Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR ÁSDÍS Óladóttir sendir frá sér ástarljóð, þar með talin fjögur prósa- ljóð, og skreytir bók sína með hjört- um, ævagömlu tákni ástarinnar. Ljóðin eru sömuleiðis full af per- sónulegu táknmáli sem sumt hvað hefur unnið sér hefð í ástarljóðum, svo sem fuglar, fiðrildi, blóm, skóg- arrjóður, vín og sól, svo fátt eitt sé talið. Ennfremur má benda á litina, rautt og blátt, samanber ljóð sem skáldkonan nefnir einfaldlega Blár og hljóðar svo: Tært blátt yrkir ljóð sitt á strönd. Breytir steinum í ryk. Tærblátt hafið girt rauðum hring. Annars eru þetta engin eldheit ástarljóð og því síður náttúrulýsing- ar. Nær er að segja að þetta séu ein- ungis – ljóð! Hvað sem táknmáli ást- arinnar líður er ljóst er að skáldkonan hefur öðru fremur glímt við lögmál formsins sem reyndar er eins og vindurinn sem kemur og fer. En hvað um það, undir þau lögmál verður lesandinn að beygja sig, ætli maður að njóta þessarar bókar. Fyrsta lögmál skáldkonunnar er auðvitað samþjöppun. Réttara væri ef til vill að kalla það miðleitni. Sam- kvæmt því skal ljóð vera eins og brennidepill þar sem safnað er sam- an því sem þar á heima. En alls engu fram yfir það. Tilvalið dæmi þess er ljóðið Fiskar: Í sindrandi gleri tærum ljóma tveir brothættir fiskar. Þetta er klár uppstilling svo mað- ur styðjist við orðalag úr myndlist- armálinu. Engin umsögn. Engir út- úrdúrar. Aðeins myndhverfingin eins og skáldkonunni þóknast að stilla hlutunum upp. Þó væri tæpast rétt að kenna þetta við neins konar realisma. Heimur ljóðsins er þarna eins og heimur draumsins, óræður og oftar en ekki fjar- stæðukenndur ef köld- um raunveruleikanum er stillt upp til saman- burðar. Þar með fylgir að sá innri heimur verður að vera sjálfum sér samkvæmur, byggður upp af sam- ræmi og rökvísi. Óhætt er að segja að skáld- konan finni víðast hvar meðalveginn að því leytinu. Það skal þó tekið fram að ljóð Ásdísar eru ekki öll svona gagn- orð. Útstrikanir hefðu á stöku stað verið til bóta. Að dómi undirritaðs tekst henni best upp í prósaljóðunum, einkum hinu fyrsta. Ástarsaga nefnist það og segir frá blómi og fiðrildi. Lesand- anum er auðvitað frjálst að skoða það sem sjálfbært verk, án skírskot- unar til annars konar veruleika. Ell- egar á hinn bóginn að túlka það sem dæmi- sögu, ef honum sýnist svo, langa sögu og við- burðaríka í afar knöppu formi þar sem blómið getur táknað hina hreinu sönnu ást en fiðrildið stendur fyrir staðfestuleysi, hvik- lyndi og brigðmælgi. Einu gildir hvort les- andinn tekur þannig að yrkja í það sjálfur eða meðtekur það ómeng- að, nýtur þess eins og það kemur fyrir. Það skiptir í raun ósköp litlu máli. Textinn stendur allt að einu fyrir sínu. Ljóð Ásdísar minna á að í mann- heimi er ekki allt sem sýnist. Tákn- málið í draumalandinu kann því að leiða okkur á veg sannleikans engu síður en sjónhverfingar þær sem ein- att eru að mæta augum okkar í vök- unni. Óræðar ástarjátningar LJÓÐ Teiknað í haustloftið Ásdís Ólafsdóttir 64 bls. útg. aurora. Prentun: Gutenberg. Reykjavík, 2003. Erlendur Jónsson Ásdís Óladóttir SÚ skoðun hefur orðið býsna líf- seig með þjóðinni að Íslendingar hafi í sögu sinni upplifað tvö blóma- skeið: „fornöldina“, sem svo var kölluð, þ.e. tímabilið frá landnámi og til loka þjóðveldis árið 