Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 B 7 BÆKUR Blóðregn nefn- ist teiknimynda- saga eftir Emblu Ýr Báru- dóttur og Ingólf Björgvinsson. Sagan er byggð á lokaþætti Njáls sögu. Hér lifna þekktar persónur við á nýjan hátt og þúsund ára gömul átök eru færð í mál og myndir nýrra tíma, jafnt fyrir þá sem þekkja söguna vel og þá sem eru að koma að henni í fyrsta sinn. Bergþórshvoll stendur í ljósum logum. Brennumenn varna mönnum útgöngu en í skjóli reykjarins slepp- ur samt einn – Kári Sölmundarson. Í hans hlut kemur að hefna brenn- unnar, þar með barnungs sonar síns, fjölskyldu og góðra félaga. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 76 bls., prentuð í Dan- mörku. Verð: 2.690 kr. Teiknimyndasaga MAÐUR að nafni Dave er lokabindi sögu Dave Pelz- ers sem hófst með bókinni Hann var kallaður „þetta“. Sigrún Árnadóttir þýddi. Fyrri bækur hans Hann var kallaður „þetta“ og Umkomulausi drengurinn hafa snortið fólk um víða veröld og í þessu lokabindi ævisögunnar segir hann meðal ann- ars frá átakanlegum endurfundum, þegar hann sættist við föður sinn á dánarbeði og hittir síðan móðurina sem lagði líf hans í rúst. Maður að nafni Dave hefur verið á metsölulista New York Times í meira en tvö ár. Dave Pelzer er nú virtur fyrirlesari og rithöfundur í Bandaríkjunum. Hann vakti athygli þjóðar sinnar og á seinni árum umheimsins á ofbeldi gegn börnum. Hann hefur með bók- um sínum unnið markvisst að fræðslu og forvarnarstarfi í þeim efnum. Hann þykir með afbrigðum jákvæður og skemmtilegur og hefur áunnið sér virðingu og viðurkenn- ingu með sálarstyrk sínum. Hann hefur fengið fjölda verðlauna og við- urkenninga fyrir ritstörf sín, m.a. verið tvívegis tilnefndur til Pulitzer- verðlaunanna fyrir verk sín. Útgefandi er JPV-útgáfa. Bókin er 391 bls., prentuð í Odda. Verð: 3.980 kr. Reynslusaga MARÍA Magda- lena er eftir Mar- ianne Fredriks- son. Þýðing bókarinnar var í höndum Sigrúnar Ástríðar Eiríks- dóttur. Hér blæs Marianne nýju lífi í söguna um Mar- íu Magdalenu, í skáldsögu um líf, dauða og upprisu Jesú og konuna sem elskaði hann mest allra. María rekur minningar sínar um samskiptin við manninn Jesú og deilur hennar við postulana Pétur og Pál út af því hvernig þeir afbök- uðu sögu hans og kenningar í eigin þágu. Hún reynir að miðla sjálf sög- unni um Jesú, ásamt konum sem ella höfðu hvorki stöðu né rödd inn- an þeirrar kirkju sem lærisveinarnir voru að byggja upp. „Hér er dregin er upp mynd af samstöðu kvenna og valdagræðgi karla. Höfundur er trúr textum Bibl- íunnar en tekst um leið að skapa nýja sýn á hina örlagaríku atburði. Þetta er saga um mátt kærleikans, séð frá sjónarhóli konu,“ segir í frétt frá útgefanda. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bók- in er 284 síður og prentuð í Odda hf. Kápu hannaði Ragnar Helgi Ólafsson. Verð: 4.490 kr. Skáldsaga I „Þú bjóst líka í Warren Court,“ segir hann, þeg- ar við heilsumst til samtalsins. Warren Court er hús á horni Euston Road og Tottenham Court Road í London, beint ofan á Warren Street Station. Þarna vorum við Guðmundur Steingrímsson samtíða 1999 og það kemur í ljós, sem ég vissi ekki þá, að þetta var örlagaríkur tími í hans lífi; hann ákvað að gerast skáld. Síðan hefur hann skrifað skáldsöguna; Áhrif mín á mannkynssöguna, sem nú er komin út hjá Forlaginu. Þegar Guðmundur ákvað að gerast skáld, var hann tvöfaldur heimspekingur; kominn með tvær meistaragráður í heimspeki; aðra frá Uppsölum og hina frá Oxford og fjölluðu báðar meistararitgerð- irnar um sama höfundinn; Wittgenstein. „Ég ætlaði að gera doktor úr síðari ritgerðinni, en ég hætti við það. Einn daginn fékk ég hugmynd að sögu og hún sótti svo stíft á mig, að hún tók alla athygli mína frá háskólanáminu. Ég labbaði um götur London og velti því fyrir mér, hvort ég vildi verða akademískur heimspek- ingur eða fara út í það að skrifa bækur og gera tónlist.