Morgunblaðið - 11.11.2003, Síða 2

Morgunblaðið - 11.11.2003, Síða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR athygli og var best selda bókin í flokki handbóka í október. Hildur segir að hún hafi fyrirfram verið sannfærð um að sú bók ætti er- indi. „Það hefur líka farið eftir.“ Hildur kveðst þess fullviss að Salka sé búin að slíta barnskónum og festa sig í sessi. „Við gefum út 20 titla í haust og þar er eitthvað við allra hæfi. Á þessum lista eru skáldævisaga, þýddar skáldsögur, ljóðabækur, barnabækur og hand- bækur af ýmsu tagi.“ Hún segir til skýringar á þess- um áherslum að útgáfa íslenskra skáldsagna sé svo bundin við jóla- vertíðina að áhættan geti gengið of nærri litlu forlagi. „Skáldsaga sem ekki nær athygli fyrir jólin nær yfirleitt ekki athygli síðar. Það er sorgleg staðreynd. Við höf- um frekar valið til útgáfu bækur sem líklegar eru til sölu árið um kring.“ Hildur segir að bókamarkaður- inn síðustu vikurnar fyrir jólin sé öðrum þræði „hálfgerður villi- mannamarkaður, þar sem útgef- endur berjast við að koma bókum inn á metsölulistana. Þar hafa stórmarkaðirnir mikil áhrif. Fyrir litlu forlögin er erfitt að taka þátt í stórmarkaðasölunni, upplög bóka sem fara þangað verða að vera mjög stór því versl- anirnar eru margar og stórar, en það er í sjálfu sér engin trygging fyrir sölu. Við getum því setið uppi með stórt óselt upplag eftir jólin. Annar ókostur við stórmark- aðasöluna er að þar þekkir starfs- fólkið ekki nógu vel til bókanna og getur litlar upplýsingar gefið um þær. Á hinn bóginn má segja að verðstríðið sem fylgir óhjákvæmi- lega í kjölfar stórmarkaðasölunnar verði til þess að ákveðnar bækur seljist í stærri upplögum en áður þekktist og rati til fólks sem hugs- anlega hefði annars ekki keypt bækur.“ Hún segist ekki sjá nein merki þess að bóksala muni dreifast jafnar á árið en þegar er orðið, enda er jólabókaflóðið í sjálfu sér mikil menningarhátíð, þar sem bókin er í aðalhlutverki í margar vikur. „Bóksalan í stórmörkuðunum er hluti af þessu og hefst með slag útgefanda um að komast inn á metsölulistana þegar jóla- bókasalan fer af stað í bókabúð- unum í október. Útgefendur leggja æ meiri áherslu á að koma bókum sínum að snemma því um miðjan nóvember taka stórmark- aðirnir inn bækur til sölu útfrá þeim metsölulistum sem þá liggja fyrir samkvæmt sölunni í bóka- búðunum. Ég myndi vissulega kjósa að bækur væru fyrst og fremst seldar í bókabúðum þar sem þekkingin á vörunni er fyrir hendi en það er hrein og klár ósk- hyggja.“ Jafnvægi á bókamarkaði Hildur kveðst bjartsýn á fram- tíð bókaútgáfunnar og gefur lítið fyrir þær vangaveltur að eitt for- lag, Edda, gnæfi yfir markaðinn og geti skapað sér einokunar- aðstöðu með stærð sinni. „Edda hefur einfaldlega ekki orðið sá risi sem óttast var og þar á bæ hafa seglin verið dregin saman um leið og önnur forlög, til dæmis Salka, JPV og Bjartur, hafa aukið hlut- deild sína á markaðnum og gefa út fleiri titla nú en áður. Mér sýnist því vera meira jafnvægi að skap- ast. Annað einkenni á bókaútgáfunni núna er hversu margir titlar eru að koma út á vegum enn smærri forlaga, jafnvel einyrkja sem gefa út eina bók. Gróskan er mikil á því sviði og hugmyndir um alls kyns möguleika í útgáfu eru stöð- ugt að berast okkur og greinilegt að áhuginn er gríðarlegur. Það er mjög mikið skrifað og ungt fólk hefur áhuga á þessum tjáning- armáta. Ég hef því enga ástæðu til að ætla annað en bókaútgáfa muni dafna hér eftir sem hingað til.