Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 B 5 BÆKUR Svartir Englar er eftir Ævar Örn Jós- epsson. Kona hverfur sporlaust og óvenju um- fangsmikilli lög- reglurannsókn er strax hrundið af stað. Um er að ræða einstæða, tveggja barna móður – og einn færasta kerfisfræðing landsins. Á ýmsu hefur gengið í einkalífi hennar en talsverð leynd virðist hvíla yfir starfi hennar síð- ustu mánuðina áður en hún hvarf. Fljótlega kemur í ljós að laganna verðir eru ekki einir um að leita að henni og fyrr en varir teygir rannsóknin anga sína bak við tjöldin í stjórnsýslunni, inn í leðurklædd skúmaskot viðskiptalífs- ins og napran veruleika hinna verst settu í samfélaginu. Það er hraður taktur í sögunni og spenna sem stöð- ugt rekur lesandann áfram. Ævar Örn vakti athygli með fyrstu glæpasögu sinni, Skítadjobbi. Útgefandi er Almenna Bókafélagið. Bókin er 364 bls., Prentsmiðjunni Odda hf. Verð: 4.690 kr. Glæpasaga GÓÐUR skáldskapur á oftar ræt- ur í huglægum heimi tilfinninganna en í hluttækri lífsspeki, hann er fremur leit en landafundir. Ég hef aldrei gert þá kröfu til skáldskapar að í honum séu fólgin hin dýpstu sannindi eða spakviturt hjal. En mér finnst hann lítils virði ef hann gefur ekki einhverja innsýn inn í hugarheim og kenndir eða ef í hon- um finnst engin leit að merkingu í heimi þar sem sannleikurinn er sjaldnast meira en framhliðin ein. Skáld er sá sem lifir og hrærist í skáldskapnum, gerir hann að and- ardrætti sínum. Skáldskapur Jóhanns Hjálmars- sonar hefur alla tíð markast fyrst og fremst af leit að merkingu í tilver- unni. Frá því á vordögum ferils hans hefur þessi leit einkennt þennan hljóðláta höfund, sem í mínum huga stendur í fremstu röð íslenskra skálda. Vissulega eru sum verk hans öðrum fremri en mér hefur fundist síðustu ljóðabækur hans bera vott um vaxandi styrk. Marlíðendur og Hljóðleikar marka honum nýjan far- veg. Hann sækir töluverðan efnivið til fortíðarinnar og gælir við minni úr Eyrbyggju og öðrum fornsögum og frá æskuslóðum sínum á Snæ- fellsnesi en er samt líkt og áður samtímalegt og alþjóðlegt skáld sem byggir á viðamikilli þekkingu á heimsbókmenntum. Ljóð hans hafa einnig náð meiri snerpu og hnitmið- un en áður. Nýjustu bók sína nefnir Jóhann Vetrarmegn. Það er forn- yrði sem einmitt er fengið úr Eyr- byggju og vísar í senn til þess vetr- arríkis sem hindrar för en einnig til þess veikindavetrar sem settist að Jóhanni fyrirvaralaust. Það er því töluverður sársauki í þessari bók. Skáldið fjallar um mótdrægni, það sem hamlar för og óttann við veik- indi og dauða. En bókin er einnig leið út úr sársaukanum eða eins og skáldið segir um kvæði sín í einu ljóða sinna í lausu máli: ,,Þau vilja þrátt fyrir allt miðla einhverri gleði í heimi sem virðist æ gleðisnauðari.