Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Jim Smart Þrátt fyrir að langtímaatvinnuleysi hafi aukist mikið undanfarið ár vænta menn þess að eftir áramót batni ástandið á vinnumarkaðnum til muna. ATVINNUMIÐLANIR telja að væntingar um að vinnumarkaðurinn taki rækilega við sér, m.a. vegna stórframkvæmdanna á Austurlandi, hafi enn ekki orðið að veruleika. Hins vegar stefni í að lifni yfir at- vinnumarkaðnum eftir áramót. Fá hæfara starfsfólk Hilmar Garðar Hjaltason, ráðgjafi hjá Mannafli, segir vissar væntingar hafa verið uppi um að markaðurinn færi aftur af stað og ástandið jafn- aðist. „Það hefur þó ekki gerst enn. Fyrir tveimur árum kom nokkur niðurskurður í atvinnulífinu, sem leiddi til þess að við fórum að endur- skoða þjónustuna hjá okkur og taka á okkur ný verkefni, eins og að taka á móti fólki sem er sagt upp. Einnig fórum við að sérhæfa okkur meira í ráðningum. Svo þegar við fórum að sjá fyrir að markaðurinn væri að fara af stað fórum við að gera vænt- ingar til þess og vonuðum að eitt- hvað meira færi að gerast í við- skiptalífinu. Þetta starf byggist mikið á tilfinningunni og við sjáum fyrir okkur að framkvæmdirnar fyr- ir austan fari ekki að skila sér inn í atvinnulífið fyrr en eftir áramót.“ Hilmar segir framboðið á vinnu hafa aukist aðeins síðasta vetur og haldist stöðugt síðan. „Það er ekki enn komin gífurleg eftirspurn eftir vinnuafli. Við erum enn með stóran hóp af fólki sem er að sækja um störf. Fyrirtækin geta líka gert meiri kröfur nú en þau gerðu áður, þegar uppsveiflan var sem mest. Við fáum yfirleitt allt sem beðið er um, bæði menntun, reynslu og hegðun- artengda hæfni vænlegra starfs- manna. Í dag er gott að ráða fólk, því það eru meiri líkur á að fyrirtæki fái þá starfsmenn sem þau eru að leita að, en að sama skapi er orðið erfiðara fyrir þá sem eru ungir og óreyndir að fá vinnu við sitt hæfi. Það má segja að nú sé rétti tíminn til að ráða fólk, því þegar uppsveiflan byrjar aftur og eftirspurnin eftir vinnuafli eykst á ný aukast líkurnar á launaskriði og erfiðara verður að manna stöður rétt.“ Dregur úr eftirspurn fyrir jól Þórir Þorvarðarson, ráðningastjóri hjá Hagvangi, segir endi tölvuævin- týrisins árið 2001 hafa markað visst hrun vinnumarkaðarins. „Síðan tók við tímabil sem var ansi dapurt. Í vor tók markaðurinn nokkuð við sér og það var þónokkuð um að vera í sumar. September- og októbermán- uðir voru mjög góðir og þó nokkur hreyfing á markaðnum. Hins vegar finnst mér heldur hafa dregið úr eft- irspurn núna síðustu vikurnar eða dagana, en það er frekar árviss við- burður. Þegar fjölgar í Kringlunni og stórmörkuðunum, fækkar ráðn- ingunum og menn fara úr þessum gír. Menn fara að undirbúa jólin, undirbúa uppgjörin og fara í áætl- anagerðir. Menn eru að vinna í sín- um málum. Síðan tekur þetta aftur við sér eftir áramótin, viku eða hálf- an mánuð af janúar tekur þetta kipp. Af minni reynslu, kviknar á at- vinnulífinu þegar jólaljósin slokkna.“ Eftir jólaösina spýtist jafnan mik- ið fjármagn úr verslunargeiranum og út í aðra geira atvinnulífsins, þá má segja að keðjuverkun fari í gang með tilheyrandi hvata fyrir atvinnu- lífið. Þórir segir Hagvang verða mest varan við vissa hluta atvinnumark- aðarins. „Atvinnurekendur nota yf- irleitt ekki ráðningarskrifstofur til að ráða í almenn verkamannastörf. Hér er mest um að ræða skrifstofu- störf og sérfræði- og stjórnunar- störf. Eðli ráðgjafarþjónustunnar felst í því að sigta út hæfa einstak- linga í þessi störf.