“ havar@mbl.is Á HAUSTDÖGUM hélt Lista- safn Íslands yfirlitssýningu á verkum Júlíönu Sveinsdóttur (1889–1966) og notaði tækifærið til að gefa út veglega bók með ít- arlegri umfjöllun um feril listakon- unnar og eftirprentunum af helstu verkum hennar. Listasafnið hefur um nokkurt skeið haft þann hátt- inn á að taka fyrir, einn af öðrum, þá sem helst hafa staðið upp úr í íslenskri myndlist á síðustu öld, og gefa út rit sem eiga bæði að vera eigulegir gripir en einnig vandaðar heimildir um líf og list listamann- anna. Í bókinni „Vefur lands og lita“, undir ritstjórn Ólafs Kvarans, for- stöðumanns Listasafns Íslands, er að finna þrjár ritgerðir um list Júlíönu. Hrafnhildur Schram gefur almennt yfirlit yfir lífshlaup og listferil hennar, Dagný Heiðdal fjallar um feril hennar í Danmörku og Harpa Þórsdóttir tekur list- vefnað Júlíönu sérstaklega fyrir. Bernard Scudder þýðir allan texta bókarinnar á ensku af öryggi. Ritgerðirnar bera með sér að ít- arlega hefur verið farið í saumana á öllum heimildum og leitað til kunnugra til að fylla upp í glopp- ur. Ritgerðirnar vísa í heimildir með útskýringum við hvert fótmál, enda hafa listaverkabækur Lista- safnsins verið helsti vettvangur fyrir vandaða list- fræðilega umfjöllun. Það má samt ekki ganga svo langt í vandvirkninni að það fari að hamla hug- myndafluginu. Í sum- um atriðum er eins og höfundarnir hafi veigrað sér við að draga ályktanir, koma fram með tilgátur eða geta í eyðurnar, en fræðistarf þrífst illa nema að það séu tekn- ar ákveðnar áhættur og slegið fram fullyrð- ingum. Sem dæmi mættu bæði Hrafnhildur og Dagný hafa varpað skýrara ljósi á hvar Júlíana stendur sem málari innan danskrar listasögu, hverjar helstu fyrirmyndir og áhrifavaldar henn- ar hafi verið, meðal annars með tilliti til Vestmannaeyjamyndanna eftir stríð. Það eru ákveðnar vís- bendingar gefnar án þess að þeim sé fylgt eftir með greiningu og samanburði við verk hennar. Styrkleiki ritgerðanna er að það hefur verið unnin mikil vinna í að kortleggja hennar feril og vinna úr frumheimildum þannig að það er kominn traustur efniviður til að byggja frekari túlkun á. Stóru tíðindin bæði á sýningunni og bókinni er þáttur listvefnaðar í listsköpun Júlíönu. Harpa Þórs- dóttir rekur vel feril hennar að þessu leyti, setur hann í samhengi við þróun listvefnaðar í Danmörku og hvar Júlíana stendur í þeirri sögu. Það er líka athyglisvert að kynnast því hversu tvíbent afstaða hennar sjálfrar virtist hafa verið til þessa þáttar í listsköpun sinni og hvernig hún virðist hafa haldið þessu tvennu, málara- listinni og listvefnað- inum aðskildum. Það er athyglisvert að Hrafnhildur og Harpa virðast leggja ólíkt mat á hversu mikið samband sé á milli málverkanna og list- vefnaðarins. Það er líka athyglisvert að í ljósi þess hversu frá- bitin Júlíana var ab- straktlistinni þá er listvefnaður hennar alfarið byggður á óhlut- bundnum formum. Ýmsum spurn- ingum er reyndar enn ósvarað varðandi myndmál hennar og formskyn í vefnaðinum. Það sem ég saknaði svolítið í umfjölluninni um Júlíönu var að gefa gleggri mynd af persónu hennar og hvernig hún hugsaði. Persónuleiki listamannsins á kannski ekki að vera veigamesti þátturinn í listfræðilegri úttekt, en það er ekki hægt að ganga framhjá því að hinum almenna les- anda leikur