“ Mörg ljóð Jóhanns fjalla einmitt um skáldskap og vanda þess að yrkja hvort sem vetur hamlar för, svalann í sögunni um höfuðlausn eða hikið og efinn. Í einu ljóðanna yrkir hann um ósögð orð sem efnivið í skáldskap ,,Þögn eins löng og mannsævi. / Vindur sem strýkur rofabarð, / hulda fegurð einskis- verðra grasa / sem vaxa fjarri byggð, … Þessi einskisverðu grös verða honum einmitt að yrkisefni í ljóðinu Strá (Gufuskálar) þar sem hann lýsir þeim sem hluta fyrir heild sem táknmynd þess staðfasta og einfalda sem þekkir tilgang sinn. Efinn er aftur á móti sýnilegri í þeim kvæðum Jóhanns sem tengjast ferðinni, leitinni. Hið stórbrotna ljóð Ferð er eins og uppgjör við þessa leit en í því er fjallað jöfnum hönd- um um veikindi skáldsins. Í því ræð- ir Jóhann um hið ,, und- arlega ferðalag / sem varð hlutskipti mitt. Í honum rumska gamlar ljóðlínur, skýringar á heiminum sem hafnað er jafnóðum: ,,Orðin söfnuðust saman, / vildu merkja eitthvað / án þess að merkja neitt. Og niðurstaðan er mótsagnafull, efa- full: ,, Þú slóst í för lif- enda / með höfuð sem sneri niður / og fætur í skýjum. Víða kennir einsemd- ar og ótta við dauðann í ljóðum Jóhanns. Í ljóðinu Deyi ég, sem vísar til frægs ljóðs eftir Gabrí- el García Lorca, nær túlkun þessara kennda hámarki: Lestin fer í gegnum tómlegt landslag. Staðnæmist á brautarstöðvum þar sem ekkert fólk er að sjá. Aðeins eyðilegar byggingar. Enginn kemur í lestina. Viðvörunarmerki glymur áður en dyrunum er lokað. Deyi ég hafðu svalardyrnar opnar Svo að ég heyri í kornskurðarmanninum. En það er líka jákvæð lífstrú í kvæðum Jóhanns. Að sönnu örlar á sjálfsíróníu í einstaka ljóðum en þau ljóð eru fremur gamanmál en hrein kaldhæðni. Einn höf- uðstyrkur Jóhanns er að upphefja hvers- dagsmyndir með ein- földum ljóðmyndum í skáldlega upplifun. Ljóðið Drengur 2001 er dæmi um þetta. Dregin er upp einföld mynd af barnungum dreng. Hann sér að komið er myrkur. Þýtur gremjulega í vind- inum. Þetta er fyrsta haustið sem hann skynjar og veit að er hér. Húsið er skyndilega fullt af hljóðum að utan. Hann situr kyrr og hlustar. Horfir í rúðuna og trén svigna, flöktandi skuggamyndir. Myrkrið er þarna úti Hann veit ekki hvort það er gott eða vont. Hann er þögull. Veröldin vitjar okkar Vetrarmegn er tvímælalaust með merkari ljóðabókum Jóhanns Hjálmarssonar. Í henni eru fjöl- mörg ljóð sem eru með því besta sem ort er nú um stundir og hún er sterk sem heild. En umfram allt er hún einlæg ferð um hugarlendur, andardráttur skálds. Veröldin vitjar okkar LJÓÐ Vetrarmegn JÓHANN HJÁLMARSSON 78 bls. JPVútgáfa. 2003 Skafti Þ. Halldórsson Jóhann Hjálmarsson RITHÖFUNDINUM Sjón(i) læt- ur vel að leika sér að tungumáli og formi. Í skáldsögunni Skugga- Baldri leikur svo ljóðskáldið sér fagurlega með táknrænar myndir og þjappar saman forminu þannig að stundum verður einn kafli ein ljóðmynd. Í fyrri skáldsögum hans hefur auðvitað borið á þessari að- ferð en nú verður hún að meg- ineinkenni: ,,Sólin vermir hvítan karlmannskroppinn, og snjórinn sem klökknar með tvíráðu braki, hann er fugl dagsins.