Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÚSNÆÐI Í BOÐI Skilmannahreppur Til sölu tvö 120 fm 4ra- 5 herb. einbýlishús við Lækjarmel 6 og 8 í Melahverfi, Skil- mannahr., Borgarfj- sýslu. Lækjarmelur 8 er laust til afhendingar með skömmum fyrirvara og þaðan er frábært útsýni til vesturs. Kynt með hitaveitu. Bygging- arleyfi fyrir stórum tvöföldum bílskúr. Leikskóli í hverfinu og grunnskóli í nágrenninu. Um ½ klst. akstur frá Reykjavík, stutt til Akraness og Borgarness. Útlit fyrir vaxandi atvinnumögu- leika á svæðinu. Nánari uppl. hjá Fasteignamiðlun Vesturlands, s. 431 4144/www.fastvest.is og hjá eiganda í síma 866 2230. TIL LEIGU BÁTAR SKIP Til sölu Höfum til sölu notaða en góða segulnaglalínu 6 mm, einnig bala og baujur, einnig 20 bala án segulnagla 6 mm. Upplýsingar í síma 868 2202. TILBOÐ / ÚTBOÐ Útboð Kópavogsbær óskar eftir tilboðum í að innrétta tvær íbúðir á annarri hæð Fann- borg 3 til 5 í Kópavogi. Um er að ræða að breyta hluta af gamla bóka- safninu, sem var til húsa í Fannborg 3 til 5, í tvær íbúðir og skrifstofurými. Stærð hvorrar íbúðar verða ca 104 m² og skrifstofurými um 268 m². Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 30. apríl 2004. Útboðsgögn verða seld á kr. 2000 á Tæknideild Kópavogs, Fannborg 2, lll hæð frá og með þriðjudeginum 18. nóvember nk. Tilboðum skal skilað á sama stað þriðjudaginn 2. desember 2003 fyrir kl. 11:00 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda er þar mæta. Framkvæmdadeild Kópavogs. Útboð Sorphirða á Suðurnesjum Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. óskar eftir tilboðum í sorphirðu frá öllum íbúum Gerða- hrepps, Grindavíkurbæjar, Reykjanesbæjar, Sandgerðisbæjar og Vatnsleysustrandar- hrepps næstu 5 árin, frá og með 1. febrúar 2004. Óskað er eftir tilboðum í sorphirðu á 10 daga fresti. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Sorpeyð- ingarstöðvar Suðurnesja, Fitjum, Njarðvík og hjá Stuðli verkfræði- og jarðfræðiþjónustu, Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirði. Tilboð skulu merkt: Sorphirða á Suðurnesj- um og skulu berast Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, Fitjum, Njarðvík, eigi síðar en kl. 11.00 mánudaginn 22. desember 2003. Til leigu Til leigu eftirfarandi nýuppgerðar íbúðir á svæði 105, nálægt Hlemmi.  Einstaklingsíbúð 50 fm, stúdíóíbúð.  4ra herbergja íbúð, 117 fm.  2ja herbergja íbúð, 73 fm. Íbúðirnar leigjast frá 1. des. nk. Aðeins reglu- samt og reyklaust fólk kemur til greina. Upplýsingar í síma 892 1474. AFAR einstaklingsbundið er hvaða nálgun hentar hverj- um og einum þegar sótt er um atvinnu. Á meðan sumum hentar vel svokölluð „í opið geðið“ aðferð, þar sem rölt er inn í fyrirtæki eða stofnun og haft beint samband við stjórn- endur með bros á vör, henta öðrum einstaklingum og auð- vitað öðrum vinnustöðum nokkuð formlegri leiðir í atvinnu- leit. En óháð persónulegri nálgun eru nokkrir fastir punktar sem allir verða að líta til og taka mið af. Í þessum blaðhluta verður farið yfir ýmsa mikilvæga punkta varðandi undirbúning atvinnuumsókna og -viðtala, ýmis formsatriði og framkomu gagnvart viðmælendum í at- vinnuviðtölum. Efni þessarar viku snýst um grundvall- argagn atvinnuleitarinnar, ferilskrána. Verður á komandi vikum meðal annars farið nánar í eftirfarandi atriði:  Að finna störf við hæfi  Atvinnuumsóknin og undirbúningur hennar  Atvinnuviðtalið undirbúið  Framkoma og minnispunktar í atvinnuviðtalinu Að leita sér að atvinnu TVÖ plögg eru lykilatriði þegar kemur að vel heppnaðri atvinnuleit. Þessi plögg eru í fyrsta lagi ferilskrá og í öðru lagi sjálf