“ Þarna gekk Guðmundur heimspekinginn af sér. „Ég komst niður á það, að ég vildi heldur skrifa bækur en ritgerðir,“ segir hann. II Sagan, sem settist svo að Guðmundi og nú er komin á bók, fjallar um Jón, sem er ljósmyndari á dagblaði í London. Söguefnið er þannig tekið sam- an á bókarkápu; „Á aðfangadagsmorgun heldur hann heim til Íslands í langþráð jólafrí. Um leið hefst rás óvæntra og undarlegra atburða sem í fyrstu virðast ekki eiga sér nokkra haldbæra skýr- ingu. Smám saman kemur í ljós að rætur þeirra teygja sig aftur í kolsvarta eyðu í minni söguhetj- unnar. Stóra spurningin er: Getur verið að í þessu svartholi hafi hann óafvitandi haft áhrif á mann- kynssöguna?“ „Ég var bara að lesa blöðin, þegar mér datt sag- an í hug og ég byrjaði strax að skrifa þarna í Warr- en Court. Ég skrifaði hana eiginlega alla í einni striklotu, en vann svo áfram í handritinu í skorpum. Þótt ég hafi unnið mikið í handritinu, breyttist sagan sjálf lítið.“ Á bókarkápu segir ennfremur, að þetta fyrsta skáldverk Guðmundar Steingrímssonar sé; „frumleg, ígrunduð og meinfyndin saga um klón- un Jesú, rauðhærða konu, ráðvilltan mann, týnda ferðatösku og – mannkynssöguna.“ „Þetta er á yfirborðinu látlaus saga með ákveðnu plotti og framvindu, sem vonandi heldur lesendum við efnið og gagnast þeim sem góð af- þreying,“ segir hann til að lýsa sögunni með eigin orðum. „Sagan er dálítið margræð,“ heldur hann áfram. „Hún fjallar um ungan mann í kvenmanns- vandræðum, er svolítið timbruð fylliríisaga, því söguhetjan datt í það og man ekkert eftir kvöldinu. En þetta er líka saga um lífið og tilveruna, hvernig lífið einkennist af óvissu og hvernig breyskleiki mannsins getur haft alls kyns furðulegar hliðar. Í sögunni er líka fjallað um hluta af boðskap Jesú Krists, það er undirliggjandi pæling, eins konar kurteislegt niðurrifsþema; að Jesús sé góð- látlegur pönkari, sem kippi fólki niður af stallinum, segi því að líta í eiginn barm, taka til hjá sjálfu sér og forðast að dæma aðra.“ Dagblað og London. Guðmundur hefur fengizt við blaðamennsku og búið í London. „Þetta er ekki sjálfsævisaga,“ segir hann að bragði. „Kannski má greina í sögupersónunum mismunandi hliðar á sjálfum mér, einhver tilfinn- ingatengsl. Annars má segja það, að flestir í bókinni eru með einhver vandræði í farangrinum. Þetta er saga um karlmenn í vandræðum og dularfulla kvenmenn.“ III Auk blaðamennsku er Guðmundur höfundur pistla í blöðum og útvarpi. „Skáldsagan er allt annað form. Fyrir það fyrsta er hún miklu fleiri blaðsíður,“ segir Guðmundur og hlær við. Svo tekur alvaran aftur yfir. „Í pistlunum og blaðamennskunni er hugsunin alltaf að ná athygli lesandans/áheyrendans og halda henni. Það var líka eitthvað, sem ég var allt- af á tánum yfir við gerð bókarinnar. Ég lagði áherzlu á að halda ákveðnu spennusagnaelementi. Og að skrifa skemmtilega sögu. Auðvitað hefur reynslan af blaðamennskunni og pistlunum hjálpað mér, en skáldsagan er erfiðari glíma. Þetta var líka mín barátta við formið í fyrsta skipti. Ég gaf henni því góðan tíma, var ekk- ert að flýta mér. Þetta er mín fyrsta bók og prófsteinn á það, hvort ég get yfirhöfuð skrifað svona sögu. Því ein- beitti ég mér mjög að því að koma henni niður á blað.“ Í millitíðinni hafa fleiri hugmyndir sótt að Guð- mundi. „Ég hef safnað í sarpinn. Og mig blóðlangar að skrifa fleiri sögur.“ IV Tónlistin var líka inni í ákvörðun Guðmundar, þegar hann gaf heimspekidoktorinn upp á bátinn. Hún er drjúgur partur af hans lífi. Áður var hann í Skárren ekkert, sem var áberandi í leikhústónlist. Nú heitir hljómsveitin Ske; þeir gáfu út plötu í fyrra og eru nýbúnir að semja tónlist fyrir íslenzka dansflokkinn. V En hér er bókin í aðalhlutverki. Heiti hennar virkar stórt; Áhrif mín á mannkynssöguna. „Þetta er saga sem eiginlega er ekki hægt að tala um án þess að ljóstra of miklu upp um sögu- þráðinn. Það eina, sem ég get sagt um endinn, er að það stendur upp á lesandann að ákveða hvort áhrif söguhetjunnar á mannkynssöguna eru lítil eða mikil. Ég lagði áherzlu á að loka engu og gætti þess vel að fella hvorki dóm yfir einu eða neinu né matreiða einhvern boðskap í söguna. Ég skar hana niður um margar blaðsíður þess vegna. Mér finnst mikilvægt að hafa allt opið, hafa margræðni í frásögninni svo lesandinn hafi eitt- hvað að moða úr, þegar hann leggst í bókina.