“ (Bls. 22) Hér eins og annars staðar í þessari at- hyglisverðu bók leikur málið svo á tungu að textinn kallar á verða lesinn upphátt. Hér kemur einnig fram annað aðalsmerki bók- arinnar: Kyrrð. Kyrrð sem fangar liðna tíð, kyrrð náttúrunnar í öllu sínu veldi og kyrrð fagurra ljóð- mynda þar sem manni og náttúru er stillt upp sem hliðstæðum eða andstæðum. Skugga-Baldur ger- ist að mestu á örfáum dögum í janúar árið 1883 en farið er aftur í tímann, í apríl árið 1868. Nákvæmar tíma- setningar og notkun örnefna gera atburðina svo trúverðuga að sagan grípur lesanda í byrjun sem sögu- leg skáldsaga. En Sjón er ólíkindatól í skáldskap sínum; hann stekkur út undan sér í sérstæðum húmor auk þess sem hann bland- ar saman þjóðtrú og raunsæi í ljóðrænni frásögninni svo úr verður mikil fantasía. Baldur sá er sagan dregur nafn sitt af er illur prestur í af- skekktri sveit en hann fer á eftir tófu til fjalla þar sem hann lendir í svo undarlegum hrakningum að skýr- inga verður ekki leitað í veru- leikanum. Í sama afdal býr and- stæða Baldurs, Friðrik B. Friðriksson grasafræðingur og heimsmaður, forframaður í Kaup- mannahöfn, en hann hefur tekið að sér vangefnu stúlkuna Öbbu sem er með Downs-heilkenni. Eftir að farið hefur verið snilldarlega fram og aft- ur í tímanum í sögu þessara þriggja aðalpersóna kemur allt heim og saman að lokum, en þó innan marka ævintýrisins. Þrátt fyrir það er hreyfiafl sögunnar þó rómantísk efnistök í nítjándu aldar stíl þar sem teflt er saman fórnfýsi og sam- úð annars vegar en hins vegar grimmd og eigingirni. Kyrrlát hlýja og virðing fyrir lífinu sjálfu skín í gegn og kemur best fram í stuttum ljóðrænum lýsingum eins og þegar Friðrik jarðsetur Öbbu og athöfn- inni er lýst í smáatriðum: ,,Hann fellur á kné./ Hann drúpir höfði./ Hann andvarpar sárt.“ (Bls. 81). Ennfremur eru áðurnefndar nátt- úrulýsingar undirliggjandi seiður í bókinni, hvort sem lýst er fjalla- kyrrð eða umhverfi lítils bæjar um nótt: ,,Draugasól er heiti sem skáld- in hafa um vin sinn mánann, og það er við hæfi í nótt þegar öskubleikt ljós hans baðar trjálundinn sem vex í hallanum ofan við Brekkubæinn.“ (Bls. 78) Með kynngi mögnuðu orðfæri þar sem er samofin fögur ljóðræna, nútímamál og hátíðlegt nítjándu aldar mál, fangar Sjón andblæ lið- ins tíma í íslenskum afdal þar sem náttúran drottnar í ægivaldi sínu og kyrrð í senn. Hann fangar grimmd- ina sem hlýst af fáfræði og afdala- mennsku en birtir einnig meðvitund og samúð með lítilmagna aldanna. Vonandi megum við vænta margra bóka til viðbótar frá þessum frum- lega og snjalla meistara tungumáls- ins. Kynngimagnað SKÁLDSAGA Skugga-Baldur SJÓN Bjartur, Reykjavík, 2003. 123 bls. Hrund Ólafsdóttir Sjón LJÓÐABÓK Elísabetar Jökul- sdóttur hefst með orðunum: „Þegar ég hugsa um þig finn ég fiðrildi í brjóstinu, mig langar svo til að sýna þér eitt þeirra.“ Ljóðabókin heitir Vængjahurðin og nú er spurningin hvað gerist þeg- ar einhver sér fiðrildi á vegum höf- undar – flögra út um hana? Hátterni þess getur mótast af kenndum eig- andans, en einnig má velta fyrir sér hvort hann sé vakandi eða dreym- andi. Lesandinn getur svo pælt í því til viðbótar hvort fiðrildin sé að dreyma. Í ljóðunum geta birst loforð um sælugrimmd í stað ástar eða bara smádaður í stað þess að reka spjót í gegnum hjartað. Á einum stað stendur: Þessi ljóð kviknuðu, eins og stjörnur á himni, einsog ást mín til þín kviknaði á augnabliki. (26.) Mér finnst ekki ólíkt að svo hafi í raun verið. Ljóðin eru opinská, oft með fallegum líkingum eins og „Ef þú kreistir á mér mittið kviknar ljós í hnakkanum. Ofsaljósið.