1262, og síðustu sjö áratugi nítjándu aldar er landsmenn voru að vakna af alda- löngum dvala og tóku að berjast fyrir endurheimt sjálfstæðis síns, sem flestir voru sammála um að hefði glatast með Gissurarsáttmála árið 1262. Hér skal engin afstaða tekin til réttmætis þessarar söguskoðunar. Hún þjónaði ákveðnum tilgangi, var runnin undan rifjum þjóðernissinn- aðra stjórnmála- og menntamanna, sem kepptust við að „byggja þjóð- ina upp“ á fyrra helmingi 20. aldar, og henni var haldið að nemendum í skólum landsins mestan hluta ald- arinnar. Þannig varð hún hluti af sjálfsmynd nokkurra kynslóða Ís- lendinga og mótaði við- horf þeirra til þjóðar- sögunnar. En hafi fyrsta skeið- ið í sögu okkar, land- náms- og þjóðveldis- öldin, verið blómaskeið, fer hitt ekki á milli mála, að tólfta öldin var nokk- urskonar gullöld í menningarsögulegum skilningi. Þá voru Ís- lendingar enn sæmi- lega vel efnum búnir, samgöngur við útlönd bærilega tíð- ar og traustar og hingað bárust menningarstraumar og -áhrif sunn- an úr álfu í meira mæli en áður. Það stafaði ekki síst af því að Íslend- ingar voru hluti af alþjóðasamfélagi Rómarkirkju og sitthvað bendir til þess, að þeir hafi staðið á hærra menntunarstigi en næstu nágrannar í Noregi og á Bretlandseyjum. Af- leiðingin varð sú, að hér var farið að skrifa bækur í gríð og erg, ekki síst fyrir útlendinga, en á þessum tíma var íslensk tunga enn skiljanleg flestum Norðmönnum og fólki víðar um Norðurlönd og á Bretlandseyj- um. Bókagerðin var í senn orsök og afleiðing menningargrósku og á tólftu öldinni voru mörg merkustu fornritin fyrst færð í letur. Þá voru uppi margir af fremstu og þekkt- ustu lærdómsmönnum íslenskum á miðöldum og aðra fóstraði öldin, þótt þeir létu ekki verulega að sér kveða fyrr á þrettándu öld. Saga þessarar merku aldar í sögu okkar er sögð á þessari bók. Eins og í fyrri bókum í þessum bóka- flokki er sagan sögð í fréttastíl og geta lesendur þannig fylgt merk- ustu atburðum sögunnar hér á landi, og í sumum tilvikum einnig í öðrum löndum, ár frá ári. Samningu ritsins annaðist Óskar Guðmunds- son og er þetta fimmta „Öldin“, sem hann tekur saman. Eins og í fyrri bókum hefur hann unnið verk sitt af mikilli prýði. Hann er naskur á það sem frásagnarvert er og hefur víða leitað fanga, eins og yfirgripsmikil heimildaskrá ber með sér. Í bók- arlok er svo eins og í fyrri ritum eft- irmáli, þar sem höfundur tekur saman helstu atriði í sögu tímabils- ins og freistar þess að leggja á hana mat. Er sá þáttur allur forvitnilegur og skemmtilegur. Eins og oft vill verða hefur meira varðveist af frásögnum um hefðar- fólk og fyrirmenn tólftu aldar en al- múgann. Óskar hefur þó grafið upp nokkrar frásagnir af alþýðufólki, sem varpa ljósi á kjör þess og eru jafnframt athyglisverður aldarspeg- ill. Þar er sagan af Ólafi Hildissyni, sem uppi var í upphafi aldarinnar, einkar forvitnileg, en hún veitir jafnframt nokkra innsýn í búnaðar- hætti og atvinnulíf landsmanna á þessum tíma og bendir til þess að sjávarútvegur hafi þá verið orðin helsta atvinnugrein manna á norð- vestanverðu landinu. Þarf það fáum að koma á óvart sem hafa kynnt sér íslenska atvinnusögu. Þrjár „aldir“ í einni bók Þessi bók er öll einkar læsileg og hún er prýdd fjölda mynda sem auðga frásögnina og gefa bókinni fallegt og