“ Saga um karla í vandræð- um og dularfullar konur Eftir Freystein Jóhannsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðmundur Steingrímsson: Þetta er á yfirborðinu látlaus saga…  Forlagið hefur gefið út skáldsöguna Áhrif mín á mannkynssöguna eftir Guðmund Steingrímsson. Í INNGANGI bókarinnar segir: „Spor saklausa syndarans er byggð á minningabrotum heiðinnar konu sem elst upp í kristnu samfélagi og lýsir leið hennar til þroska og skiln- ings á almættinu.“ Sagan hefst í fermingarfræðslu þar sem efasemd- ir unglingsstúlku um réttmæti krist- indómsins kvikna. Hún fær strax á unga aldri að kenna á óréttlæti heimsins og tvöföldu siðgæði og henni eru innrættar hugmyndir um synd, iðrun og refsingu. Í augum stúlkunnar er Guð alls staðar á hleri og gægjum, gerir mannamun og krefst iðrandi auðmýktar í hvívetna. En hún er sjálfstæð og sterk og á fullorðinsárum kynnist hún sínum eigin guðum í ásatrúnni. Bókin er byggð upp á textabrot- um úr lífshlaupi sögumanns; stutt- um og slitróttum. Brugðið er upp kunnuglegum mannlífsmyndum; af unglingi í uppreisn, ábyrgri móður á fæð- ingardeildinni, skiln- aði, ástvinamissi og ömmuhlutverki. Sumir kaflanna eru ágætlega skrifaðir en allt of víða eru endurtekningar og klisjulegt orðalag. Dæmi um það er kafl- inn um örlög hvolpsins Glóeyjar sem er bæði væminn og óspenn- andi. Samtöl sögunnar eru hins vegar mörg lífleg og trúverðug. Varla er hægt að tala um persónur í þessari sögu; afinn og amman eru skemmti- legar týpur, vinkonan dauðvona er sannfærandi en hlutverk samstarfs- fólks sem við sögu kemur, nágranna og lögmanns nokkurs er aðallega að lýsa brotalömum í nútímaþjóð- félagsgerð sem byggist á kristinni meðalmennsku og einkennist af mis- rétti, vanmætti og illgirni. Eftir því sem líður á bókina verð- ur eldheit trúarsannfæring sögu- manns meira áberandi. Í hressilegu samtali við vinkonu sem er að koma út úr skápnum verða hvörf í sögunni. Söguhetjan viðurkennir að líf henn- ar sem heiðinnar konu sé lygi og laumuspil og nú sé tímabært að hún komi sjálf út úr sínum heiðna skáp. „Heiðin kona vekur ekki eftir- tekt ef hún þegir, en lesbía er alltaf stimpl- uð. Af eigingirni eða hugsunarleysi hafði ég valið að þegja. Ég valdi frið en ekki framþróun. Ég notaði börnin mín, vini mína og ættingja sem afsökun fyrir því að horfast ekki í augu við sannleikann. Var ég að bíða eftir því að einhver annar berðist fyrir rétti mínum og fjölmargra trúsystkina minna? Hver hafði meiri hagsmuna að gæta en ég? Hingað til hafði ég reynt að telja sjálfri mér trú um að ég væri frjáls, en ég vissi að það var ekki satt. Frelsi er ekki fólgið í því að læðast með veggjum, frelsinu á að flagga“ (59–60). Hér er komin ástæðan fyrir því að bók þessi var skrifuð. Í heimsókn til indjána í Virginíufylki í Bandaríkjunum kemst söguhetjan í kynni við fólk sem lifir í samhljómi við náttúruna og dýr merkurinnar og sannfærist enn meir um réttmæti ásatrúarinn- ar. Í síðasta kaflanum er hún komin í hlutverk gyðjunnar sem nærir ung- dóminn við brjóst sér og miðlar til hans goðsögnum, heiðnum hug- myndum og fornri þekkingu í von um betra mannlíf. Sögumanni er mikið niðri fyrir varðandi samfélagsmál, stöðu kynjanna og trúna og hefur margt til síns máls. Tilvonandi fermingar- börn ættu endilega að lesa valda kafla áður en skírnarheitið er stað- fest. En skáldskapurinn líður fyrir eldmóð boðskaparins – Óðinn og Bragi eru ofurliði bornir af stríðs- guðunum. Ekki er hægt að skilja við Syndarann án þess að geta þess hve ósmekklega er frá bókinni gengið, umbrotið ömurlegt og prófarkalest- ur lélegur og síst til þess fallinn að gera bókina eigulega. SKÁLDSAGA Spor saklausa syndarans JÓHANNA HARÐARDÓTTIR 134 bls. Agenda 2003. Steinunn Inga Óttarsdóttir Jóhanna G. Harðardóttir Skáldskap eða boðskap?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.