forvitni á að kynnast manneskjunni að baki listinni. Kannski er ekki á miklu að byggja og það er helst í umfjöllun Hrafn- hildar um sjálfsmyndir Júlíönu að glufur virðast opnast, en eftir lest- urinn er lesandinn litlu nær um hvers konar persónuleiki hún hafi verið, að öðru leyti en því að það má lesa milli línanna að hún hafi verið dul og persónulegt líf hennar utan listarinnar frekar lokað. Aðalatriðið í listaverkabókum Listasafnsins eru að sjálfsögðu eftirprentanir af verkum lista- mannsins. Í bókinni er að finna 24 heilsíðumyndir af verkum Júlíönu, 15 minni litmyndir og 7 svart/ hvítar ljósmyndir. Eftirprentun málverka er sérlega vandasamt verk og kemur aldrei til með að skila þeirri breidd og dýpt í lit sem er að finna í upprunalega verkinu, það er einfaldlega útilok- að. Prentun verður alltaf nálgun og málamiðlun við fyrirmyndina, og í því flókna ferli, frá ljósmynd- un til endanlegrar prentunar, er óhjákvæmilegt að einhver frávik komi fram. Það má þó almennt segja um þær bækur sem Lista- safnið hefur gefið út á seinni árum að það má treysta því að prentunin sé vönduð og að eftirprentanirnar nái býsna vel litbrigðum uppruna- legu verkanna. Prentsmiðjan Oddi sér um prentun og kemur í heild- ina vel frá því verki. Skerpan er mjög góð og smáatriði skila sér vel. Það er einna helst í tveimur verkum frá 1932, Olíuviðartré á Ítalíu, og Hekla, frá 1936, að lita- tónarnir eru óeðlilega dökkir. Mál- verkin eru í frekar dökkum lita- tónum og ljósu tónarnir minna áberandi, en reynt hefur verið að ná fram litbrigðum í dökku tón- unum, sem líklega hefur verið þess valdandi að heildaryfirbragð prentunarinnar er heldur drunga- leg. Í sumum myndum, t.d. frá Vestmannaeyjatímabilinu, er eins og rauða litnum hafi verið gefið of mikið vægi, sem kemur fram í því að myndirnar eru helst til bleikar, þ.e. gulu litirnir hallast í átt að appelsínugulu, bláu litirnir verða heldur fjólubláir, eins og í mynd- unum „Frá Snæfellsnesi“, frá 1951 og „Hjörleifshöfða“ frá 1954. Vel hefur tekist til við að ná fram þeirri tilfinningu fyrir rökkurbliki og kvöldsólarglampa sem er að finna í sumum af eftirminnilegustu myndum Júlíönu, eins og sólar- glampanum í „Heimaklettur í sól- skini“ frá 1954, og hálfrökkrinu í „Elliðaey“ frá 1946. Hvað myndavalið sjálft varðar er ljóst að mest vægi er gefið mál- verkum sem Júlíana málaði eftir seinna stríð. Þetta er ekki óeðli- legt þar sem myndirnar sem hún málar af heimaslóðum sínum í Vestmannaeyjum á árunum 1946 til 56 hafa haldið nafni hennar helst á lofti meðal okkar Íslend- inga, og hún sjálf áleit að hún hefði fyrst með þessum myndum náð fullum þroska sem málari, þá komin á sextugsaldur. En eins og kemur fram í ritgerð Hörpu er ferill hennar sem listvefari síst ómerkilegri. Þótt Júlíana hafi lengst af litið á sjálfa sig sem mál- ara og þótt Íslendingar hafi ekki gefið þessum þætti í listsköpun hennar eins mikinn gaum, hallaðist hún að því á seinni árum að líta á sig jöfnum höndum sem málara og vefara, og eins og Harpa bendir á var Júlíana virk meðal fremstu listakvenna á þessu sviði á Norð- urlöndum sem sköpuðu listvefnaði nafn á millistríðsárunum. Jafnvel þótt það séu tvær heilsíðueftir- prentanir af tuttugu og fjórum og 7 minni litmyndir af fimmtán af textílverkum hennar sem er fléttað inn í textabálkinn, hefði það verið ákveðin yfirlýsing og hefði end- urspeglað visst endurmat á