lifandi yfirbragð. ÞAÐ er óneitanlega býsna skemmtileg hugmynd og nýstárleg að skella þremur nýútkomnum bók- um saman í eina. Undanfarin þrjú ár hefur JPV-útgáfan gefið úr rit- röðina Ísland í aldanna rás eftir Ill- uga Jökulsson og samstarfsfólk hans. Í þeim er saga Íslands á 20. öld rakin ár frá ári í máli og mynd- um og náði fyrsta bókin yfir fyrri hluta aldarinnar en hinar tvær yfir seinni hlutann. Þessi nýja bók hefur að geyma allt efni hinna þriggja fyrri og er þannig að vissu leyti endurprentun, þótt hún hljóti að teljast sérstök út- gáfa. Hið eina sem er nýtt í þessari bók eru skrár og annað efni utan meginmáls, sem varð að semja upp á nýtt og samræma nýju útgáfunni. Undirritaður hefur áður fjallað um fyrri bækurnar þrjár hér í Morgunblaðinu og hefur í sjálfu sér litlu að bæta við það sem þar var sagt. Þessi bók er eins og hinar fyrri stórglæsileg að allri gerð, hef- ur að geyma gríðarmikinn fróðleik um sögu lands og þjóðar á 20. öld- inni og uppsetning er þannig, að lesendur eiga auðvelt með að fletta upp á og finna þau efnisatriði, sem þá fýsir að fræðast um. Þá er bókin prýdd miklum fjölda mynda, sem margar segja mikla sögu og hafa sumar sjálfstætt heimildagildi. SAGA Öldin tólfta, minnisverð tíðindi 1101–1200 ÓSKAR GUÐMUNDSSON Iðunn, Reykjavík 2003. 288 bls., myndefni. Jón Þ. Þór Illugi JökulssonÓskar Guðmundsson Ísland í aldanna rás 1900–2000 ILLUGI JÖKULSSON Saga lands og þjóðar ár frá ári. JPV út- gáfa, Reykjavík 2003. 1.306 bls., myndefni. Frá „gullöld“ Íslendinga SKÁLDSAGAN Biobörn er vel að íslensku barnabókaverðlaunun- um komin. Hún er grípandi og skemmtileg nútímasaga um fjóra tólf ára krakka sem rannsaka grun- samlegt athæfi glæpamanna á eigin spýtur. Sagan gerist sumarið 2003 þegar ósköp venjulegir krakkar, Raggi og Anna Lísa, eru send fyrir mistök í sumarskóla afburða- greindra barna og lenda í hópi með gáfuðu stelpunni Möggu og blinda stráknum Arnari. Nútímaerfðavís- indafyrirtækið Biobörn rekur skól- ann en krakkarnir komast að óhugnanlegri vísindalegri glæpa- starfsemi innan fyrirtækisins. Hröð og spennandi atburðarásin endar á óvæntan hátt. Bókin minnir að ýmsu leyti á Ævintýra- og Fimmbækurnar þar sem nokkrir vinir lenda í ævintýrum í sumarfríinu og koma upp um þjófa og glæpamenn en Yrsa Sigurðardóttir hefur þetta form vel á valdi sínu. Auk dýra er nokkuð um litskrúðug- ar aukapersónur sem oftar en ekki eru kúnstugar og fyndnar og húmorinn kraumar á hverri síðu. Til dæm- is er mjög fyndið hvernig smiðirnir sem vinna við frágang á lóð hins splunkunýja fyr- irtækis eru gerðir hættulegir hermdarverkamenn í augum for- stjórans, eingöngu vegna launa- krafna, en viðskiptin við þá eru hliðarsaga bókina í gegn. Það fer ekki á milli mála í bókinni að sam- úðin liggur hjá þeim sem minna mega sín og augljós er gagnrýnin á valda- og peningagræðgi þeirra sem ekkert tækifæri láta ónotað til áhrifa og skiptir þá engu hver verður undir; fullorðnir eða börn. Allt þetta gerir Yrsa mjög smekklega því ekki vottar fyrir pre- dikunartóni heldur er sagan svo líflega skrif- uð að gaman væri að sjá hana sem leikrit eða kvikmynd. Persónusköpunin er skemmtileg að því leyti að hvert hinna fjögurra barna er með sín sérstöku einkenni og eru auk þess fulltrúar ákveðinna hópa. Hvert þeirra hefur sína sér- stöku