“ Morgunblaðið/Júlíus Jólaösin var hafin í Kringlunni um síðustu helgi. Hjá ráðningarfyrirtækjum er því spáð að vinnumarkaðurinn taki við sér eftir að jólaljósin slokkna á ný. „Kviknar á atvinnulífinu þegar jólaljósin slokkna“ Er atvinnulífið fer af stað verður erfiðara að finna rétt fólk, nú er sagður rétti tíminn til að ráða 2 B SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Undirfataverslunin Selena óskar eftir góðum starfskrafti í framtíðarstarf. Selena er sérversl- un með hágæða vörur og mikla þjónustu við viðskiptavini. Umsókn ásamt mynd skal skila á auglýsingadeild Mbl. merktri: „S — 14535 eða í box@mbl.is fyrir 20. nóv. Vörubílstjórar óskast hjá grónu írsku vöruflutningafyrirtæki Einungis vanir bílstjórar með meirapróf „HGV licence“. Einungis vinna á Írlandi. Sendið upplýsingar um fyrri bílstjórastörf til jjntransport@eircom.net eða hringið í síma 00353 1803 0380. Sölumaður Metnaðargjarn og þjónustulipur sölumaður óskast sem fyrst. Reynsla í sölumálum nauð- synleg og kostur ef viðkomandi hefur áhuga á og hefur unnið við vélar. Reyklaus vinnustað- ur. Vinsamlega sendið svör á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Traustur starfsmaður“. FJÖLDI þeirra, sem hafa verið skráðir atvinnulausir í meira en eitt ár, hefur meira en tvöfaldast frá ágústmánuði 2002 til ágústmán- aðar 2003. Langstærstur hluti þessarar aukningar á sér stað á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Í ágúst 2002 höfðu 225 ver- iðatvinnulausir í meira ár á höf- uðborgarsvæðinu, en í ágúst 2003 var talan komin upp í 508. Lang- tímaatvinnuleysi er miðað við 26 vikna atvinnuleysi eða meira. Þar hefur alls fjölgað á höfuðborg- arsvæðinu úr 723 í 1.265 manns. Langtímaatvinnulausum fjölgar næstum um allt land, en athygli vekur að þeim fækkar á Norður- landi vestra, úr 13 í 9. Almennt at- vinnuleysi hefur hins vegar minnk- að á Vestfjörðum og á Suðurlandi. Mikið áfall fyrir fólk Ingunn S. Þorsteinsdóttir, hagfræð- ingur hjá ASÍ, segir að sér komi ekki á óvart þessi aukning í lang- tímaatvinnuleysi á höfuðborg- arsvæðinu. Sérstaklega sé ástand- ið slæmt hjá verslunarmönnum og félögum Eflingar. „Þetta dregur úr sjálfsöryggi fólks og styrk til að fást við lífið og tilveruna. Fólk getur lagst í þunglyndi og fær geysilega höfnunartilfinningu. Þá getur verið afar erfitt fyrir fólk að komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir svona langt hlé. Þetta er auðvitað bæði sálrænt og fjárhagslegt áfall. Fólk, sem áður hafði kannski ágætistekjur, þarf að fara að tak- ast á við það að vera með í mesta lagi77.000 krónur á mánuði, sem eru fullar atvinnuleysisbætur. Þá þarf það að standa við allar þær skuldbindingar sem það hafði, borga af lánum, leigu af húsnæði og framfleyta börnum. Tilvera fólks bókstaflega hrynur,“ segir Ingunn og bætir því við að frá upphafi nóv- ember hafi fjölgað mjög á atvinnu- leysisskrá og nú sé svo komið að um 4.800 séu án vinnu. Batahorfur framundan Gústaf Adolf Skúlason, stjórnmála- fræðingur hjá Samtökum atvinnu- lífsins, segir þessar tölur í raun ekki koma á óvart. „Hér var sam- dráttur á síðasta ári og hagvöxtur ekki mikill í ár. Það var því viðbúið að atvinnuleysi myndi aukast. Þeg- ar atvinnuleysi eykst, þáeykst lang- tímaatvinnuleysi venjulega sömu- leiðis. Þeir hópar sem eru laustengdir við vinnumarkaðinn af ýmsum ástæðum, eru inn og út úr vinnu og þeir sem standa einhverra hluta vegna höllum fæti á vinnu- markaði lenda oft í langtíma- atvinnuleysi þegar harðnar á daln- um,“ segir Gústaf Adolf og bætir við að mikil áhersla hafa verið lögð á það af hálfu vinnumiðlana að sinna þessum hópi og gripið hafi verið til ýmissa úrræða sem miðast við ólíka hópa. „Nú eru hins vegar horfur á auknum hagvexti og því líklegt að dragi úr atvinnuleysi strax á næsta ári og að það verði hverfandi á þar- næsta ári og árunum þar á eftir,“ segir Gústaf Adolf að lokum. Langtíma- atvinnuleysi tvöfaldast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.