ferli hennar sem listamanns að gefa myndvefnaði hennar enn meira vægi með eftirprentunum í meg- inmyndabálki bókarinnar innan um önnur málverk. Einnig hefði portrettmynd hennar af Eric Ris- bye frá 1939 sómt sér vel á heil- síðu. Vefur lands og lita er vandað rit með ítarlegum ritgerðum um feril Júlíönu Sveinsdóttur og fínum endurprentunum sem fellur vel inn í bókaflokk Listasafns Íslands um helstu listamenn þjóðarinnar á tuttugustu öld. Tvenns konar listsköpun MYNDLIST Vefur lands og lita JÚLÍANA SVEINSDÓTTIR Ritstjóri Ólafur Kvaran Listasafn Íslands, 2003 Gunnar J. Árnason Júlíana Sveinsdóttir Don Kíkóti, eftir Cervantes í þýð- ingu Guðbergs Bergssonar, síð- ara bindi er kom- ið út. Verkið kom upphaflega út fyr- ir fjöldamörgum árum í átta bind- um. Hún kemur nú út í endurskoðaðri gerð og með formála þýðanda. Aðalpersónan, don Kíkóti, er bú- inn að lesa riddarasögur sér til óbóta og hefur tapað vitglórunni. Hann ákveður að ferðast út í heim- inn til að koma góðu til leiðar, geta sér eilífan orðstír og vinna hjarta konunnar sem hann elskar. Hann heldur af stað ásamt hinum jarð- bundna aðstoðarmanni sínum, Sansjó Pansa, en í huga riddarans breytast vindmyllur í risa, kindahóp- ar í óvinaheri og bændastúlkur í fagrar prinsessur. Hann gefst aldrei upp, en er rek- inn áfram af óstöðvandi gæsku og heilagri vitfirringu og ríkt ímyndunar- afl hans fegrar umheiminn sem við honum blasir og breytir honum í ver- öld sögubókanna sem hann hefur lesið. Don Kíkóti hefur verið kölluð fyrsta nútímaskáldsagan og hún hef- ur veitt lesendum og rithöfundum óþrjótandi innblástur á þeim 400 ár- um sem liðin eru frá því hún var skrifuð. Útgefandi er JPV útgáfa. Bókin er 500 bls., prýdd fjölda mynda eftir Gustave Doré. Bókin er prentuð í Odda. Verð: 4.480 kr. Skáldsaga Ég vildi að ég væri … er eftir Önnu Cynthiu Leplar Ég vildi að ég væri fugl, hugsar fallegi hundurinn. En hann er allt of þungur til að fljúga. Hvað getur hann þá verið? Hundurinn kemst að þeirri niðurstöðu að best sé að vera sá sem maður er. Bókin er fyr- ir yngstu börnin og prýdd myndum. Höfundurinn, Anna Cynthia Lepl- ar, er teiknari og vinnur jöfnum höndum fyrir íslensk og erlend bókaforlög. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 26 bls., prentuð í Dan- mörku. Verð: 1.990 kr. Börn Með leyfi forseta er eftir Leif Hauks- son. Leifur hefur nú plægt í gegnum það sem sagt hefur verið í ræðustól þingsins frá stofnun lýðveldisins árið 1944 til loka 20. aldarinnar. Úr því margbrotna safni dregur hann fram ræðukafla og tilsvör þingmanna af ýmsu tagi sem bera vitni um fljúg- andi mælsku, skarpa greind og hár- fínt skopskyn, en veita um leið glögga innsýn í tíðarandann og það sem var efst á baugi á hverjum tíma. Tekist er á um stórmál á borð við sambandsslitin við Dani, aðildina að NATO, útfærslu landhelginnar, EES- samninginn, virkjanamál og umhverf- isvernd. Einnig er umræðu um fjöl- mörg minni mál gefinn gaumur; m.a. íþróttir, kynlíf, áfengismál og staf- setningu. Útgefandi er Almenna bókafélagið. Bókin er 526 síður og prentuð hjá Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu hann- aði Ragnar Helgi Ólafsson. Verð: 5.990 kr. Þjóðarspegill Leifur Hauksson afhendir Halldóri Blöndal, forseta Alþingis, fyrsta eintak bókarinnar. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 1 0 3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.