hæfileika og færni en sagan sýnir ekki síst fram á að allir geta notið sín ef þeim er treyst, einnig þau börn sem fá lágar einkunnir á bóklegum prófum. Til dæmis er hinn káti og órólegi Raggi flinkur tölvustrákur og Anna Lísa er með sérstakt og skapandi auga fyrir föt- um en Arnar bætir blinduna upp með óvenju góðri heyrn og verður þess vegna ómissandi við rannsókn málsins. Hlýja og virðing meðal krakkanna er aðalsmerki sögunnar ásamt þeim húmor og góða sögu- þræði sem áður er getið. Í gegnum hugsanir og samtöl krakkanna fæst líka dágóð mynd af bakgrunni þeirra og tækifærið notað til að gera grín að vinnuálagi þreyttra nútímaforeldra. Yrsa kemst auð- veldlega framhjá þeirri gildru að skapa svarthvíta veröld þar sem illt og gott takast á en slík er oft raun- in í einföldum spennusögum fyrir krakka. Þar að auki er stórmerki- legt hvað það gengur vel upp að láta atburði gerast hér og nú þegar sagan er í raun hrein og klár vís- indaskáldsaga. Ég óska Yrsu Sig- urðardóttur til hamingju með bók- menntaverðlaunin og vona að hún haldi áfram að skrifa fyrir börn. Skemmtileg spennusaga BARNABÓK Bíóbörn Yrsa Sigurðardóttir 208 bls.Vaka-Helgafell, Reykjavík, 2003 Hrund Ólafsdóttir Yrsa Sigurðardóttir Eldgos í garðinum er eftir Axel Gunn- laugsson. Bókin er skáldsaga fyrir börn og unglinga um gos- ið í Vestmanna- eyjum. Höfundur bókarinnar flúði sjálfur Eyjarnar með fjölskyldu sinni þessa örlagaríku nótt. Hann lýsir m.a. söknuðinum eftir því sem aldrei kemst í samt lag og heimþrá þess sem er flóttamaður uppi á landi löngu eftir að eldurinn er kulnaður heima í Eyjum. Að kvöldi 22. janúar 1973 leggst Demmi, 12 ára Vestmanneyingur, til svefns án þess að gruna hvað kraum- ar undir fótum hans. Þegar hann er rif- inn á fætur skömmu síðar er hann ekki orðinn of seinn í dönskuprófið, eins og honum dettur fyrst í hug. Það gengur eitthvað miklu meira á. Gríð- armikill eldveggur blasir við honum út um gluggann. Heimaey stendur í ljós- um logum og yfir hús og götur rignir ösku og vikri. Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 200 síður, prentuð í Odda hf. Kápu hannaði Anna Björnsdóttir. Verð: 2.690 kr. Skáldsaga Brennd lifandi er sönn frásögn arab- ískar konu frá vest- urbakka Jórdan, Souad. Árni Snævarr þýddi og ritaði eft- irmála. Souad elst upp í sveitaþorpi á áttunda áratugnum. Hún lendir í ástarævintýri sautján ára, fyrir hjónaband, en slíkt gengur gegn öllum hefðum í heima- þorpi hennar í Jórdaníu; með því fellur blettur á heiður fjölskyldunnar. Því sæt- ir hún grimmilegri refsingu. Fyrir krafta- verk er henni bjargað og komið til Evr- ópu. Í þessari frásögn sinni lýsir Souad hrikalegum atburðum sem enn eru að gerast víða um lönd. Talið er að millj- ónir kvenna verði fórnarlömb sæmd- arglæpa í heiminum á ári hverju. „Bókin er einnig ákall til heimsins um að rofin verði sú þögn sem umlykur dauða kvenna af völdum sæmd- armorða, ekki einungis í arabaheim- inum heldur víðar. Frásögn Souad er saga manneskju, sem öðlaðist nýtt líf, og snertir við sérhverjum lesanda,“ segir í frétt frá útgefanda. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 256 síður og prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu hannaði Björg Vilhjálms- dóttir. Verð: 4.490 kr. Frásögn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.