska skeiðið“, 1830–1850. Sagnfræðingar framtíðarinnar eiga vafalaust eftir að túlka sitthvað í ævi Jóns Sigurðssonar öðru vísi en hér er gert en ólíklegt er að margt nýtt eigi eftir að koma fram, eitthvað sem skiptir máli í ævi Jóns og ekki er vitað nú þegar. Einni spurningu er þó ósvarað: Hver var hún hávaxna og tígulega konan með svörtu slæðuna sem grét svo sárt við minningarat- höfnina í Garnisons-kirkjunni 13. desember 1879? Það vissu Hafnar- Íslendingar ekki þá og líklega fáum við aldrei að vita það. Ævisaga forseta ÆVISAGA Jón Sigurðsson – ævisaga síðara bindi GUÐJÓN FRIÐRIKSSON Útgefandi: Mál og menning, Reykjavík 2003. 635 bls., myndir. Jón Þ. Þór Guðjón FriðrikssonJón Sigurðsson Á SÍÐASTLIÐNU ári kom út stytt útgáfa af Njálu eftir Brynhildi Þór- arinsdóttur og nú er hluti Njálssögu kominn út í teiknimyndaformi. Við komum til sögu þar sem verið er að brenna bæinn á Bergþórshvoli. Fyrsta síðan er textalaus og myndir allar huldar reyk án þess að vísað sé til hver sé vettvangur sögunnar. Fljótlega sjáum við þó þátttakendur í þessum ljóta leik og lesandinn áttar sig á því hvað er hér um að vera. Áhrifamikill er draumur Kára Söl- mundarsonar sem sér son sinn Þórð brenna inni og getur ekki bjargað honum. Sagan rekur síðan hefndaraðgerðir Kára sem telur sig hafa mikilla harma að hefna. Hann leitar aðstoðar þeirra sem hann telur sér vin- veitta en hver á fætur öðrum bregst honum þar sem þeir hafa samið um grið við brennu- varga. Kári eltir brennumenn uppi og hatur hans virðist óslökkvandi. Sagan berst um landið og svo til Bretlands, en loks er það Flosi, brennuvarg- urinn sjálfur, sem lægir öldurnar. Það er mikil grimmd og dráp í sög- unni eins og allir vita og blóðið flýtur þegar hausar fjúka af bol. En teikni- myndasagan fjallar líka um vináttu og heiður sem svo ríkjandi er í Njálu óstyttri. Frásögnin um Björn bónda í Mörk og Valgerði konu hans er skemmtilegt innskot og myndrænt og léttir yfir þessari miklu harmsögu. Formið er hefðbundið form teikni- myndasögu þar sem efnisþráðurinn er rakinn í gegnum myndir og textinn verður nærri því aukaatriði. Texti at- burðanna er færður inn í litlar bólur þar sem orð sögupersóna eru færð í nútímabúning og textinn styttur mjög sem eðlilegt er. Þetta er mikið vandaverk og virðist hafa tekist vel þótt skýra þurfi við- burði í örstuttu máli, t.d. eru hugarangri Kára gerð góð skil og barátta hans við sorg og hatur sem blandast skyldurækni kappans sem ber skylda til að hefna harma sinna. Fjöldi persóna er leiddur fram á leiksviðið og það gæti verið erfitt að henda reiður á hverjum og einum nema með þó nokkra þekkingu á Njálssögu. Þær persónur sem kynnt- ar eru til leiks fá samt ótvíræð ein- kenni sem gerir auðveldara að fylgj- ast með þeim. Þannig er Gunnar með lepp fyrir auga, Kári sköllóttur eftir að allt hárið hefur brunnið af honum, Flosi er í rauðri skikkju og Björn í Mörk eldrauðhærður svo dæmi séu tekin. Þetta auðveldar lesanda að fylgjast með persónum sögunnar og átta sig á samhenginu. Það er svolítið sérstakt að lesa Njálu sem teiknimyndasögu en ef- laust höfðar þetta form til yngri kyn- slóðarinnar sem vanari er að lesa myndir en texta. Njálssaga er svo sannarlega myndræn svo að mynd- listarmaður hefur úr nógu að moða. Ekki vantar ævintýrið og dramatík- ina í Njálssögu og er það vel að henni sé komið á framfæri við þá sem best tileinka sér bókmenntir í teikni- myndaformi. Myndirnar eru ákaflega vel gerðar, litanotkun undirstrikar bæði andrúmsloft sögunnar og eins hvort atburðir gerast að nóttu eða degi. Þessi