“ (17.) Önnur eru næstum eins og hversdagslegt tal: Þegar þú er kominn svona nálægt, viltu þá strjúka á mér magann og ég byrja að tala. (37.) Mörg ljóðanna eru skemmtileg: Viltu halda um mjaðmir mínar aftanfrá og ég skal snúa mér snöggt við í þessum dansi. Tíma- lega. (41.) Nokkur eru lík spekiljóðum: Hamingjan er að vera sigraður af augnablikinu. (74.) Ljóðmælandi er ást- fanginn, það er engin spurning, stundum getur persónan hamið sig og verið stillt en svo þrýtur þolinmæðina: „Ég verð að fá þig. Annars brjálast ég.“ (47.) Oft eru ljóðin eró- tísk. Elísabetu tekst að birta form tilfinningar- innar að vera ástfanginn í ljóðum sín- um. Lýsa því hvernig manneskjan fer út fyrir eigin mörk þegar vængja- hurð ástarinnar opnast. Bók Elísabetar er fagurbleik á lit með mynd af vængjahurð sem við standa orðin „ástarljóð“. Síðurnar eru bjartar og mjúkar viðkomu. Ljóðin 108 eru stutt, sennilega flest undir 20 orðum. Það er þægilegt að lesa þau og maður hættir aldrei við eftir eina línu, því flest eru bara tvær línur. Samt eru sum fiðrildin óþægilega sýnileg. Sennilega er best að líkja ljóðunum við fiðr- ildi sem flögra innum augu manns og staldra við inní manni. Fiðrild- in flytja mismunandi tilkynningar eða til- finningar, sum eru afdráttarlaus og æst, önnur láta lítið fyrir sér fara. Vængjahurðin er skemmtileg ljóðabók og ég ætla að hugsa um fiðr- ildaljóðin sem flögra út um dyrnar. Flögrandi ljóðavængir LJÓÐ Vængjahurðin ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR 64 bls.Viti menn 2003 Gunnar Hersveinn Elísabet Jökulsdóttir Miðnæturbörn nefnist skáldsaga eftir Salman Rushdie. Árni Óskarsson þýddi bókina. Indland fæddist þegar klukkan sló tólf á miðnætti 15. ágúst 1947 og á fyrsta klukkutímanum í sögu landsins kom 1001 barn í heiminn. Þessi miðnæturbörn voru öll gædd sérstæðum hæfileikum: stelpa frá Goa gat margfaldað fiska, einn drengurinn gat stækkað og minnkað að vild, bláeygt barn frá Kasmír gat breytt kynferði sínu, hvassyrt stúlka gat veitt líkamleg sár með orðum sínum. Tveir drengir fæddust nákvæm- lega þegar klukkan sló, Shiva sem hlaut hernaðarkunnáttu að gjöf, og Saleem Sinai en honum gerði stundin kleift að horfa inn í hjörtu og hugi manna. Þeim var hins vegar víxlað. Shiva, sem var af múslímsk- um aðalsættum, lendir í höndum götusöngvara, en Saleem, fátæk- lingurinn með gúrkunefið, hafnar hjá auðmannafjölskyldu. Saleem fær alla athyglina og Nehru for- sætisráðherra sendir bréf þar sem hann segir að örlög hans verði æv- inlega samfléttuð örlögum Ind- lands. Í tímans rás verða miðnæt- urbörnin Saleem og Shiva svarnir fjendur ... Salman Rushdie hlaut hin virtu Booker-verðlaun árið 1981 fyrr bók- ina og síðar Booker of Bookers- verðlaun sem besta verðlaunabók- in. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 459 bls., prentuð hjá Odda hf. Guðjón Ketilsson gerði kápu. Verð: 4.990 kr. Skáldsaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.