atvinnuumsókn- in. Með þeim er hægt að minna atvinnurekand- ann á einstaklinginn og skýra frá þeim hæfi- leikum umsækjandans, sem honum gætu nýst. Margir eiga það til rugla þessum tveimur hlutum saman og álykta að starfsumsókn og ferilskrá eigi að vera samtvinnuð. Hentugra er að aðskilja þessi tvö skjöl og nota ferilskrána sem grundvallarplagg sem atvinnuumsóknin byggist á. Þegar atvinnuveitandi fer yfir at- vinnuumsókn á hann að geta leitað í ferilskrána til að sjá tilteknar upplýsingar sem varpa frek- ara ljósi á þá hæfni sem viðkomandi telur fram sér til kosta. Ferilskrá dregur þannig fram helstu upplýs- ingar um einstaklinginn sem nýst geta máls- metandi aðilum. Eitt af lykilatriðum við gerð ferilskrár er það að hún er plagg sem atvinnu- veitandinn notar til að ráðfæra sig við. Hann getur hent í burtu atvinnuumsókn, en ef fer- ilskráin er góð mun hann geyma hana og ráð- færa sig við hana ef hann þarfnast einstaklings með vissa hæfileika. Í bókinni Frá umsókn til atvinnu eftir Jón Birgi Guðmundsson er fjallað um hvernig smíði ferilskrár skuli háttað og er hér stuðst við þau fræði. Í ferilskrá er að finna eftirfarandi:  Persónuupplýsingar; nafn, kennitala, heim- ilisfang, netfang, heimasími, farsími.  Námsferill; Nöfn skóla, gráður, greinar og ártöl. Gott er að hafa stutta lýsingu á verk- efnum og náminu sjálfu. Skynsamlegt er að raða upp í öfugri tímaröð, síðasta námið fyrst.  Starfsferill; vinnustaðir, ár, störf. Gott er að lýsa helstu verkefnum og þeirri ábyrgð sem starfið fól í sér. Skynsamlegt er að raða upp í öfugri tímaröð, síðasta starfið fyrst.  Tungumál, tölvukunnátta, önnur kunnátta sem nýst gæti.  Persónulýsing, lýsing á markmiði/áhugamál- um/félagsstörfum.  Meðmælendur; gott er að nefna a.m.k. tvo meðmælendur og tilgreina starfsheiti þeirra og símanúmer.  Einnig er gott að hafa mynd í ferilskránni til að atvinnurekandi tengi hana betur við manneskju og einstakling. Góð ferilskrá:  er stutt; á bilinu ein til tvær síður.  er hnitmiðuð; án alls óþarfa.  er skipulögð og vel upp sett; það mikilvæg- asta fer fremst, menntun, starfsreynsla, með- mælendur og kunnátta. Mikilvægt er að skilja atriði vel að og hafa skýra kaflaskipt- ingu.  er heiðarleg; varast ber að ýkja eða sleppa staðreyndum. Einnig er lykilatriði að van- meta sig ekki og gera lítið úr eigin hæfileik- um. Heiðarlegt mat og heiðarleg frásögn byggja upp traust.  er vel prentuð á gæðapappír; það sendir vinnuveitanda þau skilaboð að um sé að ræða vandvirkan, metnaðarfullan og natinn ein- stakling.  dregur einnig fram áhugaverða punkta ein- staklings og það sem gæti mögulega skapað honum sérstöðu og gert hann æskilegan og aðlaðandi starfskraft. Hvað ber að varast?  Of langa ferilskrá; atvinnuveitandi þarf að getað skimað yfir ferilskrána og fundið það sem hann leitar að í skyndi.  Fjöldaframleiddar ferilskrár; best er að miða hverja ferilskrá við þarfir viðkomandi fyrir- tækis eða stofnunar, til dæmis er lítill til- gangur í því að tilgreina lyftarapróf þegar sótt er um starf skrifstofumanns.  Langlokur, lélegt málfar og stafsetningarvill- ur; ferilskrá þarf að vera á góðri íslensku og villulaus. Gott er að biðja aðra um að lesa fer- ilskrána yfir áður en hún er send.  Of skreytta ferilskrá; flúr og skreytingar til- heyra barrokktímanum og hafa lítið að gera á plaggi sem á að selja vandvirkan og iðinn starfsmann. Hér fylgir dæmigerð ferilskrá sem tekur mið af öllum þessum reglum. Ferilskráin TENGLAR ................................................................... www.job.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.