bók er mjög fagmannlega unnin, myndirnar falla vel að textan- um og eru hreint augnayndi. Langi svo einhvern til að lesa meira er í bók- inni bókaskrá yfir lesefni sem tengist Njálssögu. Njála í teiknimyndaformi BARNA- OG UNGLINGABÓK Blóðregn. Sögur úr Njálu EMBLA ÝR BÁRUDÓTTIR OG INGÓLFUR ÖRN BJÖRGVINSSON Mál og menning 2003, 76 bls. Sigrún Klara Hannesdóttir SPENNUSÖGUR fyrir börn og unglinga sem gerast í nútímasam- félagi á Íslandi eru fremur sjaldgæfar og því er þessi bók fagnaðarefni. Ís- land hefur ógjarnan verið sögusvið þegar skrifað er um spennandi og dularfull mál en þó hefur á undan- förnum árum farið í vöxt að Ísland sé vettvangur glæpasagna fyrir full- orðna. Höfundur fetar þessa braut nú og skrifar mjög spennandi og vel gerða sögu um stráka sem lenda í hrollvekjandi ævintýrum. Hann spinnur inn í söguna atvikum úr Ís- landssögunni svo og þjóðsögum og þjóðtrú. Söguhetjurnar eru tveir hafnfirsk- ir strákar, Gunni og Bjössi, og vinir þeirra, Denni og Ívar. Inn í söguna koma einnig Milli frændi og Lilla kona hans sem eru talsvert meiri þátttakendur í atburðum sögunnar en sýnist í upphafi. Strákarnir hafa mikinn áhuga á minjum úr stríðinu og hafa kynnt sér rústir af mannvirkjum hersins í Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Í sumar- leyfinu er stefnan tekin á loftvarnar- byrgi úr stríðinu sem er á Garðaholti í nágrenni Álftaness og Hafnarfjarðar. Þeir hafa aflað sér korta og mynda og alls kyns upplýsinga úr gömlum blöð- um á bókasafninu og eru búnir að gera sér góða grein fyrir því sem þarna kann að vera. Þegar þeir koma á staðinn finna þeir það sem þeir leita að og hugsa sér gott til glóðarinnar að gera staðinn að sínu höfuðvígi. Þeir stofna samtök sem þeir kalla Setulið- ið og þaðan er nafn bókarinnar komið. En ferðir piltanna í Garðahreiðrið taka skyndilega óvænta stefnu. Milli frændi elur þá á draugasögum um Breta sem hurfu sporlaust úr Hreiðr- inu og er draugagangi og reimleikum kennt um. Fljótlega finna þeir beina- grind og átta sig á að á þessum stað hafa margir atburðir orðið, t.d. hefur þessi staður líklega verið notaður sem aftökustaður ólánssamra manna sem áttu í útistöðum við yfirvöldin á 16. öld. Þessum stað tengjast einnig óupplýst mál frá nútímanum. Sagan er æsispennandi frá upp- hafi til enda. Höfundur hefur skapað hér þéttan söguþráð sem hann spinnur vel allt til enda. Tilvísanir og skírskotun er í margar áttir og sagan teygir sig jafnvel til Birmingham á Englandi. Jafnframt því að vera spennusaga er Setuliðið jafnframt fróðleg saga og upplýsir lesandann um ýmislegt úr sögu og samtíð lands- ins. Margir þræðir vefjast saman og ekki leysist úr flækjunum fyrr en í sögulok. Þeir sem taka sér þessa bók í hönd eiga í vændum bráðskemmtilegan og spennandi lestur þar sem söguþráð- urinn kemur úr kunnuglegu um- hverfi þótt þráðurinn sé óvenjulegur. Garðahreiðrið BARNA- OG UNGLINGABÓK Setuliðið RAGNAR GÍSLASON 156 bls. Salka 2003 Sigrún Klara Hannesdóttir Ljóð og laust mál er eftir Gísla Brynjúlfsson. Bók- in kemur út á veg- um Bókmennta- fræðistofnunar Háskóla Íslands og er 13. ritið í rit- röðinni Íslensk rit sem stofnunin gefur út. Ritstjóri þess er Guðni El- ísson. Sveinn Yngvi Egilsson ritar inngang og skýringar. Birtir eru valdir kaflar úr kunnri dagbók Gísla í Kaupmanna- höfn 1848 auk úrvals úr ljóðum hans, ritgerðum og sögum. Bókin er gefin út með styrk frá Menningarsjóði. Dreifingu annast Há- skólaútgáfan. Bókin er 354 bls. inn- bundin. Verð: 5.490 kr. Rit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.